Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hversdagshetjan Egill Helgason og hans kátu menn ofsóttir vegna baráttu gegn fjármálasvikum og spillingu?
3.4.2009 | 09:10
Egill Helgason hefur verið mest áberandi allra manna sem koma með áhugaverðar og gagnlegar hugmyndir fyrir þjóðina, sérstaklega í kjölfar Hrunsins. Það er óskipt honum að þakka að Eva Joly hefur tekið að sér ráðgjöf til íslensku þjóðarinnar til að fletta ofan af glæpamönnunum á bakvið mesta bankarán aldarinnar. Síðasta sunnudag fékk hann óþægilegan gest frá Bandaríkjunum sem sýndi fram á siðleysi í gjaldþrotaskiptum. Næsta sunnudag fær hann síðan Michael Hudson í heimsókn, hagfræðing sem er afar gagnrýninn á úrræðaleysi nútímahagfræði og bent hefur á að 4000 ára kenningar frá Babylon virki betur en það sem er uppi á tengingnum í dag.
Í þessari frétt frá því í gær er sagt frá kröfu Fjármálaeftirlitsins um að upplýsingar verði fjarlægðar af bloggi Egils, en Egill hefur verið duglegur að hvetja fólk til að leka upplýsingum sem geta komið rannsókn á spillingum og fjármálaglæpum að gagni.
Lesandi gæti spurt sig:
- Er Egill að hvetja lesendur sína til að fremja glæpi?
- Er Fjármálaeftirlitið að vernda spillingu með kjafti og klóm?
- Er Egill fórnarlamb FME?
- Er FME fórnarlamb Egils?
- Getur verið að skrif og þættir Egils Helgasonar séu farnir að valda mönnum töluverðum óþægindum?
- Er Egill Helgason sókratísk broddfluga?
- Hvað er hlutverk Fjármálaeftirlitsins?
- Af hverju er FME á eftir Agli Helgasyni og blaðamönnum á þessum tímapunkti?
- Getur verið að FME ráði einungis við smámál eins og leka vegna bankaleyndar, en ekki stórmál eins og fjármálasvik, þar sem þarf virkilega að eyða púðri í að vinda ofan af sannleikanum?
- Hvaða áhrif mun þetta áreiti hafa á vinnuframlag Egils Helgasonar til framtíðar?
Og svo er það stóra spurningin:
Er það siðlegt en löglaust af Agli Helgasyni að birta upplýsingar sem eiga að vera huldar sjónum almennings vegna bankaleyndar?
Ef ég leita af fyrirmyndum sem endurspegla hegðun Egils, þá koma upp myndir af Hróa Hetti og Zorro, goðsagnakenndum hetjum á krísusvæðum sem tóku frá hinum ríku og gáfu þeim fátæku, og voru ofsóttir fyrir.
Kannski Egill ætti að fá sér húfu með fjöður og svarta grímu, svona í tilefni dagsins?
Reyndar væri ósanngjarnt af mér að minnast ekkert á það að Mogginn hefur verið að standa sig vel og blaðamenn hans orðið fyrir sams konar pílum Fjölmiðlaeftirlitsins.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 777737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér Hrannar.
Bloggið hjá þér er oftast verulega gott og mjög ofarlega á vinsældalistanum hjá mér.
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2009 kl. 10:59
Það er ávallt saga á bak við hverja sögu. FME er í raun að staðfesta söguna á útsmoginn hátt.
Júlíus Valsson, 3.4.2009 kl. 10:59
Góð grein Hrannar.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 11:03
Þú bara klikkar ekki Don
Ómar Ingi, 3.4.2009 kl. 11:46
Hrannar það eru lög í landinu og eftir þeim verður Fjármálaeftirlitið að fara. Það er hins vegar mikilvægt í ljósi þeirrar reynslu sem við nú höfum fengið að breyta þessum lögum. Þetta hefði sennilega átt að vera eitt af fyrstu verkefnum sem ríkisstjórn hefði átt að ganga í og spurningin hvort hægt yrði að samþykkja svona lög með hraði.
Sigurður Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 17:27
Sigurður, það er alveg rétt hjá þér að það séu lög í landinu, en spurningin er hvort yfirvöld eigi að nota starfskrafta sína í að rannsaka þá sem settu þjóðina á hausinn, eða þá sem upplýsa þjóðina um það hvernig hún var sett á hausinn. Hvað finnst þér mikilvægara?? Það einasta sem maður fréttir eftir "hrunið" er að lögreglan hefur náð í rassgatið á einhverjum "pulsuþjófum" og FME fer á eftir blaðamönnum sem upplýsa þjóðina um óþverraskapinn í sambandi við efnahagshrun Íslands. Hef séð skrif frá þér áður um svipaða hluti og spyr því sjálfan mig, hvort þú sést hluti af einhverskonar "áróðursherferð" til að gera lítið úr því sem skeð hefur með efnahag landsins og verja þá sem stóðu við stjórnvölinn?? Vona ekki.
Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:14
Hér eiga við fleyg orð Vilmundar Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust." Sem má líka snúa við: "Siðlegt en þó lögbrot."
Ómar Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 21:28
Er ekki líka von á John Perkins í viðtal til Egils á sunnudaginn.
Hann nefndi það í síðasta þætti. Veit kannski enginn hver Perkins er?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.4.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.