Bestu kvikmyndir allra tíma
4.4.2009 | 16:02
Þá er komið að því. Skorið úr því í eitt skipti fyrir öll hver besta kvikmyndin sem gerð hefur verið frá því að kvikmyndatakan var fundin upp.
Ég vil taka það fram að þríleikir eins og Indiana Jones, Star Wars og Godfather eru flokkaðir sem ein kvikmynd í mínum huga. Það þýðir að Raiders of the Lost Ark kemur ekki til greina vegna mynda númer tvö og fjögur í Indiana Jones bálkinum. Hvorki The Empire Strikes Back né A New Hope koma til greina vegna Attack of the Clones, og Godfather 2 og 3 koma ekki til greina vegna Godfather 3.
Ég fann nokkra lista á netinu til að koma mér í gang.
Mr. Showbiz's CRITICS' Picks: The 100 Best Movies of All Time
- Casablanca (1942)
- The Godfather Part II (1974)
- North By Northwest (1959)
- Citizen Kane (1941)
- Lawrence of Arabia (1962)
Mr. Showbiz's READERS' Picks: The 100 Best Movies of All Time
- Star Wars (1977)
- The Godfather (1972)
- Pulp Fiction (1994)
- Casablanca (1942)
- Gone With The Wind (1939)
IMDB: Best 250 Movies of All Time
- The Shawshank Redemption (1994)
- The Godfather (1972)
- The Godfather: Part II (1974)
- The Good, The Bad, and The Ugly (1966)
- Pulp Fiction (1994)
THE BRUSSELS WORLD'S FAIR (1958)
- Battleship Potemkin (1925)
- The Gold Rush (1925)
- Bicycle Thieves (1948)
- The Passion of Joan of Arc (1928)
- Grand Illusion (1937)
Sight & Sound (2002)
- Citizen Kane (1941)
- Vertigo (1958)
- The Rules of the Game (1939)
- The Godfather (1972) and The Godfather Part II (1974)
- Tokyo Story (1953)
Listi Don Hrannars
Allt eru þetta frábærar kvikmyndir sem listaðar eru hér fyrir ofan, en engin þeirra kemst með tærnar þar sem sú allra besta hefur hælana. Hérna er minn listi:
- The Lord of the Rings (2001-2003)
- Braveheart (1995)
- Pulp Fiction (1994)
- Gone With the Wind (1939)
- Lawrence of Arabia (1962)
Þorsteinn Einarsson spyr í athugasemdakerfinu hvernig ég skilgreini góða kvikmynd. Ég hef reyndar aldrei skrifað slíka skilgreiningu og prófa það því hérna:
Góð kvikmynd uppfyllir ekki aðeins tæknileg skilyrði á framúrskarandi hátt, heldur skapar persónur sem hjálpa þér að átta þig á djúpum mannlegum gildum, sem skína oft í gegnum skapgerðarbresti eða ófullkomleika mannsins. Góð kvikmynd býr einnig til heim sem er samkvæmur sjálfum sér og hlítur sínum ákveðnu lögmálum, og hlutverk allra þeirra sem taka þátt í þessum heimi gegna ákveðnu hlutverki, til þess annað hvort að bæta hann eða brjóta. Þessi heimur og þessar persónur eru svo skýrar og raunverulegar að þær verða trúverðugar innan heims kvikmyndarinnar.
Ég er hrifinn af mannlegum gildum, og sérstaklega ef þau fá litríkan og skemmtilegan búning sem kemur ímyndunarafli mínu í gang.
Lord of the Rings fjallar um þrautseigju, og mikilvægi þess að gefast aldrei upp, sama hvernig líkurnar hlaðast upp gegn þér, dygð sem ég tel afar mikilvæga, sama hvað það er sem við tökum okkur fyrir hendur. Skýrasta augnablikið er þegar Frodo gefst upp, en Sam lyftir honum á herðar sér og ber síðasta spölinn um eldfjallið.
Braveheart fjallar um gildi hugsjónar sem fær ekki að þrífast vegna spillingar í samfélaginu, en William Wallace berst fyrir til hinsta andardráttar - þessi hugsjón er frelsi til að elska í friði. Hljómar kannski væmið en er gert afar góð skil í kvikmyndinni.
Pulp Fiction fjallar um hið óvænta í heimi sem er algjörlega snarruglaður, hvernig góðmennska getur brotist út úr mykjuhaug illsku og spillingar, þegar leigumorðinginn Jules ákveður að taka upp betri siði, þegar boxarinn Butch leggur líf sitt í sölurnar fyrir úr föður síns. Ég man ekki eftir að hafa séð kvikmynd sem hefur komið mér jafn oft á óvart á jafn stuttum tíma, skapað hjá mér væntingar og snúið út úr þeim þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað myndi gerast næst - og það sem gerist næst er fullkomlega ásættanlegt og passar við heim kvikmyndarinnar þannig að hún fær mig til að hugsa aðeins betur um ólíka möguleika. Ætli Pulp Fiction sé ekki ein frumspekilegasta mynd sem ég hef séð, þar sem möguleikarnir í henni virðast óendanlegir, en er samt meistaralega fléttað saman - eins og guðspjalli.
Gone With the Wind fjallar um menningarheim á þverhnípi eigin tortímingar og hvernig fólk sem tapar öllu getur náð sér aftur á strik, með því að þekkja sjálft sig og uppruna sinn. Þannig fer Scarlett O'Hara, þegar hún hefur tapað öllu, á landsvæði sitt Tara, þar sem hún ákveður að byggja upp á nýtt - tilbúin að takast á við nýja tíma og sætta sig við að þeir gömlu eru farnir.
Lawrence of Arabia fjallar um mann sem reynir að átta sig á tveimur gjörólíkum menningarheimum, og áttar sig smám saman á því að það væri ekki sniðug hugmynd að blanda þeim í einn, heldur halda þeim aðskildum vegna svo gjörólíkra grundvallarviðhorfa til lífsins að þeir hljóti að enda í stríði. Kannski þurfum við að sætta okkur við að ekki er hægt að sætta menningarheima saman þegar meðlimir þeirra ríghalda í eigin menningu og trúarbrögð, og að eina vonin er gagnrýnin hugsun, - nokkuð sem D.H.Lawrence reyndi að beita ásamt ljóðrænu - en hann var bara einn á móti milljónum.
Ekki misskilja mig. Þetta eru þær myndir sem ég beinlínis elska í dag. Á morgun gæti ég kallað til einhverjar allt aðrar myndir ef ég er í þannig skapi. En svona er Don Hrannar í dag. Og því verður að kyngja.
Listinn er huglægur, og eru þetta þær kvikmyndir sem að mér finnst bestar á þessu augnabliki. Hafi ég gleymt einhverri stórgóðri mynd, er þér velkomið að hneykslast í athugasemdakerfinu.
Ég hlusta.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:47 | Facebook
Athugasemdir
Pulp fiction should absolutely be on there or the 5th Element. Bruce Willis was also fabulous in Unbreakable.
Lissy (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:09
Sæll Hrannar,
Hver er þín skilgreining á góðri mynd? Mér finnst þessi listi hjá þér frekar slappur. Hvað varð um Fellini? Hitchcock? Kubrick? Pulp Fiction er ein af ofmetnustu myndum allra tíma. Hvers vegna velja allir þessa mynd sem bestu mynd. Eru ekki allir orðnir þreyttir á þessum Quentin Tarantino sem versnar með hverri mynd sem hann gerir. Og Lord of the Rings? Þetta var nú bara einn langur Guiding Light þáttur í ævintýrabúning. Það virðist vera að fólk getur ekki horft á myndir lengur án þess að það séu einhverjar tæknibrellur. Hvað notar þú sem mælistiku á góðri mynd? Skemmtanagildi? Ég biðst innilega afsökunar ef ég hljóma hvassorður en ég fæ velgju þegar sjálfskipaðir kvimyndagagnrýnendur nefna alltaf Pulp Fiction sem uppáhaldsmynd. Þetta er orðið mjög þreytt. Kveðja.
Þorsteinn Einarsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:13
LOTR myndirnar eru ofmetnastu kvikmyndir sögunnar so far.
En að gera uppá milli barnanna sinna gerir maður einfaldlega ekki
Citizen Kane
Casablanca
Godfather
Shawshank Redemption
Pulp Fiction
White Heat
Scarface
Matrix
Forrest Gump
Clockwork Orange
V For Vendetta
Gone With The Wind
E.T
Braveheart
Crash
Shrek
Memento
Blade Runner
Sixth Sense
Diva
Deer Hunter
Big Blue
Das Boot
listinn verður sem betur fer aldrei tæmdur og sumar myndir sitja persónulega í mér meira en aðrar myndir.
En að setja saman lista er okkur kært og margir gera þetta og verðlauna það sem vel er gert er alltaf gaman en sjaldnast verða allir ánægðir end ekki hægt að gera öllum til hæfis.
Myndirnar að ofan er ekki minn listi heldur bara nöfn á mörgum frábærum kvikmyndum sem glatt hafa marga í gegnum árin.
Listarnir sem þú setur hérna inn eru allir alveg ágætir Don
En ertu búin að sjá Watchmen núna ?
Var að koma af Monsters vs Aliens í 3D og er myndin alveg stórgóð skemmtun og sú besta hvað varðar þrívíddartæknina.
Góðar stundir
Ómar Ingi, 4.4.2009 kl. 17:15
1. Annie Hall
2. The Godfather og The Godfather: Part II
3. C'era una volta il West (Once Upon a Time in the West)
4. Cidade de Deus (City of God)
5. Pulp Fiction
6. Fight Club
7. North by Northwest
8. Raging Bull
9. Rear Window
10. Se7en
Pulp Fiction er tímamóta mynd sem er einstaklega vel skrifuð og gerð, Tarantino í essinu sínu. Ekki hægt að dæma hana sem lélega því manni finnst hinar svo lélegar...
Alvy Singer, 4.4.2009 kl. 17:59
The beuty is in the eye of the beholder - þetta mat er alltaf huglægt.
Hér eru 5 sem orkuðu mjög sterkt á mig - hver með sínum hætti
Dofri Hermannsson, 4.4.2009 kl. 18:22
Ufff ekki nenni eg að horfa á Pulp Fiction aftur hún er góð en ekki með bestu myndum finnst að hún sé meira svona tákn um að vera cool heldur en gæði.. Mér finnst flest allar nýlegar myndir vera rusl, þær eru allar of stíliseraðar, hraðar og einnota t.d. eins og V for Vendetta. Ég fæ ekkert út úr því að horfa á nýjar myndir eins og maður fær eftir að horfa á gamlar sem eru hrárri persónulegri og mannlegri. Góðar myndir eiga að skilja eitthvað eftir sig.
1. Clockwork Orange
2. Gummo
3. Satyricon
4. Virgin Suicides
5. History of the World Part 1
solrun (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:25
Ég skrifaði þessa athugasemd, og ákvað að bæta hluta hennar við greinina:
Skemmtileg svör.
Þorsteinn Einarsson spyr hvernig ég skilgreini góða kvikmynd. Ég hef reyndar aldrei skrifað slíka skilgreiningu og prófa það því hérna:
Góð kvikmynd uppfyllir ekki aðeins tæknileg skilyrði á framúrskarandi hátt, heldur skapar persónur sem hjálpa þér að átta þig á djúpum mannlegum gildum, sem skína oft í gegnum skapgerðarbresti eða ófullkomleika mannsins. Góð kvikmynd býr einnig til heim sem er samkvæmur sjálfum sér og hlítur sínum ákveðnu lögmálum, og hlutverk allra þeirra sem taka þátt í þessum heimi gegna ákveðnu hlutverki, til þess annað hvort að bæta hann eða brjóta. Þessi heimur og þessar persónur eru svo skýrar og raunverulegar að þær verða trúverðugar innan heims kvikmyndarinnar.
Ég er hrifinn af mannlegum gildum, og sérstaklega ef þau fá litríkan og skemmtilegan búning sem kemur ímyndunarafli mínu í gang.
Lord of the Rings fjallar um þrautseigju, og mikilvægi þess að gefast aldrei upp, sama hvernig líkurnar hlaðast upp gegn þér, dygð sem ég tel afar mikilvæga, sama hvað það er sem við tökum okkur fyrir hendur. Skýrasta augnablikið er þegar Frodo gefst upp, en Sam lyftir honum á herðar sér og ber síðasta spölinn um eldfjallið.
Braveheart fjallar um gildi hugsjónar sem fær ekki að þrífast vegna spillingar í samfélaginu, en William Wallace berst fyrir til hinsta andardráttar - þessi hugsjón er frelsi til að elska í friði. Hljómar kannski væmið en er gert afar góð skil í kvikmyndinni.
Pulp Fiction fjallar um hið óvænta í heimi sem er algjörlega snarruglaður, hvernig góðmennska getur brotist út úr mykjuhaug illsku og spillingar, þegar leigumorðinginn Jules ákveður að taka upp betri siði, þegar boxarinn Butch leggur líf sitt í sölurnar fyrir úr föður síns. Ég man ekki eftir að hafa séð kvikmynd sem hefur komið mér jafn oft á óvart á jafn stuttum tíma, skapað hjá mér væntingar og snúið út úr þeim þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað myndi gerast næst - og það sem gerist næst er fullkomlega ásættanlegt og passar við heim kvikmyndarinnar þannig að hún fær mig til að hugsa aðeins betur um ólíka möguleika. Ætli Pulp Fiction sé ekki ein frumspekilegasta mynd sem ég hef séð, þar sem möguleikarnir í henni virðast óendanlegir, en er samt meistaralega fléttað saman - eins og guðspjalli.
Gone With the Wind fjallar um menningarheim á þverhnípi eigin tortímingar og hvernig fólk sem tapar öllu getur náð sér aftur á strik, með því að þekkja sjálft sig og uppruna sinn. Þannig fer Scarlett O'Hara, þegar hún hefur tapað öllu, á landsvæði sitt Tara, þar sem hún ákveður að byggja upp á nýtt - tilbúin að takast á við nýja tíma og sætta sig við að þeir gömlu eru farnir.
Lawrence of Arabia fjallar um mann sem reynir að átta sig á tveimur gjörólíkum menningarheimum, og áttar sig smám saman á því að það væri ekki sniðug hugmynd að blanda þeim í einn, heldur halda þeim aðskildum vegna svo gjörólíkra grundvallarviðhorfa til lífsins að þeir hljóti að enda í stríði. Kannski þurfum við að sætta okkur við að ekki er hægt að sætta menningarheima saman þegar meðlimir þeirra ríghalda í eigin menningu og trúarbrögð, og að eina vonin er gagnrýnin hugsun, - nokkuð sem D.H.Lawrence reyndi að beita ásamt ljóðrænu - en hann var bara einn á móti milljónum.
Ekki misskilja mig. Þetta eru þær myndir sem ég beinlínis elska í dag. Á morgun gæti ég kallað til einhverjar allt aðrar myndir ef ég er í þannig skapi. En svona er Don Hrannar í dag. Og því verður að kyngja
Hrannar Baldursson, 4.4.2009 kl. 18:46
Ég gleymdi að láta ykkur fá lista yfir alvöru myndum, sem hafa ekki bara skemmtanagildi heldur líka fagurfræðilegan verðleika, þ.e.a.s myndvinnsla, lýsing, klipping og svo framvegis. Myndirnar eru ekki í neinni sérstakri röð.
1. Citizen Kane (Orson Welles)
2. 8½ (Federico Fellini)
3. Dr. Strangelove (Stanley Kubrick)
4. Repulsion (Roman Polanski)
5. Rumble Fish (Francis Ford Coppola)
6. M (Fritz Lang)
7. À bout de souffle (Jean-Luc Godard)
8. La Dolce Vita (Federico Fellini)
9. Eraserhead (David Lynch)
Spáið aðeins í þessum lista áður en þið tjáið ykkur um kvikmyndagerð. Pulp Fiction fölnar í samanburði við þessar myndir.
Kær kveðja
Þorsteinn Einarsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:55
Sæll Hrannar,
Ég þakka þér innilega fyrir að veita okkur innsýn í hvernig þú túlkar myndir. Sem heimspekingur hefur þú öðruvísi nálgun á þessar myndir sem þú nefndir og er það auðvitað útvíkkandi sjónarmið fyrir kvikmyndaunnendur. "The young audience eager to explore film as art and experimentation rather than entertainment is much smaller now." (Louis B. Parks).
Roger Ebert skrifaði gagnrýni um mynd eftir Fellini sem hljómar svona: "A filmmaker who prefers ideas to images will never advance above the second rank because he is fighting the nature of his art. The printed word is ideal for ideas; film is made for images, and images are best when they are free to evoke many associations and are not linked to narrowly defined purposes."
Takk innilega fyrir svar þitt. Kær kveðja
Þorsteinn Einarsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 19:14
Ómar: reikna með að komast á Watchmen annað kvöld.
Hrannar Baldursson, 4.4.2009 kl. 19:25
Af þeim sem hér eru taldar upp þá finnst mér The Shawshank Redemption og Pulp Fiction mjög góðar þó á afar ólíkum forsendum. Svo var einhver sem benti á The 5th Element og annar sem benti Crash sem ég met enn meira en hinar tvær. Þær verða báðar sennilega alltaf einar af uppáhaldsmyndunum mínum. Annars gæti ég nefnt svo margar til viðbótar en ég myndi aldrei treysta mér til að raða þeim upp sem besta og næstbesta o.s.frv.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 20:23
1 - The Pathfinder
2 - Hankock
3 - Leonard Part VI
4 - Driving Miss Daisy Crazy
5 - Kindergarden Cop
Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:42
Skemmtilegar pælingar fyrir kvikmyndafíkla. Minn listi samanstendur mest af fantasíu myndum Tekið þið eftir því að það er ekki mikið um gananmyndir á topplistunum? Ég varð fyrir miklum vonbrigðum að Shawshank hafi ekki ratað í topp 5 - en ég fyrirgef þér.
1. Lord of the Rings.
2. The Shawshank Redemption.
3. Unforgiven.
4. Braveheart.
5. Reservior Dogs.
---
6. Star Wars.
7. Gladiator.
8. The Silence of the lambs.
9. The Matrix.
10. Groundhog Day
Næst á listann er Annie Hall, Lawrence of Arabia, Casablanca, Se7en og The Naked Gun.
Góðar kvikmyndastundir.
Muggi Movie.
Guðmundur St Ragnarsson, 4.4.2009 kl. 23:09
Merkilegt hvað fólk er hrifið af 5th Element. Ég sá hana einmitt í bíó í USA á sínum tíma og fannst hún frábær, en félögum mínum fannst hún hræðileg.
Guðmundur: Það er freistandi að lofa þinn góða smekk, en ég verð að draga aðeins úr því og segja þér að gaman skuli vera hversu líkur smekkur okkar er.
Það er eins og sumir telji að kvikmyndir hljóti að falla í einhvern fastan gæðaflokk úrvalsmynda, á meðan staðreyndin er sú að kvikmyndir eru lítið annað en regn við sjávarströnd. Sumum finnst rigningin góð eftir hitastigi, öðrum finnst hún alltaf góð og sumir þola hana ekki.
Hrannar Baldursson, 5.4.2009 kl. 00:44
Braveheart ???
Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 01:27
Braveheart!
Hrannar Baldursson, 5.4.2009 kl. 11:05
Alltaf gleymist besta myndin með fallegasta leikaranum ---
My Favorite Year -- með hinum fagra - Peter O'Toole
Halldór Sigurðsson, 5.4.2009 kl. 11:54
Sæll Hrannar, ég vil byrja á að þakka þér fyrir góð skrif. Ég hef alltaf gaman af að lesa hvað þú skrifar þó ég sé ekki endilega alltaf sammála
Fyrir nokkrum vikum þá var ég spurður af því hvað mér findist bestu kvikmyndirnar og ég verð að viðurkenna að ég lendi í mesta basli með að svara og þegar ég var að velta þessu fyrir mér þá komst ég að því að ég þyrfti mun meiri tíma til þess að búa til slíkan lista svo að ég breytti spurningunni þannig að hvaða myndir væru uppáhaldsmyndirnar mínar, s.s. hvaða myndir get ég horft á aftur og aftur en mér tókst að sjálfsögðu ekki að skorða þann lista við 5 myndir.
Það er svo spurning ef að þríleikir eru taldir sem ein mynd hvort að Star Wars séu ekki tvær myndir þá, það eru jú allt í allt 6 myndir, og reyndar áhugavert að mér finnst sjálfum Clone wars besta myndin af síðari þríleiknum þó að síðasta myndin séu með nokkrum af flottustu senum sem að George Lukas hefur gert (þegar Padmé horfir í átt að Jedi hofsins þar sem Anikan er og hann til baka, og fall Jedi riddaranna).
Stefán Einarsson, 5.4.2009 kl. 15:28
Halldór: Ég hef ekki séð "My Favorite Year".
Stefán: Kærar þakkir. Clone Wars er náttúrulega teiknimyndin sem kom út í fyrra. Fannst þér hún best? Áttu ekki örugglega við Attack of the Clones?
Hrannar Baldursson, 5.4.2009 kl. 16:33
rétt, ég hef ekki einu sinni séð Clone Wars teiknimyndina.
Stefán Einarsson, 6.4.2009 kl. 10:58
Mér finnst mjög gaman að horfa á kvikmyndir og spá í þær í góðu spjalli við aðra áhugsama kvikmyndaunnendur. Það sem mér finnst merkilegt er hve smekkurinn er misjafn og hve ólíka hluti fólk setur á oddinn þegar skera á úr um hvort kvikmynd er góð eða slæm. Mér finnst t.d. ekkert sérstakt atriði að kvikmynd sé afþreying, meðan sumir fúlsa við myndum sem ekki eru spennandi og hraðar.
Ég hef líka tekið eftir að smekkurinn er mikið háður kvaða kynslóð maður tilhreyrir. Mér finnst t.d. gjarnan standa upp úr þær myndir sem höfðu mest áhrif á mig þegar hugurinn var opnastur og mest í mótun í kring um tvítugt, en núna er ég rúmlega fimmtugur.
Ég ætla að skella hér inn nokkrum af mínum uppáhaldsmyndum, án þess að vera e.t.v. að halda fram að þær séu þær bestu allra tíma.
2001: A Space Odissey
A Clockwork Orange
One Flew over the Cuckoo's Nest
Deer Hunter
og svo koma hér 2 seinni tíma,
The Matrix
Lost Highway
Annars gæti ég talið upp langan lista af myndum sem eru mér að skapi:
Amadeus
Margar Polanski myndir, en þó sérstaklega Bitter Moon
Margar Stanley Kubrick myndi, t.d. Barry Lyndon
Dark City (Minnir mikið á The Matrix, en er eldri)
True Romance
Silence of the Lambs
The Cell (Veit að er tæpt út af Jenifer Lopez, en er samt í uppáhaldi)
Bullit
The Big Lebowski
Brazil
Ég verð að taka undir með sumum hérna að mér finnst LOTR myndirnar hrikalega ofmetnar og ég skil ekki Braveheart að eigi erindi í svona lista.
Theoddór Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.