Viltu lögleiða fjölkvæni á Íslandi?

 


 

Í gærkvöldi átti ég ansi líflegar samræður við vini mína um félagslega frjálshyggju og afleiðingar hennar. Ein kenningin sem kom upp var að frjálshyggjan muni leiða til fjölkvæni eða fjölkörlun, en þar sem að fjölskylduímyndin: karl, kona og börn, væri grunvöllur vestrænna þjóðfélaga, þá væru vestræn þjóðfélög í mikilli hættu. Athugið að þarna er verið að tala um orsakatengingu, eitthvað sem hlýtur að gerast, en ekki eitthvað sem gæti gerst.

Ein manneskja í samræðunni hélt því fram að ákveðin og vel skipulögð alþjóðleg hreyfing væri í gangi sem ynni látlaust að því að grafa undan traustum grunni vestrænna samfélaga, eins og heimspekilegur hryðjuverkahópur, og hélt því fram að fyrsta skrefið væri að gefa samkynhneigðum rétt til að ættleiða börn, þá fyrst færi skriðan í gang og engin leið væri til að koma í veg fyrir að ein stúlka giftist hópi stúlkna, eða að vinahópur myndi giftast þar sem allir svæfu saman og gætu eignast börn, eða að hið klassíska fjölkvæni þar sem einn maður tekur sér margar konur, fær sér bara nýja þegar honum finnst sú síðasta vera orðin of gömul eða þrasgjörn.

 

FamilyGuyParty

 

Gengi þetta eftir, væri vegið að vestræna fjölskylduhugtakinu, en vestræn samfélög hafa verið byggð á samstöðu fjölskyldunnar fyrst og fremst. Ef við hefðum ekki slíka samstöðu lengur, hvað yrði þá um börnin? Hvað yrði þá um einstaklinginn sem finnur yfirleitt merkingu með lífinu þegar hann eignast maka og með honum börn?

Mér fannst þetta áhugaverð pæling, en hef ekki mótað mér skoðun enn, og leyfi mér að fresta því að mynda mér skoðun þar til ég veit meira, þar sem mér hafði ekki einu sinni dottið það í hug fyrr. Getur verið að umburðarlyndisfasismi sé eitt af hættulegri fyrirbærum sem skotist hefur upp í vestrænum heimi, að umburðarlyndi sé gott og gilt, en ætti að hafa sín takmörk?

Þegar frjálshyggjan fer út í öfgar og ofbýður siðferði fólks, þá rís ávallt upp bylting gegn slíku. Það má rökstyðja ris nasismans, fasismans og jafnvel kommúnismans sem baráttu gegn vafasömu siðferði, en þar hefur þá ein illska skapað enn verri illsku. 

 

mother_teresa2

 

Nú fór Ísland algjörlega úr böndunum í fjárhagslegri frjálshyggju. Hefur Ísland líka farið úr böndunum í félagslegri frjálshyggju? Höfum við gleymt að setja okkur sjálfum takmarkanir þar sem að ofurtrúin á sjálf okkur hefur vaxið okkur yfir höfuð? Mun kreppan hjálpa okkur að ná áttum, eða munum við sitja áfram í fyrri hugmyndafræði og hjakka í sama farinu bara vegna þess að okkur líkaði einhvern tíma þetta far sem við komumst hvort eð er ekki upp úr?

Hugmyndin er svona:

  • Fyrsta skref: lögleiða sambúð samkynhneigðra
  • Annað skref: lögleiða rétt samkynhneigðra til ættleiðingar barna
  • Þriðja skref: þegar skref eitt og tvö eru komin, þá verður vegna jafnréttishugsjóna ekki hægt að koma í veg fyrir fleiri afbrigði af hjónaböndum, enda verður ekki lengur hægt að halda í þá skilgreiningu að hjónaband sé blessun á sambúð og barneignum karls og konu.

Ég vildi endilega deila þessu með bloggheimum, og sjá hvort að lesendur geti stutt mig til myndunar á traustum skoðunum þegar kemur að þessu málefni.

Ætli stóra spurningin sé ekki hvort rétt sé að orsakasamband sé á milli hjónabands samkynhneigða annars vegar og fjölkvænis hins vegar, og ef hvort tveggja væri leyft, hefði það alvarleg áhrif á uppbyggingu samfélagsins?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til þess að tryggja að fjármál, og önnur mál, fari ekki úr böndum,þarf að vera öruggt að ekki leynist brenglað hugarfar í neinum af æðstu ráðamönnum eða ráðgjöfum, þjóðar, og ekki neinn brenglaður einstaklingur í stöðu neinnar lykilstofnana þjóðar.  Sé þessa ekki gætt nægilega vel, er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær allt kerfið fari á hliðina, með óheyrilegum kostnaði og hörmungum fyrir íbúana.     Sérstaklega hættulegir eru þeir sem auðsjánanlega eru mikilmennskuklikkaðir og ekki síður hættulegir eru kynvillingar,  til dæmis nazistaflokkurinn í þýzkalandi var stofnaður af kynvilltum karlmönnum. Nýjasta dæmið er Ísland í dag.

Robert (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 06:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er ansi hreint freistandi að álíta þetta rök þeirra sem eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra (og ættleiðingum). Allt fer til fjandans, o.s.frv. 

Kannski verður heimurinn alveg galinn,  ... en þá fer ég fram á að fjölveri verði leyft, fremur en fjölkvæni. Það er komið að okkur stelpunum. :)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2009 kl. 09:22

3 identicon

Fjölkvæni (skv. orðana hljóðan, einn maður á margar konur) er eldra en orð Biblíunnar. Að bendla ættleiðingum okkar samkynhneigðra við það, er auðvitað - og að mínu mati - algjör fáfræði. Sorglegt að fólk noti sér ættleiðingar tveggja einstaklinga, af sama kyni, sem stökkpall til fordóma eins og greinilega er hér um að ræða. (Og þá er ég EKKI að tala um þín orð, Hrannar; ég skil vel þínar pælingar og finn enga fordóma í þeim.)

Eins og staðan er í dag, má samkynhneigður einstaklingur ættleiða barn á Íslandi, bara ef hann er einstæðingur en ekki í sambúð. Það er svolítið skrítin mismunun. Engar rannsóknir sem ég þekki, segja að tveir einstaklingar af sama kyni séu verr til þess fallnir að ala upp barn, en tveir einstaklingar af sitt hvoru kyninu. Að halda öðru fram er vanþekking á málefnum samkynhneigðra, sem óska þess öðru fremur að fá að taka þátt í samfélagi okkar allra á jafnréttisgrunni - meira að segja fá að giftast í kirkjum er úthýsa þeim. Það hlýtur að segja eitthvað um þá baráttu, að fólk óski eftir blessun kirkjudeilda sem hvað mest berst gegn þeirra sambúð.

Eitt sinn var haldið fram að samkynheigð og barnanýð væri hið eitt og sama - jafnvel hafa nokkrir reynt að bera saman samkynhneigð og dýragirnd saman, til að gera lítið úr þeim er sækjast að sama kyni. Þessi pæling um fjöl"kvæni" og samkynhneigð, eins og þú lýsir í þeim umræðum sem þú áttir í, setjast á sama fordómavagn og hinir, til þess eins að sýnast ekki fordómafullir gagnvart okkur samkynhneigðum, heldur vilja reyna að finna fordómum sínum annan farveg.

Fordómar eru fáfræði; það vitum við, sem viljum frekar ræða hlutina en að fullyrða um þá. Þess vegna held ég, miðað við hvað ég hef lesið af þínum skrifum, að þú viljir frekar móta þér skoðanir eftir uppfræðslu en tilfinningum.

Vissulega - og ég tek það fram - eru sumir í okkar hópi frekar frjálslegir í sínu kynlífi, og vilja sængja hjá sem flestum. En það er örugglega í sama hlutfalli og hjá þeim gagnkynhneigðum, sem kjósa marga rekkjunauta frekar en einn. Jafnvel ber meira á þeim, sem lifa slíku lífi, en á þeim okkar, sem kjósum að hafa aðeins einn rekkjunaut og láta það duga. Það er nefninlega mikil vinna að byggja upp slík sambönd - hitt er aðeins innihaldslaust kynlíf, sem hægt er að verða sér út um hvar sem er, fyrir hvern sem er. En það skilur ekkert eftir sig nema tóma sál og biturð í hjarta. Hvort sem fólk er sam- eða gagnkynhneigt.

Fjöl"kvæni" er því ekki það sem samkynhneigðir sækjast í, heldur ástríkt og uppbyggjandi samband tveggja einstaklinga, sem eru alveg jafn hæfir til að ala upp börn og hvert annað par. Það er mín skoðun - og mín reynsla.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Púkinn

Púkinn vill vísa í það sem hann skrifaði hér

Púkinn, 5.9.2009 kl. 10:32

5 identicon

Fjölkvæni múslíma, sem Púkinn vísar í hér að ofan, hefur EKKERT með að gera "hjónabönd" samkynhneigðra á nokkurn máta. En þar sem ég hef ekki getað gert athugasemdir við færslur Púkans um langan tíma, þá verð ég að taka það fram hérna sérstaklega - og vísa í mína fyrri athugasemd, sem tekur nákvæmlega á þessu sem Púkinn bendir á.

Fordómar eru víðar en við viljum kannast við - og jafnvel hjá vel greindu og hugsandi fólki. Því miður.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:40

6 identicon

Ég spyr bara vort eitthvað samfélag hafi einhverntímann farið til fjandans sökum fjölkvænis eða-veris?

Og hver er tilgangurinn með að tengja fjölkvæni við samkynhneigð? Er ekki líklegra að gagnkynhneigðir stofni til fjölmennisgiftinga?

Kristbjörn (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:50

7 Smámynd: Kjartan Jónsson

Umræðan byggist á misskilningi: að það sé eitthvað sérstakt við Vesturlöndin að fjölskylduímyndin þar sé eitthvað mikilvægur grunnur. Ég leyfi mér að fullyrða að í flestum hlutum heimsins hefur fjölskyldan og fjölskylduímyndin meira vægi en á Vesturlöndum þar sem ríkið hefur tekið yfir margar af þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem fjölskyldan hefur í öðrum hlutum heimsins. Hún er að víkja á Vesturlöndum og það sem hefur verið að taka við er grunnur sem byggist á mannréttindum einstaklinga. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hér komi upp fjölbreytileg fjölskylduform og má benda á að femínistar í Svíþjóð komu með tillögu (eða lagafrumvarp, man það ekki) um að leyfa fjölkvæni og -veri. Eða í stuttu máli, þeir mættu gifta sig sem vildu, óháð fjölda og kyni - sem er auðvitað hið besta mál.

Kjartan Jónsson, 5.9.2009 kl. 12:47

8 identicon

Ég hef búið í Asíu, Kjartan; þar er fjölskylduformið mun djúpstæðara en við vesturlandabúar höfum upplifað í mjög langan tíma. Svo dæmi sé tekið...

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 12:59

9 identicon

Vissulega er fjölskylda mikilvægur grunnur í hverju samfélagi, hvort sem er á Vesturlöndum eða annarsstaðar í heiminum. Hins vegar er fjölskylduformið öllu umdeildara og sjálfsagt ekki til ein leið réttlátari en öðrum. Sennilega á kjarnafjölskyldan meira skilt við vana og tilviljunakennda þjóðfélagsþróun heldur en að hún sé hið eina rétta fjölskylduform samkvæmt einhverjum lögmálum. Fjölskyldan eins og við þekkjum hana í dag er t.a.m. mjög ólík þeirri fjölskyldu sem byggði Ísland. Málið er aftur á móti þetta: Hvernig getum við réttlætt það að banna fjölkvæni eða -veri? Getum við fundið rök eða rannsóknir sem sýna að slíkt fyrirkomulag sé skaðlegt einstaklingnum eða samfélaginu og á þeirri forsendu bannað fyrirkomulagið?

Ég læt mér detta í hug að það geti verið niðurlægjandi fyrir þá sem eru í sambandinu að vera hluti af hóp þess kyns sem sinnir einum einstakling af gagnstæðu kyni. Þá miða ég við þá skilgreiningu að karl eða kona geti gifst fjölda einstaklinga af gagnstæðu kyni. En sé enginn þvingaður til sambúðarinnar þá ætti þessi skoðun að falla um sjálfa sig. Að þessu leyti finnst mér þó vera eðlismunur á giftingum einstaklinga (gagn- og samkynhneigðra), þ.e. að í slíkum samböndum er engin röskun á ást tveggja einstaklinga. Það gæti verið snúið að kona taki sér tvo karlmenn sem hún elskar og þeir elska hana báðir en hvernig standa málin ef engin ást og kærleikur sé á milli þeirra? Gæti verið snúið...

Kristbjörn (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:11

10 Smámynd: Ómar Ingi

Margt vitlausara

Ómar Ingi, 5.9.2009 kl. 15:34

11 Smámynd: Björn Emilsson

'I gamla daga voru hjönabönd máttarstólpi þjóðfélagsins. Konan annaðist heimilið og börnin, meðan kallinn var úti við öflun viðurværis. Við ´frelsi´ konunnar, þ.e. að fá kosningarétt, leyfi til að aka bíl og fara einar inná veitingahús, hefur staðan breyst. Nútímakonan vill helst ekki eiga börn. Skei það, sendir hún þau á stofnanir. Sænskar konur vilja leggja niður hjónabandið, sem sé ekkert annað en þrælahald. Laxness var sama sinnis, að blessuð konan dæmdi sig í æfilangan hórdóm. Nú er svo komið víða á heimilum, að blessuð börnin vita hvorki upp né niður, hver er hvað. Ert þú pabbi minn, spurði barnið. Einn maður skilur við konuna sína sem hann á með fimm börn og giftist annarri sem á líka fimm börn. Svo nú á hann tíu börn.

Fjölskyldumyndin er því orðin snarrugluð. Börnin ganga sjálfala, alin upp af sjónvarpi tölvum og farsímum Vilja ekki heilbrigðan mat og mörg orðin undirlögð eiturlyfjum og kynlísiðnaði. Það er löngu tímabært að endurskoða öll þessi fjölskyldumál, með uppeldi barnanna að leiðarljósi og þar með framtíð islenskrar þjóðar.

Björn Emilsson, 5.9.2009 kl. 17:44

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér skilst að hjónabönd séu meira og minna að leggjast af. Mikið hefur verið um skilnaði hér undanfarið og kenna menn kreppunni um. Það er sennilega rétt, en ekki af ástæðum spennu óeiningar og upplausnar, heldur vegna lagalegs fyrirkomulags. Hjón sem hafa gert með sér kaupmála þannig að öll ábyrgð lána hvílir á öðru og eignir á hinu, eiga oftast engan annan möguleika en að skilja til að ekki verði gengið að eignum þegar lánin falla eitt af öðru. Kaupmálinn þarf að hafa staðið í 6 mán til að takast gildur, svo fólk, sem er í skuldakröggum og hefur ekki gert slíkan kaupmála í samráði við lögmann, ætti að drífa sig í því, ef illa skyldi fara og skilja svo til að bjarga eignum. Þegar kreppan er svo liðin hjá eða innheimtan fallin, þá má pússa sig saman aftur.

Um önnur form hjónabands má vel ræða svo fremi sem skuldbindingin er heil og sönn á milli tveggjaeða fleiri einstaklinga, en ekki með yfisýn þriðja aðila og einhverra úreltra og fordæmandi lögmála. Þá á ég við kirkjuna eða almættið sjálft. Þar liggur meinið í því öllu. 

Samkomulag um trygg og að vernda öryggi hvors annars, kaupmáli, ást. Það er nóg.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 18:33

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skuldbindingin ætti aldrei að vera bindandi um alla ævi með eftirliti og dóm dómi einhver metafýsísks bákns. Hún að að vera..."Svo lengi sem ástin lifir" - "svo lengi sem traustið lifir" . Annað er algert bullshitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 18:38

14 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Fyrir mitt leiti sé ég ekki ástæðu til að banna neitt í þessum efnum.  Fólk á að fá að ráða því sjálft hvað það vill vera og hvernig það birtist öðrum.  Ég er ekki viss um að ég myndi kæra mig um að kvænast fleiri konum en minni kvinnu, þó svo að ég mætti það hugsanlega í lagalegum skilningi. 

Og hvað kemur mér við hvort að samkynhneigt fólk ali upp börn.  Allri aðrir virðast geta fengið að ala upp börn án þess að vera sérstaklega menntað til þess.  Mörg gagnkynhneigð pör eru gersamlega óhæf til þess að ala upp börn en meiga það vegna þess að þau eru gagnkynhneigð, er það sérstaklega gáfulegt??

En eins og þjóðfélagsmynstrið er í dag er fjölkvæmi í raun staðreynd.  Fólk býr saman í stuttan tíma, eignast börn, skilur og stofnar til annara sambanda með nýju fólki, hver er munurinn?

Sigurður Jón Hreinsson, 5.9.2009 kl. 22:12

15 identicon

Ef hóp af fólk langar að vera saman í einhverskonar hópsambandi þá hugsa ég að það geri það, hvort sem það hafi blessun ríkisins eða ekki. Sömuleiðis er ekki hægt að stöðva þetta fólk í að eignast börn með hvoru öðru ef því sýnist svo, þannig að ég held ekki að það muni ekki rúlla neinum bolta af stað að leyfa hjónabönd/ættleiðingar samkynhneigðra. Vissulega gæti fólkið krafist þess að hópsamband þeirra yrði viðurkennt, en ég get ekki ímyndað mér að það hafi nein áhrif á samfélagsgerð okkar að öðru leiti en þau að fólk þarf að auknu leiti horfast í augu við þá staðreynd að við erum ekki öll eins og eitthvað sem hentar einni manneskju vel hentar annarri illa.

Ester (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 23:17

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Samkvæmt ríkjandi hjúskaparlöggjöf á Íslandi getur einstaklingur búið hér óáreittur með marga löglega maka. Eina skilyrðið er að hann hafi gengið löglega í hjónaböndin í einhverju ríki sem leyfir fjölkvæni/veri og geti sannað það með viðeigandi skjölum.

Segjum að íslenskur múslími gangi að eiga fjórar konur í Jemen. Ekkert  bannar honum að koma með konurnar sínar heim. Yfirvöld hér verða að viðurkenna hjónaböndin.

Hrannar reit;

Ætli stóra spurningin sé ekki hvort rétt sé að orsakasamband sé á milli hjónabands samkynhneigða annars vegar og fjölkvænis hins vegar, og ef hvort tveggja væri leyft, hefði það alvarleg áhrif á uppbyggingu samfélagsins? 

Viðhorf til samkynhneigðar og þar með lagalegrar staðfestingar á sambúð þeirra er hluti af miklu vítækara ferli. Ferlið felur í sér þá samfélagsþróun að þjóðfélag okkar fjarlægist stöðugt, með afnámi gamalla laga og setningu nýrra, viðhorf og gildi sem voru ríkjandi á landinu vegna tengsla okkar við hina Evangelísku Lútersku kristnu trú sem reyndar enn er ríkistrú landsins. 

Sá ferill hefur auðvitað "alvarleg" áhrif á samfélagið, en hvort þau eru alslæm, er ég ekki viss um.

En með sömu rökum og það hefur verið "slakað á klónni" gagnvart hegðun sem á sínum tíma hefði þótt alvarleg brot á lögum lands og í blóra við siðferðisboðun kirkjunnar, mætti alveg afnema lögin sem banna fjölkvæni/veri á Íslandi.

Og þá kemur til álita hvort einhver rök styðji að hinar ýmsu samsetningar "hjónabanda" hafi ekki alveg eins tilverurétt, segjum tvær konur og tveir karlar. Segjum ein kona og fimm karlar. Fólk getur þá látið þær hugmyndir sem það sjálft hefur um forsendur sambúðar ráða forminu.

Það sem ég held að rugli umræðuna er sú hugmynd að "hjónaband" sé ákveðin stofnun með ákveðin tilgang. Sú hugmynd virðist úr sér genginn hér á Íslandi alla vega. Lagalega er hjónabandið en einskonar stofnun en tilgangur hennar er ekki tilgreindur.  Ef að stofnunar-merkingin verður alveg fjarlægð þarf ekki lengur að hugsa um hvað er löglegt og hvað ekki. Allir geta búið saman, látið skrá sig saman, átt börn og ættleitt þau eða gefið til ættleiðinga ef þau óska, allt eftir því hvaða lífsstíl það kýs sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.9.2009 kl. 01:37

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Afar áhugaverðar pælingar. Sjálfur álít ég hjónabandið og það að eignast barn eða börn vera eitt það heilagasta sem manneskja getur kynnst á jörðinni, og engin skylda mikilvægari en að koma eigin börnum til manns, sem að getur látið gott af sér leiða til eigin samfélags.

Ég er ekki sannfærður um að sú leið að skilja oft og giftast oft eða mörgum eða af sama kyni sé góð leið til að ala upp börn sem munu verða samfélaginu til heilla. 

Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 06:53

18 identicon

Nei

Óli (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 08:40

19 Smámynd: Rebekka

Ég held að það sé nákvæmlega engin orsakatenging milli hjónabands samkynhneigðra og fjölkvænis (eða fjölveris).  

