Hverjir sigruðu í Alþingiskosningum 2009?
26.4.2009 | 12:29
Lýðræðið á sér von. Djúpa von. Kosningaþátttaka var 85,1% sem hlýtur að vera met. Þetta þýðir að flestir þeir flokkar sem fengu kosningu hafa náð til þjóðfélagsins.
Aftur á móti þykir mér undarlegt að þingmenn séu 63 fyrir jafn lítinn fólksfjölda. Það má fækka þingmönnum hlutfallslega og spara þannig í ríkisútgjöldum, en gallinn er að þeir einu sem gætu borið fram slíka tillögu eru þingmennirnir sjálfir og þeir tíma varla að skera úr eigin ranni? Slíkt krefst of mikils aga og siðferðisþreks til að slíkt geti orðið að veruleika, - eða hvað?
Ég ætla að túlka niðurstöðurnar án of mikillar dýptar um leið og ég óska nýjum þingmönnum til hamingju:
Framsóknarflokkurinn
Nýir þingmenn:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Gunnar Bragi Sveinsson
Guðmundur Steingrímsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Vigdís Hauksdóttir
Gamlir jálkar:
- Siv Friðleifsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Höskuldur Þór Þórhallsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
Framsókn fær níu þingmenn. Í þættinum stóðu þeir fyrir því að fá allt upp á borð og rannsaka upplýsingar um yfirvofandi kreppu af heiðarleika. Endurnýjun flokksins hefur tekist með ágætum og formaðurinn reynst traustur og klókur. Næsta skref er að óbreyttir framsóknarmenn fari að kalla hann pabba.
Sjálfstæðisflokkur
Bjarni Benediktsson, formaður
Nýir þingmenn:
Ásbjörn Óttarsson
Unnur Brá Konráðsdóttir
Tryggvi Þór Herbertsson
Gamlir jálkar:
- Illugi Gunnarsson
- Pétur H. Blöndal
- Guðlaugur Þór Þórðarson
- Ólöf Nordal
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ásbjörn Óttarsson
- Einar K. Guðfinnsson
- Kristján Þór Júlíusson
- Ragnheiður Elín Árnadóttir
- Árni Johnsen
- Jón Gunnarsson, uppbótarþingmaður
Sjálfstæðisflokkur fær 16 þingmenn, sem er að mínu mati mikill sigur fyrir flokkinn. Þeir eru næststærstir en þurfa að taka vel til heima hjá sér fyrir næstu kosningar. Þeir gætu þó alveg komist til valda út frá þessum kosningum, þó að það sé frekar fjarlægur möguleiki dag. Sjálfstæðisflokkurinn talaði mikið um framtíðina, en hefur samt ekki gert upp við fortíðina. Þegar þeir hafa byggt skúr úr sinni hrundu höll, verður aftur tekið mark á þeim. Mig grunar að það sé frekar stutt í það, enda ljóst að þessi stjórn mun verða frekar óvinsæl vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Ég held að D græði mest á þessu. Þeir héldu ballið og nú fara aðrir í að hreinsa upp eftir þá. Þegar hreingerningarfólkið verður loks uppgefið, mun bláa höndin grípa völdin á ný. Formaðurinn kemur vel út, á samt eftir að fínpússa sig með að losa sig við klisjufrasa eins og 'við Sjálfstæðismenn' og halda langar ræður um spurningar sem hægt er að svara með stuttum rökstuðningi. Spurning hvort að sjálfstæðismenn sæki ekki námskeið hjá Eið Smára um hvernig hægt er að halda virðingu sinni á varamannabekknum? Flokksmenn geta kallað formanninn bróður sinn.
Frjálslyndi flokkurinn
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslyndi flokkurinn kemst ekki á blað, enda hafa innri erjur stórskaðað þann flokk, og maður hefur enga tilfinningu fyrir samstöðu hans eða málefnum. Formaðurinn var samt ágætur en ég hafði á tilfinningunni að hann væri ekki að standa í þessu af sönnum áhuga. Hann var ekki með þennan ljóma sem segir: "Kjóstu mig, annars...". Flokksmenn geta kallað formanninn frænda sinn.
Borgarahreyfingin
Nýir þingmenn:
Þór Saari
Þráinn Bertelsson
Birgitta Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir, uppbótarþingmaður
Borgarahreyfingin fékk fjóra þingmenn, þrátt fyrir enga auglýsingaherferð, en góðan stuðningi frá bloggheim og þeim sem elska gagnrýna hugsun og hugmyndir þeirra um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Fjórar gagnrýnisraddir eru sjálfsagt öflugri en ein í 63 manna hóp. Þeir verða bara að muna að hreyfingin er ekki flokkur, en það verður erfitt og krefst mikils siðferðilegs þreks. Ljóst er að þeir munu fá uppbyggilega gagnrýni, að minnsta kosti frá mér, þar sem að ég kaus þá og mun gelta ansi hátt frá Noregi sjái ég merki um að fulltrúar flokksins ætli að slaka á kröfum sínum og festast í flokksforminu. Hreyfingin hefur engan formann, en þeir fulltrúar sem hafa tjáð sig fyrir hönd fólksins leggjast afar vel í mig. Flokksmenn geta ekki kallað formanninn eitt eða neitt, enda enginn formaður í flokknum.Lýðræðishreyfingin
Ástþór Magnússon, formaður
Lýðveldishreyfingin náði ekki einu sinni prósentustigi. Samt má ekki gleyma þeirri stórgóðu hugmynd Ástþórs um opið lýðræði, sem hann kom vel á framfæri - að gefa fólki færi á að kjósa rafrænt. Hugmyndin er góð og vert að rannsaka hana vandlega. Formaðurinn kom þó frekar illa fram og var beinlínis dónalegur þegar hann krafðist athygli, en það hefur sjálfsagt frekar en nokkuð annað dregið úr trúverðugleika flokksins. En það hlýtur að vera eitthvað spunnið í mann sem dulbýr sig sem jólasvein til að fá orðið á opnum borgarafundi. Flokksmenn geta kallað formanninn jólasvein.
Samfylkingin
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður
Nýir þingmenn:
Valgerður Bjarnadóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Oddný G. Harðardóttir
Róbert Marshall
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir, uppbótarþingmaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Skúli Helgason
Magnús Orri Schram
Gamlir jálkar (fyrir utan formann):
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir, uppbótarþingmaður
- Össur Skarphéðinsson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, uppbótarþingmaður
- Árni Páll Árnason
- Katrín Júlíusdóttir
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Guðbjartur Hannesson
- Kristján L. Möller
- Björgvin G. Sigurðsson
Einnig gætu VG, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndað stjórn saman gegn inngöngu í Evrópubandalagið, og framkvæmt einhverjar bakstungur og pretti til að gera slíkt að veruleika. Ég er nefnilega ekki viss um innihald 'ekki' fyrir Steingrím - því hann hefur sagt ekki-Evrópa og ekki-Sjálfstæðisflokkur. Hver veit hvoru ekki-nu verður breytt, eða hvort VG fari einfaldlega í stjórnarandstöðu gegn BOS.
Formaðurinn hefur komið afar vel út úr þessari baráttu, þó að mér sýnist ég hafa séð merki um að hún sé hætt að leyfa sér þá hreinskilni sem hún er þekkt fyrir. Samfylkingarfólk má kalla hana ömmu.
Vinstrihreyfingin grænt framboð
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Nýir þingmenn:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Björn Valur Gíslason
Svandís Svavarsdóttir
Lilja Mósesdóttir
Ásmundur Einar Daðason, uppbótarþingmaður
Gamlir jálkar (fyrir utan formann):
- Katrín Jakobsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
- Álfheiður Ingadóttir, uppbótarþingmaður
- Ögmundur Jónasson
- Jón Bjarnason
- Þuríður Backman
- Atli Gíslason
Það sem vekur mesta athygli er að enginn flokksmaður getur kallað formann sinn mömmu. Tími mömmu mun samt koma!
Uppgjör við fortíðina
Sameiningarkoss þeirra Geir Haarde og Ingibjargar Sólrúnar vakti mikla athygli árið 2007.Útlit fyrir eina sterkustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Allt komið í þrot. Brúnin hefur þyngst.
Árni Mathiesen
Davíð Oddsson og W.
Bless bless 2007
Þingmenn af 2007 kynslóðinni sem vildu komast að en þurfa að kveðja í dag. Sérstaka athygli vekur að Sigurður Kári dettur út, sjálfsagt hefur fólk tengt hann við áfengisfrumvarpið sem var á dagskrá daginn sem Alþingi kom úr jólafríi og allt var brjálað fyrir utan. Kolbrún Halldórsdóttir gerði þau mistök að standa fast við sína sannfæringu og upphaflegar forsendur flokks hennar með því að tala gegn olíuleit og vinnslu. Það eru breyttir tímar hjá VG, enda komnir í valdastöðu, en hún breyttist ekki með. Ég óska þeim öllum velfarnaðar á nýjum vettvangi:
Þau kveðja:
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ásta Möller
Sigurður Kári Kristjánsson
Kjartan Ólafsson
Kolbrún Halldórsdóttir
Guðjón A. Kristjánsson
Grétar Mar Jónsson
Karl Matthíasson
En... erfiðasta verkefni Íslandssögunnar stendur fyrir dyrum:
K R E P P A N
Líklegt er að vinsældarljóminn hverfi fljótt af þessu ágæta fólki sem þarf heldur betur að taka til hendinni og mun sjálfsagt uppskera tímabundnar óvinsældir fyrir, en ef þau skipuleggja sig, standa saman, og vinna vel af heilindum ættu þau að geta skilað þjóðinni í gegnum þetta erfiða verkefni.
Málþóf verður litið hornauga hér eftir. Það verður áhugavert að sjá hvort takist að koma inn gagnrýnni hugsun og alvöru umræðuhefð á Alþingi.
Hefur skynsemi og gagnrýnin hugsun sigrað í kosningunum?
Það á einfaldlega eftir að koma í ljós. Hvert einasta skref er mikilvægt þegar fetað er um hættulegt landsvæði - yfirvofandi kreppa er slíkt landsvæði. Þingmenn þurfa að vera samstíga í gagnrýnni hugsun - þeir þurfa að skilja hvað gagnrýnin hugsun er og hvað hún getur gert fyrir umræður - hætta ljótum ávana sem felst í stanslausum kappræðum og meðfylgjandi rökvillum.
Myndir eru af formönnum flokka og nýjum þingmönnum.
Athugasemdir
Hrannar, Bjarni Ben er ekki nýr þingmaður.
Marinó G. Njálsson, 26.4.2009 kl. 21:07
Takk fyrir ábendinguna, Marinó. Bjarni var einni línu of neðarlega.
Hrannar Baldursson, 26.4.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.