Lord of the Rings: The Hunt for Gollum (2009) ***

the-hunt-for-gollum-01

Nú er komin út ný stuttmynd gerð af aðdáendum Tolkien og Jackson, sem fjallar um atburði sem gerast á milli The Hobbit og The Lord of the Rings. Þó að þeim hafi ekki tekist að gera jafn merkilegt kvikmyndaverk og þríleik Peter Jackson, þá tekst þeim þó að endurvekja til lífsins heim Tolkien á ferskan hátt. Það hlýtur að hafa verið meginmarkmiðið. Tæknibrellurnar eru mjög góðar, leikurinn hreint afbragð, en bardagaatriðin hefðu getað verið betri.

Bilbo Baggins hefur stolið hinum eina hring frá Gollum. Trylltur af reiði fer Gollum (Gareth Brough, Jason Perino, Cristopher Dingli, Fransesco San Juan) úr helli sínum í leit að hringnum. Þar sem að hann þekkir nafn Bilbo og hvaðan hann kemur, spyrjast fréttirnar fljótt út og ná til eyrna Saurons (sem reyndar er bara eitt risastór auga oná turni). Hann sendir út myrkrahöfðingja sína og orka til að hafa uppi á Gollum og hringnum.

huntforgollum02

Gandálfur (Patrick O'Connor) les vel í spilin og fær Aragon (Adrian Webster) til að finna Gollum á undan herskara hinna myrku afla. Kvikmyndin fjallar um þennan leiðangur Aragons, samskipti hans við Gollum og bardaga við skrímslin sem leita hans.

Ég hafði gaman af þessari mynd, og fannst vel takast til í að endurvekja Miðjörð aftur til lífsins. Hægt er að sækja myndina frítt af netinu á heimasíðu kvikmyndagerðarmannanna, hérna eða horfa á hana beint af netinu með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst myndirnar 3 ákveðið stórvirki þegar á heildina er litið og þá sérstaklega sviðsmyndin;

=góð tilbreyting frá þessum venjulegu löggu og bófa myndum sem koma á færibandi á markaðinn.

Mér fannst þessi viðbót ekki til mikils framdráttar né grípandi á nokkurn hátt.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Lykilatriði er að búast ekki við neinu, enda var myndin gerð fyrir nákvæmlega engan pening og af áhugafólki um kvikmyndagerð, ekki atvinnumönnum.

Hrannar Baldursson, 23.8.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband