Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
5000 sammála kl. 19:22 í dag!
19.4.2009 | 18:01
Það fjölgar hratt í hópnum sem er sammála um að ganga til viðræðna við Evrópusambandið og leggja síðan þann samning sem býðst undir íslenska kjósendur.
Ef íslenskum kjósendum er ekki treyst til að velja í þessu máli, þá er þeim varla treystandi til að kjósa fólk á þing... eða hvað?
Af sammala.is:
Við erum sammála
um að sækja eigi um aðild að ESB
Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.
Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.
Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl
eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 777734
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Já 4.787 manns búnir að skrá sin inn í þennan sértrúarsöfnuð !
Fær söfnuðurinn ekki styrk frá Ríkissjóði í samræmi við fjöldann sem skráður er í söfnuðinn eins og önnur trúfélög hérlendis.
Eða fariði kanski beint á fjáraukalög frá áróðurs- og útbreiðslumálaráðuneyti ESB.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:11
Af hverju hafði mér ekki dottið þetta í hug?
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 18:20
Reyndar hefur fjölgað í 4849 núna, 21 mínútu síðar.
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 18:21
Ekki er nú öll vitleysan eins Hrannar minn. Þarna verð ég að snupra þig smá. Að loknu hvaða mati og eftir hvaða upplýsingum hefur þetta fólk gert upp hug sinn?
Er þetta ekki svolítið eins og að kaupa gamlan bíl í gegnum síma? Hefur þú sjálur kynnt þér kosti og galla? Eru þeir allir ljósir eða eru þeir svon hypothesískir? Vissir þú t.d. að bara það að koma nýrri mynt í sirkúlasjón myndi kosta miklu meira en við myndum þola? Spurðu viðskiptaráðherrann okkar. Ég man heldur ekki að hafa heyrt erlendan óháðan hagfræðing mæla þessari vitleysu bót. Raunar hafa þeir flestir sagt að það væri nánast sjálfsmorð í stöðunni. Hvað gengur þér til?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 18:37
Jón Steinar,
Við vitum ekkert um kosti eða galla ennþá. Til að kynnast þeim þurfum við að hefja aðildarviðræður.
Hvað er að því að kynnast málinu?
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 18:45
Ég tel Íslensku krónuna annars geta verið fullgóða mælieiningu í viðskiptum. Sveiflur hennar og svo núverandi styrkleysi eru afleiðing áhlaupa og síðan brasks með auðlindirnar fyrir það. Ertu búinn að gleyma Hudson? Ertu bara að hugsa um flotta seðla? Svona útlenska peninga? Peningar eru annars í grunnin sama fyrirbrigðið. Þú lagar ekki efnahagsástandið með að skipta um mynt, þótt svo að við gæfum okkur það að það setti okkur ekki endanlega á hausinn. Slík remedía gerist innanfrá, með áþreifanlegri verðmætasköpun og sjálfbærni, sem óteljandi möguleikar eru fyrir.
Kannski nennir fólk því ekki og vill bara einhverja svona teoretíska patentlausn í formi snákaolíu. Það gæti misst af Boldinu ef það þyrfti að fara að hugsa og svona.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 18:46
Pointið er að undanfarin ár hafa ekki verið marktæk, þar sem þensla þjóðarinnar og öll umsetning var á lánum og froðu. Þú heldur þó ekki að krónan sé í frjálsu falli út af einhverju öðru? Er kannski betra að vera með Evru í sama hruni? Evran er svo ekki eins universal og þú heldur og hefur hvert land sitt einkenni á myntinni og hún stendur og fellur með fjármálastjóirn á hverjum stað. Hélst þú að að aðrar evruþjóðir beri skaða af sukki einnar þjóðar í sameiningu? Gengi evrunnar er meðaltalsgengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 18:52
Það er búið að kynna það nægilega til að hafna því að sóa tíma í slíkt núna, hvað sem síðar verður. Við uppfyllum ekki og höfum aldrei uppfyllt eitt skilyrði í Maastricth sáttmálanum og ekki er ástæða til að halda að undantekning verði gerð á Rómarsáttmálanum varðandi auðlindirnar. Ekki höfum við svo hreinlega efni á myntskiptum. Fólk getur farið inn á síðu Heimsýnar og brífað sig má.
Það er annað og mikilvægara sem liggur fyrir. Það þýðir ekki að gera krónuna að allsherjar blóraböggli fyrir ástandinu, það veist þú. Ekki frekar en að kenna Davíð um allt. Hér eru ekki bara stjórnmálamenn að fría sig ábyrgð með slíku tali m.a. heldur einnig öll fjandans þjóðin, eins og hún hafi ekki á nokkurn hátt séð þetta koma. Hún vill partíið sitt aftur og heldur að það fáist með að fá útlenska seðla í veskið hjá gjaldþrota þjóðarbúi.
Þetta er svo arfavitlaust Hrannar að það er ótrúlegt að menn skuli vera að þrátta um þetta. Kannski má skoða þetta síðar, en núna er þetta eins og að fá sér drátt í jarðaför.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 19:00
Að ganga í Evrópusambandið er ekki lausn á öllum vandamálum, langt í frá. Okkur vantar einfaldlega samherja, og hefur vantað í fjölmörg ár. Krónan og Evran eru bæði erfiður kostur eins og staðan er í dag. Það er hins vegar algjörlega út í hött að ræða ekki málin og sjá hver raunveruleg staða er.
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 19:04
Ein rökin fyrir þessari dellu, sem ég heyri ítrekað, er að styrkjakerfi Evrópusambandsins kæmi okkur vel. Þá skal minnt á að öll aðildarríkin leggja í púkk þar. Halda menn að það sé lausninn að setja sig á sveitina hjá sambandinu? Í öðru lagi þá höfum við aðgang að þessu kerfi í gegnum EES, en búrókrasían í kringum þá er mönnum yfirleitt ofviða.
Það var eftir öllu að fólk telji það lausn að vera á sósíalnum. Sjáum hvernig það gengur hér. Atvinnuleysistryggingasjóður verður tómur í Júní. Hvað gerum við þá? Förum að vinna?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 19:05
Við eigum samherja í sambandinu. Við erum í EES. Hins vegar er krónan bökkuð af dollar, og það er hluti vandans nú og mun sennilega dýpka hann. Við gætum spyrt okkur við evruna. Það er ágæt byrjun. Við skulum ekki flana að neinu.
Þú viðurkennir að Evran sé ekki lausn á öllum okkar vanda. Á hvaða vanda er hún þá lausn?
Málin eru rædd hér manna á meðal og það er gerjun í gangi. Menn eru að melta þetta. Er ekki betra að kynna þessi mál og ræða hér heima, áður en að viðræðum kemur. Það vita allir hverjir ásteytingarsteinarnir yrðu í aðildarviðræðum.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 19:10
Að lokum er vert að minna á að regluverk EES hafði ekkert í sér til að sporna við því sem gerðist og má segja að frjálsræðið það hafi um margt ráðið hvernig fór. Við hefðum ekki komist hjá þessu í Evrópubandalaginu. Það er víðtæk mistúlkun og eftirá óskhyggja, til að fría sig ábyrgð, sem samfylkingin hefur aðallega notað. Ekki benda á mig syndrómið, sem allir virðast haldnir.
Svo vil ég ekki svína út meir hjá þér og hleypa fleirum að.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 19:17
Ekki hafa áhyggjur af svínaríi, Jón Steinar, þú ert flottastur. Það vill bara þannig til að við erum ósammála í þessu máli. Þú hlýtur að vera sammála um það, eða hvað?
Málið er að við fáum ekki að vita skilmálana fyrr en við ræðum málin með aðildarviðræðum. Ekki vera hræddur við samræður.
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 19:21
Kl. 19:22 eru 5000 komnir á skrá!
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 19:22
Ég er að fylgjast með Silfri Egils, og nokkuð ljóst að Benedikt Jóhannesson flytur mál sem vert er að hugleiða. Hann er líka sammála.is
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 19:41
Frábært.
Þá vantar bara 109.091 í viðbót og málið er dautt.
Haraldur Hansson, 19.4.2009 kl. 19:45
Nákvæmlega.
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 19:47
Að ganga í ESB núna, í miðri kreppunni, er eitruð blanda af uppgjöf og úrræðaleysi. Hvaða skýring skyldi vera á því að það hefur engin þjóð gengið í ESB nema í kreppu?
Ég tel að við höfum ekkert þangað inn að gera. Og ef Lissabon samningurinn verður lögtekinn verður sambandið enn meira fráhrindandi.
Haraldur Hansson, 19.4.2009 kl. 19:54
Haraldur: Ef við höfum ekkert þangað inn að gera, kemur það þá ekki í ljós við aðildarsamræður?
Hvað er hættulegt við að ræða málin og fá allar nauðsynlegar upplýsingar upp á borð?
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 20:01
Ég er ekki að segja að það eigi ekki að ræða þetta eða fara í þreyfingaviðræður, svo þetta verði nú endanlega saltað. Það er ekkert, sem kæmi í ljós í þeim viðræðum samt, sem ekki er ljóst nú þegar. Það er enginn afsláttur í þjóðabandalagi og við skulum ekki dreyma um að við geturm orðið einhver ómagi í þeim tengslum. Við eigum nóg fyrir okkur, en ef við sláum í hið stóra púkk, verður lítið til skipta.
Þessar viðræður eru bara ekki tímabundnar og það er hrein afneitun á raunveruleikanum að vera að einblína á þetta nú. Þetta er eins og maður í sjokki sem misst hefur fótinninn, og hefur mestar áhyggjur af því að buxurnar eru rifnar. Það er sálarástand þjóðarinnar nú. Hence þetta klif.
Það skiptir litlu hvort fyllibytta er með evrur í vasanum eða krónur. Það eru þegar einhverjar þjóðir að ræða það að koma sér út úr þessu. Evrópusambandið er ekki full mótað enn og enginn veit hvort það verður betra eða verra. Sukkið þar og bruðlið er yfirgengilegt og þeir hafa ekki skilað ársreikningi í 7 ár! Þeir fá engar reiður hent á fjármál sambandsins. Myndir þú kaupa þig inn í svoleiðis rekstur?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 20:11
Ekki tímabært nú átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 20:14
Úff..."Þessar viðræður eru bara ekki tímabærar..." átti ég við.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 20:17
ESB er viðbjóður spyrjið bara Spánverja og aðra sem vilja losna við þessa mafíu.
Og hvað ef að olíu væri að finna á okkar svæði hvað fengi ESB en allvega það er ekkert að hafa úr ESB sem við værum ekki að tapa og það sinnum 10 ef ekki meira.
Milljonin ykkar í banka yrði 200 þús
en ef þið ættuð ekkert eins og ég þá myndi hér allt hækka allt vöruverð hækkar um 100% í öllum löndum senm eru það vitlaus að fara undir þessa regnhlíf.
Við förum ekki í ESB
Aldrei.
Ómar Ingi, 19.4.2009 kl. 20:23
"Ég er ekki að segja að það eigi ekki að ræða þetta eða fara í þreyfingaviðræður, svo þetta verði nú endanlega saltað." Ertu að segja mér að við séum sammála.is ?
Ég hef í mörg ár verið á því að ganga í Evrópusambandið, einfaldlega vegna þess að það er okkur ekki holt að kúra endalaust úti í horni. Þess vegna kaus í Samfylkinguna síðast og var svekktur þegar þetta var fyrsta málið sem flokkurinn gaf á bátinn í nýju stjórnarsamstarfi, og grunar að sú verði raunin aftur ef flokkurinn nær kosningu, sem getur vel gerst þó að atkvæði mitt fari ekki aftur til þeirra.
Brennt barn forðast eldinn.
Að ganga í Evrópusambandið hefur sína kosti og galla, rétt eins og öll önnur sambönd, en það er ekki eins og sætasta stúlkan á sveitaballinu hafi skilið við okkur í góðu.
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 20:27
Það er nauðsynlegt að ræða málin. Núna er kreppa og það slæm og þjóðarbúið þarf að borga 84miljarða í vexti á ári af erlendum skuldum. Ef við göngum í Efrópusambandið fengjum við hagstæðari kjör á lánunum sem næmi 20 til 40 miljörðum á ári og munar um minna í kreppunni.
Kristinn Árnason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:54
Nei við bara ræðum þessi mál bara akkúrat ekkert, ég er búin að ákveða að við Ísland förum ekki í ESB end of story.
Það þarf að hafa hafa vit fyrir ykkur landsmenn góðir.
Ómar Ingi, 19.4.2009 kl. 21:06
Nei, Hrannar, við erum ekki sammála.is. Ég er að segja þér að það er í raun ekkert að ræða fyrir það fyrsta., því það stendur ekkert til að fara inn í evrópusambandið og langt í það að við uppfyllum þau skilyrði, sem til þarf. Þetta er hvorki tímabær nér vitræn umr´æða og menn ættu frekar að kynna og ræða þetta í hörgul hér heima, áður en farið er í formlegar óbundnar viðræður. Það eru 10 ár í það.
Við getum hinsvegar rætt þetta í eins marga hringi og við viljum fram að því. Ég legg til að menn komi út úr afneituninni og hvítþvættinum og snúi sér að raunsæi að því sem fyrir höndum liggur til að bjarga landinu.
Það er ekkert nema tækifærismennska áróðursmeistara h+er að nýta sér kreppuna til þess að keyra þetta í gegn. Þorsteinn Pálsson og Doctor Spock! Eru það ekki þeir þarna á auglýsingunni? Ertu virkilega að taka þetta alvarlega?
Ómar nefnir hér kreppuástandið á Spáni, sem bara dýpkar. Það eru fleiri þjóðir innan sambandsins í sama spíral og við. Írar t.d. og svo eru Finnar á sömu braut. http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/04/19/djup_kreppa_i_finnlandi/
Hvert er markmiðið með inngöngunni? Já og hvaða á hvaða vanda er þetta lausn? Þú hafðir ekki svarað því.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 21:59
Af hverju þurfum við að faraí Evrópusambandið núna? Einmitt þegar samningastaða okkar er vonlaus. Getur verið að stjórnmálamennirnir og flokkarnir séu að slá ryki í augu almennings til að leiða hjá okkur að dæma þá fyrir vankunnáttu og sofandahátt undanfarin ár? Það hafa ekki komið fram nein skynsamleg rök fyrir því af hverju við ættum að ganga í Evrópusambandið á þessum tímapunkti. Við erum eins langt frá því eins og hugsast getur að uppfylla maastricht-sáttmálann þannig að þrátt fyrir að við gengjum í ESB væri enn langt í land að taka upp evru. Og hvernig stendur á að fræðingar séu svona ósammála um að hægt sé að taka hana upp einhliða? Það hefur verið gert áður. Saddam Hussein gerði það eftir aldamótin þegar hann ákvað að olíuviðskipti Íraka skyldu gerð upp í evrum. Frakkar og Þjóðverjar voru líka ekki par sáttir við innrás USA í Írak, ekki gat það verið vegna þess að þeir vildu ekki að Írakar fengju kosningarétt eða þar yrði komið á lýðræði!! Af hverju ættu þessi ríki að vera á móti því að við tökum einhliða upp evru?
Landið er ein rjúkandi rúst og betra væri að menn færu að taka til í eigin garði áður þeir vilja flýja inn í garð annars. Það er auk þess svolítið merkilegt að sjá hvernig ESB er að bregðast við kreppunni og hvernig ríku löndin eru að loka á þau fátæku. Athyglisverð spáin sem sýndi að það svæði sem lendir sennilega verst í kreppunni mun verða Austur Evrópa! Samt eru flest ríkin þar gengin í ESB! Hvernig stendur á því?? Eins má benda á að Írar dauðöfunda okkur yfir því að hafa eigin gjaldmiðil! Því ættum við þá að vilja þangað inn núna?
Við eigum að vera taka á allt öðrum málum en ESB þessa stundina. ESB á í besta falli að vera neðarlega á forgangslistanum því það eru mikli brýnni mál sem bíða á næsta kjörtímabili: Skuldir heimila og fyrirtækja, gjaldþrot einstaklinga, rannsókn á útrásinni, endurreisn bankakerfisins, skuldir þjóðarbúsins, Icesave, húsnæðismarkaðurinn... Eru þetta ekki nægilega stór mál fyrir okkur áður en við förum að bæta ESB við? Umræðan um það mál eitt og sér krefst í raun að hér ríkir friður og ró til að hægt sé að einbeita sér að jafn stóru máli. Ég er alveg sammála um að við þurfum að gera upp þetta mál en við hreinlega höfum ekki tíma né rúm til þess akkúrat núna! En við vitum öll að ESB er ekki að fara bjarga okkur!
Setjum þetta upp í dæmi: Palli er 40 ára og býr einn. Hann e nýbúinn að kaupa sér íbúð og til að eiga fyrir afborgunum á henni þá vinnur hann 6 störf, meira og minna hlutastörf, en samtals er hann í 400% starfi. Á sama tíma þarf hann að sinna áhugamálum sínum sem eru lyftingar og badminton. Hann er að fara keppa á Íslandsmótinu eftir hálft ár og stefnir ótrauður á sigur. Hann þarf því að æfa vel. Hann á líka hund eða réttara sagt hvolp og þarf að fara í hundaskólann reglulega og læra að ala hann upp. Reyndar ætlaði hann aldrei að fá sér hundinn en vinur hans sem er hundaræktandi ætlaði að lóga honum því enginn vildi kaupa hann en Palli gat ekki látið það gerast og tók því hvolpinn að sér. Nú, þegar Palli var lítill byrjaði hann í skátunum og hefur verið þar síðan og nú orðinn háttsettur stjóri og ferðast einu sinni í viku á skátaráðstefnur út um allan heim en ferðalögin taka ekki nema tvo daga að jafnaði. Stundum lengri tíma, stundum skemmri. Þá situr Palli einnig uppi með tvo gamla lúxusbíla sem eru núna ryðgaðir og ónýtir en það þarf að gera þá upp innan 6 mánaða vegna þess að þeir eiga að vera brúðarbílar í brúðkaupum hjá bestu vinum Palla. Og Palli er sá eini sem getur tekið það að sér að gera þessa bíla upp frítt. En þrátt fyrir allt þetta annríki stendur Palli undir því og getur sinnt þessu öllu. En einn daginn kemur æskuástin hans Palla í heimsókn alveg upp úr þurru og bankar upp hjá honum þar sem hann er út í skúr að gera upp bílana og biður hann um koma með sér í ferðalag í þrjá mánuði í afríku en þau þurfa að fara í næstu viku. Palli má varla vera að því að líta á hana því hann þarf að drífa sig í vinnuna og síðan á skátafund en ætlar samt að íhuga málið og svara henni fljótlega. Honum dauðlangar og hugsunarlaust lætur hann slag standa, skellir sér í ferðalagið og skilur allt eftir í reyðileysi. En eftir að hafa ferðast með æskuástinni sinni í hálfan mánuð þá rifjaðist upp fyrir honum af hverju hún var bara æskuástin hans en ekkert meira. Hún var nefnilega svo leiðinleg. Eftir mánuð á ferðalaginu var hann eiginlega alveg búinn að fá nóg af tuði og væli í henni að hann dauðsá eftir að hafa farið í ferðalagið. Eftir tvo mánuði var Palli við það að sparka henni útaf skemmtiferðaskipi að næturlagi. Eftir þrjá mánuði var hann fallinn í svo þunga drykkju til þess eins að þola hana að hann var fullur allan sólarhringinn. En þegar hann kom aftur heim komst hann að því að hann var búinn að missa íbúðina því hann hafði ekkert unnið og var í þokkabót orðinn atvinnulaus. Hvolpurinn sem hann ætlaði að bjarga var dáinn úr hungri því það var enginn til að hugsa um hann og vinir hans yfirgáfu hann því hann hafði svikið loforð um að klára bílana fyrir brúðkaupið þeirra. Þar að auki var búið að reka hann úr skátunum fyrir drykkjuskap!
Viljum við láta fara fyrir okkur eins og Palla??? hehehe
Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:25
Þessi ályktun segir að undirskrifendur hennar telji þjóðinni sé betur borgið í ESB og með upptöku Evru en síðan láta þeir sem skifa undir eins og þeir hafi bara verið að skrifa undir að fara eigi í aðildarviðræður og sjá hvað fáist í samningi.
Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.