Eitthvað fyrir alla! Eniga meniga, ég á enga peninga. Súkkadí púkkadí, kaupa meira fínerí. Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði?
19.4.2009 | 20:51
"Í vel stjórnuðu ríki ber að skammast sín fyrir fátækt. Í illa stjórnuðu ríki, ber að skammast sín fyrir auð." Confusius
"Mesti auðurinn felst í að vera sáttur við lítið." Platón
"Sé ríkur maður stoltur af auði sínum, skal ekki lofa hann fyrr en vitað er hvernig hann ver auðnum." Sókrates
"Tími er það dýrmætasta sem maður getur eytt." Diogenes Laertius
"Venjulegum auðæfum er hægt að stela, ekki alvöru auðæfum. Í sál þinni eru óendanlega verðmætir hlutir sem enginn getur tekið frá þér." Oscar Wilde
"Auður er hæfileikinn til að njóta lífsins til fullnustu." Henry David Thoreau
"Að vera ríkur er að eiga peninga; að vera auðugur er að hafa tíma." Margaret Bonnano
"Ég vildi geta lifað sem fátækur maður en með fullt af peningum." Pablo Picasso
"Svo mikið af fólki eyðir heilsunni við öflun fjár, og eyða síðan fénu til að endurheimta heilsuna." A.J. Reb Materi
"Þetta er áhrifaríkur mannfjöldi: þeir sem hafa og þeir sem hafa meira. Sumir kalla ykkur elítuna. Ég kalla ykkur bækistöð mína." George W. Bush
"Margir urðu auðvitað gífurlega ríkir, en þetta var fullkomlega eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir því að enginn var í raun fátækur, að minnsta kosti enginn sem vert er að tala um." Douglas Adams
"Ótti gagnvart dauðanum vex í jöfnu hlutfalli við aukinn auð." Ernest Hemingway
"Ef ég fengi uppfyllta eina ósk, hvað sem er, þá myndi ég ekki óska mér auðs og valds, heldur ástríðufulla tilfinningu fyrir möguleikum - því að augað sem sér hið mögulega er ávallt ungt og árvökult. Nautnir valda vonbrigðum; möguleikar aldrei." Sören Kierkegaard
"Ég vil verða rík. Sumir verða svo ríkir að þeir glata allri virðingu fyrir hinu mannlega. Svo rík vil ég verða." Rita Rudner
"Frægð og auður flæða. Heimska er eilíf." Don Williams Jr.
"Auður, eins og hamingja, kemur aldrei þegar maður sækir beint eftir honum. Hann kemur sem aukaafurð gagnlegrar þjónustu." Henry Ford
"Það er ekki sköpun auðs sem er röng, heldur ástin á peningum peninganna vegna." Margaret Thatcher
"Auður er verkfæri frelsis, en leitin að auði er þrældómur." Frank Herbert
"Þeir segja að betra sé að vera fátækur og hamingjusamur en ríkur og vansæll, en hvað um að finna millileið eins og hæfilega ríku og mislyndur?" Díana prinsessa
"Hæfileikar er auður hins fátæka." John Wooden
"Laag endist lengur en fuglasöngur, og orð endast lengur en auður heimsins." Írskt spakmæli
"Auðugur áttu marga vini; fátækur, ekki einu sinni ættingja." Japanskt spakmæli
"Allir menn með metnað verða að berjast gegn eigin öld með vopnum hennar. Þessi öld dýrkar auð. Guð þessarar aldar er auður. Til að ná árangri þarftu auð. Sama hvað það kostar verður maður að hafa auð." Oscar Wilde
"Óverndaður auður veldur styrjöldum." Ernest Hemingway
"Þegar hinir ríku hugsa um þá fátæku fá þær fátæklegar hugmyndir." Evita Perón
"Í dag er mesta auðlindin það sem er á milli eyrna þinna." Brian Tracy
"Við lifum á því sem við eignumst, en öðlumst líf á því sem við gefum." Winston Churchill
"Þú ert ekki ríkur fyrr en þú hefur eitthvað sem peningar geta ekki keypt." Garth Brooks
"Ekki allt sem hægt er að telja skiptir máli, og ekki allt sem skiptir máli er teljanlegt." Albert Einstein
"Sá auður sem enginn sér gerir manneskju hamingjusama og ekki öfundaða." Francis Bacon
"Sá fátækasti er ekki án klinks, heldur án draums." Óþekktur höfundur
"Ég er á móti milljónamæringum, en það væri hættulegt að bjóða mér stöðuna." Mark Twain
Myndir: A Cool Friday
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Athugasemdir
Gordon Gekko: [at the Teldar Paper stockholder's meeting] Well, I appreciate the opportunity you're giving me Mr. Cromwell as the single largest shareholder in Teldar Paper, to speak. Well, ladies and gentlemen we're not here to indulge in fantasy but in political and economic reality. America, America has become a second-rate power. Its trade deficit and its fiscal deficit are at nightmare proportions. Now, in the days of the free market when our country was a top industrial power, there was accountability to the stockholder. The Carnegies, the Mellons, the men that built this great industrial empire, made sure of it because it was their money at stake. Today, management has no stake in the company! All together, these men sitting up here own less than three percent of the company. And where does Mr. Cromwell put his million-dollar salary? Not in Teldar stock; he owns less than one percent. You own the company. That's right, you, the stockholder. And you are all being royally screwed over by these, these bureaucrats, with their luncheons, their hunting and fishing trips, their corporate jets and golden parachutes.
Cromwell: This is an outrage! You're out of line Gekko!
Gordon Gekko: Teldar Paper, Mr. Cromwell, Teldar Paper has 33 different vice presidents each earning over 200 thousand dollars a year. Now, I have spent the last two months analyzing what all these guys do, and I still can't figure it out. One thing I do know is that our paper company lost 110 million dollars last year, and I'll bet that half of that was spent in all the paperwork going back and forth between all these vice presidents. The new law of evolution in corporate America seems to be survival of the unfittest. Well, in my book you either do it right or you get eliminated. In the last seven deals that I've been involved with, there were 2.5 million stockholders who have made a pretax profit of 12 billion dollars. Thank you. I am not a destroyer of companies. I am a liberator of them! The point is, ladies and gentleman, that greed, for lack of a better word, is good. Greed is right, greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms; greed for life, for money, for love, knowledge has marked the upward surge of mankind. And greed, you mark my words, will not only save Teldar Paper, but that other malfunctioning corporation called the USA. Thank you very much.
Mannstu
Gordon Gekko: Greed is good.
Gordon Gekko: Lunch is for wimps.
Gordon Gekko: When I get a hold of the son of a bitch who leaked this, I'm gonna tear his eyeballs out and I'm gonna suck his fucking skull.
Gordon Gekko: If you need a friend, get a dog.
Gordon Gekko: Jesus, if this guy owned a funeral parlor nobody would die!
Já MD at his best sem GG í Wall Street.
Ómar Ingi, 19.4.2009 kl. 21:12
Ómar: Mig grunar að ansi margir af löndum okkar hafi tekið þessa bíómynd alltof, alltof alvarlega. Sumir kunna ekki að gera greinarmun á veruleika og kvikmyndum.
Hrannar Baldursson, 19.4.2009 kl. 21:16
Sæll Hrannar. Sannarlega áhugvert. Nú er ég hins vegar á því að við þurum að læra hvernig vinna á með fátæktina. Göran Person varaði okkur m.a. við að fara í kosningar. Við ætlum seint að læra af öðrum þjóðum. Við erum of klár til þess. Við brutum alla leiðtogahugsun eftir hrunið, og við fáum nýja ríkisstjórn sem heldur að hún sé í Morfiskeppni. Þetta sé leikur án ábyrgðar. Án leiðtogahugsunar. Mesta snilldin kemur þó frá VG. Ein af leiðunum til þess að auka atvinnu á íslandi er að færa atvinnutækifæri frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Tær snilld!
Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.