Væntanlegt í bíó: District 9 og Inglorious Basterds

district-9-poster

Hinn stórskemmtilegi kvikmyndagagnrýniþáttur, The Rotten Tomatoes Show, mælir með District 9, sem er framleidd af engum öðrum en hobbitanum Pétri Jónssyni, eða á útlensku Peter Jackson og leikstýrð af hinum S-Afríska Neill Blomkamp sem er glænýtt nafn meðal stórmyndaleikstjóra. Allir leikarar eru óþekktir, en myndin fær frábæra dóma, sem er sérstaklega áhugavert þar sem að í myndinni eigast við í hálfgerðu apartheit stríði manneskjur og geimverur, þar sem manneskjurnar eru vondi gaurinn og risavélmenni sem virka betur en tæknibrellurnar í Transformers ósköpunum.

Að sjálfsögðu ætla ég líka að skella mér á Inglorious Basterds, en hún er að fá magnaða dóma, og segja gárungar að þetta sé besta mynd Tarantinos síðan hann sló í gegn með hinni fullkomnu Pulp Fiction, þó að hún sé sjálfsagt afar ofbeldisfull og grafísk eins og maður getur búist við að Tarantino þessa dagana, enda er hann ekki beinlínis þekktur fyrir að draga úr hlutunum.

Í þessu myndskeiði kynnir Tarantino sjálfur eitt atriði í myndinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sæll Sæll

District 9 er ein besta mynd ársins.

Leikstjóri D-9 er einn sá besti sem fundist hefur um ansi langan tíma.

Basterds er ein versta mynd ársins.

Eitt er þó mjög gott við Basterds en það er frammistaða Christoph Waltz leikara.

Sumir snobba fyrir Tarantino ég sé ekki ástæðu til þess heldur dæmi myndirnar hans eftir gæðum þessi er RUSL.

Ómar Ingi, 23.8.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður Ómar.

Ég á eftir að sjá lélega mynd frá Tarantino :)

Hann er nú enginn Guð í mínum huga, í mesta lagi goð eða dýrlingur. ;)

Sjáum til. Ég hef einfaldlega fengið svo mikið kikk út úr myndum Tarantino að ég get ekki annað en snobbað fyrir honum ef hann heldur áfram að sparka jafn listilega vel.

Hrannar Baldursson, 23.8.2009 kl. 15:55

3 identicon

Á meðan einhver fær sér "Rauð Epli" er ég sáttur

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband