Bréf til þingmanna vegna húsnæðismála - hver er að hlusta?

Þetta bréf sendi ég í tölvupósti til allra þingmanna í gær:

 

Þingmaður,

Verðbólgan er að éta upp dýrmætustu eignir heimila, húsnæði þeirra, en við vitum öll vel að án húsnæðis getur fjölskylda ekki lifað af á Íslandi - og getur ekki annað en hrakist úr landi.

Vonandi verður þessum málaflokki fylgt betur eftir á næstu dögum og skuldugum heimilum hjálpað á sanngjarnan máta, þá helst með gera fólki kleift að borga hraðar niður höfuðstól lána og setja þak á verðtryggingu, en verðbólga samkvæmt upphaflegum áætlunum bankanna var almennt reiknuð 2.5% - sem hefur síðan engan veginn staðist. Af hverju á fólkið að gjalda með heimilum sínum fyrir þessar röngu upplýsingar frá sérfræðingum bankanna?

Ég mæli eindregið með lestri þessarar greinar eftir Marínó G. Njálsson, sem fjallar á sanngjarnan og gagnrýnan hátt um þær aðgerðir sem gripið var til fyrir heimilin í landinu:

 

Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum

 

Þarna má finna kjarna málsins og ég vona innilega að við getum lært á honum.

 

Einn þingmaður hefur svarað bréfinu og sýnt að hann hlustar, Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu. Fær hann þakkir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Tómas Þráinsson

Takk fyrir þetta framtak félagi. Vona að eitthvað af þessu fólki hafi manndóm í sér til að láta til sín taka og ljá þessu lið

Tómas Þráinsson, 27.1.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Hrannar.  Gutti góður.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:16

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki lækkun verðbóta, afnám og ekkert minna, takk fyrir takk. Og afnám hluta skulda okkar af húsnæðislánum áður en þjóðin fer á götuna.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég þakka þér fyrir að vekja athygli á skrifum mínum, Hrannar.  Ég vona að þetta vekji þá til umhugsunar um hve lítið þeir hafi í raun gert.  Sá svo sem að Samfylkingin hafði sett fram nokkrar kröfur í 10 atriðalistanum sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki gengið að, en það er ekki nóg að tala og tala heldur verður að grípa til aðgerða.

Ég er í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og við höfuð þegar boðið stjórnvöldum að koma að svona vinnu.  Eigum bókaðan fund með félags- og trygginganefnd í fyrramálið, þar sem við munum leggja fram kröfum um stöðvun aðfara og nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði fram til 1. nóvember í haust.  Vonandi skilja þingmenn að þetta er nauðsynlegt.

Marinó G. Njálsson, 27.1.2009 kl. 12:37

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nú hafa samtals þrír alþingismenn svarað póstinum: Atli Gíslason (VG) og Jón Magnússon (Frjálsl.) virðast vel vakandi yfir þessu máli.

Marínó: Hagsmunasamtök heimilanna eru frábært framtak sem verður að fylgja vel eftir.

Hrannar Baldursson, 27.1.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hrannar, takk fyrir það.  Já við ætlum að vera vakandi yfir hagsmunamálum heimilanna hvað varðar veðlánin.  Stjórnmálamenn eru farnir að hafa áhuga á þessu máli og þá erum við tilbúin.

Varðandi svör þingmannanna.  Heldur þú að ég gæti fengið afrit?  mgn@islandia.is

Annað:  Það er Marinó, ekki Marínó.

Marinó G. Njálsson, 27.1.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi fólki á heimasíðuna

Ef við eigum að bjarga heimilunum í landinu verða þau að standa saman og koma sjálf með hugmyndir að lausnum. Ef við finnum lausnirnar sjálf verða þær betri en ef við sitjum með hendur í skauti og bíðum eftir að ríkisstjórnin bjargi okkur. 

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 17:57

9 Smámynd: Brattur

Flott framtak Hrannar... þetta er stóra vandamálið sem við VERÐUM að fara að finna lausn á... og það strax á mánudaginn... ógnvænlegt að sjá lánin hækka um hundruð þúsunda á mánuði...

Brattur, 28.1.2009 kl. 22:12

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir titt framtak Hrannar.Og takk fyrir ad benda á grein Marinós.Hafdi reyndar lesid hana.

Med kvedju frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband