Hversdagshetjan Egill Helgason og hans kátu menn ofsóttir vegna baráttu gegn fjármálasvikum og spillingu?

 

egill_helgason_2sized

 

Egill Helgason hefur verið mest áberandi allra manna sem koma með áhugaverðar og gagnlegar hugmyndir fyrir þjóðina, sérstaklega í kjölfar Hrunsins. Það er óskipt honum að þakka að Eva Joly hefur tekið að sér ráðgjöf til íslensku þjóðarinnar til að fletta ofan af glæpamönnunum á bakvið mesta bankarán aldarinnar. Síðasta sunnudag fékk hann óþægilegan gest frá Bandaríkjunum sem sýndi fram á siðleysi í gjaldþrotaskiptum. Næsta sunnudag fær hann síðan Michael Hudson í heimsókn, hagfræðing sem er afar gagnrýninn á úrræðaleysi nútímahagfræði og bent hefur á að 4000 ára kenningar frá Babylon virki betur en það sem er uppi á tengingnum í dag.

Í þessari frétt frá því í gær er sagt frá kröfu Fjármálaeftirlitsins um að upplýsingar verði fjarlægðar af bloggi Egils, en Egill hefur verið duglegur að hvetja fólk til að leka upplýsingum sem geta komið rannsókn á spillingum og fjármálaglæpum að gagni.

 

zorro

 

Lesandi gæti spurt sig:

  1. Er Egill að hvetja lesendur sína til að fremja glæpi?
  2. Er Fjármálaeftirlitið að vernda spillingu með kjafti og klóm?
  3. Er Egill fórnarlamb FME?
  4. Er FME fórnarlamb Egils?
  5. Getur verið að skrif og þættir Egils Helgasonar séu farnir að valda mönnum töluverðum óþægindum?
  6. Er Egill Helgason sókratísk broddfluga?
  7. Hvað er hlutverk Fjármálaeftirlitsins?
  8. Af hverju er FME á eftir Agli Helgasyni og blaðamönnum á þessum tímapunkti?
  9. Getur verið að FME ráði einungis við smámál eins og leka vegna bankaleyndar, en ekki stórmál eins og fjármálasvik, þar sem þarf virkilega að eyða púðri í að vinda ofan af sannleikanum? 
  10. Hvaða áhrif mun þetta áreiti hafa á vinnuframlag Egils Helgasonar til framtíðar?

Og svo er það stóra spurningin:

Er það siðlegt en löglaust af Agli Helgasyni að birta upplýsingar sem eiga að vera huldar sjónum almennings vegna bankaleyndar?

 

flynn_robin_hood

 

Ef ég leita af fyrirmyndum sem endurspegla hegðun Egils, þá koma upp myndir af Hróa Hetti og Zorro, goðsagnakenndum hetjum á krísusvæðum sem tóku frá hinum ríku og gáfu þeim fátæku, og voru ofsóttir fyrir.

Kannski Egill ætti að fá sér húfu með fjöður og svarta grímu, svona í tilefni dagsins?

Reyndar væri ósanngjarnt af mér að minnast ekkert á það að Mogginn hefur verið að standa sig vel og blaðamenn hans orðið fyrir sams konar pílum Fjölmiðlaeftirlitsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Tek undir þetta með þér Hrannar.

Bloggið hjá þér er oftast verulega gott og mjög ofarlega á vinsældalistanum hjá mér.

Sæmundur Bjarnason, 3.4.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er ávallt saga á bak við hverja sögu. FME er í raun að staðfesta söguna á útsmoginn hátt.

Júlíus Valsson, 3.4.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góð grein Hrannar.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Ómar Ingi

Þú bara klikkar ekki Don

Ómar Ingi, 3.4.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrannar það eru lög í landinu og eftir þeim verður Fjármálaeftirlitið að fara. Það er hins vegar mikilvægt í ljósi þeirrar reynslu sem við nú höfum fengið að breyta þessum lögum.  Þetta  hefði sennilega átt að vera eitt af fyrstu verkefnum sem ríkisstjórn hefði átt að ganga í og spurningin hvort hægt yrði að samþykkja svona lög með hraði.

Sigurður Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 17:27

6 identicon

Sigurður, það er alveg rétt hjá þér að það séu lög í landinu, en spurningin er hvort yfirvöld eigi að nota starfskrafta sína í að rannsaka þá sem settu þjóðina á hausinn, eða þá sem upplýsa þjóðina um það hvernig hún var sett á hausinn. Hvað finnst þér mikilvægara?? Það einasta sem maður fréttir eftir "hrunið" er að lögreglan hefur náð í rassgatið á einhverjum "pulsuþjófum" og FME fer á eftir blaðamönnum sem upplýsa þjóðina um óþverraskapinn í sambandi við efnahagshrun Íslands. Hef séð skrif frá þér áður um svipaða hluti og spyr því sjálfan mig, hvort þú sést hluti af einhverskonar "áróðursherferð" til að gera lítið úr því sem skeð hefur með efnahag landsins og verja þá sem stóðu við stjórnvölinn?? Vona ekki.

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:14

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér eiga við fleyg orð Vilmundar Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust." Sem má líka snúa við: "Siðlegt en þó lögbrot."

Ómar Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 21:28

8 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Er ekki líka von á John Perkins í viðtal til Egils á sunnudaginn.

Hann nefndi það í síðasta þætti. Veit kannski enginn hver Perkins er?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.4.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband