96.000.000.000,- krónu gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar

"Sjálfsfórn gerir okkur fært að fórna öðru fólki án þess að roðna." (George Bernard Shaw)

Þetta litla brot úr fréttinni vekur upp spurningar:

"Í bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur gerir Björgólfur Guðmundsson grein fyrir því að frá ársbyrjun 2008 hafa persónulegar ábyrgðir og skuldbindingar hans u.þ.b. tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar og nema því nú alls um 96 milljörðum króna."

  • Nákvæmlega hvaða ábyrgðir voru yfirteknar? Eitthvað tengt ICESAVE, Landsbankanum og Straumi?
  • Fórnaði Björgólfur eigin nafni til að taka skellinn og bjargar hann þannig fjölskyldu sinni og eignum þeirra?
  • Er tæknilega mögulegt að skuldfæra slíkar gífurlegar upphæðir yfir á eina kennitölu, til þess að redda hinum sem eru í kring? Er það siðferðilega réttlætanlegt? Er það löglegt?
  • Ef það er svona auðvelt að yfirfæra ábyrgðir, væri löglegt að yfirfæra allt ICESAVE batteríið yfir á einn sjálfboðaliða sem síðan fórnar sér fyrir almannaheill? Gæti verið ódýr lausn, þó óheiðarleg sé, og því get ég engan veginn mælt með henni sjálfur.

Ég vil ekki dæma Björgólf og fjölskyldu hans, enda ekki á mínu færi eða smekk að gerast dómstóll götunnar, en ekki finnst mér lyktin góð.


mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei kæri Hrannar, það er helst að það sé mikil nálykt af þessum manni 

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Ómar Ingi

Rétt lyktar illa

Ómar Ingi, 31.7.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Skiptastjóri kemur til með að kanna alla fresti og hvort tilefni sé að rifta gjörningum það er hans hlutverk.

Spurningin er hvort gjaldþrotabeiðnin hafi verið dreginn til að vinna tíma. En það er hlálegt að verið sé að ganga í ábyrgðir við þessar ástæður.

Ef þessi aðferðarfræði sem lýst er í færslunni gengur upp í svokallaða Björgólfsgjaldþroti er hún leiðsögn um að fara eins að í Icesavemálinu.

Fá einn einstakling til að taka að sér ábyrgðina í staðin fyrir ríkið. Sá hinn sami myndi svo ganga á milli ríkismötuneyta og matast þar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.7.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður spennandi að sjá hvernig þessir 96.000.000.000 eru tilkomnir.  Ég hef trú á því að hann hafi tekið á sig ýmisskonar skuldir annarra, kannski gegn vægri borgun???? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband