Skyldulesning á Silfri Egils eftir Björn Þorra Viktorsson hæstaréttarlögmann

 

54mm%20Roman%20Testudo%20(2)

 

Til að lesa alla greinina, smellið á "Hugleiðingar lögmanns"

Það er einfaldlega þannig að þegar aðilar eru í viðvarandi viðskiptasambandi (lánasamningur til langs tíma er t.d. slíkt    viðskiptasamband), þá hvílir gagnkvæm tillits- og trúnaðarskylda á aðilum.  Þannig getur annar aðilinn skapað sér bótaskyldu gagnvart viðsemjanda sínum ef hann bregst þeirri skyldu og það leiðir til tjóns gagnaðilans.  Nákvæmlega þessi staða er uppi hér á landi nú, gömlu bankarnir hafa algerlega brugðist skyldum sínum í þessu efni og það hefur leitt til gríðarlegs tjóns fyrir viðsemjendur þeirra. Þetta verður ennþá augljósara í því ljósi að bankarnir eru „ráðandi aðili“ í þessu samningssambandi, bæði í krafti stærðar sinnar og sérfræðikunnáttu, en það er almenn lögskýringarregla í málum af þessum toga að sá sem kemur fram sem sérfræðingur og ráðandi aðili í samninssambandi, þarf að svara ríkari skyldum um tillit við viðsemjanda sinn. Öll löggjöf varðandi neytendasjónarmið og neytendavernd er m.a. byggð á þessum sjónarmiðum.

Þessu til viðbótar má einnig velta fyrir sér stöðu aðila í samningssambandinu útfrá ákvæðum samningalaga, en þar er að finna ákvæði um forsendubrest og atvik sem leitt geta til þess að samningi sé vikið til hliðar að hluta eða öllu leyti, sem einnig geta almennt fastlega komið til greina í réttarsambandi skuldara og lánveitenda hér á landi í dag.

Í ljósi ofanritaðs tel ég algerlega fráleitt að nýju bankarnir innheimti að fullu skuldaviðurkenningar gömlu bankanna, enda liggur fyrir að sá grunnur sem samningur aðila byggði á hefur verið eyðilagður með aðgerðum gömlu bankanna, æðstu stjórnenda þeirra og eigenda.  Vegna þessa tel ég að nýju bankarnir hafi ekki lagalegan rétt til að krefjast fullrar greiðslu allra þeirra krafna sem þeir halda nú á, enda geta þeir ekki öðlast betri rétt en sá sem þeir leiða rétt sinn frá.  Ég hvet því alla þá sem nú er verið að biðja um að skrifa uppá ný skuldaskjöl að gera það með fyrirvara ef þeir vilja láta reyna á mál sín fyrir dómstólum, enda kunna menn að glata eða a.m.k. minnka mótbárurétt sinn með því að gera ekki fyrirvara um slíkt í nýjum skulda- eða skuldbreytingaskjölum.


Og...

En hvaða leiðir á að fara til að minnka skuldir?

Við því er ekkert eitt „rétt“ svar og ljóst er að hver sú leið sem verður valin mun verða umdeild.  Það er hins vegar úr ýmsu að moða og nauðsynlegt að velta nú þegar upp sem flestum möguleikum í þessu efni, einfaldlega til að við fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Ein af þeim leiðum sem mér hefur dottið í hug er að byrja á því að taka á vandamálunum með gengistryggðu lánin og stöðva ógnarhjól verðtryggingarinnar, en þessa tvo þætti má telja stærstu dómínokubbana í því ferli sem við er að etja, auk lækkandi eignaverðs í landinu.  Þar sem gömlu bankarnir og eigendur þeirra hafa orðið uppvísir að því að ráðast gegn gengi krónunnar og viðskiptamönnum sínum nánast allt árið 2008, kæmi að mínu áliti til greina að alþingi setti lög sem heimiluðu skuldurum lána í erlendri mynt að skuldbreyta þeim í krónur miðað við gengisvísitölu krónunnar áður en þessar grímulausu árásir hófust.  Þannig yrðu lánin verðsett miðað við þá gengisvísitölu (130-150 stig), framreiknuð til dagsins í dag miðað við vísitölu neysluverðs til að gæta jafnræðis við þá sem skulda í krónum og afnema síðan með lögum vísitöluna til næstu 6 eða 12 mánaða á meðan menn taka afstöðu til þess hverja framtíðarskipan á að gera í þeim efnum.  Verðtrygging er ekkert náttúrulögmál, enda var henni komið á með svolölluðum Ólafslögum,
nr. 13/1979.  Fyrir þann tíma höfðu íslendingar lifað ágætu lífi (eins og aðrar þjóðir) án verðtryggingar. Með þessu yrði blásið nýrri von í brjóst almennings og fyrirtækja og skapaður raunhæfru grundvöllur til að halda áfram að skapa verðmæti í efnahagskerfinu. 
Björn Þorri Viktorsson, hrl

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

En er ekki geggjað að ríkisvald sé ekki að grípa til róttækra aðgerða til að finna heildarlausn á skuldastöðu íbúðakaupenda? Er þetta lið svona firrt að það sjái ekki hvað er að ske?

Margrét Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Margrét: Það er svolítið geggjað, jú.

Ásdís: ?

Gunnar Þór: Það hljóta að vera einhverjir hæfir forystumenn, einhvers staðar... einhverjir sem hugsa um annað en að halda völdum.

Hrannar Baldursson, 14.2.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hmmm... Gunnar... ég er víst ófær til að svara þessari spurningu, en það hlýtur að vera að minnsta kosti einn þarna.

Hrannar Baldursson, 14.2.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Takk fyrir að benda á þessa grein Hrannar, þetta er mjög fróðlegt en mér hefur skilist að Björn Þorri sé einn allra færasti lögmaður landsins og mjög harður í horn að taka í réttarsalnum.

Ég tel að sú eingöngu sú aðgerð að afnema verðtryggingu myndi fara langleiðina með að vinna kosningarnar fyrir sitjandi ríkisstjórn. 

Guðmundur Sverrir Þór, 14.2.2009 kl. 00:59

6 identicon

Öll skynsamleg rök benda i sömu átt í þessu verð- og gengistryggingarbulli.  Ef menn vilja verðtryggja lán þá þarf náttúrulega að verðtryggja tekjurnar með sama hætti því annars er ekki hægt að borga lánin.  Það er svo einfalt.  Auk þess er það ekkert flókið að skipta um vísitölu og miða hana t.d. við vísitölu fasteignaverðs - og láta þá lánin lækka í takti við lækkandi verð veðanna.  Það var einu sinni stuðst við lánskjaravísitölu en síðan skipt yfir í neysluverðsvísitölu ég sé ekki af hverju það sé eitthvað því til fyrirstöðu að skipta núna yfir í vísitölu fasteignaverðs.  Það er eins og sumir haldi að þessi vísitala sé einhver heilagur mælikvarði sem grundvallist á hinum eina stóra sannleika.  Svo er ekki heldur er þetta reiknað út af venjulegum skrifstofumönnum með mikilli óvissu og ónákvæmni.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband