Undirbúningur fyrir skemmtilegt kvöld: "Er það satt?" Íslensk þýðing á Evróvisjónlaginu "Is it True?"

?m=02&d=20090504&t=2&i=9961637&w=450&r=2009-05-04T092349Z_01_MOS05_RTRIDSP_0_RUSSIA-EUROVISION

Ef það er eitthvað sem mér finnst asnalegt við Evróvisjón, þá er það þegar þjóðir geta ekki sungið á eigin tungumáli. Íslenska er tungumál íslensku þjóðarinnar, þannig að ég ákvað að ísa ensku útgáfuna til að stuðningsmenn geta sungið með á tungumálinu sem móðurjörð og margra alda einangrun hefur gefið okkur. Samt skil ég vel að við skulum syngja á ensku. Annars myndi enginn skilja neitt af því sem við erum að söngla.

Góða skemmtun í kvöld. Horfi á þetta með börnunum og sendi Íslandi atkvæði mitt. Einn af kostunum við að vera erlendis. 

Þessu henti ég saman á meðan ég sullaði í hóstasafti um kvöldið, eins og minn trúi og dyggi vinur Sancho myndi segja:

Is It True?

Er það satt?

You say you really know me
You’re not afraid to show me
What is in your eyes
So tell me ’bout the rumors
Are they only rumors?
Are they only lies?

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way?

If you really knew me
You couldn’t do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There’s no use in trying
No need to pretend

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it real? Did I dream it?
Will I wake from this pain?
Is it true?
Is it over?
Baby, did I throw it away?

Ooh… is it true

Þú segist hug minn skilja
og vilt af fullum vilja
deila þinni sál
Segðu mér um slúðrið
Er það bara slúður?
Er það logið mál?

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Ef þú skildir hug minn
Eins og ég elska hug þinn
værir þú vinur minn
Ef annað okkar lýgur
traust úr æðum sýgur
engan vin ég finn

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt? Var það draumur?
Mun ég vakna frá sorg?
Er það satt?
Er það búið?
Ástin, fór það allt fyrir borð?

Ó... er það satt?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú sagðist þekkja bisness
þú hafðir allt víst til þess
í vinstri hönd
þurftir ekki að ljúga
þó værir að fljúga
um öll heimsins lönd

Raknar svo úr rotinu
rúinn inn að skinni

Má það vera?
er það hrunið?
fór það allt fjandans til?
Lugu þeir
Jón Ásgeir?
Getur þú ekki gert nein skil?

Eltir þú Sigg' og Óla
Með auðinn á Tortóla?
Grófst' það niðr'á strönd?
Geturðu hætt að blekkja
Alla sem þig þekkja?
Viltu far'í bönd?

Raknar svo úr rotinu
rúinn inn að skinni

Má það vera?
er það hrunið?
fór það allt fjandans til?
Lugu þeir
Jón Ásgeir?
Getur þú ekki gert nein skil?

Má það vera?
er það hrunið?
fór það allt fjandans til?
Lugu þeir
Jón Ásgeir?
Getur þú ekki gert nein skil?

Handjárnin - veruleikinn
Viltu sofna aftur?
Má það vera?
er það hrunið?
fór það allt fjandans til?

(Lag: Is it true? - Ég sem ekki svona texta ;-))

Haukur Nikulásson, 16.5.2009 kl. 20:38

2 identicon

Allt í lagi og skítt með það. En hversu vitlaust er að segja Evróvisjón? Er það málfar sem hæfir Íslendingum?

Fyrst skulum við kalla þetta Eurovision og athuga svo með góða þýðingu en ekki nota Evróvisjón, sem er auðvitað orðskrípi og á ekkert skylt við þýðingu á orðinu Eurovision.

Valdimar (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband