Það eru fjórir möguleikar í stöðunni:
1 SKYNSEMI
Hafna því algjörlega að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikninganna og hafna öllum samningum sem skuldsetja þjóðina. Þetta þýðir að eigendur og ábyrgðarmenn Landsbankans séu ábyrgir fyrir þessu, og að þeir verði að borga, annað hvort með peningum eða fangelsisvist.
Afleiðingar: hert verður á rannsókn fjármálaglæpa af alþjóðlega samfélaginu. Íslandi verður einungis kennt um hversu illa fór ef þjóðin hindrar rannsóknina.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: hugsanlega réttlæti og þróun á íslensku samfélagi.
Hér er mikilvægt að hafa sannleikann að leiðarljósi og berjast fyrir réttlæti með kjafti og klóm. Hætta tæknilegri lögfræði, spádómafræðum hagfræðinnar og pólitík sem kom okkur upphaflega í vandann, og standa við okkar sannfæringu, sem er byggð á traustum rökum.
2 KAPÍTALISMI
Hafna því algjörlega að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana en samþykkja samt samninga sem skuldsetja þjóðina. Þetta þýðir að ábyrgð skuldanna færist frá sönnum ábyrgðarmönnum og eigendum og yfir á íslensku þjóðina.
Afleiðingar: kröfuhafar víða um heim friðaðir, en þetta verður líka til þess að þeir sem bera hina sönnu ábyrgð komast undan, og að íslenska þjóðin tekur á sig gífurlegar skuldir sem munu koma niður á lífsgæðum þeirra, sem er allt í lagi svo framarlega sem þú ert á móti efnislegum lífsgæðum.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: ójafnvægi þar sem útrásarvíkingar fá annað tækifæri til að eignast aftur það sem þeir höfðu áður glatað, og gefa þeim tækifæri til að eignast ennþá meira, eins og til dæmis heimili þriðjungs íslensku þjóðarinnar sem mun þá sjálfsagt þurfa að borga þeim leigu.
3 FASISMI
Samþykkja að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana en samþykkja ekki samninga sem skuldsetja þjóðina. Þetta mætti kalla ábyrgðarleysi, enda ber hverjum og einum sem skuldar, að greiða sínar skuldir.
Afleiðingar: kröfuhafar víða um heim reiðast og Íslendingar stimplaðir sem gjörspillt þjóð. Gengur ekki upp á alþjóðavettvangi nema þjóðin hafi öflugan her á bakvið sig.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: völd.
4 KOMMÚNISMI
Samþykkja að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana og samþykkja samninga sem skuldsetja þjóðina. Þetta gæti hljómað sem ábyrg afstaða, en á röngum forsendum, þar sem ekki hefur enn verið sýnt fram á af hverju íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana.
Afleiðingar: Skattar hækka á Íslandi, laun verða jöfnuð, eignir landsmanna jafnaðar. Afleiðingin er kommúnismi.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: líklegast að útrýma skökku lífsgæðamati og efnishyggju sem hefur verið ríkjandi meðal íslensku þjóðarinnar. Burt með fína jeppa og flott hús. Inn með gömlu gildin.
Niðurstaða:
Aðeins pólitíkusar með ákveðnar hugsjónir/forsjárhyggju og hagsmunaaðilar gætu samþykkt 2, 3 og 4, enda á íslenska þjóðin ekki að skuldbinda sig til að greiða fyrir svik eigenda og ábyrgðarmanna einkafyrirtækis.
Ekki bara heilbrigð skynsemi velur 1, heldur er það svo augljóslega eina rétta leiðin í stöðunni.
Ástæðan er sára einföld:
Þeir sem stofna til skuldbindinga eiga að svara fyrir þær. Það á ekki að yfirfæra þær yfir á saklaust fólk. Verði það gert erum við að tala um raunverulegan glæp, sem á sér að sjálfsögðu hliðstæðu í sögunni eins og flest annað.
Þá er mér efst í huga augnablikin þegar þjóðir höfnuðu eignarhugtakinu vegna óendanlega mikils pirring á óréttlætinu sem sprottið hafði upp í kringum það, og höfnuðu því með öllu til að innleiða kommúnisma, upp í huga minn skýst Kína, Sovétríkin og Kúba.
Ef við samþykkjum að skuldbindingarinnar séu íslensku þjóðarinnar, þá erum við einfaldlega búin að tapa skákinni og getum horft aftur á veginn, til fortíðar sem sumt fólk virðist dýrka sem einhvers konar framtíðarlausn.
Ef þessar pælingar eru á einhvern hátt óskynsamlegar, ósannfærandi eða villandi, vinsamlegast leiðréttið þær, því að ég skrifa þetta af heilum hug, án þess að fylgja ákveðinni stjórnmálastefnu og án hagsmuna.
Athugasemdir
Íslendingar eiga að borga og verða að borga til þess að efnahagshjólin fari að snúast aftur og hér verði ekki landflótti meiri en orðið er og örbirgð.
Ástæðan: íslenskar eftirlitsstofnanir sem eru fullrúar Íslendinga brugðust í þessu ferli öllu og það er ekki sanngjarnt að breskur og hollenskur almenningur borgi okkar óráðssíu.
Við höfum vel efni á að borga og það borgar sig fyrir fólkið í landinu. Allt tal um annað er áróður og bull.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.8.2009 kl. 09:39
Sæl Þórdís.
Ábyrgðin er ekki öll á íslenskum eftirlitsstofnunum, eða á hollenskum eða breskum eftirlitsstofnunum. Ábyrgðin liggur á þeim sem ábyrgð báru á bönkunum, fyrirtækjunum. Að færa ábyrgðina af þessum fáu milljarðamæringum yfir á íslensku þjóðina er mikill og óréttlætanlegur glæpur.
Þar sem að þessi grein mín er ekki skrifuð sem áróður, og vonani ekki sem bull, verð ég að hafna því að allt tal um annað en að Ísland geti borgað (og eigi að borga) sé áróður og bull.
Hrannar Baldursson, 8.8.2009 kl. 09:57
Ábyrgin er okkar þar sem eftirlitsstofnanir okkar brugðust Svipað og ef börnin okkar skemma eignir annarra þá borgum við, foreldrarnir, því þeir bera ábyrgðina. Það er rausnarlegt af þessum löndum að þau skuli borga helminign af þessari óráðsíu ,,okkar".
Grein þín er kannski ekki skrifuð sem áróður en hann má svo sannarlega sjá hér á síðum þar sem upphrópanir og ómálefnalegir frasar í öllu rökþrotinu ráða ríkjum. Nefni engi nöfn:). En þar er greinilega ein ósk á bak við allt saman sem er að fella ríkisstjórnina. Ekkert annað. Þjóðarhagsmunir eða hagur fólksins í landinu er svo sannarlega ekki þar fremstur á blaði. við verðum að standa okkur, hætta öllu væli og fá efnahagshjólin aftur f stað.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.8.2009 kl. 10:11
Þórdís: rök þín styðja ágætlega mína greiningu. Þú virðist velja númer 3. Hætta vælinu, fá efnahagshjólin í gang = fasismi.
Mig langar af þessu tilefni að þýða skilgreiningu á 'fasisma' af Wikipedia, og þá er ég ekki að tala um merkingarlausu upphrópunina sem notuð er við alltöf mörg tilefni:
"Fasistar trúa því að þjóðir og/eða kynflokkar séu í endalausu stríði þar sem einungis hinir sterku komast af með því að vera hraustir, mikilvægir og með því að tryggja sína stöðu með baráttu gegn hinum veikari. Fasistar vilja skapa þjóðfélag með aðeins einum stjórnmálaflokki. Fasískar ríkisstjórnir banna og gera lítið úr gagnrýni og andstöðu gagnvart ríkisstjórninni og hinni fasísku hreyfingu. Fasismi er á móti baráttu milli þjóðfélagsstétta og kennir kapítalískum frjálshyggju lýðræði fyrir eigin sköpun og kommúnistum fyrir að misnota hugtakið. Fasismi er að mestu skilgreindur út frá því sem hann er gegn, því sem fræðimenn kalla fasíska neitun, andsöðu gegn einstaklingshyggju, heilbrigðri skynsemi, frjálshyggju, íhaldssemi og kommúnisma."
Annars mæli ég með að fólk kíki yfir þessa grein: http://en.wikipedia.org/wiki/Fascism
Spurning hvort að VG sé þegar allt kemur til alls fasískur flokkur frekar en kommúnískur, sem þýðir að ég hafði í það minnsta rangt fyrir mér, því ég hélt að þetta væri kommúnistaflokkur þar til formaðurinn fór að haga seglum eftir vindi.
Hrannar Baldursson, 8.8.2009 kl. 10:29
Ja hérna! ég kveð við svo búið:)
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.8.2009 kl. 11:19
Ég er sammála þér Hrannar og mér finnst þessi pistill skemmtilega settur upp þó svo að sennilega geti kostirnir 4 að einhverju leiti skarast í reynd.
Sem dæmi þá virðast núverandi stjórnarflokkar í megin dráttum velja kosti 3 og 4. Þó er ekki hægt að horfa fram hjá að kostur 2 virðist vera upp á borðinu hvað aðferðafræðina með að skila bönkunum aftur inn í þrotabúin áhrærir.
Mér finnst rök Þórdísar léttvæg hvað hjól atvinnulífsins varðar. Atvinnulíf sem þrífst á skuldsetningu gengur ekki til lengdar. Eins "börnin skemma eignir annarra þá borgum við, foreldrarnir, því þeir bera ábyrgðina" samlíkingin er ekki góð, það er fásinna að láta ekki á regluverkið reyna fyrir dómstólum, eins og það væri fásinna að láta ekki á heimilistrygginguna reyna áður en tjón er borgað. Svo má snúa út úr þessu með með því að benda á að með samþykki icesave ætla foreldrarnir hinum raunverulegu börnunum að bera ábyrgðina.
Háhugi elítunnar á því að almenningur axli icesave fyrir gjaldþrota einkabanka er fyrst og síðast til kominn vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að skeri niður eigin störf sem skila engum þjóðhagslegum tekjum við núverandi aðstæður það á að halda áfram að taka lán til að halda sér á launum hjá skattgreiðendum.
Það er misskilningur að umheimurinn bíði eftir fólki úr íslensku stjórnkerfi og þá sem hafa sérþekkingu bankastarfsemi. Með því að velja leið 2,3 og 4 missir Ísland það fólk sem kemur til með að skapa mestar raunverulegar tekjur. Það er unga barnafólkið sem nú á að drekkja í fasteignaskuldum, fólk sem starfar við "raunverulega" verðmætasköpun og heilbrigðisstarfsfólk.
Magnús Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 11:44
Magnús: kannski við þyrftum að spyrja okkur hver markmið ráðamanna séu með ákvörðunum sínum. Eru þeir hugsanlega að nálgast eigin draumsýn, þó að hún sé kannski andstæð hagsmunum almennings?
Hrannar Baldursson, 8.8.2009 kl. 12:16
Mig grunar að svarið sé já. Draumsýnin sé lygilega nátengd eigin afkomu. Þegar stjórnmálamennirnir segja við komumst í gegnum þetta við megum ekki gefast upp en ætla samt að skrifa undir nauðarsamning í uppgjöf, þá ætla þeir öðrum að lifa við kreppuna.
Magnús Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 12:39
Að venju góð grein , en að öðru ertu búin að sjá Public Enemy´s ?
Ómar Ingi, 8.8.2009 kl. 13:57
Ómar: takk fyrir það. Hef því miður ekki séð Public Enemies enn.
Hrannar Baldursson, 8.8.2009 kl. 14:05
Það væri örugglega mjög gagnlegt fyrir Þórdísi og hin 4% þjóðarinnar sem aðhillast kenningar hennar, leggja fram EINHVER VITRÆN GÖGN til sönnunar öllum dómsdagsspám IceSave skrýmsladeildarinnar, önnur en "AFÞVÍBARA," til að teljast trúverðug í umræðunni um landráðsáætlunina.
Landráðsáætlun segi ég ma. vegna þess að Magnús Thoroddsen fyrrum forseti Hæstaréttar og sérfræðingur í alþjóðarétti, fullyrti að samningurinn væri hænufet frá því að vera hreint og klárt landráð. Hann hefur bent á amk. 4 alþjóðadómstóla sem Bretar og Hollendingar gætu fengið málið tekið fyrir, fyrir utan íslenska vegna þess að við neitum að greiða reikninga sem okkur ber ekki að greiða samkvæmt lögum.
Rök um móralska skyldu er ekki svara verð, ekki síst vegna þess ofbeldis sem þessar þjóðir hafa sýnt okkur ma. með setningu hryðjuverkalaganna, sem og að ekki sýna þær neitt sem heitir mórölska velgjörð í þeirra samskiptum við aðrar þjóðir eins og ofbeldi og drápseðli þeirra glögglega hefur sýnt í árhunduðir.
Börnin okkar og afkomendur borðað móralska skyldu eða lifa á henni.
Þetta ofbeldi 4% sem þykjast getað haft vit fyrir um 80% þjóðarinnar er kominn svo langt út úr korti, og að þessir beturvitar geti ímyndað sér að þau hafi betri skilning á málinu en allur fjöldinn. Eitthvað heyrðist nú úr horni ef það væru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru stjórnarflokkarnir sem væru að reyna að þröngva málinu í gegn.
Reynslan sýnir með rökræður við IceSaveliða, að oftast er minni en engin raunveruleg þekking á málinu þeim bænum, og þess vegna gripið til hreinna lyga eins og Steingrímur J. gerist iðulega sekur um.
Að lokum. Þórdís. Gerir þú mikið af því að greiða reikninga sem þér ber nákvæmlega engin lagaleg skylda að greiða, og ef svo er, má ég senda þér nokkra?
Ef ekki, myndiru gera það ef ég hótaði þér einhverskonar ofbeldisaðgerðum?
Endileg, gefðu þér tíma til að gefa heiðarlegt svar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:06
Þú veist ekki um hvað málið snýst og bullar bara Guðmundur.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.8.2009 kl. 16:42
Svaraðu einhverju vitrænu Þórdís. Komdu með einhverjar röksemdarfærslur sem túlka ruglið í þér og hinum 4% IceSave taugahrúanna sem vaðið áfram í blindniri trú á raðlygarann Steingrím J.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:12
lestu bloggin mín Guðmundur þar lærirðu um hvað þetta snýst. Líka þú Skorrdal:)
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.8.2009 kl. 18:04
Þórdís. Hef gert það og er engu nær. Það eru þessi "AFÞVÍBARA" rökleysa sem sem virðist vera það sem treyst er á. Sá td. hvergi að þú segðist leggja það í vana þinn að borga annara manna reikninga sem eru þér algerlega óviðkomandi og berð enga lagalega skyldu til.
Eins og staðan er nú samkvæt kvöldfréttunum, þá er Stengrímur búinn að mála sig algerlega út í horn, líka í eiginn þingflokki. Það er ekki lengur möguleiki að hann nái málinu í gegn, eins og hann laug að Bretum og Hollendingum að hann ábyrgðist að hann gæti.
Eins og mál hafa þróast og meira kemur í ljós fífldirfskan og samviskuleysið sem hann hefur sýnt, er mikið meiri líkur á að hann sé kominn yfir að vera hænufet frá að fremja landráð og telst að hafa gert tilraun til þess. Býst við að þú hafir kynnt þér stjórnarskránna og hegningarlögin og séð að IceSave ábyrgðarmenn eins og Steingrímur eru líklegast klárir brotamenn ef þeim hefði tekist að framfylgja ofbeldisaðgerðunum gegn þjóðinni, þas. þeim tæpum 80% sem er á móti samningsómyndinni. Jafnvel fyrir framgöngu sína, nú þegar.
Þú í þeim 4% IceSavefylgismannahópnum sem viljið leggjast í jörðina fyrir kúgurunum, með hinum ca. 14% sem geta hugsað sér að borga (þótt engin lög segja að svo skuli gera) farið örugglega fækkandi eins og þingmönnum VG sem eru farnir að sjá ljósið hvað varðar að hafna samningnum. Sem er sennilega miður fyrir þig.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 19:02
Samkvæmt lögum Evrópusambandsins þá bannar Evrópusambandið Icesave samninginn, hvers vegna ættu íslendingar þá að samþykkja samninginn ? sjá nánar hér og hér
Ef það á að samþykkja hann bara til þess eins að komast inn í ESB þá er það dýrasti "dráttur" í sögu íslenska lýðveldisins.
Sævar Einarsson, 8.8.2009 kl. 20:05
Hér að ofan er vísað í tvær bloggfærslur þar sem fjallað er um innistæðutryggingatilskipun ESB, annars vegar eftir Loft Altice og hins vegar eftir Guðmund Ásgeirsson. Þar stendur m.a.
Nú ætti öllum að vera ljóst að innistæðutryggingasjóður er allfjarri því að ráða við að tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun. Íslenska ríkinu ber að ábyrgjast að sjóðurinn hafi bolmagn til þess að tryggja að innistæðueigendur fái að minnsta kosti 20.887 evrur og má ekki mismuna eftir þjóðerni.
Íslenskum stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um þetta í 15 ár og það þýðir ekki að koma nú og segja: "Við vissum þetta ekki."
Svo einfalt er það, kemur hvorki fasisma né kommúnisma við og enn síður kapítalisma því hreinir kapítalistar telja innistæðutryggingar af hinu illa.
Ef þetta flokkast undir AFÞVÍBARA-rök þá verður bara að hafa það.
Sverrir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 07:27
Er ekki Sverrir að misskilja málið á einfaldan hátt? Er einhver ágreiningur um þessar 20.877 evrur? Snýr ekki ágreiningurinn aðallega það sem er umfram þá upphæð?
Svo má alltaf deila um það hversu mikla ábyrgð Bretar tóku sjálfir á örlögum eigna Landsbankans í Bretlandi með því að setja á hann hryðjuverkallög. Alla vega gera þeir stórt tilkall í eigur bankans til að greiðslu umfram 20.877 evrurnar. Það er m.a. sú upphæð sem Íslendingum er ætlað að ábyrgast.
Magnús Sigurðsson, 9.8.2009 kl. 08:24
Enginn misskilningur hjá mér. Í samningnum stendur skýrt:
„Tryggingarsjóður innstæðueigenda ábyrgist kröfur innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London á hendur Landsbankanum, samkvæmt lögum nr. 98/1999 sem innleiddu tilskipun 94/19/EB. Trygging þessi tekur til allt að 20.887 evra fyrir hvern innstæðueiganda hjá Landsbankanum í London“
http://www.island.is/media/frettir/icesave_samningur_milli_islendinga%20og%20breta.pdf
Mig grunar að stór hluti af vandanum sé að fæstir þeirra sem kvaka hvað hæst vegna þess máls hafi lesið samninginn. Það má vel vera að sá grunur minn sé ekki á rökum reistur en þá verður bara að hafa það.
Sverrir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 08:39
Sverrir: það sem ég gagnrýni helst við þennan samning er einfaldlega forsenda hans:
Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi
og
Íslands
og
umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins
dagsettur 5. júní 2009
Ísland á ekki að vera inni í þessu dæmi. Þetta er á milli Umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins og Tryggingasjóðs innistæðueigenda og á ekkert að hafa með íslenska þegna, launakjör eða lífskjör þeirra að gera.
Hrannar Baldursson, 9.8.2009 kl. 09:03
Málið er það að tryggingasjóðurinn á ekki fyrir skuldbindingunum og þá ber ríkissjóði að tryggja að hægt sé að greiða út tryggingarnar. Það er inntakið í tilvitnuninni í tilskipun ESB.
Allir eru sammála um að það væri betra að losna við þetta en þessar reglur hafa gilt í 15 ár og við getum ekki þóst ekki hafa þekkt til þeirra.
Sverrir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 10:00
Sverrir: Samkvæmt þessu gátu eigendur banka og ábyrgðarmenn lánað eins og þeim sýndist út úr eigin fyrirtæki, og það skipti í raun engu máli á endanum, enda væri íslenska Ríkið á endanum með ábyrgð, sama hversu mikið bankarnir væru misnotaðir til persónulegs gróða?
Þetta getur ekki gengið upp, sama hvað einhver tilskipun segir. Það getur ekki verið að íslenska þjóðin ber ábyrgð gagnvart ráni og landráði á þeim skala sem við höfum upplifað?
Að halda slíku fram er kannski tæknilega rétt samkvæmt lögum, en veruleikafirring á háu stigi þrátt fyrir það.
Hrannar Baldursson, 9.8.2009 kl. 10:13
Hinu opinbera ber skylda til þess að sjá til þess að bankarnir séu reknir skv þeim reglum sem gilda og það var ekki gert, eftirlitið brást og af því erum við að súpa seyðið. Íslenska þjóðin skellti við skollaeyrunum þegar erlendir sérfræðingar reyndu að vara við þróuninni, þetta var allt saman öfund og fleira í þeim dúr. Munum að íslensku bankarnir fóru illa með marga í útlöndum. Við leyfðum þessu fólki að vaða uppi og við dáðum það og dýrkuðum þannig að einhver hlýtur okkar ábyrgð að vera.
Ég get alveg tekið undir að allt þetta mál er veruleikafirrt en lagatæknilega er það rétt og það er því miður það sem skiptir máli.
Sverrir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:21
„Tryggingarsjóður innstæðueigenda ábyrgist kröfur innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London á hendur Landsbankanum, samkvæmt lögum nr. 98/1999 sem innleiddu tilskipun 94/19/EB. Trygging þessi tekur til allt að 20.887 evra fyrir hvern innstæðueiganda hjá Landsbankanum í London“
Ef þetta væri það sem málið stæði um hefðu 80% íslendinga ekki rangt fyrir sér í fáfræði sinni.
Magnús Sigurðsson, 9.8.2009 kl. 12:07
Tékkaðu á PE, Don, Mann klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
Ómar Ingi, 9.8.2009 kl. 12:34
Þetta kemur fáfræði ekkert við, heldur er ástæða þess að 80% þjóðarinnar eru á móti samningnum sú að fólk vill ekki borga eitthvað sem það á ekki sök á, hvort sem það eru 20.887 evrur eða eitthvað annað.
Því miður er málið bara ekki svo einfalt. Íslenska ríkið hafði eftirlitsskyldu með Landsbankanum í London og brást í því hlutverki sínu. Hefði þetta verið breskur banki á Íslandi þætti okkur væntanlega öllum sjálfsagt að breska ríkið dekkaði reikningana. Á hvern hátt er þetta öðruvísi?
Sverrir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:08
Fyrirgefðu Sverrir að ég hafi talað um fáfræði en orðalagið þitt "þeir sem kvaka hæst" pirraði mig. Icesave samningurinn hefur verið það lengi í umræðunni að mér fannst þetta vera sett í ósanngjarnt samhengi.
„Tryggingarsjóður innstæðueigenda ábyrgist kröfur innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London á hendur Landsbankanum, samkvæmt lögum nr. 98/1999 sem innleiddu tilskipun 94/19/EB. Trygging þessi tekur til allt að 20.887 evra fyrir hvern innstæðueiganda hjá Landsbankanum í London“
Er eitthvað sem flestir geta verið sammála um.
En svo koma öll þessi ef, s.s. ef bankarnir gerast brotlegir...., hvað efBretar hefðu ekki beitt hryðjuverkalögum. Hefðu 15 ár ESS reglur gert ráð fyrir víðtækri ríkisábyrgð efESB ríki beitti ESS ríki hryðjuverkalögum osf..
Sem dæmi; ef ég keyrði á þig og ylli þér tjóni þar sem mér hefði borið að virða stöðvunarskyldu væri ég í órétti, ef ég væri með ógilda tryggingu félli tjónið á mig. Ef þú hins vega tækir þann pólinn í hæðina að keyra á mig á slysstað og gjöreyðieggja bílinn minn til að tryggja að ég kæmist ekki af vettvangi auk sem þú stórykir þitt tjón þá væri málið orðið flóknara. Ef ekki bara eitthvað sem þyrfti að skera úr fyrir dómstólum.
Magnús Sigurðsson, 9.8.2009 kl. 13:47
Sverrir Þetta er gjaldþrot einkabanka. Ekkert meira og minna. Gjaldþrotalög ná yfir slíkt eins og lagasæerfræoðir hafa bent á. Túlkun þín á lögunum stangast algerlega á við túlkun tuga innlendar og erlendra slíkra, jafvel sumra ráðnum af stjórnvöldum og þá niðurstöðum þeirra jafnvel stungið undir stól (klárt landráð samkvæmt lögum) vegna þess að þær hentuðu ekki þessum háu herrum.
Hún er óumdeilanleg 20.887 evru greiðsluskuldin og ekki hef ég séð neinn segja að við viljum ekki gangast við henni, nema spunalygaveitu stjórnvalda og einhverra 4% landsmanna sem hefur fallið fyrir hræðsluáróðrinum.
Það er fyrst og fremst gölluð EES bankalög sem gerðu það valdandi að svo fór sem fór, fyrir utan glæpsamlega hegðun bankamanna. (Svona til að detta ofan í Samspillingar 1 & 2 VG Steingríms hverjum um er að kenna, þá er rétt að geta að það er Samfylkingin með Jón Baldvin sem sviku okkur í þann félagsskap).
Vissulega spilar nokkura manna óhæf eftirlitssveit FME stóra rullu og þáttur ráðuneytis bankamála með Björgvin G og hans forvera þar mikinn þátt, sem afsakar ekki að það gerðu þær eftirlitsstofnanir sem Bretar og Hollendingar gera út líka. Þær efuðust stórlega um ágæti bankanna og FME enda augljóst að verkefnið var henni ofviða. Lagafróðir vilja meina að þeirra eftirlitsstofnanir hafi einnig brugðist og beri lagalega ábyrgð.
Bretar og Hollendingar með meint "alþjóðasamfélgaið" segir að við eigum að bera ábyrgð á því klúðrinu ein, vegna smæðar okkar og vanmáttar að getað svarað fyrir okkur. Fyrir því vill heigullinn Steingrímur og félagar beygja sig og bugta það skilyrðislaust. Hann segir að enginn er annars bróðir í leik. Þar fer hann með rangt má sem ævilega. Færeyingar hafa sýnt að það eru til bræður í leik.
Það er athyglisvert að setja málið í samhengi við ef að færeyskur einkabanki hefði opnað bankaútibú hér, sem hefði síðan farið á hausinn, og við viljað ráðast á þá vegna hugsanlegs regluverks okkar sem brást. Upphæðin sem þeir skulduðu að okkar mati samsvaraði rúmum 1.5 miljarði. Segi og skrifa,rúmann einn og hálfan miljarð" sem er hlutfallslega það sem IceSave skuldin hljóðar uppá, og við myndum siga alþjóðasamfélaginu á þá. Við neituðum að leysa málið fyrir dómi, en settum á þá einhver hryðjuverkalög og viðskiptaþvinganir. Það hlýtur hver vitiborin manneskja að sjá að þetta IceSave mál stenst ekki neina skoðun eins og það er lagt fyrir þjóðina og hefur eitthvað allt annað bakland að verja. Einhver saga hefur ekki ennþá verið sögð af Steingrími sögumanni.
Hef lengi vonað að Steingrímur og hinir misskildu snillingarnir lumi á einhverri baktjaldalausn. Við tökum opinberlega á okkur skellinn, og í staðinn flytur "alþjóðsambandið" gámaskip fullt af órekjanlegu evrum. Slíkt er ruglið í ráðherranum og IceSavesamningshryllingnum "glæsilega" að hann getur ekki verið marktækur nema grínhandrit. Er ekki viss um að þeir eru þessi misskildu snillingar sem þeir vilja vera að láta, og samningur ekki heldur það meinta "glæsilega" meistaverk.
Það verður aldrei friður í landinu, og má ekki verða, fyrr en dómsstólar hafa fjallað um og dæmt í deilunni. Allt annað er óásættanlegt. Réttur um 80% þjóðarinnar verður ALDREI rændur af minni en 20% hennar. Slíkt getur ekki endað nema á einn veg og þá ekki í tómri hamingju.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 14:05
"Hún er óumdeilanleg 20.887 evru greiðsluskuldin og ekki hef ég séð neinn segja að við viljum ekki gangast við henni, nema spunalygaveitu stjórnvalda og einhverra 4% landsmanna sem hefur fallið fyrir hræðsluáróðrinum."
Um hvað er þá deilt, það stendur skýrt í samningnum að innistæðutryggingasjóður eigi að endurgreiða breska ríkinu 16.873 pund (jafngildi 20.887 evra) á hvern reikning. Ekki krónu til viðbótar nema umsýslukostnaðinn.
Hryðjuverkalögin voru vissulega óheppileg og höfðu slæm áhrif en það er mál sem þarf að leysa annars staðar.
Landsbankinn var vissulega banki í einkaeigu en ríkinu ber engu að síður að hafa eftirlit með starfsemi hans og ríkinu ber einnig að sjá til þess að innistæðutryggingasjóður geti uppfyllt skuldbindingar sínar. Það brást og því er þessi samningur nauðsynlegur.
Sverrir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:40
Þér er fyrirgefið Magnús, það er rétt að lengi hefur verið rætt um samninginn en stærstur hluti umræðunnar er enn á sandkassastiginu. Tal um föðurlandssvik o.fl. í þeim dúr, nokkuð sem ekki sæmir fullorðnu fólki.
Innistæðutryggingin er einmitt til þess að eyða þessum ef-um, svo sem hvað ef bankinn gerist brotlegur. Þá á innistæðan að vera tryggð.
Sverrir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:45
Ertu viss um að þú sért ekki að bryðja sand Sverrir?
Magnús Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 17:21
Handviss!
Sverrir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:34
Handviss!
Guðmundur Sverrir Þór, 10.8.2009 kl. 17:46
Gott Sverrir að þú ert handviss, ég kannast nefnilega ekki við að hafa komið inn á "föðurlandssvik o.fl. í þeim dúr" hélt kannski að þú hefðir grafið það upp í sandkassanum.
Magnús Sigurðsson, 11.8.2009 kl. 08:06
Sennilega er landráðshugleiðingar ekki svo langt frá sannleikanum þegar allt kemur til alls.
Það var ekki lagaógleggri maður en fyrrrum forseti Hæstaréttar, Magnús Thoroddsen sem sagði í viðtali, að IceSave samningurinn væri öruggulega hænufet frá að teljast landráð.
Síðan hafa amk. 2 ráðherrar verið uppvísir að fela erlendar skýrslur sem hentuðu ekki málstaði 4% heitrúaðra IceSave vina,(gleyma, týna???) sem sýndu fram á rétt okkar, sem er, ef á þá sannast, brot á hegningarlögum sem varðar landráð.
Núna fullyrða breskir embættismenn að Steingrímur J. hafi sagst getað ábyrgst að IceSave samningurinn yrði samþykktur á þingi, án þess að hafa til þess umboð þingmanna eða hvað þá um 80% þjóðarinnar, sem hafnar honum alfarið. Ef að sök sannast þá varðar brotið við hegningarlagabrot sem fjalla um landráð.
Við þetta er að bæta að þingmönnum er skilt samkvæmt stjórnarskrá að fara eftir sannfæringu sinni, og greiða atkvæði samkvæmt því. Forsætisráðherra og þingflokksformaður Samfylkingarinnar var ítrekað staðinn að því að hrauna yfir stjórnarþingmenn sem ekki ætluðu að vera samstíga henni og hinum varðandi ESB umsóknina og svínbeygja þau til hlýðnis sem gekk eftir og virtist henni og fleirum vera sjálfsagt mál að brjóta stjórnarskrárlög.
Sama er núna í gangi gagnvart enn fleirum þingmanna hvað varðar IceSave.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:31
Magnús, ég sagði þig aldrei hafa talað um föðurlandssvik. Ég sagði eingöngu að slíkt tal væri á sandkassastiginu, engum finnst þessi staða vera ásættanleg en við verðum að standa við okkar skuldbindingar.
Lagaglöggir menn eru svo sannarlega ekki á einu máli um þetta mál, frekar en nokkuð annað ef út í það er farið. Tek sem dæmi grein Hróbjarts Jónatanssonar í Mogganum í gær.
Guðmundur Sverrir Þór, 12.8.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.