Hannes Sigmarsson hef ég þekkt alla mína ævi, og get vottað að þar fer strangheiðarlegur einstaklingur sem hefur sín mál á hreinu. Hann hefur verið aðgengilegur allan sólarhringinn í fjölmörg ár fyrir íbúa Fjarðarbyggðar (þarna erum við ekki að tala um eitt hverfi, heldur nokkur bæjarfélög), og í sumarfríum sínum fer hann ekki til sólarstranda - nei, hann fer til starfa á sjúkrahúsum á Norðurlöndum þar sem hann sækir sér aukna þekkingu. Hann er gífurlega metnaðarfullur sem læknir og veit að það er hans skylda að viðhalda stöðugt þekkingu sinni.
Síðustu tíu árin hafa íbúar Fjarðarbyggðar notið þess öryggis sem fylgir því að hafa aðgengi að lækni nótt sem nýtan dag. Þegar hann fær útköll er hann alltaf reiðubúinn til að mæta á staðinn, nokkuð sem allir vita á Austfjörðum, og að sjálfsögðu útbýr hann reikninga fyrir tímann sem fer í þessa aukavinnu.
Að slíkt vinnulag skuli vera gagnrýnivert sýnir okkur einfaldlega að eitthvað mikið er að í okkar samfélagi.
Þegar manneskja er mikið veik og hringt er í lækni, hvort er betra - að læknirinn leggi strax af stað, eða segi að vegna sparnaðar komist hann ekki fyrr en næsta morgun eða þarnæsta dag, að það fari eftir hversu mikið verður að gera á heilsugæslunni? Eða í næstu viku á eftir?
Auðvitað er eina rétta ákvörðun læknis meti hann aðstæður þannig að fara á staðinn og sinna sjúklingnum.
Hannes er þekktur fyrir að leggja mikið á sig fyrir skjólstæðinga sína, en þetta mál snýst um að þetta mikla framlag hans sé óvenjulegt, að læknar séu yfirleitt ekki svona aðgengilegir, ósérhlífnir og duglegir. Hvernig væri frekar að heiðra slíkan mann en að gera tilraun til að leggja orðspor hans og sálarheill fjölskyldu hans að veði með því að vega að honum í fjölmiðlum?
Þarna er ég hræddur um að sá sem ásakar hljóti að hafa skotið sig í fótinn. Ætli hann þurfi læknishjálp?
Önnur blogg um þetta mál:
Björn Grétar Sveinsson: eitraðar ásakanir "forstjóra"
Allir sem til þekkja störf Hannesar vita að þær ærumeiðingar og ásakanir sem hann er sakaður um er í besta tilfelli þvættingur : Við erum svo sannarlega mörg sem munum slá skjaldborg um okkar góðu lækna til að verjast þessu árásum á heiðalega menn.
Björn S. Lárusson (B.Lár): Sérkennilegur "fjárdráttur"
"Mál Hannesar Sigmarssonar læknis á Eskifirði er mjög sérstakt. Stuðningsyfirlýsingar frá starfsfólki Hulduhlíðar, dvalarheimilis aldraðra á Eskifirði og skrif íbúa vitna um það. Einar Rafn framkvæmdastjóri HSA hefur ekki verið vinsælasti maðurinn á Austfjörðum en Hannes er aftur á móti mjög dáður læknir af flestum í sínu héraði. Hann vann myrkrana á milli og var ætíð boðinn og búinn þegar aðstoð þurfti fyrir starfsmenn við byggingu álversins"
Starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði: Lýsa stuðningi við Hannes
Við starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði lýsum yfir eindregnum stuðningi við Hannes Sigmarsson, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og undrumst þá aðför sem að honum er gerð vegna hollustu hans við sjúklinga í Fjarðabyggð.
Vel liðinn og góður maður
Hannes er vel liðinn og Austfirðingar eru slegnir yfir þessari árás þennan farsæla og góða mann. Manni finnst nú eins og verið sé að skjóta fyrst og spyrja svo með birtingu þessara ásakana, segir einn íbúi á Eskifirði sem dv.is hafði samband við. Hann segist ekki útiloka það að safnað verði undirskriftum Hannesi til stuðnings. Slíkt sé andrúmsloftið þar fyrir austan.
Maður heyrir bara í fréttum að hann sé grunaður um fjárdrátt og málið sé komið í rannsókn hjá lögreglu. Almenningur veit náttúrulega ekkert um þá hlið mála, hvað hann á nákvæmlega að hafa gert af sér. En þetta er ekki allt með felldu þegar svona er sett í fjölmiðla og menn nánast teknir af lífi. Þarna er einhver að fara fram úr sér held ég, segir heimildarmaður DV að austan.
Yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar leystur frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þekki ég manninn ekkert, hann er eflaust frábær.
En ég skil vel vinnuveitanda sem vill ekki borga yfirvinnu starfsmanns sem vinnur alltaf 250-300 tíma í mánuði (þó hann vinni vel). Það kemur vinnuframlaginu ekkert við.
Farsæl lausn á þessu máli væri eflaust að semja við hann um skert laun fyrir útköll ef þau verða "of mörg". Þá sést fljótlega hvort það eru sjúklingar eða peningar sem hann er að eltast við.
Einar Jón, 20.2.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.