Myndir þú yfirgefa Ísland fyrir 1 milljón evrur?

1 milljón evrur = 168 milljón íslenskar krónur

Þessi spurning er tengd færslu sem ég skrifaði í gær, Gæti Ísland orðið næsta Palestína?, sem byggir á grein Sultan Sooud Al-Qassemi sem spyr hvort að Ísland myndi henta sem nýtt ríki Gyðinga.

Gætu íslenskir stjórnmálamenn tekið upp á því að selja Ísland ef þeir fengju nógu mikið fyrir landið í eigin vasa, og forðuðu sér einfaldlega eitthvað út í heim í staðinn með fulla vasa fjár?

Hugsaðu þér að geta í stað þess að dreifa auðnum til allra Íslendinga, stungið honum í eigin vasa. Væri það freistandi?

Og mikilvægara: Gæti þetta gerst?

Segjum að venjulegur Íslendingur væri tilbúinn að yfirgefa Ísland fyrir 1 milljón evrur og setjast að á Spáni eða einhvers staðar, hvað þyrfti að borga þér mikið til að selja þjóðina og taka peninginn í eigin vasa?

10 milljón evrur? 100 milljón evrur? 1 milljarð evra? Meira? Minna?

Útilokað? Mögulegt?

Svaraðu nú...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Án efa nokkrir sem myndu taka þessu , en ekki ég, nei takk of stolltur Íslendingur til þess.

Ómar Ingi, 13.4.2009 kl. 13:58

2 identicon

Ég myndi glaður yfirgefa þrælagaleiðuna ísland fyrir 0 evrur.. þ.e. ef ég kæmist upp á núllið þá væri ég farinn - STRAX!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Aldrei, fyrr myndi ég grípa til vopna gegn þeim sem reyndu að selja undan mér mitt heimaland.

Pétur Kristinsson, 13.4.2009 kl. 15:03

4 Smámynd: Offari

Ég er nú þegar farinn að óska eftir tilboðum í minn hluta.

Offari, 13.4.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Það þarf ekki milljón evrur til að yfirgefa Klakann, bara common sense.

Sverrir Stormsker, 13.4.2009 kl. 15:38

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég get fallist á að þetta með sjálfstæðið sé skilgreiningaratriði. Áður var samt alltaf talað um að Ísland hefði orðið sjálfstætt og fullvalda ríki 1. desember 1918. Danir fóru samt með utanríkismál og danski kóngurinn var okkar kóngur.

Þetta með landssöluna er áhugavert mál. Á ýmsan hátt er það samt bara endapunkturinn á því sem oft er talað um þegar óskað er eftir fjárfestingum erlendis frá. Það að ekki megi selja útlendingum nema sumt er bara í andstöðu við einföldustu mannréttindaákvæði.

Sæmundur Bjarnason, 13.4.2009 kl. 16:39

7 identicon

Það myndi ég svo sannarlega gera, og þótt ekki væri nema brot af upphæðinni í boði. Annars þarftu að laga fyrirsögnina. "Myndir þú yfirgefa Ísland fyrir eina milljón evra?" Evrur á hér að standa í eignafalli. Kv...

ESÓ (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:45

8 identicon

Ég skil ekki alveg þessi ummæli Sæmunds..

Er það ekki vilji eigandans hvort hlutir séu seldir eða ekki ? Og eru ekki allir Íslendingar eigendur landsins ? Og meðferð og eða sala þess sem fer í gegnum okkar kosnu fulltrúa ?

Snorri (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:06

9 identicon

Þarf ég að yfirgefa landið?  Mega bara gyðingar búa hér áfram ef þeir kaupa sér hér rétt til að stofna hér útibú frá Ísrael??

Ef gyðingar vilja stofna hér gyðingaríki og borga mér 168 millur fyrir það og ég fái jafnframt að búa hér áfram, þá er mér nokkuð sama hvort sá sem stjórnar hér trúir því að Jesús sé frelsari sinn eður ei. Það má alveg breyta kirkjunum í sýnagógur eða hvaðanúheitir og ég er nú bara nokkuð viss um að ríkisstjórnin myndi allavegana ekki versna.

Ég býð gyðingana bara velkomna hingað og jafnvel þó þeir myndu ekki borga mér krónu, þá er ég samt nokkuð viss um að ég mundi hagnast á veru þeirra hér.

Björn I (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þetta er alveg bráðsmellin hugmynd. Margir eru þeirrar skoðunar að stofnun Ísraelsríkis í Palestínu hafi verið mistök og finnst bara upplagt að finna því stað einhversstaðar annarsstaðar. Einhvern tímann var talað um Texas í þessu sambandi og loftslagið þar er ábyggilega hlýrra en hér hjá okkur.

En segjum svo að Ísland yrði gyðingaríki og við fengjum að velja á milli þess að hafa okkur á brott með eina milljón evra í vasanum eða verða aftursætisfarþegar hjá gyðingunum. Við gætum eflaust keypt okkur allar lífsins lystisemdir. En fengjum við ríkisfang einhvers staðar? Og fengjum við að snúa aftur heim eftir að hafa tekið við þessari fjárhæð? Ef við fengjum aldrei að sjá Gullfoss og Geysi aftur, hvað þyrfti að borga okkur fyrir það? Og væri hægt að meta það til fjár? Og alla þessa hluti sem við höfum í kringum okkur og tökum aldrei eftir, ætli við myndum ekki sakna þeirra?

Það fólk sem hraktist á flótta við stofnun Ísraelsríkis, það var aldrei spurt og því voru heldur ekki boðnir peningar.

Hér er bloggsíða stúlku sem situr þessa dagana í Damaskus og skrifar sögu flóttakvennanna á Akranesi: http://www.siggavidis.blogspot.com/

Og hér er grein eftir hana sem birtist á dögunum í New York Times: http://www.nytimes.com/2009/04/11/opinion/11iht-edjonsdottir.html?_r=2

Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.4.2009 kl. 17:55

11 Smámynd: Einar Oddur Ólafsson

Ekki spurnig.Tilbúinn að fara strax.

Einar Oddur Ólafsson, 13.4.2009 kl. 18:38

12 Smámynd: Brattur

Nei... ég færi hvergi... ekki fyrir túkall... ég elska rigninguna og rokið... held að það finnist hvergi betra...

Brattur, 13.4.2009 kl. 21:50

13 identicon

Over my dead body

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:48

14 Smámynd: TARA

Ég færi ekki þótt allt heimsins gull væri í boði....

TARA, 13.4.2009 kl. 23:33

15 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Fögur er hlíðin.

Þórður Björn Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 23:44

16 identicon

Já, íslenskir pólitíkusar gætu tekið upp á að selja landið og stinga í eigin vasa.  Það gæti ég ekki, en gæti vel flutt úr landi.

EE elle (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:53

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er greinilega svolítið lunkin hugmynd og áhugaverðar vangaveltur í athugasemdum dagsins.

Sumir falla fyrir henni en aðrir ekki. Þó að ég sé að flytja af landi brott, aðallega þar sem það er common sense eins og Sverrir bendir á, þá myndi ég líklegast ekki þiggja peninginn ef hann þýddi að ég sjálfur, fjölskylda mín og vinir gætu tapað landinu.

Þórður: fagurt er holtið breitt og Asparfellið sem skýin klýfur.

Hrannar Baldursson, 13.4.2009 kl. 23:55

18 Smámynd: Offari

Svo er líka spurning efað Ísrael flytti til Íslands hvort það stuðlaði að heimsfriði. Ég væri til með að fórna miklu fyrir heimsfriðinn.

Offari, 14.4.2009 kl. 09:35

19 identicon

Ég á ekkert land, á ekki einusinni lóðina sem íbúð mín stendur á, ekki fiskin í sjónum. Tæki boðinu strax gæti notað hluta af þessum milljónum að kaupa land

Arnbjörn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband