Hvað er Scope Driven Management?

 

Kannastu við að hafa byrjað á verkefni eða jafnvel skipulegt rekstur vandlega, en komist svo að því að ákvarðanir eru ekki viðeigandi fyrir markmið eða kröfur, hugsanlega vegna forsendubreytinga?

Scope Driven Management er aðferðarfræði sem á margt líkt með gagnrýnni hugsun, en henni hefur verið fundinn farvegur með hugbúnaðarkerfinu Scope Map og Scope Atlas. Þetta er myndrænt kerfi sem hjálpar skipuleggjanda eða stjórnanda að skilja samhengið á milli markmiða, krafna, lausna og afurða, sem getur reynst sérstaklega gagnlegt þegar um flókin ferli er að ræða.

Þessi hugmyndafræði er sérstaklega ætluð stofnunum og fyrirtækjum, en einstaklingar geta líka notfært sér þetta til að skipuleggja sig, allt frá smáum verkefnum eins og mataruppskrift til risastórra eins og rannsóknum á viðskiptatengslum, en um leið og maður fyllir inn í eyðurnar um það sem maður þarf að gera til að uppfylla ákveðin markmið, verður til gagnagrunnur sem síðan er hægt að nota til að ýta verkefnum áfram og klára þau með góðri forgangsröðun.

Ég hef ákveðið að fara í samvinnu með Ambitiongroup fyrirtækinu sem hefur þróað þessa hugmyndafræði og hugbúnað í fimmtán ár, og reynst hefur afar vel víða um heim til að auka nýtingu fyrirtækja og finna ný tækifæri í rekstri. Þetta fyrirtæki er í afar hröðum vexti, sérstaklega vegna þess hversu vel hefur gengið með verkefni og rekstur sem sett hafa verið upp í kerfið.

Ég er sérstaklega spenntur fyrir þessari aðferðarfræði þar sem að hún getur gert verkefni og rekstur gagnsæjan fyrir alla þá sem að honum koma. Nokkuð sem gæti verið gagnlegt fyrir ríkisstjórn, opinberar stofnanir og fyrirtæki á tímum þar sem sífellt er krafist meira gagnsæis, en ég tel Scope Driven Management vera flotta leið til að átta sig á hvernig málin standa í raun og veru, og gera svo eitthvað í því.

Sem kennari sé ég strax hvernig hægt væri að nota hugbúnaðinn í skólastofu með skjávarpa og gagnvirkni töflu. Hægt væri að setja áhugaverðar pælingar upp í ScopeMap og rannsaka með nemendum.

Hafirðu áhuga á nánari upplýsingum, hafðu þá samband við mig í hrannar@scopemap.com

Þú getur sótt þér afrit af hugbúnaðinum hérna og prófað hann í 30 daga, bæði á Mac og PC, en það er erfitt að átta sig á gagnsemi hans án handleiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband