Ég bara verð að deila þessari mynd með ykkur

Á þessari spaugilegu mynd eru Bjarni Benediktsson og Jóhanna Sigurðardóttir að rífast yfir hausamótum Þórs Saari, í kosningasjónvarpinu frá því í gærkvöldi.

deilur.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég sá þetta, þetta er kallað virk hlustun í Borgarahrefyingunni. Ef þeir fara á þing, hverning verða þá umræðurnar í þigflokknum ef áherslumunur er hjá mönnum?

Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2009 kl. 14:21

3 identicon

Það var ekkert annað að gera en að setja bara í eyrun,þvílíkt var mjálmið þarna á milli Bjarna og Jóhönnu: Bjarni minnti á stungin grís,það ískraði í honum.

Númi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:25

4 identicon

Hahhahahahahahaha !!

Anna Brynja Baldursdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Hrannar, þetta er hreint óborganleg mynd :)

Það ætti að stækka hana, ramma inn og hengja upp fyrir aftan borð forseta Alþingis, þingmönnum til áminningar.

Kolbrún Hilmars, 25.4.2009 kl. 14:41

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Frábær mynd en sýnir því miður lítinn þroska fulltrúa Borgarahreyfingarinnar og virðingarleysi hans fyrir skoðunum annarra. Maðurinn gerði sig að algjöru fífli þarna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.4.2009 kl. 14:49

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Húmorslaus Sigurður náði ekki einu sinni að draga úr hlátri mínum yfir þessari mynd....fékk að nappa henni yfir á mitt blogg Hrannar ;)

Heiða B. Heiðars, 25.4.2009 kl. 14:53

8 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er bara fyndin mynd

Ómar Ingi, 25.4.2009 kl. 15:43

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 16:10

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hugsa nú að Þór hafi þarna verið að endurspegla yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.  Því annað tveggja greip fram í fyrir hinum, og þá hófst þetta barnalega karp, sem enginn nennir að hlusta á eða taka þátt í, ja nema þú sitjir í pollagalla í sandkassa.  Karpið þarna var í reynd virðingarleysi fyrir þjóðinni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.4.2009 kl. 16:22

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ragnheiður:

Sigurður Þ: Þetta var táknrænt augnablik, þó að ég hafi ekki túlkað það alveg eins og þú gerir. Í fuglabjargi þarf maður stundum að hlífa sér. Svipurinn á Þóri segir allt sem segja þarf.

Númi: Þau voru bæði að garga upp í eyrun á veslings manninum, hvað átti hann að gera?

Anna Brynja:

Kolbrún: Ég væri sáttur við það. Þetta augnablik segir okkur ansi mikið um pólitík og hvernig hún þaggar niður í heilbrigðri skynsemi.

Sigurður S: Ég sá þetta sem táknrænu aðgerð Þórs sem hvassa háðsádeilu á stjórnmálakvak.

Heiða: Verði þér að góðu.

Ómar: Augnablikið er magnað.

Jóna:

Jenný: Þetta var í það minnsta margfalt betri hugmynd heldur en það sem maður hefur sífellt séð endurtaka sig í karpþáttum, þegar tveir karpa bætist jafnvel sá þriðji við og ómögulegt er að greina hvað fólkið er að segja. Hugmynd Þórs passar afar vel við ástandið og augnablikið. Snilld hjá honum.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 16:45

12 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 21:41

13 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Marteinn Unnar fer hamförum með copy paste inn á öll blogg.

Ágæti Marteinn,  þetta blogg fjallar ekkert um ESB,  allt í lagi að lesa og í þessu tilfelli bara skoða myndmálið, um það fjallaði þetta ágæta blogg hjá Hrannari.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.4.2009 kl. 03:54

14 identicon

Frábær mynd !

 Er að hugsa að senda Þór eyrnatappa, það er nauðsynlegt að eiga svoleiðis græjur,

þegar hann fer að vinna á Austurvelli !

Heiður (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 10:19

15 identicon

Jájá, þetta var voða spaugilegt allt saman.

Verð þó að viðurkenna að ég varð hugsi yfir málflutningi Þórs þetta kvöld, eina svarið hans var að rakka aðra niður. Gat ekki heyrt neitt uppbyggilegt í hans málflutningi heldur var bara talað um hvað aðrir væru ömurlegir.

Komst að því þá að það var það sem pirraði mig við Borgarahreyfinguna, var að hugsa um að kjósa hana en það var alltaf eitthvað sem pirraði mig.

Þór útskýrði það svo fyrir mér með þessari frammistöðu sinni þetta kvöld.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:22

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ágætt litmustest er að spyrja fólk, sem hfur ekki húmor fyrir þessu: Um hvað voru þau að karpa og hver var niðurstaðan? Annars minnir þetta soldið á krakka, þegar mamma og pabbi rífast. Bara krúttlegt og fyndið . Plús fyrir Þór þarna. Hann virðist hafa vit til að halda sig fjarri, þegar hann er ekki ávarpaður.

Þau eru að rífast um klúður í stjórnartíð sinni, en Þór þarf ekkert að verja...enn.

Ég er annars ekki að fatta Íslenska þjóð, að verðlauna Baugsflokkinn og kjósa yfir sig spilltasta aflið. Fólk er fífl.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2009 kl. 12:29

17 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta var sterkur málflutningur hjá Þór!

Ævar Rafn Kjartansson, 26.4.2009 kl. 17:26

18 identicon

Þór talaði mannamál.....hann var ekki falskur, yfirborðslegur ,spilltur..........

það greinilega truflar suma!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:59

19 Smámynd: Billi bilaði

Amen!

Billi bilaði, 27.4.2009 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband