Íslandsmót skákfélaga frá sjónarhorni liđsmanns í KR

 

 

Félagar mínir hjá KR fengu mig til Íslands ađ keppa međ ţeim á Íslandsmóti skákfélaga 2009-2010. KR sendir 5 sveitir í keppnina, en ég tefldi á 3. borđi í a-sveit félagsins. Liđstjóri sveitarinnar er Einar S. Einarsson. Ţessi grein verđur svolítiđ sjálfhverf, enda hverf ég algjörlega inn í heim skákanna sem ég tefli, og utanađkomandi umhverfi og öfl gleymast nánast algjörlega á međan klukkan tifar.

Ég var ekki eini liđsmađurinn sem fenginn var erlendis frá, en Nikolai og Sören Bech sem tefldu á 1. og 2. borđi eru báđir danskir skákmenn. Ég tefldi á 3. borđi. Ađrir liđsmenn sveitarinnar eru ţekkt nöfn úr íslenskri skáksögu og hafa gert skákgarđinn frćgan bćđi og Íslandi og víđa um heim í marga áratugi. Ţeir sem ţekkja íslenska skáksögu sćmilega ćttu ađ skilja af hverju ég er stoltur af ţví ađ keppa međ slíkum köppum. Ţeir sem tefldu međ a-sveit KR eru:

  1. Nikolai Skousen
  2. Sören Bech Hansen
  3. Hrannar Baldursson
  4. Jón Torfason
  5. Jóhann Örn Sigurjónsson
  6. Jón G. Briem
  7. Gunnar Gunnarsson
  8. Jón G. Friđjónsson
  9. Ingimar Jónsson
  10. Harvey Georgsson

Árangur okkar var ágćtur. Viđ töpuđum engri viđureign ţrátt fyrir ađ hafa keppt viđ afar sterkar sveitir. Okkur tókst međal annars ađ sigra a-sveit Akureyringa, sem höfđu unniđ stórsigra í 1. og 2. umferđ, sveit sem hefur alla tíđ veriđ í 1. deild. Gylfi Ţórhallsson bjargađi Akureyringum frá stórtapi í klassískri skák međ ţví ađ reynast ótrúlega úrrćđagóđur í erfiđri stöđu gegn Jóhanni Erni Sigurjónssyni. Akureyringar ćttu ađ reisa Gylfa styttu fyrir ţessa skák.

Viđ gerđum jafntefli viđ b-sveit Taflfélags Reykjavíkur í fyrstu umferđ, en ţá tapađi undirritađur fyrir Dađa Ómarssyni í baráttuskák ţar sem ég slysađist inn á slóđir sem voru Dađa mun kunnugri en mér, fór hundsvekktur heim ţađ kvöldiđ, kom hungrađur til baka nćsta dag og vann rest, ţá Helga Jónatansson úr a-sveit Reykjanesbćjar međ fallegri fórn, Halldór B. Halldórsson eftir langa baráttu ţar sem biskup hans var veikari en riddari minn, og Magnús Gíslason frá Skákfélagi Akranes, ţar sem hann byggđi upp ágćta stöđu en féll á tíma rétt ţegar slagurinn var ađ hefjast. Viđ töluđum einmitt um ţađ fyrir umferđ ađ keppni á milli ÍA og KR hefđu ávallt veriđ klassískar og vonuđumst viđ eftir skemmtilegum skákum. Sú skemmtilegasta var á milli Gunnars Gunnarssonar og Árna Böđvarssonar á 6. borđi, en sú skák endađi međ jafntefli eftir sviptingar sem jafnast á viđ Gamlárskvöld 2006.

 

 

Ađ loknum fyrstu 4 umferđunum stöndum viđ ágćtlega, erum í 3. sćti og búnir ađ fá afar sterka andstćđinga. Mig hlakkar til ađ koma aftur til Íslands í vor og tefla ţćr umferđir sem eftir eru.

Á Íslandsmóti skákfélaga er margt um manninn. Fullt af gömlum félögum og vinum, sem og skákmönnum sem mađur hefur oft mćtt yfir borđinu en ekki tengst neinum vinarböndum, enda skák í sjálfu sér íţrótt ţar mestu skiptir baráttuţrek, áhugi, ţrautseigja, einbeiting, sköpunargleđi, útsjónarsemi, góđ undirstöđuţekking á frćđunum og djúp ţekking á nýjustu kenningum um byrjanir, og stundum finnst mér eins og ég sé ađ mćta fornum fjanda sem vill komast inn í sál mína og rústa öllum stöđugleika hennar og trú, ađ minnsta kosti ţar til tekist er í hendur ađ skák lokinni.

 

Einar S. Einarsson, liđsstjóri KR sveitanna, tók myndirnar, en fleiri myndir má finna hér.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og Don Hellismafíunnar gerđi upp keppnina hér á afar skýran og góđan hátt, eins og viđ má búast af Gunnari, en Magnús Pálmi Örnólfsson skrifar einnig pistil og hér má lesa hans hliđ málsins.

Sama hvađ hver segir um skák á Íslandi og íslenska skákmenn, ţá er Íslandsmót skákfélaga jól okkar skákmanna sem finnst gaman ađ hittast og taka nokkrar bröndóttar í góđum félagsskap.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

mikiđ er gott ađ sjá ađ ţú teflir fyrir góđan klúbb :)

Óskar Ţorkelsson, 29.9.2009 kl. 20:41

2 identicon

Skák(her)deild KR kann ţér bestu ţakkir fyrir liđveislu ţína um helgina og ţessa skemmtilegu umfjöllun.   Ég tel eins og ţú A-sveit KR međ ţessum góđa liđsafla eigi ágćta möguleika á ađ vinna sig upp um deild, úr ţeirri annarri ţá fyrstu eins og ađ er stefnt. Ţađ sama gildir um B-sveitina, úr ţeirri fjórđu í ţá ţriđju. Gangi ţađ eftir verđur kátt í (KR) höllinni. Viđ eigum líka gott tromp á hendi í mars ţremur loka umferđunum til tryggja uppstigningu beggja sveita til ćđri metorđa.

PS. Leiđrétting, ţađ var ég sem tók ţessar myndir sem fylgir grein ţinni, sendi 33 myndir inn á síđuna, flestar af okkar sveitum/keppendum og nokkrar yfirlitsmyndir. 

Einar S. Einarsson (IP-tala skráđ) 29.9.2009 kl. 21:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband