Vissir ţú ađ fyrsti jólasveinninn lenti í fangelsi fyrir ađ berja biskup?

 

 

 

Jólin koma.

Sumir segja jólin vera kristna hátíđ, ađrir segja hana vera heiđna. Allir ţekkja Coca-Cola jólasveininn og líka hina 13 íslensku jólasveina sem sífellt reyna ađ bćta sig ţrátt fyrir verra en slakt uppeldi hjá Grýlu og Leppalúđa. Einhvern veginn tengist Jesúbarniđ líka jólunum og vitringarnir ţrír.

Talađ er um anda jólanna, viđ köllum hann jólaskap. Ţetta jólaskap er tengt ţví ađ hafa gaman af jólalögum, finna gjafir handa ţeim nánustu og hlakka til ađfangadagskvölds og síđan jólahátíđarinnar allrar. 

 

 

 

 

Hvađan kemur jólaskapiđ?

Til ađ svara ţeirri spurningu vil ég kynna ţér fyrir manni sem fćddist um áriđ 275 í 15.000 manna bć ađ nafni Patara sem stađsett er í Tyrklandi.

Hann hét Nikulás. Síđar var hann kallađur heilagur Nikulás.

Ţegar hann var enn barn létust foreldrar hans, Epífaníus og Jóhanna, í faraldri. Ţau voru kristin ađ trú og vellauđug, ţannig ađ Nikulás erfđi bćđi kristna trú og mikil auđćvi. Hann ákvađ ađ verja auđćvum sínum viđ ađ ađstođa hina fátćku, ţjáđu og sjúku međ ţví ađ gefa fólki sem ţurfti á nauđsynjum ađ halda.

 

 

 

Hann gaf ţessar gjafir međ leynd og ćtlađist ekki til ađ fá neitt til baka.

Frćg saga segir af fátćkum manni sem var viđ ţađ ađ selja ţrjár dćtur sínar í ţrćldóm, ađ hann fann á heimili sínu ţrjár pyngjur fullar af gulli, og tókst ţannig ađ bjarga börnum hans frá hrćđilegum örlögum. Pyngjurnar voru síđan raktar til Nikulásar.

Nikulás stundađi pílagrímsferđir til Jerúsalem og bjó ţar um tíma, en flutti síđan aftur til Tyrklands, til borgarinnar Myra, sem nú heitir Demre. Nikulás er yfirleitt kenndur viđ Myra. Ţar varđ hann ungur ađ aldri biskup yfir borginni, og varđ hann fljótt ţekktur fyrir auđmýkt, gjafmildi til ţeirra sem ţurftu á ađ halda, ást hans á börnum, baráttu hans fyrir réttlćti og umhyggju hans fyrir sjómönnum og föngum.

Sögur fara af honum ţar sem hann bjargađi ţremur saklausum einstaklingum frá rómverskri aftöku, og var hann vel ţekktur fyrir ađ skipta sér af ţegar ranglátir dómar voru kveđnir upp og fólk fangelsađ fyrir litlar eđa rangar sakir. Einnig er sagt af ferđum hans til Konstantínópel (Istanbúl í dag) ţar sem hann bađ keisarann um ađ lćkka skatta borgaranna í Myra. Einnig er sagt ađ hann hafi komiđ í veg fyrir hungursneyđ međ ţví ađ kaupa hveiti af skipum sem voru á leiđ til Alexandríu. 

Einnig eru til af honum kraftaverkasögur sem fćra töluvert í stílinn, en ţađ sem hann afrekađi í hinu hversdagslega lífi var nóg til ađ hans er enn minnst í dag, ţegar venjulegt fólk klćđist jólasveinabúningi og hjálpar jólasveininum ađ koma međ gjafir í skóinn eđa jólatréđ, - ţá er í raun veriđ ađ minnast heilags Nikulásar í verki.

Nikulás tók virkan ţátt í ađ skjalfesta kenninguna um hina heilögu ţrenningu og barđist af hörku fyrir henni á ráđstefnu í Nicaea, áriđ 325. Ţegar Arius frá Egyptalandi hélt ţví fram ađ Jesús,sonur Guđs vćri ekki jafningi föđur hans, Guđs sjálfs, ţá segir sagan ađ Nikulás hafi strunsađ yfir gólfiđ og gefiđ Arius vćnan löđrung.

 

 

714InstaPLANET_SaintandJesus
 

 

Fyrir löđrunginn var Nikulás fćrđur fyrir Konstantín keisara, sem bađ biskupa um ađ ákveđa refsinguna. Biskuparnir rifu af honum biskupaklćđin, hlekkjuđu hann og hentu í fangelsi. Nikulás skammađist sín fyrir uppákomuna og bađ fyrirgefningar. 

Nćsta morgun kom vörđur ađ Nikulási í fangaklefanum. Voru hlekkirnir lausir og hann aftur kominn í biskupsklćđi, og las hann í Biblíunni. Ţegar keisarinn frétti af ţessu krafđist hann lausnar Nikulásar og Nikulás var aftur gerđur af biskup yfir Myra, og vann máliđ um ađ Jesús og Guđ yrđu hér eftir taldir til jafningja. Ţú ţarft ekki ađ fara lengra en í trúarjátninguna og skođa ađeins sögu Kirkjunnar til ađ sjá hvađ ţessi ráđstefna hefur haft mikil áhrif.

Hvort ađ Jesús og María hafi birst Nikulás í fangelsinu ţessa örlagaríku nótt og fćrt honum lesefni og biskupaklćđi má liggja milli hluta - en ţađ er sagan sem Konstantín keisari fékk ađ heyra. Sjálfum finnst mér líklegra ađ einhver hafi heyrt af vandrćđum ţessa góđa manns sem hjálpađ hafđi svo mörgum, og ákveđiđ ađ koma honum til hjálpar.

 

mullan2-txt-1

 

Hvort sem er, ţá er ljóst ađ ţćr hugmyndir sem hann lifđi fyrir, ađ hjálpa ţeim sem minna mega sín og ađ sćlla sé ađ gefa en ađ ţiggja, eiga enn viđ í dag og ţá sérstaklega á jólunum.

 

Gleđilega hátíđ!

 

 

Heimildir og myndir:

St. Nicholas Center

Christian History

InstaPlanet Presents: Cultural Universe

Wikipedia


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

DARK KNIGHT.

Ómar Ingi, 23.12.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

Gleđileg jól

Óskar Ţorkelsson, 24.12.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Brattur

Gleđileg jól.

Brattur, 24.12.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Gleđileg jól!

Ţorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 17:14

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bestu óskir um gledileg jól Hrannar minn.Megi árid 2009 vera tér farsćlt og gefa gledi í hjarta.

falleg sagan af heilugun Nikulási.

Julehilsen fra Jyderup

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 24.12.2008 kl. 23:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband