Af hverju eru þeir ofsóttir sem hafa skoðanir og vilja ræða málin?

 

hush-300

 

Ég hef fengið þó nokkur viðbrögð við skrifum mínum um nafnleysi og nornaveiðar á auðmönnum, sem benda til að í gangi séu á Íslandi raunverulegar nornaveiðar, en ekki á fyrrgreindum hópi, heldur venjulegu fólki sem vill tjá skoðanir sínar og ræða málin: bloggurum!

Einstaklingar sem hafa bloggað um þjóðfélagsmál af gagnrýni undir nafni og einstaklingar sem mótmæltu á Austurvelli hafa margir hverjir þurft að þola ofsóknir af ýmsu tagi, sumir misst vinnuna vegna skrifa sinna, og sumir orðið fyrir beinu ofbeldi og barsmíðum vegna þátttöku sinnar.

 


 

Þetta er þekkt fyrirbæri úr mannkynssögunni, en hefur ætíð fylgt tímabilum sem þjóðir skammast sín fyrir. Rannsóknarrétturinn stundaði raunverulegar nornaveiðar - kaþólska kirkjan og þær þjóðir sem tóku virkan þátt í þessum veiðum skammast sín fyrir það í dag. Nasistar ofsóttu gyðinga, fatlaða og þá sem þeir töldu af óæðri kynstofnum eða þjóðerni, Þjóðverjar skammast sín gífurlega fyrir það enn í dag. Spænskir fasistar unnu með nasistum í seinni heimstyrjöldinni þannig að fjöldi fólks varð landflótta frá Spáni - Spánverjar eru að bæta fyrir það í dag með sérstökum lögum sem heimila afkomendum þeim sem fluttu í burtu að flytja aftur heim og fá spænskan ríkisborgararétt. Fólk sem hafði gagnrýndar skoðanir var ofsótt í Bandaríkjunum á McCarthy tímabilinu, og erlendir ríkisborgarar með óvinsælar skoðanir reknir úr landi. Upp kom hreyfing sem ætlaði að ofsækja allar skoðanir sem þóttu ó-amerískar, en kjósendum tókst að stöðva það ofsóknaræði með því að velja Barack Obama í forsetastólinn. Kristnir hafa verið ofsóttir síðan Jesús gagnrýndi ofríki, spillingu og ofbeldi samtíma síns og var krossfestur að launum.

 

 

Á Íslandi er verið að ofsækja fólk fyrir að hafa skoðanir og ræða þær. Það er ljóst. Og það er ótækt með öllu. Skilaboð hafa komið frá Ríkinu um að bloggarar séu óþægilegir, á meðan Ríkið ætti að þakka fyrir gagnrýna umræðu og styðja við hana. Þegar Eva Joly skrifar á gagnrýninn hátt um stöðu mála fær hún íhnýtingu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra. Lýður Guðmundsson, forstjóri Exista, gagnrýndi bloggara af mikilli heift í Kastljósviðtali um daginn, og er ekki frá því að falskir söguskýrendur með gífurlegt fjármagn að baki sér ætli að endurskrifa söguna þannig að gagnrýnin umræða, bloggarar og mótmælendur verði gerðir að blórabögglum Hrunsins.

Ég hef skrifað af gagnrýni um málefni líðandi stundar og undir nafni. Hef neyðst til að flytja úr landi. Ekki veit ég hvort að skrif mín hafi haft einhver áhrif á stöðu mína í dag, en kæmi ekki á óvart þó að svo sé.

Ég er því böli háður að þola engan veginn að horfa upp á þá sem aflið hafa níðast á þeim sem hafa það ekki. Þegar ég sé eitthvað gagnrýnisvert, þá gagnrýni ég það, telji ég slíka gagnrýni mikilvæga og finnist skorta á umræðu.

 


 

Ég er viss um að ríkisstjórnin vill vel, en held að hún sé að kaffærast í verkefnum og sé hætt að sjá fólkið - sjái í dag bara verkefni og tölur sem erfitt er að eiga við. Hins vegar þarf ríkisstjórnin að sýna í verki að hún standi með fólkinu, hún verður að sýna í verki að það er ekki bara í lagi fyrir fólk að hafa skoðanir og vilja ræða málin, heldur að það sé skylda sérhvers einstaklings í lýðræðissamfélagi að einmitt hafa skoðanir og ræða málin, auka á þekkingu og skilning innan samfélagsins, og jafnvel út í heim þegar það á við.

Sú staða að fólk þarf að skrifa undir nafnleysi af ótta við ofsóknir, og sú staðreynd að fólk sem hefur skrifað gagnrýnið undir nafni hafi orðið fyrir ofsóknum, er algjörlega ótækt.

Gagnrýnin hugsun er nefnilega ekki réttur í lýðræðisþjóðfélagi, hún er skylda sérhvers einstaklings sem vill samfélaginu vel.

 

Góð lýsing á gagnrýnni hugsun, þó að mynd- og hljóðgæði séu ekki upp á marga fiska:
 
 

Skilaboð til þeirra sem vilja ekki hlusta og dettur ekki í hug að lesa langan texta eða skoða svona myndbönd:

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þekkt fyrirbrigði að herða á höftum á málfrelsi þegar einhverjar hörmungar dynja yfir...
Elíta íslands og stjórnmálamenn eru flæktir í sukk og svínarí, þeirra hagur gengur út á að loka á umræður og málfrelsi.... það er ekki hagur almennings.

Lýður og aðrir sem benda á nafnlausa bloggara, eða bara bloggara sem einhverja nornaveiðar... þegar þetta lið bendir á okkur þá skulu þeir hinir sömu athuga að 4 fingur benda á þá.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:36

2 identicon

Flott færsla Don Hrannar.

En hvaða sannanir hefur þú fyrir því að fólk hafi beinlínis orðið fyrir ofsóknum útfrá bloggfærlsum?

Gott væri að fá einhver dæmi þess tilgreind.

En rétt eins og þú segir þá vill ríkisstjórnin og glæpaelítan helst þagga niður alla umræðu og þar á meðal kjaftfora bloggara.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:16

3 identicon

Speak of the devil

JVJ æsist allur vegna þess að hann var tekin af stórhausalista blog.is
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/941580/#comments

Gamla ísland er í fullu fjöri, mbl vill halda í það gamla

DoctorE (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er svolítið skondið að hlusta á þá sem væla yfir gagnrýninni umræðu nafnleysingja á blogginu, flestir skrifa undir nafni sýnist mér og eru ekkert frekar mjúkmálir en þeir fáu sem kjósa nafnleysið þegar þeim ofbýður spillingin og plebbisminn sem viðgengst fyrir hrun. Eða telur Lýður að aðeins þeir sem af mismunadi ástæðum vilja vera nafnlausir (og eru oft ekkert minna málefnalegir eða með ómerkilegri innlegg en aðrir bloggarar) séu að benda á ruglið, ég hef ekki séð betur en að mikið af gagnrýninni komi mestmegnis frá fólki sem bloggar undir fullu nafni og/eða að nafnið komi fram á síðu viðkomandi.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.9.2009 kl. 13:24

5 identicon

Sæll Hrannar,

Ég veit ekki hvað segja skal en ég hef verið að velta þessu sterklega fyrir mér undanfarið. Það er rétt hjá þér, gagnrýni er ofsótt og um leið og maður gerir athugasemd (ég blogga ekki, hef ekki tíma eða þannig séð ekki beint áhuga heldur) um mál sem er í kastljósinu hverju sinni er mikið ráðist á mann, þeir sem "vita betur" vegna stöðu sínar til dæmis kasta skít í gagnrýnanda og lítillækka hann, gera hann ómerkilegan. Þetta líkist oft samsæri, menn sem þola ekki gagnrýni láta vinina vita - og þetta endar í ofsóknir.
Ég hef orðið sjálf fyrir því, ég hef séð menn vera fyrir því (oft áberandi þegar maður les vinsæl blogg eins Egils). Umræða með röksemdum virðist vera af mjög takmörkuðu magni í bloggheiminum. Og svo er auðvelt fyrir stjórnvöld og menn sem þurfa að skammast sín fyrir gerðir sínar og leita að blórabögglum að ráðast á bloggarana...
Bloggarar sjálfir koma oftast fram undir eigin nafni en ekki þeir sem setja inn athugasemdir - það virkar oft eins og menn fái útrás fyrir lægstu hvatir.
Ég les reglulega bloggið þitt og hef bent margoft vini á að lesa það þar sem þú dregur mann aftur til jarðar með skynsemi og rökvísi, aldrei missir þú sjón af raunveruleikanum í allri sinni heilrænni mynd. En ég vildi að það væri fleiri sem kunni þessa fasta huglæga og markvissa hófsemi, bloggheimurinn væri þá betri og virkari.
Vináttukveðjur
Dominique

Dominique (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:34

6 identicon

Takk fyrir að skrifa af skynsemi.

Guðrún (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE: Málið er að þessir menn skilja ekki að þeir gerðu eitthvað rangt og geta örugglega aldrei viðurkennt það fyrir sjálfum sér. Ef þeir viðurkenndu það og bæðust fyrirgefningar væru þeir að skrifa upp á eigið gjaldþrot.

Eggert: Dæmin sem ég hef fengið send og upplifað sjálfur hafa verið veitt mér í trúnaði. Þann trúnað virði ég og tel mig ekki þurfa að sanna eitt eða neitt í þessum efnum. Hins vegar mætti gera rannsókn á þessu. Þar að auki er afar erfitt að sanna orsakatengsl þarna á milli, þó að orsakatengslin séu til staðar.

Georg: Orð að sönnu.

Dominique: Kærar þakkir fyrir hlý orð. Gagnrýnin og vel rökstudd blogg held ég að fái ákveðið tækifæri eins og er, en þetta er viðkvæmur heimur og frekar auðvelt að loka þetta fólk úti. Bloggkerfið á mbl hefur hjálpað mér að koma pælingum mínum á framfæri, og er ég þakklátur fyrir það.

Guðrún: Þakka þér. Ég geri mitt besta.

Hrannar Baldursson, 2.9.2009 kl. 15:45

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hrannar og takk fyrir að halda uppi þessari umræðu.

Það er reyndar dálítið merkilegt að einn bloggari hefur akkúrat valið daginn í dag til þess að gera mig að sérstöku umfjöllunarefni á bloggi sínu. Sjá hér.

Þegar ég loka hann úti þá breytir hann IP tölu og ræðst inn aftur.

Mér er reyndar alveg sama um þetta framtak hans og þoli vel að fólk hafi misjafnar skoðani á því sem ég geri og komi þeim á framfæri.

Ég ætla öðrum að þola að ég hafi skoðanir á þeirra athæfi og gengst undir það sama frá þeim.

Opin umræða er hvatning fyrir fólk að haga sér þannig að hegðun þeirra þoli nánari skoðun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 16:00

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jakobína: Hljómar eins og þú hafir lent í einhvers konar net-einelti.

Hrannar Baldursson, 2.9.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er ofbeldisbloggari.

Ég lít á svona dæmi sem merki um að ég sé að koma við kauninn á einhverjum. Ég er búin að lenda í því nokkrum sinnum í vetur að ég hef fengið sérstakla umfjöllun af þessu tagi. En Hrannar baráttan fyrir bættri umræðu krefst ekki eingöngu gagnrýninnar hugsunar heldur verður fólk að þora að taka áhættu. Eftir því fleir sem slást í för því betur dreifist síðan áhættan.

En ég þakka þér fyrir færsluna og ég setti viðbót við hana inn á bloggið minn. Já hér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 16:37

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Afsakið, en Hrannar - hvernig væri að lesa færsluna sem Jakobína vísar á.  Þar finnur þú m.a. vísun á allar athugasemdir mínar á blogginu hennar.

Jakobína Ingunn lokaði einfaldlega á mig að ástæðulausu og ég brást við því.

Að kalla það einelti er ótrúleg útvötnun á því hugtaki.   Gagnrýnin umræða á sér ekki stað ef fólk hlustar ekki á andmæli og útilokar þá sem eru þeim ósammála eins og Jakobína Ingunn gerir.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 16:39

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svo ég haldið áfram ofsóknum mínum.  Þá er ljóst af skrifum Jakobínu að hún er allt annað en málefnaleg og gagnrýnin hugsun er fjarri.  Skrif hennar einkennast af upphrópunum og persónuárásum, ásakanir um landráð og svo framvegis.

Fólk sem slíkan texta skrifar verður að geta höndlað andmæli.  Annað gengur einfaldlega ekki upp.

Mér er reyndar alveg sama um þetta framtak hans og þoli vel að fólk hafi misjafnar skoðani á því sem ég geri og komi þeim á framfæri.

Af hverju lokaðir þú þá á athugasemdir mínar?  Geturðu gefið einhverja minnstu ástæðu?

 Þegar ég loka hann úti þá breytir hann IP tölu og ræðst inn aftur.

Þetta er bloggsíða, ég réðst ekki neitt inn heldur fann einfaldlega leið til að skrifa athugasemd.  Ég breytti ekki nokkurri ip-tölu.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 16:50

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Frábær færsla. En svo verða bloggarar líka að þola andsvör ef þau eru sett fram á kurteislegan hátt. Það er beinlínis gaman og hollt að fá málefnaleg andsvör. Maður lærir heilmikið því engin skoðun er hin eina sanna og rétta.

Finnur Bárðarson, 2.9.2009 kl. 17:06

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jakobína og Matthías. Viðmiðið er að eigandi bloggsíðunnar ber ábyrgð á innihaldi hennar, og líka innihaldi athugasemdanna. Ef viðkomandi líkar illa við athugasemdir þær sem birtast þar af einhverjum ástæðum, getur bloggarinn útilokað þær. Það er ekkert við það að athuga í sjálfu sér, þar sem að sérhver manneskja hefur sín eigin viðmið. Sjálfur hef ég aðeins lokað á einn aðila sem skrifaði athugasemdir hjá mér, en það var vegna þess að hann var beinlínis dónalegur og hafði ekkert til málanna að leggja, en það var bara vikustraff. Allir hafa sín viðmið og þau verður að virða þegar maður er gestur á annað borð - maður veður ekki inn á heimasíður annarra á skítugum skónum. :) Þið eruð samt bæði ágæt og hafið bæði sett fram góðar athugasemdir á mínar síður sem ég er þakklátur fyrir.

Finnur: Takk. 100% sammála.

Hrannar Baldursson, 2.9.2009 kl. 17:31

15 identicon

Það er voðalega ljótt að benda fólki á að það hafi rangt fyrir sér.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 18:18

16 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég er nú svo skrýtin, að mér finnst einmitt gaman að "rökræða" við aðila sem er á öndverðri skoðun,  um leið og rökræðan fer út í persónuleg skítköst, eða ótengdum hlutum, eins og kyni, stöðu, menntun, litarhátt eða kynhneigð missi ég lystina.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.9.2009 kl. 19:04

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Af því að ég er til umfjöllunar hér (sem ég blés reyndar til sjálf) þá lokaði ég ekki á Matthias af því hann var með dónaskap heldur af því að hann gefur til kynna að fullyrðingar hans sem hann styður ekki heimildum séu staðreyndir.

Það særir viðkvæman smekk minn við málflutningi og ég nenni ekki að standa í þrasi við fólk sem kann ekki rökræður.

Ég lokaði ekki á Matthías vegna skoðana hans heldur vegna þess hvernig hann setur mál sitt fram.

Ég fagn fólki með ólíkar skoðanir sem blæs til góðra rökræðna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 19:12

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ágætu lesendur, hér lýgur Jakobína Ingunn.  Sjáið bara síðustu athugasemd mína áður en hún lokaði á mig (hér sjáið þið næstu athugasemd sem ekki komst inn).  Jakobína hefur aldrei skýrt þessa lokun og þessi tilraun hér er ómerkilegur útúrsnúningur.  

Jakobína Ingunn er ómerkingur.

hann gefur til kynna að fullyrðingar hans sem hann styður ekki heimildum séu staðreyndir.

Hefur Jakobína Ingunn lesið eigið blogg?  Það er fullt af upphrópunum og dylgjum sem hún styður engum rökum.  Fyrstu athugasemdir mínar á bloggsíðu hennar voru allar við síkar færslur og snerust yfirleitt alltaf um að krefja hana raka.

 ég nenni ekki að standa í þrasi við fólk sem kann ekki rökræður

Ég bendi fólki á að lesa "rökræður" þær sem Jakobína tekur þátt í.  Mæli einnig með bloggfærslum dagsins hjá henni.  Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 19:45

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

I rest my case

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 20:13

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

  vá!

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 20:24

21 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Frábær pistill Hrannar - eins og ávallt leyfi ég mér að segja

Gagnrýni er nauðsynleg og fólk með andstæðar/aðrar skoðanir er nauðsynlegt til að maður haldi sjálfum sér vakandi - þessu gleymdu þeir sem fóru með ferðina og hleyptu aðeins að sér fólki sem var með tunguna út og kinkuðu kolli þegar við átti - því miður.

En aftur - hafðu þökk fyrir skemtilega pistla í gegnum tíðina.

Gísli Foster Hjartarson, 2.9.2009 kl. 20:33

22 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þar sem Jakobína segist hafa gaman að rökræðum vil ég kynna hana fyrir tveimur hugtökum.

Fyrra hugtakið er fullyrðing eða staðhæfing.  Í athugasemd minni hélt ég því fram að hún væri að ljúga.

Seinna hugtakið er rökstuðningur.    Ég rökstuddi fullyrðingu mína með því að vísa á síðuna þar sem Jakobína lokaði á mig og sýndi þannig fram á að fullyrðing mín er rétt.

Þar með hef ég fært rök fyrir máli mínu og sannað það með gögnum.

"I rest my case" á engan vegin við því ég sýndi fram á að manneskjan er ómerkingur.  Hennar "case" er fallið um sjálft sig.

Jakobína, þú ert á rangri braut.  Vandamálið er að fólk (eins og t.d. sá sem bloggar hér) tekur undir ranghugmyndir þínar í stað þess að gangrýna þær.  Þú hlustar ekki á annað fólk nema það segi eitthvað sem styður þær hugmyndir sem þú hefur gripið á lofti.  Þannig tekst þér með staðfestingartilhneigingu, valkvæmri hugsun og sjálfsblekkingu að sanka að þér vondum hugmyndum (fylgdu linkunum, lestu skilgreiningarnar, þú hefur gott af því).

Þegar fólk sýnir fram á að þú hefur rangt fyrir þér eða fer fram á að þú rökstyðjir (glórulausar) fullyrðingar verður þú að hafa eitthvað betra fram að færa en ritskoðun.

Um það snýst þessi málefnalega umræða sem þú þykist sækjast eftir.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 20:35

23 identicon

Takk Hrannar fyrir að taka upp hanskann fyrir nafnleysingja, þú hittir naglann á höfuðið eins og venjulega.

Kolbrún (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:57

24 identicon

Þetta þykja mér vera sérkennilegar umræður við mjög áhugaverða og góða bloggfærslu!

Með þessari athugaemd er ég ekki að hefja samræður við Matthías, en ég sé ekki betur en að hann falli í þá gryfju að gera ekki greinarmun á skoðunum Jakobínu og manneskjunni Jakobínu.

Til að gagnrýni standi undir nafni og séu svaraverð þá verður gagnrýnin að einskorðast við skrif. Það sýnist mér Matthías ekki tækla.

Ég opnaði nokkrar krækjur sem þau bæði vísa á og á einum staðnum dregur Matthías doktorsnám Jakobínu við Háskóla Íslands inn í umræðuna og dregur þá ályktun að fái hún gráðuna þá segi það eitthvað um skólann. Þarna hekkur hann í manneskjuna Jakbobínu og gott betur hann hekkur líka í Háskóla Íslands. Og Matthías lætur ekki nægja að höggva í Jakobínu og Háskóla Íslands heldur sendir hann líka kveðju til Frosta Sigurjónssonar:

Matthías segir í bloggi sínu: "Sorglegt þykir mér að sjá að meðal þeirra sem taka mark á henni er Frosti Sigurjónsson sem ég hélt að væri frekar skynsamur náungi. Enn sorglegra að Jakobína Ingunn er í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Ekki gæðastimpill á þeirri stofnun ef hún fær gráðuna þar" (tekið héðan)

Ég held að enginn geti sagt að ofanrituð tilvitnun sé málefnaleg gagnrýni á skrif Jakobínu.

Helga (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 21:58

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góða færslu um þarft málefni, Hrannar.  

En við megum ekki gleyma því að nafnlaust blogg er ekki bara vegna þess að fólk óttast að tjá skoðanir sínar undir réttu nafni, sumir mega eiga það að þeir skammast sín svo mjög fyrir skrif sín, að þeir þora ekki að kannast við þau undir sínu rétta nafni.  Og þessir aðilar mættu alveg missa sín.

Svo eru það aðrir sem eiga mjög erfitt með að tjá sig við fólk sem það er ósammála, án þess að byrja á einhvern hátt með persónulegt níð, eru svo hissa á að þeir séu ekki allstaðar auðfúsa gestir.  

En  það er viss "viska" í því fólgin að kunna ekki að skammast sín.  Og vissulega mega menn hreykja sér af þeirri visku.

En bloggið mætti alveg missa af slíkri röktækni, hún má alveg dvelja þar sem hún á heima, hjá einhverju málfundafélagi hægri sinnaðra skólanemanda, eða hvað sem þetta heitir annars.  En þetta er þó skárra en þegar nemendur gengu um götur og köstuðu grjóti í rúður eins og margir frammámenn sósíalista þurftu að þola á árum áður.

Allt hefur sína kosti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 22:10

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Helga, bloggfærslan sem þú vitnar í er skrifuð eftir að Jakobína ritskoðar mig (ítrekað).

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 22:16

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Til að gagnrýni standi undir nafni og séu svaraverð þá verður gagnrýnin að einskorðast við skrif. Það sýnist mér Matthías ekki tækla.

Þetta er vafasöm fullyrðing.  Gagnrýni getur tekið mið af skrifum og hegðun.  Athugasemd mín var skrifuð út frá skrifum Jakobínu annars vegar og hegðun (ritskoðun) hinsvegar.

Allt sem þú vitnar í skrifa ég út frá skifum hennar.  Mér þykir makalaust að þessi manneskja sé að vinna í doktorsgráðu.  Mér finnst skrif hennar ekki ekki bera það með sér að hún verðskuldi slíka gráðu frá virtum háskóla.

Mér finnst sorglegt að sjá Frosta taka undir málflutning hennar, ég hef haft mikið álit á honum.

Allt þetta skrifa ég út frá málflutningi hennar og atferli.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 22:32

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hérna sjáið þið skýrt dæmi um það sem ég kalla ofbeldisblogg. Þessi trailer sem sést sér er ástæðan fyrir því að ég lokaði á hann.

Hann heldur áfram af áráttu að ráðast á persónu viðkomandi og jafnvel annarra og það sem "honum finnst" verður í hans meðförum að staðreynd.

Svona þrætur eru ekki sæmandi þótt ég taki nú þátt í þeim hér. Það er leiðinlegt að lenda í fókus hjá svona einstaklingum og eina ráðið er að loka því þetta eyðileggur heilbrigða umræðu.

Ég vona að Matthías finni frið innra með sér og læri með tímanum að þekkja muninn á persónuárásum og eðlilegum rökum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 22:44

29 identicon

Fyrr mun Þráinn Bertelsson ganga í Samfylkinguna.

bugur (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:50

30 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hérna sjáið þið skýrt dæmi um það sem ég kalla ofbeldisblogg. Þessi trailer sem sést sér er ástæðan fyrir því að ég lokaði á hann.
Lygi verður ekki sönn þó hún sé endurtekin.  Þú lokaðir á mig hér.   Bentu á athugasemdir mínar sem ollu því að þú lokaðir á mig.  Þær athugasemdir þurfa að uppfylla tvö skilyrði.  Annars vegar þurfa þær að vera ómálefnlegar eða ruddalegar, hinsvegar þurfa þær að hafa verið skrifaður áður en þú lokaðir á mig.  

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 22:57

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég vona að Matthías finni frið innra með sér og læri með tímanum að þekkja muninn á persónuárásum og eðlilegum rökum.

Ég bara verð.

Af bloggi Jakobínu undanfarið:

Í flestum tilvikum verið að tala um nafngreindar persónur.



Ég gæti farið lengra aftur.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 23:09

32 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Bara eitt í viðbót.  Þeir sem eru ekki sömu skoðunar og Jakobína Ingunn varðandi Icesave eru hálfvitar

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2009 kl. 23:33

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Matthías, greyið hættu þessu væli.  Þó þú sért með Jakobínu-heilkennið, þá þarftu ekki að vera grenja yfir því um víðan völl.  Það er ákveðin grunnregla sem gildir í blogg-heiminum og hún er sú að maður les ekki það sem maður vill ekki lesa.  Og ef maður les það, þá er maður gestur.

Þetta er ákaflega einfalt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 23:48

34 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég vil byrja á því Hrannar að biðja þig afsökunar á því að bloggið þitt sé lagt undir mig. Ég tek á mig sökina af því.

Matthías það er munur á því að gera persónuárásir og viðurkenna það eða gera persónuárásir og kalla það rök.

Þeir einstaklingar sem þú nefnir þarna eru í æðstu valdastöðum á íslandi og vilji maður gagnrýna misbeitingu valds er erfitt að aðskilja umræðuna frá þeim sem gera það .

Ég nota oft kröftugt orðbragð og skammast mín ekkert fyrir það. Sterk orð skila vel merkingu þeirra tilfinninga sem ég ber í garð þeirra valdhafa sem eru að gera komandi kynslóðir að þrælum auðvaldsins.

Mér þykir hins vegar leitt að þú skulir breyta textanum sem ég skrifa og eigna mér hann síðan. Ég tel þig ekki til þess bæran að fara með textasmíð fyrir mig.

Ég vona að þú lifir í friði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 23:59

35 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. Bugur er Þráinn ekki genginn í samfylkinguna?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 00:01

36 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þó þú sért með Jakobínu-heilkennið, þá þarftu ekki að vera grenja yfir því um víðan völl.

Eins og fram hefur komið var það Jakobína sem dró mig inn í þessa umræðu.  Ég vildi miklu frekar að hún færi fram á minni síðu.  Skrif Jakobínu birtast á blogggáttinni og við ótal fréttir á mbl.is- ég nenni yfirleitt ekki að lesa skrif hennar en slysast stundum til þess.

 Matthías það er munur á því að gera persónuárásir og viðurkenna það eða gera persónuárásir og kalla það rök.

Ég veit ekki hvort þú ert að ásaka mig um að kalla persónuárásir rök, geri ráð fyrir því.  Svo er ekki.  Ég get aftur á móti fært rök fyrir persónuárásum mínum alveg eins og þú.

Þeir einstaklingar sem þú nefnir þarna eru í æðstu valdastöðum á íslandi

Persónuárásir þínar hafa beinst að ótal manneskjum og þær eru ekki allar í æðstu valdastöðum.

Ég nota oft kröftugt orðbragð og skammast mín ekkert fyrir það.

Það sama geri ég.  Þú ættir því að skilja mig ósköp vel.

 Mér þykir hins vegar leitt að þú skulir breyta textanum sem ég skrifa og eigna mér hann síðan.

Hvaða texta breytti ég?  Ég vitnaði ekki alltaf orðrétt í texta en vísaði í öllum tilvikum á færslurnar.  Ef eitthvað fór úrskeiðis þar var það óvart.

Enn hefur þú ekki getað fært nokkur rök fyrir því af hverju þú lokaðir fyrir athugasemdir mínar hér.

Ástæða þess að ég skrifaði athugasemdir á blogg Jakobínu í gær var að mér blöskraði einfaldlega fordómar hennar í garð Hollenskra innistæðueigenda.   Hún klippti svo í burtu tvær síðustu athugasemdir mínar, þar sem ég svaraði henni varðandi auglýsingar og kynningar.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 00:07

37 identicon

Þetta er alltof hátíðlegt hjá glímu bloggorunum.

En Don Hrannar virðist vera verg þjóðarframleiðsla á

því hvað hann er merkilegri en vel kæst skata !

Eigum við ekki að fara að tala um hvernig við vinnum okkur

upp úr því gjaldþroti sem við erum í ?

Vantar umræður sem skila von............

Kv, Kalli 

Kalli (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:09

38 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Kalli þú kemur skemmtilega inn á kjarna málsins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 00:15

39 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Mjög góð grein Hrannar.

Þú virðist  meira að segja hafa fengið  ágætis dæmi um eina hliðina á svona offsóknum inn á kommenta kerfið hjá þér.

 Mattías: Ef einhver hefur ekki áhuga á að tala við þig, þá er best að virða það í stað þess að elta viðkomandi uppi með órökstuddu skítkasti. Þar sem jakobína ber ekki ábyrgð á neinu sem kemur þér við, þá ber henni engin skylda til að hleypa þér inn á bloggið hjá sér. Það eitt og sér segir ekkert um hennar áhuga á rökræðum. Hún nennir einfaldlega ekki að hlusta á þig. Sættu þig við það. Þessi árátta að elta Jakobínu uppi, hvar sem hún tjáir sig og ausa yfir hana óhróðri, er verulega óheilnæm. Það verður í raun fullkomlega skiljanlegt að hún loki á þig þegar maður skoðar kommentin við þessa færslu.

Hvað varðar skilning þinn á rökræðum þá tel ég hann vera mjög takmarkaðan. Til tæmis  eru færslur 18 og  22 hér að ofan fullkomlega út úr kortinu hvað varðar rök.

Ofbeldisblogg er réttnefni á þínar færslur hér því þær vega að persónu jakobínu en eru ekki málefnaleg gagnrýni. þetta er reyndar aðferð sem er notuð óspart á hverjum degi í fjölmiðlum til að gera lítið úr þeim sem setja fram rökstudda gagnrýni á valdhafana. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 3.9.2009 kl. 00:18

40 identicon

Sæl Kobba, við þurfum að umturna öllu hér til þess að

breyta til batnaðar. Því miður hefur alþingi okkar orðið fyrir

árás í gegnum árin frá fólki sem hefur ekki nokkurn áhuga á

öðru nema sjálfu sér. 

Kalli (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:21

41 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessi árátta að elta Jakobínu uppi, hvar sem hún tjáir sig og ausa yfir hana óhróðri, er verulega óheilnæm.

Það var Jakobína sem dró mig inn í þessa umræðu.  Ég hef aldrei áður kommentað á nokkuð sem hún hefur skrifað annars staðar en á  hennar síðu.

  Til tæmis  eru færslur 18 og  22 hér að ofan fullkomlega út úr kortinu hvað varðar rök.

Í athugasemd 18 bendi ég á (og sýni fram á) að skýring Jakobínu á því af hverju hún bannaði mig stenst ekki.  Þegar hún reynir að réttlæta bannið vísar hún á skrif min eftir að hún bannaði mig.   Ég hef í athugasemd á mínu bloggi vísað á allar athugasemdir sem ég skrifaði á bloggsíðu hennar fyrir þetta fróðlega bann.  Í athugasemd 22 vísa ég á ítarefni.

Ofbeldisblogg er réttnefni á þínar færslur hér því þær vega að persónu jakobínu en eru ekki málefnaleg gagnrýni. 

Máttur endurtekningar er mikill í hugum sumra.  Ég gagnrýni Jakobínu víst málefnalega, þar til hún lokaði á mig.  Eftir það gagnrýni ég hana einnig persónulega.

þetta er reyndar aðferð sem er notuð óspart á hverjum degi í fjölmiðlum til að gera lítið úr þeim sem setja fram rökstudda gagnrýni á valdhafana.

Ritskoðun er líkak afar vinsælt tæki valdhafanna.

Jakobína tjáir sig á opinberum vettvangi og á afar opinskáan hátt eins og hún játar hér sjálf.  Ég hef ekkert um hana sagt sem hún hefur ekki sjálf sagt ótal sinnum um annað fólk.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 00:26

42 identicon

Matti, er ekki orðið gott ?

Farðu og stofnaðu ríkisfyrirtæki, Ögmundur kemur með umslag. 

Kalli (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:31

43 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kalli, ég svara fyrir mig meðan mér finnst tilefni til. 

ps. Ef Jakobína hefði ekki sett vísun á blogg mitt í fyrstu athugasemd sína hér fyrir ofan hefði ég aldrei orðið var við þessa umræðu.  Sá hana einfaldlega í vefþjónsloggum mínum þegar einhver smellti á vísunina.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 00:33

44 identicon

Sé Þráinn genginn í Samfylkinguna, þá er Helvíti frosið.

Rökvísi Matthíasar virðist snúast um tímaröð. Hafi honum misboðið fyrri rökfærsla, þá dugar honum að koma síðar með persónuárásir.

En í raun langar hann bara að láta á sér bera.

Maður er reyndar hissa að kórinn hans sé ekki búinn að láta meira að sér kveða...  (les.: Óli Gneisti).

bugur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:34

45 identicon

Hvernig væri að ríkið gæfi út gull slegin milljarða pening og

seldi hann á t.d. 500 þús. þetta gæti gefið góðan arð ! 

Kalli (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:42

46 identicon

Ég hlýt að taka þessu boði. Ég hélt reyndar að Matti væri kórinn minn. Ég held ég hafi útlistað umræðuna með mínu eina kommenti. Jakobínu finnst voðalega ljótt að það sé bent á að hún hafi rangt fyrir sér. Kommentin sem fylgja í kjölfarið þar sem kvartað er yfir því að Matti skuli voga sér að verja sig hér fyrir lygum Jakobínu eru stórkostlegt dæmi um að snúa öllu á haus.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:44

47 identicon

Vantrú er gott gildi, er nokkuð verið að einelta ?

Kalli (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:53

48 identicon

 Ertu þá mættur Óli Gneisti, og veist ekki hvor ykkar er kórstjórnandinn? Þetta er samt fallegt hjá þér: " Ég held ég hafi útlistað umræðuna með mínu eina kommenti."

Gerðir þú það með því að viðhafa þessi ódauðlegu ummæli, sem hafa verið klöppuð í stein með fagurri gyllingu?:

"Það er voðalega ljótt að benda fólki á að það hafi rangt fyrir sér."

Þið eruð nú meiri tröllin.

bugur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:57

49 identicon

Bugur, ekki nota hugtök sem þú skilur ekki. Það er bara neyðarlegt.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 01:03

50 identicon

Ég ætla nú að leyfa þér að njóta vafans, Óli Gneisti, og gera ráð fyrir að þú sért núna að vísa í orðið "kórstjórnandi".

Því vissulega ertu tröll hér. Að vísu bara lítið tröll við hnésbætur stærra trölls.

Það er orðið nokkuð ljóst.

bugur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 01:08

51 identicon

Ænei, einhver nafnlaus aumingi móðgar mig, búhú, ég fer að gráta.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 01:13

52 identicon

Nú er við hæfi að vitna í ömmu Dittu mannsbarns:

"Gráttu barnið mitt, þá þarftu bara að pissa minna".

 ...og í guðanna bænum, hættið að tröllast á þessum þræði!

bugur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 01:18

53 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi fólki á að það þurfi ekki að taka allan tíma þess að það sé fólk á netinu sem hafi rangt fyrir sér:

http://xkcd.com/386/

Héðinn Björnsson, 3.9.2009 kl. 08:05

54 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

bugur, þú ert eina trollið í þessum þræði.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 08:08

55 Smámynd: Ómar Geirsson

"ekki gráta anginn minn, .."

Matthías, maður sem byrjar komment sitt hjá öðrum bloggara með orðunum "Mikið óskaplega eru þröngsýn og vitlaus"  er ofbeldisbloggari.  Og þeir sem væla yfir því þegar þeim er bent á það á mjög kurteisan máta, eru grenjuskjóður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2009 kl. 08:30

56 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías, maður sem byrjar komment sitt hjá öðrum bloggara með orðunum "Mikið óskaplega eru þröngsýn og vitlaus"  er ofbeldisbloggari.

 Bloggfærslan heitir Andskotans dusilmenni og inniheldur meðal annars þessa málsgrein: 

Einhverjir vitleysingar (fagfjárfestar) lögðu peninga á reikning í Hollandi án þess að kynna sér áhættuna (eða ákváðu að taka hana og færa hana síðan yfir á okkur) og við eigum að borga brúsann. 

Ef það má ekki svara manneskju sem þetta skrifar með ákveðnum hætti þá er eitthvað að.

Og þeir sem væla yfir því þegar þeim er bent á það á mjög kurteisan máta, eru grenjuskjóður.

Hættu þá þessu væli maður. Í alvöru, grenjuskjóðurnar hér er fólkið sem missir hland vegna þess að einhver dirfist að svara Jakobínu með svipuðum hætti og hún skrifar flestar sínar færslur.

Auk þess var hún löngu búin að banna mig þegar þarna var komið við sögu. Ég fann bara leið hjá því og átti satt best að segja ekkert von á því að það myndi virka.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 08:58

57 identicon

You two, get a room!

Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 09:50

58 Smámynd: Ómar Geirsson

"Ekki gráta anginn minn".

Matthías, átti þetta að vera fyndni hjá þér þegar þú réttlætir skítkast þitt með þeim rökum að þú hafir alveg eins átt von á því að vera stoppaður.  Eða er hugsanaháttur ofbeldisbloggarans svo sterkur í þér að þú sérð ekki fáráð þíns málflutnings.

Og hvað kemur þér við þó Jakobína noti orðið dusilmenni yfir þá sem hún kýs?    Það er hennar mál hvernig hún tjáir sig og hvaða orð hún notar yfir þá sem hún upplifir sem þjóðníðinga.  Sért ósammála henni, þá notar þú væntanlega ekki þessi orð eða önnur í þeim dúr.  Og líki þér ekki málflutningur hennar, þá gerir þú annað tveggja, sleppir því að lesa skrif hennar, það ert jú þú sem þarft að leggja eitthvað á þig til að geta lesið þau, eða þá þú nýtir andmælakerfið til að ?????, hvað segir þú um til dæmis "andmæla".  

En þú ryðst ekki inn sem ofbeldismaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2009 kl. 09:51

59 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ómar, séru ekki bjálkann í eigin augum?

Hvað kemur þér við þó ég noti orðin "þröngsýn og vitlaus" um þá sem ég kýs.  Er það ekki mitt mál hvernig ég tjái mig og hvað orð ég nota yfir þá sem ganga fram af mér með málflutningi sínum?  Ef þér líkar ekki málflutningur minn gerir þú annað tveggja, sleppir því að lesa skrif mín, það ert jú þú sem þarft að leggja eitthvað á þig til að geta lesið þau.... (þú ert vonandi farinn að skilja þetta).

eða þá þú nýtir andmælakerfið til að ?????, hvað segir þú um til dæmis "andmæla".

Ómar Geirson, gerðu mér greiða og lestu umræðuna áður en þú tjáir þig.  Þá sérðu að Jakobína Ingunn lokaði á mig í andmælakerfinu sínu í maí af engu tilefni.   Ég hafði ekkert gert annað en að andmæla.

Þessi útvötnun á hugtakinu "ofbeldismaður" er kjánaleg.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 10:20

60 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Auga fyrir auga blindar allan heiminn." (Eignað Mahatma Gandhi)

Hrannar Baldursson, 3.9.2009 kl. 10:21

61 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég vil þakka Matthíasi og Jakobínu kærlega fyrir að koma með jafn ljóslifandi dæmi um hversu hættulegt og hugsanlega skaðlegt það getur verið að blogga undir nafni.

Hvað ef einhver einstaklingur tæki nú raunverulega upp á því að eltast við bloggara með niðrandi kommentum, hvar sem hún fer? Væri slík hegðun að skerða málfrelsi bloggarans, þannig að viðkomandi finnist ekki lengur öruggt að blogga undir nafni?

Ég rétt vona að þetta dæmi í athugasemdakerfinu þar sem Matthías hundeltir Jakobínu sé hreinn skáldskapur, en ekki fúlasta alvara, og að þau skilji sátt, enda virðist þeim ekki holt að eiga samleið í þessu lífi.

Hrannar Baldursson, 3.9.2009 kl. 10:43

62 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona, svona Matthías minn, lát huggast.

Mér kemur það að sjálfsögðu ekkert við hvernig þú tjáír þig.  Og er alveg nákvæmlega sama.  Les aðeins þá sem mér þykir skemmtilegir eða þá sem ég tel hafa eitthvað til málanna að leggja.  Hvort sem ég er sammála þeim eður ei.

En mér er ekki sama um þann hóp bloggara sem veður uppi með dónaskap á síðum Andstöðunnar.  Slík tegund þöggunar er mér ekki að skapi.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 3.9.2009 kl. 10:46

63 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég rétt vona að þetta dæmi í athugasemdakerfinu þar sem Matthías hundeltir Jakobínu sé hreinn skáldskapur, en ekki fúlasta alvara,
Ertu hættur að berja konuna þína?   Ég var búinn að neita þessu.  Með því að endurtaka þetta svona tekur þú (aftur) undir dylgjur um mig, sem skrifa einmitt allt undir fullu nafni.  Þú ert því dálítið sekur um það sem þú bloggar um.
En mér er ekki sama um þann hóp bloggara sem veður uppi með dónaskap á síðum Andstöðunnar. 
"Andstöðunnar".  Óh, var ég að trampa á byltingunni.  Verður mér stillt upp við vegg?  Eina "þöggunin" sem tengist þessu dæmi er þöggun Jakobínu á mér.

Hrannar, ég hef bloggað undir nafni í sjö ár.  Þann tíma hef ég skrifað um ýmislegt, þar með talið gagnrýnt trúmál og önnur hindurvitni opinberlega.  Ég hef fengið minn skerf af árásum og hótunum útaf því og tel nokkuð víst að ég þekki þá hlið mála betur en flestir.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 10:58

64 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Matthías minn,  Þó einhver hafið gefið þér titilinn risi í ákveðinni háttsemi, þá ertu nú ekki svo stór að þú náir að trampa á byltingunni. 

En þú ert dónakarl og þeir eru ein hlið þess vanda sem Hrannar gerði að umtalsefni í færslu sinni.  

En þar sem þú ert allur að braggast þá óska ég þér velfarnaðar í þínum meintu rökræðum.  Og trúðu mér, þú munt einn daginn ölast þann þroska að skilja að almenn rökræða byggist ekki á því að kalla andstæðinga sína vitleysinga.  Allra síst í þeirra heimahúsum.

Og jú, ég hef notað orðið vitleysingur og hálfviti og veistu hvað, það er ekki málefnalegt.  Hvarflar ekki að mér að halda því fram.

En göngum nú glaðir um gleðinnar dyr.  Þú átt marga góða kosti sem bloggari.  Byggðu á þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2009 kl. 11:33

65 identicon

Í flestum löndum sem komin eru af sveitasímastiginu er fólk beinlínis ráðlagt að blogga ekki undir nafni.
Aðeins í Kína og íslamdi.. úps íslandi eru menn að fara fram á fullt nafn og kennitölu, aðeins á íslandi eru menn taldir ómarktækir ef þeir nota alias, aðeins á íslandi er reynt að útiloka menn með alias.
Hér vaða uppi menn í eilítuhópnum ásamt stjórnmálamönnum sem vissulega bera mikla ábyrgð á ástandinu.. þeir fara fram á að böndum verði komið á málfrelsið... þeir og svo trúarhópar sem geta ekki staðið undir gagnrýni.

Íslandi og Kína + einhverjum bananalýðveldum krakkar... .dragið rökréttar ályktanir

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:23

66 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

..Duty Calls

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 13:06

67 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hef stundum skotið á fólk en á kurteisan hátt en einn ónefndur bloggari hótaði mér líkamsmeiðingum, óskaði mér dauða, hann skyldi sko finna mig og láta mig fá það óþvegið, kallaði mig öllum illum nöfnum sem er bannað innan 18 ára og ég ætla ekki að skrifa hvaða orð það voru en ég átti engan annan kost en að læsa blogginu mínu því mér var hætt að standa á sama.

Nafnaleynd er eins og ég hef áður sagt algjör nauðsyn, bæði fyrir þær sakir að netið er notað í misjöfnum tilgangi, fólki er flett upp, það spottað út hvort það sé heima eða að heiman, hægt er að finna út vini og vandamenn viðkomandi og svo framvegis.

Sævar Einarsson, 3.9.2009 kl. 13:17

68 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Héðinn Björnsson vísaði á þessa mynd í athugasemd 53.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 13:18

69 identicon

Munið bara þetta, þegar þið gangið inn í kjörklefa og kjósið.. hvers vegna setja menn ekki nafnið sitt á kjörseðil..?
Og ef menn geta kosið nafnlaust... hvers vegna ekki að blogga nafnlaust.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:42

70 identicon

ja hérna! maður spyr sig bara hversu fær þessi þjóð sé að taka þátt í vitrænum rökræðum...

Kristbjörn (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:03

71 identicon

Þú ert þá væntanlega að tala um þitt innlegg Kristbjörn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:20

72 identicon

nei ætli ég sé ekki bara meira að hrista hausinn hehe ;)

Kristbjörn (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 18:10

73 Smámynd: Kama Sutra

Ja hérna.  Svo er verið að agnúast út í okkur nafnlausu ræflana fyrir það að koma blogginu niður á lágt plan...

Kama Sutra, 3.9.2009 kl. 19:24

74 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Merkilegar erjur á milli Matta og Jakobínu. Raunar hljóma þau eins og nýskilin hjón. Varðandi skoðanir Jakobínu þá finnst mér þær oft í formi röklauss æsifréttastíls en það sem kemur á móti er að hér ríkir skoðannfrelsi og hlítur henni að vera heimilt að haf skoðanir á öllu því sem að henni sýnist. Þar að leiðandi á ég mjög erfitt með að skilja þessa áráttukenndu hegðun Mattíasar að gangast ekki við því að Jakobína er með fráleiddar skoðanir og við því er ekkert að gera. Það er ekki hægt að kristna allan heimin og gjösamlega vonlaust að fá fólk á sitt mál ..því margir hlusta einfaldlega ekki á rök og margir fylgja frekar rökleysu ef eitthvað er og er það hluti af sjálfsögðu einstaklingsfrelsi. Því legg ég til að þessi ágætu hjónakorn eyði púðri sínu og orku í eitthvað gagnlegra, sér í lagi nú þegar haustið er komið og dimman færist yfir.

Brynjar Jóhannsson, 4.9.2009 kl. 02:06

75 identicon

Frábær færsla, Hrannar. Þekki þetta af eigin raun. Leitt að umræðunni hafi verið rænt.

Skorrdal (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 05:48

76 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kærar þakkir fyrir afar áhugaverðar athugasemdir, og dæmið um hvernig málum er háttað í raun og veru er afar viðeigandi, hvernig hægt er að nota persónulegar upplýsingar gegn bloggara þegar sá hinn sami skrifar undir nafni, þó að svo virðist vera sem að umræðunni hafi verið rænt.

Mitt næsta blogg verður í raun samantekt úr þessari umræðu, og þær skoðanir sem ég hef mótað út frá henni.

Hrannar Baldursson, 4.9.2009 kl. 08:34

77 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hrannar,

Frábær færsla, tek undir hvert orð.  Skemmtilegar athugasemdir sem ég tel hollt að afgreiða með tilvitnun í Voltaire:

"Elskið sannleikann og fyrirgefið rangfærslur"

"Leyndardómurinn við að vera leiðinlegur er að vita ekki hvenær maður á að þegja"

og svo gleymir Voltaire ekki útrásarvíkingunum þegar hann segir:

"Til að komast áfram í heiminum er ekki nóg að vera heimskur, maður þarf líka að kunna mannasiði"

 

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 10:41

78 identicon

Ég hef séð það milljón sinnum að Jakobína lýgur upp á menn sakir þegar það er ekki sammála henni. Hún er soldið eins og Jón Valur Jensson að því leiti, enda eru þau bæði öfgafólk.

Þau virðast hafa opið fyrir komment til þess eins að fólk geti sagt að það sé sammála þeim eða hversu gáfuð þau eru. Annað eru árásir á persónur þeirra.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 11:59

79 identicon

Haha, góð mynd samt hjá Jakobínu, gott að hún hefur húmor fyrir sjálfri sér

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 12:01

80 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar hér að framan.

Þið verið að fyrirgefa en Ali Baba og ræningjarnir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.  

Ég sé hér að framan að sumir láta persónulegan pirring villa mönnum sín í umræðunni, en kjarninn er sá að ef menn koma í heimsókn á aðrar síður, þá verða menn að hafa ákveðnar grunnreglur í heiðri og kjarni þeirra er sá að láta  ógert að vega að persónu bloggara, hvort sem það er með skítkasti, aðdróttun um persónu, kynferði eða menntun eða annað slíkt sem fólki dettur í hug til að ná sér niður á viðkomandi. 

Netið er fullt af fólki sem fer í taugarnar á hvort öðru og ekkert annað en gott um það að segja.  Hitt væri áhyggjuefni ef svo væri ekki, hvað þá að allir væru sammála.  En það er allra hagur að fólk virði vissar umgengisreglur, þetta er svona svipað að þó einn og einn í ölæði pissi á almannafæri, þá væri lyktin svo andskoti vond ef slíkt væri viðgengin regla.

Mannasiðir urðu ekki til út í bláinn.  

Svo er það með blessaðan pirringinn sem hrjáir marga, honum er ekki alls varnað.  Vissulega geta menn leitt hjá sér leiðinda umræðu, en margur píslarinn, eftir óbærilegan pirring, missir oft út úr sér gullkornum sem annars kæmust ekki á flot.  Góður punktur þetta með mannasiðina. 

Og jafnvel stolin umræða getur vakið upp hugrenningatengsl, sem nýtast í þarfa pistla, eins og pistill Hrannars um Truntin og Tröllin. 

Þannig að ýmislegt gott kom út úr þessum annars mjög þarfa pistli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2009 kl. 20:36

81 Smámynd: Ómar Geirsson

gullkorn átti þetta víst að vera, svo versta ambagan sé leiðrétt.

Kveðja aftur.

Ómar Geirsson, 4.9.2009 kl. 20:42

82 identicon

Takk fyrir þessa færslu!

Mikill fróðleikur og skemmtilegt að lesa.

kv Dóra

Dóra litla (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 22:33

83 identicon

Skorrdal.  Viðurkenning er fyrsta skrefið að batanum.  Nú hefurðu þú viðurkennt að þú ofsækir fólk sem hefur skoðanir og vill ræða málin, næsta skref er að hætta því.

Ég reyni að fyrirgefa þér ofsóknir þínar á hendur marco, sonar míns sálaða, og ég veit að hann fyrirgaf þér áður en hann hvarf úr þessum bloggheimi.  Hér er smá innsýn hvernig honum leið sína síðustu daga í bloggheimum.

 Sannleikans kvöl

Bergðu mitt blóð er í bloggheimum stóð

brjálaðir kynlegir kvistar.

Ég yrki mín ljóð en við illskunnar glóð

ylja sér blóðsugur þyrstar.

Ráðvillingsstóð og rógberaþjóð,

ræstar og íslamistar.

faðir marcos (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:09

84 identicon

Ha? Kemur ekki tröllið "faðir marcos" og les meira úr orðum mínum en ég lagði í þau... Talandi um tröll!

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband