Er tapið sem skuldarar taka á sig til að verja innistæður eigenda mannréttindabrot?
9.5.2009 | 22:42
Úrræði Ríkisins virðast því miður vera skammtímaúrræði, fyrir langtímavandamál.
Svona eins og að fá sér í glas til að verða glaður, frekar en að gleðjast án áhrifa vímuefna.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn virðist vera að gera Ríkinu það sama og Ríkið gerir þegnunum.
Þegar lengt er í hengingarólinni höldum við nefnilega að við getum með smá heppni lent á jörðinni, en áttum okkur ekki á því að þegar hleranum verður kippt undan okkur, þá munum við ekki kafna smá saman, heldur mun hálsinn brotna.
Ég skil vel ef Ríkið sér þetta ekki. Þetta er ekki augljóst fyrir starfsfólk sem vinnur á grundvelli hámarks fjögurra ára í senn. Ábyrgðin nær ekki út fyrir kjörtímabil. Þess vegna finnur Ríkið ekki hversu óþægilegt ástandið er. Starfsmenn þess telja sig nefnilega geta losnað þegar þeim dettur það í hug.
Þegnar Ríkisins geta hins vegar ekki losnað hvenær sem er. Kjörtímabilið er lífið sjálft og nær hugsanlega yfir líf barna þeirra. Þeim finnst þjarmað að sér þegar í ljós kemur að aldrei muni takast að greiða fyrir húsnæði sem það taldi sig eiga mikið í fyrir aðeins tæpu ári síðan. Fólk skuldbindur sig nefnilega ekki að gamni sínu. Það vill klára að borga sínar skuldir og er ekki sátt við ef 20 milljónirnar sem átti að borga verða 30 milljónir, 40 eða meira.
Hugsanlega á nafni minn erfitt með að setja sig í spor skuldara, einfaldlega vegna þess að hann sjálfur er ekki í slíkum sporum? Hverjir af þeim sem voru kosnir í þessum síðustu Alþingiskosningum eru annars í þeirri stöðu að heimili þeirra séu í hættu vegna kreppunnar? Og hvernig var það annars með styrkjamálin? Hvernig geta þeir sem taka greiðslur frá fyrirtækjum til að borga sínar skuldir sett sig í spor einstaklinga sem sjá sig sem fórnarlömb þeirra fyrirtækja sem styrktu stjórnmálamennina sjálfa?
Það er ekki sanngjarnt að skuldarar eigi að bjarga kerfinu og að þeir skuli blóðmjólkaðir, og að þeim skuli haldið góðum með úrræðum sem með smá umhugsun sést að eru óhugsandi fyrir manneskju sem vill lifa sómasamlegu lífi og búa að velferð fyrir framtíð eigin barna.
- Er það skylda Ríkisins og þjóðarinnar allrar að verja þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi tryggt þak yfir höfuðið, að allir hafi í sig og á?
- Verður þjóðin að standa saman í lífinu sjálfu? Ekki bara á íþróttaviðburðum?
- Er bilið á milli ríkra og fátækra kannski orðið það mikið að íslenska þjóðin hefur skipst upp í andstæðar fylkingar?
- Getur það verið að Íslendingum sé orðið sama um náunga sinn?
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt Hrannar.
Þórður Björn Sigurðsson, 9.5.2009 kl. 22:57
Ég ásamt fleirum get enn greitt af lánunum en er hættur að sjá tilganginn í því. Er ekki þannig með flieri ?
Neytandi (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:09
Orð í tíma töluð :)
Ingibjörg G Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:24
Svar:
http://video.google.com/videoplay?docid=-515319560256183936
Ybbó Kross (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 00:20
Heyr, heyr Hrannar. Við getum alltaf farið út að mótmæla aftur sem betur fer. Vonandi tekur nýja stjórnin af skarið og gerir eitthvað raunhæft fyrir okkur sem skuldum verðtryggð lán.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 02:31
Væri upptaka eigna innistæðueigenda til að borga fyrir lán á eignum skuldara (sem þeir fá svo einir að halda) ekki mannréttindabrot?
Gilbert (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 02:34
Stjórnvöld eru allt of hrædd við alþjóðaglæpaskúnkana (AGS), þannig að það er alveg sama hvað þegnar landsins mótmæla og krefjast réttlætis. Það er bara sannleikurinn í málinu og það er alveg sama hverjir setjast að kjötkötlunum, þeir snúa allir rassinum að AGS og draga niður um sig brækurnar, án sleipiefnasköffunar og þjóðin fær svo að borga brúsann af læknismeðferðinni sem á að fylgja
Tómas Þráinsson, 10.5.2009 kl. 10:33
Góður
Ómar Ingi, 10.5.2009 kl. 15:30
Vel mælt hjá þér Hrannar eins og venjulega. Sammála þér að öllu leyti.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:21
Eins og Erna bendir á í athugasemdum hjá Marinó eru skuldarar hér á landi ekki að verja innistæður. Af hverju að endurtaka slíkar rangfærslur?
Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 12:09
Sjá m.a. hér.
Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 12:15
Matthías: Þú mátt rökstyðja þitt mál í athugasemdakerfinu eða afrita texta inn til að styðja þitt mál. Ég kíkti á tengilinn og athugasemdirnar sem þú bentir á en fann ekki staðfestingu á að þetta væri rangfærsla. Þegar stýrivextir eru hækkaðir gerist það að skuldarar þurfa að borga meira af verðtryggðum lánum og innistæðueigendur fá meira í vexti. Er þetta rangt?
Þórkatla: Takk.
Ómar Ingi: Sömuleiðis
Tómas: Hljómar eins og sársaukafull aðgerð.
Gilbert: Ég geri ráð fyrir því. Það er einmitt það sem gerir þessa stöðu svona erfiða. Einhver verður að tapa og þeir munu tapa mest sem geta minnst varið sig. Þannig er það bara.
Jóna: Búsáhaldabyltingin er búin. Verður það hjólkoppa og bílskúrsbylting næst?
Ybbó: Útskýring?
Ingibjörg: Takk
Neytandi: Mig grunar það.
Þórður: Takk
Hrannar Baldursson, 11.5.2009 kl. 12:26
Ég taldi að þú værir að tala um innistæðutryggingar eins og margir aðrir.
Ef þú ert bara að tala um vaxtaprósentu er það minn misskilningur.
Ég geri þó ráð fyrir að lítið yrði um sparnað á landinu ef hann myndi brenna upp í verðbóglu. A.m.k. myndi ég ekki leggja mitt sparifé í banka ef ég gæti ekki keypt jafn verðmætan hlut fyrir það að ári. Myndir þú gera það?
Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 13:48
Matthías: Við getum verið sammála um það. Þetta er hálfgerð pattstaða og enginn góður leikur í stöðunni.
Hrannar Baldursson, 11.5.2009 kl. 14:09
Sæll Hrannar, spurningar þínar í lok pistilsins eru svo stórar að það hefur tekið mig heila tvo daga að brjóta um þær heilann - og er enn að
Svör við spurningum 1 og 2 verða eflaust ekki aðskilin svörunum við 3 og 4 þar sem þú spyrð um bilið milli ríkra og fátækra og umhyggju fyrir náunganum.
Fyrst þarf auðvitað að skilgreina hverjir eru ríkir. Eru það:
a) þeir hófsömu sem gættu sín á því að skuldsetja sig ekki umfram efni? eða
b) þeir nýríku útrásarinnar sem hafa komið sínu úr seilingarfæri samneyslunnar?
Við getum strax afskrifað þá sem falla undir b), þeim gæti líklega ekki verið meira sama um skyldur og samstöðu.
En athugum aðeins afstöðu þeirra sem tilheyra a).
Ef þeir hófsömu - sem ekki létu blekkjast að lánsloforðum og létu sér nægja þau lífsgæði sem efni þeirra stóðu til - teljast til hinna ríku, þá getum við verið viss um að andstæðar fylkingar hafa myndast.
Því þeir hinir sömu verða ekki fúsir að taka þátt í að niðurgreiða neysluóhóf hinna. Þó er ofmælt að þeim sé sama um náunga sinn eða séu afhuga jöfnuði og réttlæti.
Vona að þér og þínum líði vel í Noregi - fjarri ESB
´
Kolbrún Hilmars, 11.5.2009 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.