Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvernig forgangsröðum við á krepputímum?
6.11.2008 | 09:19
Nú er svo komið að fjöldi fólks er að missa vinnu, fjöldi fólks getur ekki borgað af lánum sínum - lánum sem eru jafnvel hófleg - rétt fyrir þaki yfir höfuðið og fararskjóta. Þetta fólk er að upplifa stjórnvöld sem lömuð og aðgerðarlaus, og finna ekki að verið sé að koma nægilega til móts við þau. En það er reyndar skiljanlegt, því að það er svo margt í gangi og mörg verkefni fyrir höndum.
Væri ekki tilvalið að forgangsraða verkefnum?
Verkefnin að neðan eru ekki í ákveðinni röð, en þú vilt kannski hjálpa til við að forgangsraða.
- Finna bankaræningjana, reyna að fá peninginn til baka og hegna þeim.
- Losna við ríkisstjórnina af því að hún virðist ekkert gera við ástandinu, kallaði þetta yfir fólkið og er að gera illt verra. (Ég trúi ekki endilega að þetta sé allt satt).
- Reka seðlabankastjóra af því að hann byggði hagkerfið og hann gat ekkert gert við falli þess.
- Koma á stöðugleika og forgangsraða síðan.
- Finna leiðir fyrir fórnarlömb ránsins, þau sem eru að missa atvinnu og aðrar nauðsynjar.
- Afnema verðtryggingu. Þýðir að eigendur tapi hluta af eigum sínum en kemur í veg fyrir að skuldarar fari á hausinn.
- Mótmæla á laugardögum kl. 15:00 eða 16:00, og beina mótmælunum gegn einstaklingum frekar en að hafa þetta málefnalegt.
- Mótmæla á laugardögum kl. 15:00 eða 16:00, og mótmæla málefnalega frekar en gegn einstaklingum.
- Leggjast í þunglyndi og gera ekki neitt.
- Flýja land.
- Blogga um þetta og vona að það sé hlustað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 777737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Tenglar
Mínir tenglar
Áhugavert
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Að flýja land er nærtækast.
Þessi fasistastjórn sem nú ríkir virðist ætla að steypa þjóðinni endanlega í glötun.
Björn Bjarnason er að brýna vopnin sem á að nota til að bæla niður mótmælin.
Geðveiki glæpamaðurinn Davíð Oddsson situr sem fastast, hrækir á fólkið og heldur áfram að skaða þjóðina.
Geir Haarde þeytist um og hraðlýgur um allt og að öllum.
Erlendir leiðtogar og ríkisstjórnir eru undrandi yfir þessu skítapakki og vilja helst ekki koma nálægt þessum glæpamönnum.
Á norðurlöndunum er mikil samúð með íslenskum almenningi en fyrirlitningin á leiðtogum Íslands leynir sér ekki.
Þeir vilja ekki hjálpa ríkisstjórn Íslands og spilltri klíku hennar.
Ríkisstjórn Íslands hefur ekki lengur umboð þjóðarinnar til eins eða neins.
Það er brýnasta verkefnið að koma þessari spilltu valdaklíku frá og setja inn heiðarlegt og frambærilegt fólk í staðinn.
Þetta hefði átt að gera um leið og þetta ástand byrjaði.
Staðan í dag er í raun sú sama og í byrjun október.
Seðlabankinn er gjaldþrota.
Krónan er ekki lengur skráð sem gjaldmiðill.
Allt fjármálakerfi Íslands er hrunið.
Hin óhæfa spillta ríkisstjórn væflast um, rótar í rústunum og þykist vera að bjarga málunum.
Á meðan fara fyrirtæki landsins í þrot og tjón þjóðarinnar margfaldast.
RagnarA (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:10
Sammála. Hér þarf eitthvað að gera. Þetta aðgerðaleysi er verst. Mér finnst hins vegar nærtækast að fella niður eða afskrifa nú þegar dágóða summu af skuldum allra heimila í landinu. Hvers vegna ættum við ekki að njóta sömu fyrirgreiðslu og bankamennÐ?
Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:13
Ég er hræddur um að Ragnar A hafi hitt naglann á höfuðið. Þess vegna þarf að byrja á því að losna við ríkistjórn, og seðlabankastjórn. Stjórnvöld eru rúin trausti bæði innanlands og utan. Þau eru ófær um að ná einhverri lendingu. Það er meiri von með því að senda fólk sem valið er af handahófi úr símaskránni til að semja fyrir hönd þjóðarinnar.Stöðuleikanum náum við ekki nema að hreinsa til fyrst.
Staðan í dag er verri en í byrjun október vegna þess að alltaf styttist í að stór hluti almennings fái ekki útborguð laun
Magnús Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 17:44
Flyja land
Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 18:20
Alltaf hlustað á þig Hrannar
Fer með Hólmdísi til Dubai að hjúkra gömlum ríkum furstum
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:02
Mér líður svolítið eins og “múslima” en ég er ekki múslimi og hef verið skráð utan trúarsafnaða í 22 ár! En ég er Íslensk og hef alltaf verið stolt af því!
Faðir minn var Króati og einu sinni á lífsleiðinni átti ég þess kost að breyta um ríkisborgararétt. Það var þegar Króatía öðlaðist loks sjálfstæði, 1991 (með hjálp Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins). Þá voru lög um ríkisborgararétt þannig á Íslandi að ef ég tæki upp þjóðerni föður míns fyrirgæfi ég Íslenskum rétti móður minnar. Pabbi var ekki í neinum vafa (enda pólitískur flottamaður frá Kommunistaríki).....”vertu alltaf Íslensk, það er alltaf best!”
Nú held ég að pabbi myndi velta sér um í gröfinni ef hann vissi um ófremdarástand frelsismála á sínu heitelskaða Íslandi!
Dóms og Kirkjumálaráðherra hefur stofnað her til höfuðs sínum eigin þegnum!
Ríkissaksóknari rannsakar mál sonar síns? (segir af sér , en er ekki vanhæfur?).
Frjálsir fjölmiðlar farnir.
Seðlabankastjóri utan umræðu...eins og Títo og Stalin voru.
Þjóðin blæðir og yfirvaldið græðir???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:18
Takk fyrir þatta Hannar - Frekari tillögur í safnið
I. TAKA Á ICESAFE-krísunni
1) Virkja okkar menntaða mannauð og flytja út kennslu með stórfelldum innflutningi námsmanna frá þróunarlöndunum. Við gætum skrfifað stóran hluta af raunkostnaði okkar framlags á Breta og Hollendinga sem þróunaraðstoð við 3ja-heiminn og samhliða greitt niður meinta sklud ríkisins
2) Virkja mannauð okkar á heilbrigðissviði og flytja út læknisverk með stórfelldum innflutningi sjúklinga frá með tiltekna kvilla- stoðmeinakvilla, offituaðgerðir ofl. Við gætum skrfifað stóran hluta af raunkostnaði okkar framlags á Breta og Hollendinga sem þróunaraðstoð við 3ja-heiminn og samhliða greitt niður meinta sklud ríkisins.
3) Gerað samninga við Breta og Hollendinga um forkaupsrétt að vissumarki á próteinútflutningi frá Íslandi ( sjávarfang) næstu 50 árin. Gerum hér ráð fyrir að kreppan eigi efit að banka uppá í Bretlandi kröftugar en þeir hafa áður þekkt.
4) Semja um orkuflutning um sæstreng til Bretlands og skylirða virkjun í Þjórsá því verkefni hugnist þeim að nýta þann rétt sinn með fjármögnun á streng.
5) Greiða tífalt hætti upphæð en er til staðar í tryggingastjóðnum í dag - 19M * 10 = 190M kr
II. Taka á Gjaldeyris-og lánavandanum:
1) Bjóða eigendum krónubréfa að njóta raunávöxtunar í eigin mynt sem nemur 100-200 punktun yfir ávöxtunargetu í eigin landi með sambærilegri áhættu.
2) Auka gjaldeyristekjur af útflutningi á kennslu og læknisverkum með fyrrnefnum innflutningi skjólstæðinga. Hefur einnig vissulega í för með sér afleidda tekjuaukningu fyrir fyrirtæki og ríkissjóð.
3) Auka enn freka ferðatengda þjónustustarfsemi samanber m.a. í takt við það sem Björk hefur verið að kynna.
4) Stofna Northen Lights Casion ( Polar Casion) í Perlunni - ríkisrekið spilavíti þarsem einungis er unnt að taka þátt með erlendri mynt. Allt tal um siðferðilegan sóðaskap spilavítis ristir ekki djúpt í samanburði við það að leitast við að tæla erlent fjármagn til eyjunnar okkar í því skini að njóta vaxtarávinnings í skjóli 18%+ stýrivaxta og með fjlótandi gengi krónu.
5) Plægja frjósaman jarðveg fyrir sprotafyrirtæki, frumkvöðlavirkni, græðlinga og hvað við viljum kalla eflingu hins megnuga sjálfs sem býr í þjóðinni. Gæta þess svo að bera vel í jarðveginn - allan þann skít sem þarf ef annar áburður telst ekki betri.
6) Leitast við með öllum ráðum að auka gjaldeyristekjur af vörum og þjónustu sem þegar er semd úr landi. Verðgildisauka sem miðast við frekari nýtingu á innanlandsþjónustu þarf að nýta eins og frekast er unnt.
7) Draga þarf úr notkun á gjaldeyri eins og frekast er unnt í aðeins eitt Ólympíutímabil eða svo - stuttur tími. Útanríkisþjónusta skorin niður, innflutningur takmarkaður, .....
8) Ganga frá lánum við Norðurlöndin - alls um 600M sýnist mér vera í kortunum m.v. framlag Færeyinga og Normanna
9) Ganga frá framlengingu á lánalínum frá Norðurlödnunum
10) Semja um nýtingu auðlinda á hafsbotni við Noreg í tengslum við upptöku norsku krónunnar og rekstrarlegan samræmingu hagkerfanna.
11) Á forsendu samkomulags við Breta og Hollendinga þyggjum við lán frá IMF án strangrar stýringar þeirra enda tökum við upp norska krónu.
III: Taka strax á vanda heimilanna
1) Heimila strax eignastöðu íbúðalánasjóðs í íbúðarhúsnæði með yfirtöku skulda og leigjugjaldi í borgaranna í hlutfalli við greiðslugetu samkvæmt formlegum endurreisnarsamningi við hvern og einn. Hér er vísað til hugmynda Jóns og Gylfa um lækkun á eigin fé heimilanna með lækkun skulda niður að því marki að framfærslugeta hagkvæms heimilishalds sé tryggð. Hér þarf að vera svigrúm til að mæta tímabundið sértækum úrræðum til að tryggja öryggi og stöðugleika í umhverfi barna fyrst og fremst.
2) Veita atvinulausu fólki svigrúm til að njóta hlutastarfa hjá fyrirtækjum sem uppfylla samfélagslega ábyrg rekstrarskilyrði samkvæmt endurreisnarákvæðum neyðarlaga.
3) Útgáfa neyslukorta og dreifing til þeirra sem verst eru settir. Hér er um að ræða kort með daglegri hámarksúttekt sem einungis er unnt að nota til kaupa strikamerkta manneldisvöru sem kortið samþykkir.
4) Stofnun og efling grenndarráða þar sem nágrannasamstðað ( götuvernd, hverfakærleikur) verðu öflugasta grunneining endurreisnar og nærþjónustu við þá sem verst eru settir. Vettvangur stöðumats og umræðu í tengslum við opinbera aðlia sem málefni hvers og eins varðar. Vandinn sem blasir við mun slá fólk á öllum aldri og ekkert betra en að vita af opnum örmum í næsta húsi ef á þarf að halda. Öryggi og stöðugleiki barna er hér vissulega forgangsmál og viðbúið aðstanda verði vörð um að börn fái eftir sem áður notið félagsþjónustu og þátttöku í leik og skóla til jafns við jafnaldra sína.
úbbs - klukkan er orðin þetta margt - takk fyrir að vekja upp smá pælingu um einfaldar og framkvæmanlegar aðgerðir sem koma að gagni. Hvenær vill þú byrja á þessu Hrannar ? Þú bætir svo bara við listann Hrannar.
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 02:59
Takk Hrannar fyrir alla tína gódu pistla...ég tel mig pínulítid heppna ad búa erlendis en á tó mína fjölskyldu sem madur hefur áhyggjur af.Og audvitad áhyggjur af allri tjódinni.Enda hefur fólk haft samband vid mig undanfarid og bedid mig ad hjálpa sér ad finna atvinnu og húsaskjól hér í DK.Og hef ég ordid vid tví.
Svona er ísland í dag. Skelfilegt.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.