Hvað er forsjárhyggja?

Þessi orð Steingríms J. Sigfússonar vekja ákveðinn óhug: “Við erum sem mamman og pabbinn,” enda verður forsjárhyggja til þegar stjórnmálamenn líta á sig sem foreldra yfir þjóðinni. 

Forsjárhyggja er þegar pólitísk stjórnvöld haga sér gagnvart þegnum sínum eins og strangir foreldrar gagnvart börnum. Sumum foreldrum tekst vel til, öðrum illa. Stjórnvöldum hefur aldrei tekist vel til með forsjárhyggju að leiðarljósi til lengri tíma litið. Stjórnvöldin ákveða fyrir þegna sína hvað er siðferðilega rétt og rangt í hverju tilfelli, og tekur sér þannig völd svipuð rannsóknardómara kirkjunnar á miðöldum.

Þegar stjórnvöld hafa tekið sér siðferðileg völd geta þau tekið upp á að setja haftir gegn hlutum sem eru siðferðilega vafasamir. Þau hafa þegar ákveðið að setja haftir gegn sykri, flengingum foreldra á börnum sínum og andlegum refsingum gagnart börnum, en það gæti einfaldlega verið fyrsta skrefið í stærra stríði gegn óvinum mannkyns, eins og áfengi, tóbaki, nikótíntyggjói, klámi, netnotkun, bloggi, jafnvel hveiti og hverju því sem gæti hugsanlega þótt óhollt eða siðferðilega vafasamt.

Sagan segir okkur að slíkar haftir hafa yfirleitt þveröfug áhrif og skapa undirmenningu sem verður einfaldlega mun meira spennandi en yfirborðsmenningin, sérstaklega fyrir börn og unglinga, sem venjast á það að gera hluti sem þau mega ekki gera, en læra að finna leiðir til að komast upp með það án þess að eftir þeim verði tekið.

Forsjárhyggja snýst um að banna það sem er talið óhollt eða illt, og gefa þegnum þannig skýr skilaboð um hvað má og hvað má ekki. 

Öfgafull forsjárhyggja er jafn slæm og öfgafull frelsishyggja. Það er erfitt fyrir stjórnvöld að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli. Þess vegna verður að treysta á að einstaklingar hafi nógu mikla heilbrigða skynsemi til að taka slíkar ákvarðanir sjálfir, en slíka skynsemi er hægt að rækta með góðri menntun.

 

Myndin er fengin úr Silfri Egils, en Egill Helgason er lunkinn við að benda á stórar hugmyndir í fáum orðum, eins og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Niðurbrotin þjóð, sem hefur eitt rúmlega hálfu ári í að skrækja á sjálfa sig, er frjór jarðvegur fyrir stjórnmálamenn sem telja sig geta sýnt lýðnum föðurlega umhyggju, tugtað til þá sem þeim líkar ekki og klappað hinum góðlátlega á kollinn.

Við erum mannskepnan. Við erum dæmd til að endurtaka mistök okkar. Aftur. Og aftur. Og aftur.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:42

2 identicon

Myndir er algjör snilld.....Sammála. En það er ljóst að forsjárhyggja vinstri stjórnar á rætur að rekja í Guðlausan kommúnismann: En hvað er heilbrigð skynsemi einstaklingsins? Hver er fær að dæma um það? Heilög Ritning vitnar " að sérhver ritning er innblásin af Guði og er nytsöm til fræðslu, umvöndunnar, leiðréttingar og menntunnar í réttlæti " Orð Guðs verður að vera hornsteinn siðferðis og réttlætis í þjóðfélaginu.  

Óskar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kolbeinn: Það sem við lærum einmitt af sögunni er að hún er dæmd til að endurtaka sig.

Óskar: Hvaða Guð viltu taka til fyrirmyndar: Jehóva, Allah, Búddah, Krist, Óðinn?

Hrannar Baldursson, 20.5.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þetta er hlægilegasta færslan sem ég hef lesið í dag.

En hún byrjar á útúrsnúningum orða Steingríms í blaði sem voru sögð í samhengi gagnvart ríkisstjórninni það er að SJS og JS hafa verið á þingi í um 60 ár og eru því mamman og pabbinn í þessu ríkistjórnarsambandi. En nei auðvitað má alls ekki segja neitt í léttu bragði því þau orð verða snúin í hring, FORSJÁRHYGGJA, REFSINGAR og afhverju ekki koma "Guðlausum kommunistum" þar við?

Allar ákvarðanir ríkistjórna geta verið flokkaðar sem forsjárhyggja. Einkavæðing bankanna var forræðisleg ákvörðun: við höfum ákveðið að þú (þegn landsins) gefir bankana til vina okkar. Orku fyrirtækin sem eru í eigu ríkisins; við viljum ekki að þú vitir orkuverð til álfyrirtækja. Icesave er annað gott dæmi: þú ert settur í ábyrgð fyrir innlánsreikningum einkarekinna bankafyrirtækja. Og svo framvegis.

Ég skora á þig Hrannar að einbeita þér að einstökum málefnum. Ef sykurskatturinn fer í taugarnar á þér og tannheilsa barna geti verið leyst með farsælli hætti, eða að ríkshallinn uppá þetta 150 milljarða geti verið leystur með öðru en einhverskonar skattahækknunum komdu þá með það. Því fátt getur verið meira ósanngjarnt en að horfa á S, B, og D lista setja okkur á hausinn en væla síðan yfir VG þegar ótrúlega hógværar skattahækkanir eru bornar fram. Hvað þá á einhverjum heimspekilegum forsendum þar sem staðhæfingum er slengt fram án raka.

Og Óskar það gæti ekki verið óheppilegra en að gagnrýna forsjárhyggju með trúarlegum rökum. Því fátt hefur verið notað jafn mikið, jafn illilega og jafn forræðislega gegn mannkyninu og trúarbrögð.

Andrés Kristjánsson, 20.5.2009 kl. 12:55

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gaman að þér skuli skemmt Andrés.

Hrannar Baldursson, 20.5.2009 kl. 18:04

6 Smámynd: Ómar Ingi

Góð færsla sem fer í taugarnar á Kommunum.

Ómar Ingi, 20.5.2009 kl. 20:06

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar:

Hrannar Baldursson, 20.5.2009 kl. 20:11

8 identicon

Ég verd ad vera sammála Andrési:  Slöpp faersla og hreinlega vafasöm.  Fáránleg rök Óskars.

Audvitad á ad tryggja rétt barna.  Ekkert barnaofbeldi er réttlaetanlegt.  Ad geta ímyndad sér ad foreldrar eigi ad hafa vald til thess ad geta beitt börn sín ofbeldi er HREINN OG KLÁR VIDBJÓDUR.  Ad segja ad lög gegn slíkum vidbjódi virki öfugt en thau eigi ad gera er hálfvitaskapur á háu stigi.

Hvernig aetli sé ad vera kudungur? (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:18

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, hvernig ætli sé að vera kuðungur, Kuðungur?

Hrannar Baldursson, 20.5.2009 kl. 21:25

10 Smámynd: Ferningur

"Öfgafull forsjárhyggja er jafn slæm og öfgafull frelsishyggja. Það er erfitt fyrir stjórnvöld að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli. Þess vegna verður að treysta á að einstaklingar hafi nógu mikla heilbrigða skynsemi til að taka slíkar ákvarðanir sjálfir,"

Og þú veist þá að "öfgafull frelsishyggja" gengur einmitt út á ða treysta á skynsemi einstaklingsins til að taka ákvarðanir. Þannig að þú ert farinn að mæla með og á móti sama hlutnum í sömu efnisgrein. Fast.

Og svo ég svari nú komandi ómálefnalega svari þínu þá held ég að það sé æðislegt að vera ferningur. 

Ferningur, 20.5.2009 kl. 23:09

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtileg færsla og skrítnar athugasemdir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.5.2009 kl. 01:23

12 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Jóna: Var ekki færslan skrítin???? en svörin í samræmi við færsluna?

Því ég hló að færslunni. Hvernig skildir þú hana?

Andrés Kristjánsson, 21.5.2009 kl. 01:57

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ferningur: Hvernig er hægt að vera málefnalegur við athugasemd Kuðungs? Ég sé ekki sömu mótsögn og þú í orðum mínum. Áhugavert hvernig þú skilgreinir öfgafulla frelsishyggju, en ég er ekki alveg sammála henni. Ég held einmitt að mjög gott sé að treysta á skynsemi einstaklingsins til að taka ákvarðanir í ýmsum málum, en ekki öllum. Öfgafull frelsishyggja leyfir bókstaflega allt og bannar ekkert, eða tekur reglur sem viðmið sem má skauta framhjá frekar en viðmiðum til að fylgja eftir.

Frjálshyggja í viðskiptum er ekki það sama og frjálshyggja í siðferði, eða frjálshyggja í stjórnmálum. En mér sýnist að verið sé að bræða þetta allt saman sem eitt. En þannig eru víst hyggjurnar, þær sjá yfirleitt ekki út fyrir ferninginn.

Jóna Kolbrún:

Andrés:

Hrannar Baldursson, 21.5.2009 kl. 06:16

14 Smámynd: Skafti Elíasson

Don ég held að orðið refsing hafi ekki átt við í þessum pistli en þetta með forsjárhyggjuna er hinsvegar alveg rétt.  Þetta er spurning um hvort skattlagning sykurs sé gerð út frá þjóhagslegri hagkvæmni eða hvor hún sé gerð vegna þess að við eigum ekki að borða svona mikinn sykur að mati ríkistjórnarinnar.  Ég held að flest allir geti verið sammála um það að öfgar stjórna í hvora áttina sem það er eru slæmar og það er alveg sama í hvaða samhengi þú skoðar það.  Annars fínn pistill.

Skafti Elíasson, 22.5.2009 kl. 08:40

15 identicon

Hef bent á þetta með forsjárhyggjuna á nokkrum síðum fyrir kosningar, meðal annars hjá þér Hrannar minn.  Þetta er svona "I told you so!" syndrome hjá mér núna.  :-)

 Hvað varðar Guð annars, þá vil ég taka orð snillingsins Dave Allen mér í munn.  "May YOUR God go with you".

Lifið heil, frjáls í sál og líkama án forsjárhyggju.

Matti (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband