Noregur sigrar daginn fyrir þjóðhátíð Norðmanna - frammistaða Íslands glæsileg

 

Þar sem ég og mín fjölskylda höfum flutt til Noregs verð ég að segja að ánægðari gæti ég ekki verið með úrslit Eurovision. 

Reyndar spannst skemmtileg samræða hérna á heimilinu um hvort að Evrópa þyrfti meira á ævintýrum eða sannleikanum að halda. Íslendingar kalla á sannleikann, en Norðmenn á ævintýri. Reyndar er saga Alexanders, unga mannsins með fiðluna, með ólíkindum. Hann og foreldrar hans komu sem flóttamenn frá Hvíta-Rússlandi, og nú snýr hann til átakasvæðisins, Rússlands og leggur Evrópu að fótum sér. Ævintýri líkast!

Sérstaklega fannst mér unaðslegt þegar við fengum 12 stig frá Norðmönnum á síðasta augnabliki og hoppuðum þannig í 2. sætið sem við höfðum dvalið við lengi. Ég hafði sagt við börn mín: "Sjáið til, við fáum 12 stig frá Norðmönnum á síðasta augnabliki sem mun redda okkur í annað sætið." Og það varð veruleikinn.

Ég hef aldrei áður nennt að fylgjast með þessari keppni í heild, en gerði það í dag með öðru auganu á meðan ég las og skrifaði um gagnrýna hugsun, og hafði gaman af.

Til hamingju Noregur og Ísland!

Á morgun er þjóðhátíðardagur Norðmanna og þreföld gleði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Noregur og Ísland!

Kolla (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Ómar Ingi

Jú Jú en hverjum er ekki sama , ég meina það hefði verið skelfilegt að vinna þetta.

Ómar Ingi, 16.5.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

2010 verður keppnin í oslo og.. á 17 mai ;)

Óskar Þorkelsson, 17.5.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei það er rétt Eyjólfur, en mér finnst ólíklegt annað en að nojarar noti tækifærið til að auglýsa óperuhúsið sitt sem kostar á við kárahnjúkavirkjun.. og okkar tónlistarhús er á stærð við kamrana í því norska..

Svo eiga þeir Grieg hallen í Bergen td.. 

Óskar Þorkelsson, 17.5.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt að það hefði verið skelfilegt að vinna þetta miðað við hversu dýrt er að halda keppnina, en afar líklegt að þetta verði í hinu glæsilega óperuhúsi í Osló.

Hrannar Baldursson, 17.5.2009 kl. 15:34

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Jóhanna Guðrún var þjóðinni til sóma en ég óska Alexander auðvitað innilega til hamingju með sigurinn og samgleðst Norðmönnum líka.

Nú hlýtur að vera gaman að búa í Noregi, Hrannar minn

Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 01:05

7 identicon

Eftir ad hafa séd "tape" med Jóhönnu sem sýnt var snemma morguns 26. apríl (kosninganótt)  á vef ríkissjónvarpsins skrifadi ég í athugasemdir hérna í blogginu og undradist yfir thví af hverju allir vaeru ekki ad tala um Jóhönnu og söng hennar.  Ég sá strax ad um vaeri ad raeda algera snilld.  Söngur hennar í thessu lagi er thad besta sem ég hef heyrt á minni aevi.  Thad eru MARGIR sammála mér.  Hérna er brot af thví sem fólk hefur skrifad á YOUTUBE:

This is absolutely amazing.
I'm speechless,
She's like a princess i mean it's like she's not from this world, what a beautiful voice, beautiful song and what a beautiful singer she's like an angel, what a beautiful eyes. this should have definitly won the eurovision I don't know why it didn't, but she's brilliant I love her :)
Of course I voted for her.
what an outstanding performance, she's the true winner.
I can't stop listening this song!!! It is true!
All best from Latvia.
Most beautiful girl what I have seen in my life. And her voice - like a dream. I felt and still feel how sound go through all my body (also through my heart) and I like it very much.
I'm 19, so she is perfect for me.
I hope I will meet her somewhere in future.
This should have won! Great song, and .....AWESOME singer! I hope we hear more of Yohanna and the Icelanders don't keep her to themselves. UK's Jade is jaded and tired by comparison
what a beautiful and talented girl..very nice appearance Yohanna! u reprented iceland with the best way u could! congragulations!! keep this humble profil and u will always be a winner!
omg its soooooo beautiful....... its so perfect. and she is soooo perfect. its like shes not from this earth. i mean look at her face. it shows such peace.
OSLO SPEKTRUM.  Thar var keppnin haldin 1996 eftir sigur nordmanna í keppninni 1995
Hérna er byggingin:

Rafhlada á botni súpuskálar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:39

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er að komast botn í þetta eurovisionmál.. 

telenor arena er málið. innanhúsknattspyrnuvöllur með öllu, splunkunýr og flottur. Hann stendur niðri á Fornebu svo það er stutt fyrir Hrannar að skreppa þangað :)

http://oslopuls.aftenposten.no/multimedia/archive/00060/Stab_ks_Telenor_Aren_60220d.jpg 

http://www.fotballexpo.no/filarkiv/Image/Diverse/telenor_arena_paa_avstand.gif

Óskar Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 10:20

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fimm mínútu göngutúr fyrir mig í Telenor arena...

Hrannar Baldursson, 19.5.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband