VAKNIĐ! Ţaggađ niđur í rannsóknarblađamönnum bankaráns aldarinnar til ađ hemja réttláta reiđi Íslendinga?
6.9.2009 | 07:55

Ţađ lítur út fyrir ađ EINHVERJIR séu ađ misnota Fjármálaeftirlitiđ til ţess ađ misnota skrifstofu sérstaks saksóknara, en FME hefur veriđ virkt í ađ ţagga niđur í rannsóknarblađamönnum. Af hverju? Međal ásakađra: Rannsóknarblađamennirnir: Egill Helgason, Agnes Bragadóttir, Kristinn Hrafnsson.
Ţađ ađ fyrsta sakamál sérstaks saksóknara vegna Hrunsins skuli vera uppljóstrunarmál Kristins Hrafnssonar blađamanns, hlýtur ađ kveikja ljós eđa hringja bjöllum í hugum saklausra Íslendinga sem sigla annars sofandi ađ feigđarósi. Ţeir sem enn hafa ekki séđ, skiliđ og kvartađ yfir ađ eitthvađ mjög alvarlegt hljóti ađ vera ađ, verđa ađ átta sig á ţví bráđlega. Ţađ ađ hundelta saklaust fólk í ţjónustu viđ ţá sem framkvćmdu glćpina sem ţetta fólk vill uppljóstra, er slík endaleysa ađ ég hefđi ekki getađ látiđ mig dreyma um ţetta útspil.
Dćmisaga: Merkilegur, frćgur og vinsćll stjórnmálamađur stelur sér peysu í Hagkaup. Ţar sem allur ţjófnađur er tilkynntur lögreglu er lögreglan kölluđ til. Ţetta vekur athygli. Blađamađur heyrir af ţessu og nćr sambandi viđ vitni sem sá ţjófnađinn. Nú hafa vinir ţjófsins hins vegar ákveđiđ ađ ţagga máliđ niđur, ţví ţađ vćri hiđ vandrćđalegasta fyrir flokkinn. Ţjófurinn er látinn skila peysunni, en vitniđ hefur hins vegar talađ viđ blađamanninn og daginn eftir birtist forsíđufrétt um ţjófnađ stjórnmálamannsins. Ađ sjálfsögđu neitar blađamađurinn sök, allir ađrir ţegja, og blađamađurinn situr eftir í súpunni, ásakađur um ađ fara međ lygar og ósannindi, og ekki nóg međ ţađ, mál hans er sent til saksóknara ţar sem tryggja skal ađ hann muni ekki halda áfram ađ leita vitna í viđkvćmum sakamálum.
Lára Hanna skrifar bréf sem allir Íslendingar eiga ađ lesa. Ţađ ćtti ađ vera heilög skylda fólks ađ sjá hvernig spilling er í gangi á Íslandi og ađ fólk međ réttlćtiskennd verđur ađ koma til hjálpar og vernda ţá einstaklinga sem hafa barist fyrir ţví ađ sannleikurinn komi í ljós, ađ orsakir Kreppunnar og Hrunsins verđi ekki falin. Nú er tćkifćri fyrir Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingrím J. Sigfússon ađ vinna sér inn atkvćđi og vernda Kristinn Hrafnsson međ ţví ađ skamma FME og sérstakan saksóknara rćkilega fyrir ađ vinna gegn eigin markmiđum, sem er ađ rannsaka og sćkja til sektar ţá sem raunverulega stóđu ađ baki Hruninu. Ţađ lítur út fyrir ađ sérstakur saksóknari hafi ekki hugmynd um hvađ hann sé ađ gera, og hugsanlega ţess vegna sé hann álitinn svolítiđ sérstakur.
Fimm af bestu rannsóknarblađamönnum landsins hafa veriđ ákćrđir til sérstaks saksóknara, ekki fyrir ađ svíkja og stela, heldur fyrir ađ uppljóstra um stöđu mála innan bankakerfisins, stöđu sem ađ áhorfendur ađ málum utanfrá gat ađeins grunađ ađ vćri í gangi. Ţessir einstaklingar hafa grafiđ upp sannanir og vitnamál sem styđja grun ţeirra sem töldu eitthvađ grunsamlegt hafa veriđ í gangi í íslensku fjármálalífi fyrir Hrun. Ţau hafa sýnt á ótvíráđan hátt hvernig stađa krónunnar hefur veriđ misnotuđ til ađ fáir grćđi en ţjóđin blćđi, hvernig stjórnendur hafa tekiđ sér kúlulán sem ţeir ţurftu aldrei ađ borga af en fengu síđan niđurfelld ţrátt fyrir ađ hafa notađ peninginn í annađ, hvernig milljarđalán hafa veriđ afgreidd án lágmarksveđa, og fleira.
Nú á ađ eyđa tíma ţessara sannleiksleitandi einstaklinga í ađ verja sig gegn saksókn, í stađ ţess ađ vernda ţá međ öllum mćtta og gefa ţeim tćkifćri á ađ finna fleiri glufur og sannleikskorn sem gćtu gagnast almenningi til ađ komast ađ sannleikanum.
Ţetta er nćstversta gerđ ritskođunar. Sú versta er ţegar fréttamađurinn er pyntađur og drepinn.

Hér fyrir neđan vil ég birta grein Kristins Hrafnssonar sem hann birti á Facebook síđu sinni í gćr, en ţar sem ég er ekki Facebookvinur Kristins, tók ég fćrsluna af Silfri Egils:
Kristinn Hrafnsson fréttamađur setti ţessa fćrslu inn á Facebook síđu sína í kvöld. Ég hef veriđ í hópi blađamanna sem Fjármálaeftirlitiđ telur sig eiga sökótt viđ, svo mér ţykir ţetta allt mjög athyglisvert. Ég vona ađ Kristinn fyrirgefi mér ađ hafa sett ţetta hérna inn, en ţetta á erindi viđ almenning.
Kristinn skrifar:
--- --- ---
Nú hef ég fengiđ stađfest ađ fyrsta sakamáliđ sem kom til lögreglurannsóknar hjá Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, var meint brot mitt á lögum um bankaleynd. Einnig hef ég fengiđ stađfest ađ sama mál er ţađ fyrsta sem kemur til afgreiđslu hjá Birni L. Bergssyni, settum sérstökum ríkissaksóknara. Ég vona ađ ţađ gefi ekki tóninn um starf ţessara embćtta sem stofnuđ voru til ţess ađ rannsaka og ákćra í málum sem tengjast bankahruninu. Ekki held ég ađ ţeim hinum ,,sérstöku, Ólafi og Birni, hafi ţótt neitt sérstaklega skemmtilegt ađ byrja hreinsunarstarfiđ á ţví ađ eltast viđ mig auman.
Til upprifjunar skal ţess getiđ ađ meint brot fólst í ţví ađ upplýsa í viđtali í Kastljósi undir lok janúar um stórfelldar lánveitingar Kaupţings til Róberts Tchenguiz sem var hluthafi og stjórnarmađur í Existu - sem aftur var stćrsti einstaki eigandi Kaupţings. Til skemmtunar skal ţess getiđ ađ Róbert ţessi er sonur Íraka sem tók sér nafniđ Tchenguiz en ţađ ku vera persneska útgáfan af fornafni Gengis Kan. Upplýsingarnar um Róbert Tchenguiz áttu ađ birtast í Kompásţćtti í lok janúar en ég og félagar mínir vorum reknir og ţátturinn sleginn af fjórum dögum fyrir sýningardag.
Í vor nánar tiltekiđ 2. apríl fć ég bođsent bréf frá FME ţar sem ţví er lýst yfir ađ ég hafi brotiđ bankaleyndarákvćđi laga um fjármálafyrirtćki. Ég fékk svigrúm til andmćla og lögmađur minn sendi svarbréf ţar sem m.a. var bent á ţá augljósu stađreynd ađ ég ynni ekki fyrir fjármálafyrirtćki. Mér kćmi bankaleynd ţví ekki viđ.
Í gćr fékk ég svo stađfest ađ Ólafur Ţór Hauksson, sérstakur saksóknari var ţá, löngu áđur, búinn ađ afgreiđa mitt mál. Hann tilkynnti FME ţá ákvörđun sína ađ ađhafast ekkert frekar í mínu máli međ bréfi sem sent var stofnuninni 18. febrúar. Jafnframt benti Ólafur FME á ađ stofnunin gćti kćrt ţessa ákvörđun hans til ríkissaksóknara innan mánađar ef hún vildi ekki una henni. FME lét ţann frest líđa án ţess ađ kćra.
Ţrátt fyrir ţetta heldur FME áfram ađ narta í hćlana á mér og fjórum öđrum blađamönnum sem fjallađ hafa um upplýsingar úr bankakerfinu. Samkvćmt lögum á FME ađ ljúka málum annađ hvort međ stjórnvaldssekt eđa međ ţví ađ vísa alvarlegum brotum til lögreglu. Í mínu tilfelli var FME búin ađ velja seinni kostinn og lögreglan neitađi ađ ađhafast í málinu. Ef til vill ţótti lögregluvaldinu, Ólafi sérstaka - eins og mér - ađ brýnni verkefni biđu.
FME vildi ekki gefast upp í ţessari baráttu viđ blađamennina. Í júní fékk stofnunin Eirík Tómasson, lögmann til ţess ađ semja álitsgerđ um ţađ hvađ ćtti ađ gera viđ ţessa ,,brotamenn - blađamennina fimm. Á grundvelli ţessarar álitsgerđar (sem ekki fćst opinberuđ) tók FME ţađ til bragđs, í byrjun ágústs, ađ senda mál okkar til Valtýs Sigurđssonar, ríkissaksóknara.
Valtýr var ekki lengi ađ henda ţessari heitu kartöflu frá sér og skilađi ţví snemmendis til Björns L. Bergssonar, sérstaks setts ríkissaksóknara. Ţetta er sum sé fyrsta úrlausnarmál Björns. Hann hefur annars ţađ hlutverk ađ ákćra í málum sem eru rannsökuđ hjá Ólafi Ţór Haukssyni, sérstökum saksóknara.
Hvađ á Björn svo ađ gera viđ máliđ mitt? Ólafur Ţór, lögregluarmur Björns, ákvađ fyrir sex mánuđum ađ ađhafast ekkert frekar í mínu máli. Fresturinn til ađ kćra ţá ákvörđun rann út fyrir fimm mánuđum. En FME gefst ekki upp.
Mađur ćtti auđvitađ ekki ađ gera annađ en hlćgja ađ ţessum skrípaleik. Ég hef ekki í annan tíma séđ jafn einbeittan brotavilja hjá stjórnvaldi gagnvart málsmeđferđarreglum og heilbrigđri skynsemi. Ţađ sem vekur reiđi hjá mér er ađ ţessi mál eru sett í forgang ţegar samfélagiđ allt er enn lamađ eftir verstu hörmungar sem hafa duniđ yfir í hagsögu lýđveldisins. Mađur hallast ađ ţví ađ ţessum mönnum sé ekki viđbjargandi.
Ég hef ţurft ađ eyđa tíma í ţessa helvítis vitleysu á međan ég ćtti ađ vera ađ sinna öđrum og brýnni verkefnum. Hver ćtlar ađ borga mér fyrir ţá vinnu? Hver ćtlar ađ axla ábyrgđ á ţeim lögmannskostnađi sem fylgt hefur ţessu stússi? Ţess utan: Hver ber ábygđ á ţví ađ ţessi skrípaleikur hefur skađađ tiltrú á Fjármálaeftirlitinu og mögulega einnig embćttum sérstaks saksóknara og sérstaks ríkissaksóknara?
Ég set ţessa nótu hérna inn til ađ halda ţessu til haga en ţessi brandari er fyrir löngu hćttur ađ vera fyndinn.
Ágćtt dćmi um fáránleika ritskođunar í öđru samhengi, ţar sem YouTube og bönnun blóts og nektar er umfjöllunarefniđ:
Athugasemdir
Ef mađur slćr inn jounalist silenced á google, ţá koma upp tilfelli frá Kína, Pakistan, Mexíko, Kúbu, Íran, Rússlandi etc.
Viđ erum semsagt á level međ ţessum ţjóđum í málfrelsi.
Blađamenn eru kanarífuglarnir í kolanámunni hvađ lýđrćđi varđar. Ţađ hefur veriđ sótt markvisst ađ málfrelsi hér frá hruninu og enn fćra menn sig upp á skaptiđ. Nú eru til dćmis í smíđum lög eđa regluverk um uppljóstrun, sem ekki einatt gera mönnum ómögulegt ađ uppfylla ţau, heldur eru ţau vopn í hendur lögmönnum til ađ fá málum vísađ frá á grunni ţess hvernig upplýsinga var aflađ eđa jafnvel stefna uppljóstrurum sem ekki hafa uppfyllt gefin skilyrđi.
Í ţessum MBL leiđara í dag geta menn fengiđ innsýn í hvađ er í uppsiglingu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 09:33
Kristinn Hrafnsson og ađrir rannsóknarblađamenn verđa ađ átta sig á ţví ađ Davíđ Oddsson lagđi ţá grundvallarlínu sem enn er fariđ dyggilega eftir, ađ sendibođi válegra tíđinda skuli gerđur grunsamlegur og honum síđan markvisst eytt úr hópi marktćkra. Stefna stjórnvalda er nú sem áđur ađ vernda hina raunverulegu glćpamenn gegn öllum hugsanlegum ásökunum og refsingum en láta helvítis launaţrćlana, almenning í landinu, borga risavaxinn brúsann sem ţetta glćpahyski skildi eftir sig. Og gildir ţá einu hverjir sitja í ríkisstjórn og embćttum hins opinbera, stefnan er vernd fyrir glćpahyskiđ og yfirfćrsla refsingarinnar á almenning. Besta dćmiđ um ţetta er umrćđan um ađ létta á byrđum skuldara en stjórnvöld benda á ađ um tveir ţriđju hluta skuldara geti stađiđ viđ skuldbindingar sínar sem eru orđnar himinháar af völdum annarra, ţ.e. fjárglćfrahyskisins og stórţjófanna í einkabankakerfinu. Ţessir tveir ţriđju hlutar eiga ekkert frekar en ađrir ađ borga brúsann ţótt sá hluti teljist gjaldfćr ţví skuldir ţeirra hćkkuđu auđvitađ jafn mikiđ og ţriđja hlutans sem skal hjálpa. Hvernig vćri ađ stórnvöld og handónýtt og gjörspillt lögregla og dómskerfi sneri sér ađ ţví í forgangi ađ ná hinum raunverulegu glćpamönnum og auđnum sem ţeir hafa stoliđ og komiđ undan á leynireikninga á alls konar tortúlueyjum út um allan heim?
corvus corax, 6.9.2009 kl. 10:05
Ţađ er eitt sem ég skil ekki alveg í ţessu hjá ţér.
Auđvitađ er framkoma FME alveg ótrúleg. Sú stofnun er ýmist gegumsýrđ af spillingu; hrikalega vanhćf; ađ spila međ röngu liđi; misskilur hlutverk sitt hrapallega eđa ţá allt ofangrein, sem er líklegast.
Hinsvegar skil ég ekki af hverju ţú ert ađ skjóta á sérstakan saksóknara í greininni, t.d. međ orđunum "skamma FME og sérstakan saksóknara rćkilega fyrir ađ vinna gegn eigin markmiđum".
Án ţess ađ ég sé neitt sérstaklega ađ taka upp hanskann fyrir sérstakan saksóknara, sem hefur fariđ sér gríđarlega hćgt í öllum málum (sem geta auđvitađ veriđ ótal ástćđur fyrir) ţá skil ég ţetta tiltekna mál sem svo ađ FME hafi vísađ málinu til hans, en ekki ađ sérstaki saksóknarinn hafi tekiđ upp á ţví ađ rannsaka ţetta ađ eigin frumkvćđi.
Ber embćttinu ekki skylda til ađ skođa mál sem til ţess er vísađ? Og rétti ekki sérstaki saksóknarinn FME puttann međ ţví ađ tilkynna ađ hann ćtlađi ekkert ađ ađhafast í ţessu máli og ađ ef ađ FME vćri ósátt ţá gćti stofnunin bara fariđ ađrar leiđir?
Ég held ađ ţađ sé ekki sanngjarnt ađ sparka í s.s. út af ţessu tiltekna máli.
En skömm FME er alveg ótrúleg. Ég hélt um stund fyrr á árinu ađ nýr yfirmađur ţar á bć myndi taka til hendinni eftir mannkertiđ Jónas Fr. Svo virđist ekki ćtla ađ vera.
Hilmar Ólafsson (IP-tala skráđ) 6.9.2009 kl. 12:59
Hilmar: Rétt hjá ţér. Takk fyrir leiđréttinguna. S.s. er ađ standa sig í stykkinu međ ţví ađ vísa málinu frá. Ađal máliđ er ađ sjálfsögđu ađ ţetta skuli hafa veriđ fyrsta mál á dagskrá sérstaks saksóknara. Ég hef túlkađ eitthvađ vitlaust út frá ţeirri stađreynd.
Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 16:15
Hvađ skal segja - ég missti andann í eitt augnablik viđ ađ lesa ţessa fćrslu - svo ótrúleg er hún - en ađ sama skapi - kemur nákvćmlega ekkert á óvart
Ţví ţannig er Ísland í dag - en ţađ samt afleiđing Íslands síđustu ára, ekkert sem gerđist "over night"
ASE (IP-tala skráđ) 7.9.2009 kl. 00:35
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.