Hefur einhver hér nokkurn tímann heyrt vin sinn eða vinkonu segja: "oh, ég og X og Y erum öll jafn ástfangin og langar svo að giftast hvort öðru en það má bara giftast einni manneskju hérna.  Það er ömurlegt".  Hefur nokkurn tímann komið fram lítill hópur fólks sem berst fyrir fjölkvæni á Íslandi?  Maður héldi nú að ef fólki væri nógu mikil alvara með að vilja gifta sig mörgum að það reyndi a.m.k. að berjast fyrir þeim rétti,  alveg eins og samkynhneigðir eru að gera núna fyrir sínum rétti til hjónabands.

Er líklegt að ung kona hugsi "hey, nú mega tveir karlmenn/tvær konur ganga í hjónabands, núna langar mig að giftast ÖLLUM vinum mínum" ?  Ég sé bara ekki tenginguna.  Í flestum lýðræðislöndum giftir fólk sig vegna þess að það elskar hvort annað.  Hvernig í ósköpunum breytir það sambandi giftra hjóna að samkynhneigðir fái að gifta sig líka?  

Rebekka, 6.9.2009 kl. 09:12

20 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hrannar þú segir: "skipulögð alþjóðleg hreyfing væri í gangi sem ynni látlaust að því að grafa undan traustum grunni vestrænna samfélaga"

Kannski er þetta of mikið sagt að til sé skipulögð alþjóðleg hreyfing  en það sem þú ýjar að er " the sexual left movement" Þetta er hugmyndastefna sem á rætur sínar aftur til aldamótanna 1900 og jafnvel enn lengra aftur. Stefna einkennist af endurskoðunarhyggju, á valdi, ríkisvaldi sem og kirkjuvaldi. Hún ber brigður á öll staðföst gildi. Kvenfrelsisbaráttan er partur af þessu  sem ræðst gegn patriarkal samfélögum, hefð og valdi fjármagns. Ákveðnar tengingar eru í aftur í sovétkommúnismann með frjálst sambúðarform allra stétta og kynja og börnin á vöggustofnanir ríkisins. Þá kemur Sartre með sína frjóu kenningar um mannhyggjunna og eðlilsleysi mannsins. Vietnamstríð og 68 kynslóð, hipparnir og hempurnar þeirra. The sexual left er vaxinn inn í þetta og úr þessu. Megineinkennið er að hugmyndastefnan vill frelsi - menningarlegt og andlegt frelsi. Þetta er eins og risastórt softvare sem menn nota í mismiklu mæli. Einn takkinn heitir kynfrelsi, annar fóstureyðingar, þriðji kúgun, fjórði allir menn eru eins, fimmti stríð er ljótt osfv. Þú þekkir þetta Hrannar.

Guðmundur Pálsson, 6.9.2009 kl. 09:54

21 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Getur ekki einhver fundið lipra þýðingu á "sexual left"?

Guðmundur Pálsson, 6.9.2009 kl. 10:17

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hrannar; Kannski að þú rökstyðjir þá skoðun þína á að hjónabandið og hið hefðbundna sambúðarform sé það besta fyrir börnin.

Rebekka eit;

Hefur einhver hér nokkurn tímann heyrt vin sinn eða vinkonu segja: "oh, ég og X og Y erum öll jafn ástfangin og langar svo að giftast hvort öðru en það má bara giftast einni manneskju hérna.  Það er ömurlegt".  

Þetta bar oft á góma meðal krakka í mínum vinahópi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.9.2009 kl. 11:40

23 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svanur: Að sjálfsögðu er um persónulega skoðun að ræða sem maður byggir á öllu því sem maður hefur upplifað, virt og athugað í lífinu. Það er einfaldlega þannig að ég er tveggja barna faðir, og ég geri allt, fórna öllu til, til að styðja þau til farsæls lífs - og að vera vinur barna minna á meðan ég leiði þau um það litla sem ég þekki af þessum heimi er mér einnig afar mikilvægt. Mitt val er minn rökstuðningur.

Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 16:09

24 Smámynd: A.L.F

Nennti ekki að lesa allar athugasemdirnar svo ég veit ekkert hvort þetta er komið.

En orðið er fjölveri ekki fjölkörlun ;)

A.L.F, 6.9.2009 kl. 21:07

25 Smámynd: Hrannar Baldursson

A.L.F. þetta er komið, en ég held í fjölkörlun til að mismuna ekki. Þar að auki er fjölveri tómt orðskrípi.

Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 21:26

26 identicon

Það er hreinlega ekki rökrétt að lögleiða fjölkvæmni því það mundi leiða til þess að fullt af karlmönnum ættu ómögulegt með að ná sér í kvonfang.

  Það að konur séu minna fyrir að eignast börn í dag heldur en áður fyrr er kannski ekki rétt túlkun.  Með tilkomu getnaðarvarna í dag og fleiri möguleika fyrir konur en að halda sig heima við barnauppeldi. Þetta hefur orðið til þess að konur geta valið og hafnað. Þetta gæti í raun orðið mannkyninu til heilla. Sú staðreynd að konur eru farnar að eiga færri börn í dag heldur en áður hægir á mannfjöldgun sem er smá von fyrir okkur mennina. Í dag er í raun okkar stærsta vandamál offjöldgun hvort sem við viðurkennum það eða ekki. Það er nöturleg staðreynd að trúarleiðtogar eins og páfinn hafa talað á móti getnaðarvörnum sem er í rauninni brjálæði.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:02

27 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hrannar: fjölveri er ekki orðaskrípi. 

Annars eru þetta athyglisverðar pælingar.

"Ver" er í gömlu máli "maður".  "Verbúðir" eru td hús sem hýsa marga menn sem stunda sjóinn.

Jón Á Grétarsson, 7.9.2009 kl. 00:02

28 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Fjölkvæni er ekki áhugaverður kostur í umræðu vegna þess að það á sér engar menningarlegar rætur hér á landi og það sem er kannski mikilvægast: Það er enginn sérstakur hópur sem sér sér hag í að berjast fyrir því. Rökin eru fá og í besta falli draumórakennd.

Aðalspurningin er: Hvers vegna þetta er uppi á borðum? Af hverju eru  menn að pæla í þessu? Og í framhaldinu af hverju stendur kjarnafjölskyldan og hjónabandið svo veikt á Íslandi.

Mitt svar er að ríkisvaldið standi ekki nógu mikið að baki fjölskyldunni. Kynt er undir óhóflega einstaklingshyggju. Hún er eins og blóðið sem í okkur rennur. Við skiljum ekki annað. Hugsanlega er einnig gert of mikið til að hjálpa fólki að skilja og segja má að skilnaðarávinningurinn fyrir sérstaklega konurnar sé of mikill. Ég held að með markvissum aðgerðum megi laga þetta til muna.

Guðmundur Pálsson, 8.9.2009 kl. 09:16

29 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Framhald af aths nr 20. Þýðing á sexual left: Róttæk vinstrisinnuð kynfrelsishyggja. Liðlegt ekki satt? Eða sleppa vinstrisinnuð. Getur maður ekki sagt að e-r aðhyllist róttækt kynfrelsi.

Guðmundur Pálsson, 8.9.2009 kl. 09:22

30 identicon

Ég myndi nú byrja á því að banna samkynhneygð með öllu áður en ég leyfði fjölkvæni því mér finnst samkynhneygðin óeðlilegri en þó að einn maður væri með nokkrum konum eins og þekkist víða í dýra-ríkinu.

Erum við ekki bara öll eitt af dýrum merkurinnar?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:41

31 identicon

Hvað þá með mörgæsir og hvali, "Mr. Jón Scout"? Viltu banna þær tegundir einnig? (Ásamt um 3.500 öðrum tegundum, sem sýna "samkynhneigð") Eða ertu að grínast - eða bara svona heimskur?

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:55

32 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mr. Jón. Það getur vel verið skiljanlegt að einstaka maður hugsi sem svo að banna eigi samkynhneigð. En þér getur samt varla verið alvara með því að taka svona til orða.

Samkynhneigðin er meinlaus ef hún er bara látin í friði og ekki sífellt verið að hampa henni á götum og torgum. Fyrir minn smekk er ganga samkynhneigðra allt of pólitísk. Því sniðgeng ég hana og hugsa mitt.  

Við eigum auðvitað að hampa fjölskyldunni og ástinni almennt og í stað þess að halda Gaypride ættum við að hafa Lovepride (vináttugöngu), Familypride (fjölskylduþramm) eða Humanpride. Við ættum að heiðra börn okkar, maka og foreldra, ömmur og afa og starf þeirra fyrir betra lífi. Heiðra vináttu manna og kvenna, vináttu á vinnustöðum, í íþróttum og alls staður. Samkynhneigðir og við öll værum auðvitað partur af þessum degi.

Guðmundur Pálsson, 16.9.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband