Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
ICESAVE: Er kjarni málsins hulinn lygafléttu?
12.8.2009 | 07:34
Innlánatryggingasjóður er eitt, ríkisábyrgð er annað. Tvö aðskilin mál. Íslenska þjóðin ber ekki ábyrgð á innlánum sem lögð voru í einkafyrirtæki. Það er útilokað, ranglátt, ósanngjarnt og ólöglegt nema alþingi samþykki það sérstaklega. Þetta er ekkert flóknara.
Það sem flækir málið er fólk sem hefur hag af því að skuldir þeirra séu greiddar af íslensku þjóðinni, þó svo að íslenska þjóðin fari á hausinn fyrir vikið. Þetta fólk virðist stjórna fjölmiðlaumfjöllun að einhverju leyti og það heyrist hátt í því. Þetta fólk virðist greiða stjórnmálamönnum þóknun. Það kom í ljós fyrir síðustu kosningar en hefur verið þaggað niður. Það ætti að vera búið að frysta eigur og athafnir þessa fólks, en það hefur ekki verið gert. Réttlætinu hefur ekki verið framfylgt, og því eins og innbrotsþjófur sem látinn hefur verið laus og gengur einfaldlega beint til verks næstu nótt, en aðeins gætnari en áður, ganga hinir ranglátu lausir og vinna þjóðinni skaða eins lengi og þeir komast upp með það. Samviska mun aldrei stoppa þá.
Að rætt sé um að ríkið tryggi tryggingarsjóð innlána er absúrd í sjálfu sér, en slíkur tryggingasjóður ætti að vera byggður á þeim innlánum sem tekið var við, en ekki á mögulegri skattgreiðslu íslenskra þegna til framtíðar. Ef þú lætur mig hafa hundraðkall og ég lofa að láta þig fá hundrað og fimm krónur til baka, þýðir það ekki að þjóð minn beri ábyrgð á hundraðkallinum en enginn á fimm krónunum.
Hvaða einkarekni alþjóðabanki getur beintengt sig í framtíðarskatta sjálfstæðrar þjóðar? Þeir eru víst bara þrír til í heiminum: Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir.
Það er einfaldlega verið að svipta þá ábyrgð sem ábyrgðina eiga og verið er að koma henni yfir á íslenska þjóð. Þetta verður að stöðva.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 777737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Góður pistill Hrannar. Þarna kristallast kjarni málsins síðan hefur hann verið togaður og teigður til þess að vernda aðra hagsmuni en almannahagsmuni.
Í byrjun snérist opinbera umræðan um að hafna icesave, síðar að hafna icesave samningnum með því að segja já og meina nei, nú snýst málið um hversu kurteislega á samþykkja samninginn með hugsanlegum fyrirvörum ef það kynni að verða útilokað að við getum borgað, sem það verður. Allt gengur þetta út á að afla áframhaldandi lánsfjár til að halda elítunni gangandi.
Leikhúsinu við Austurvöll er að takast að brengla kjarna málsins það mikið að raunveruleg hætta er á afstaða 50-80% þingmanna ganga gegn vilja 80-100% þjóðarinnar.
Magnús Sigurðsson, 12.8.2009 kl. 08:17
Spurningin gæti líka verið hvort hin svokallaða einkavæðing hafi ekki verið hulin lygafléttu. Ekki þarf annað en að líta á þróun bankamála í Bandaríkjunum til þess að sjá að ríkið er alltaf sá sem ábyrgðina ber til þrautavara. Tryggingasjóður innistæðueigenda þar tekur lán úr ríkissjóði ef með þarf, þótt enn hafi reyndar ekki komið til þess.
Sá sjóður kemur þó hvergi nærri hinum risastóru fjármálastofnunum sem líka hafa rúllað, þar kemur ríkið beint að málinu.
Sanngirnin í þessu er svo allt annað mál!
Matthías
Ár & síð, 12.8.2009 kl. 09:20
Mjög góður pistil, hjartanlega sammála þér, það er vægast sagt "ömurleg upplifun" dag eftir dag að sjá hvernig eigendur fjölmiðlanna "matreiða fréttir" ofan í fólk, yfirleitt er villandi upplýsingum komið á framfæri, rætt við þá sérfræðinga sem baka upp "blekkingarvef eigenda fréttarblaðanna" - í raun sami leikurinn og gert var fyrst með "kvótakerfið" - "svo Decode svikamyllan" - "svo banksalan" - "svo bankaútrásin" og nú "Icesave dæmið" - íslenskir fjölmiðlar sem 4 valdið hafa algjörlega brugðist hlutverki sínu og því er mjög illa komið fyrir okkur sem þjóð. Staðan á bara eftir að versna.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:30
Magnús: Sammála
Ár & Síð: Fullt af lygafléttum í gangi virðist vera
Jakob: Bandaríska ríkið er allt annað en íslenska ríkið. Í Bandaríkjunum eru hvað... um 80 milljónir manns, en á Íslandi um 300 þúsund. 300 þúsund manna samfélag getur engan veginn staðið undir þessum stjarnfræðilegu skuldum sem útrásarvíkingar og bankar hafa komið sér í.
Jón Frímann: Ég held að þetta sé ofureinföldun, þar sem skilgreina þarf betur hvað þú meinar með íslenskum banka. Ef þú átt við einkarekinn banka, er svarið nei. Ef þú átt við ríkisrekinn banka, þá er svarið já.
Hrannar Baldursson, 12.8.2009 kl. 10:17
Sæll Hrannar og takk fyrir ágætan pistil.
Smá sparðatínsla: BNA er með ríflega 300 milljónir íbúa.
Lygafletta segir þú, er það kannski þessir s.k. "fjármálagjörningar" sem maður heyrði aldrei af fyrr en eftir hrun?
En að öllu gamni slepptu, þá er alltaf gott að greina kjarna hvers máls. Setti sjálfur mína útgáfu á bloggið í gær.
Helgi Kr. Sigmundsson, 12.8.2009 kl. 11:19
Helgi Kristinn: Takk fyrir leiðréttinguna. 300.000.000 er töluvert hærri tala en 300.000. Ég hef líklegast víxlað Mexíkó og USA í huganum, enda bjó ég í fyrrnefnda landinu þegar talið var að íbúar væru um 80 milljónir, en í dag eru þeir líklega um 110 milljónir.
Fjármálagjörningarnir eru aukahnútar í lygafléttunni, sem ég efast um að auðvelt verði að greiða úr.
Hrannar Baldursson, 12.8.2009 kl. 11:32
Örugglega mikið til í þessu. Ég hugsaði á svipuðum nótum þegar ég sá forsíðu Fréttablaðsins í gærmorgun. Þar var búin til hótun um stjórnarslit og Ögmundi Jónassyni stillt upp sem væntanlegum blóraböggli.
Hvers vegna? Ekki hótaði hann sjónarslitum. Nei, það var vegna þess að hann vildi standa vörð um hag íslensku þjóðarinnar í Icesave málinu. Það dugði Fréttablaðinu til að setja ósmekklegan þrýsting á stjórnmálamanninn. Í þágu hverra var það?
Í dag fékk Ögmundur öflugan stuðning úr óvæntri átt, í leiðara Financial Times.
Haraldur Hansson, 12.8.2009 kl. 13:50
Kjarni málsins virðist skammt undan, það er farið að hitna undir mörgum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 21:03
Góður pistill. Sérstaklega lokaorðin!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 23:23
Þakka þér fyrir þessi skrif. hef einmitt verið að hugsa mikið um Tryggingasjóðinn, hvað eru miklir peningar þar, hafa fjármálafyrirtækið staðið sína pligt varðandi greiðslur til sjóðsins..en satt að sejga lítið sem ekkert að finna um þessi atriði.
Ég sé á heimasíðu sjóðsins að í ársreikingi 2006 og 2007 sjóðurinn uppfyllti ekki skilyrði um heildareignir innstæðudeildarnema að lágmarki 1,0% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári.
Fyrir árið 2006 var gert er því ráð fyrir að innheimta þurfi um 1.316 millj. kr. hjáviðskiptabönkum og sparisjóðum til að ná lögbundnu lágmarki stærðar sjóðsins og að auki þurfi þeir að gefa útábyrgðaryfirlýsingu að fjárhæð 657 millj. kr. og vegna 2007 var gert ráð fyrir að innheimta þurfi um 2.537millj. kr. hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum til að ná lögbundnu lágmarki stærðar sjóðsins og að auki þurfi þeir aðgefa út ábyrgðaryfirlýsingu að fjárhæð 6.045 millj. kr.
Þegar kemur að ársreikningum 2008 stendur að við inngreiðsluþörf árið 2009 væri miðað við að engar eignir væru í sjóðnum og yrði því innheimt frá grunni Það er gert ráð fyrir að innheimta 2.415 milj. hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum til að ná lögbundnu lágmarki stærðar sjóðsins og gefa þurfi út ábyrgðaryfirlýsingu að upphæð 13.685 milj.
Skil ég þetta rétt að það fé sem til var í sjóðnum sé þegar horfið þrátt fyrir að ekki sé búið að greiða úr sjóðnum vegna hrunsins? Tapaðist stór hluti sjóðsins í hruninu? ( var í geymslu hjá m.a Kaupþingi) . Greiddi Landsbankinn til sjóðsins af innstæðum í Bretlandi og Hollandi ?
Þú fyrirgefur mér þetta innskot og vona að einhver sem hér hefur skrifað geti svarað.
Katrín, 12.8.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.