Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af hverju má ekki nota séreignalífeyrissparnað til að borga húsnæðislán?
3.11.2008 | 22:01
Einn vinnufélagi minn spurði þessarar spurningar yfir hádegisverðinum í dag. Rökin fannst mér nokkuð góð.
Lífeyrissjóðir eiga að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Hagsmunir viðskiptavina lífeyrissjóðanna felast í því við núverandi aðstæður að greiða upp húsnæðislán eins fljótt og mögulegt er.
Hér er ekki verið að tala um lífeyrissparnað, einungis séreignalífeyrissparnað, en hann á í hættu að skerðast verulega á næstu dögum. Af hverju ekki nýta hann til að greiða skuldir? Af hverju að bíða þar til við erum orðin 60 ára gömul til að taka hann út, þegar augljóst er að hagkvæmast væri að geta gert það strax í dag?
Mér fannst þetta ljómandi góð hugmynd hjá félaga mínum og vildi koma henni á framfæri.
Önnur speki sem rædd var yfir hádegisverðinum: af hverju eru lán ekki kölluð ólán, þar sem að lán virðast leiða oftar til óláns en láns?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Hugmyndir góðar
Ómar Ingi, 3.11.2008 kl. 22:11
Einmitt.....hef verið að tala um þetta.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 23:10
Það virðist oft gleymast að það er sama fólkið sem greiðir í sjóðina, fær lánað úr þeim og að lokum greiddan lífeyri.
Þóra Guðmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:26
Einn vinnufélagi minn sagðist sjálfur vera að velta því fyrir sér að fara í bankann sinn og leggja það til að það sem bankinn tapaði af sparnaði hans færi í frádrátt á skuldum hans við bankann. Honum fannst það sanngjarnt því þannig yrðu þeir kvittir. Þ.e. heildarskuldir hans mundu lækka um það sem næmi sparnaðinum hans sem bankinn tapaði.
Í framhaldi af þessu velti ég því fyrir mér hvers vegna fjárhagur bankanna gengi fyrir fjárhag almennings? Af hverju er fjárhagur stofnunar settur í forgang fyrir fjárhag einstaklinganna? Hver segir að bankinn eigi að fá allt sem hann lánaði einstaklingunum borgað upp í topp þegar hann hefur tapað peningunum sem honum var trúað fyrir og þarf ekki að taka neina ábyrgð á því? Tja, ég spyr mig þessara spurninga og finnst þær sanngjarnar ekki síst í ljósi þeirra frétta að skuldir einhverra bankastarfsmanna hafi verið afskrifaðar.
Ef það er hægt að afskrifa einhverjar skuldir af hverju er heildarsummu þess sem bankarnir telja sig hafa efni á að afskrifa ekki deilt á alla í stað nokkurra útvalda. Rök um að yfirmenn í bönkum megi ekki vera gjaldþrota eru fáránleg að mínu mati því reglum um slíkt má hnika um stundarsakir a.m.k. Það væri alla vega nær að breyta þeim heldur en að nota þau til að fría einhverja, sem áttu sennilega einhvern þátt í því að sigla þjóðarskútunni í strand, við sínum skuldum en láta svo allan venjulegan almenning blæða...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:19
Ég skil ekki af hverju bankarnir þurfa að afskrifa þetta.Ég er nýbúinn að skrifa eftirfarandi komment á eyjuna:
Menn verða ekki gjaldþrota þó þeir skuldi helling - það er ekki fyrr en gengið er á lánið sem vandræðin byrja.
Bankinn gæti (a.m.k. fræðilega séð) veitt þeim nýtt lán fyrir þessum upphæðum með veði í sálum þeirra.
Þeir myndu vinna fyrir bankann á eðlilegum launum, en með greiðsluáætlun þ.a. allt framyfir lágmarkslaun færi í að greiða upp lánið. Ef þeir hætta hjá bankanum er gengið á lánið, svo að við höfum praktískt séð nokkur hundruð hræbillega bankastarfsmenn sem eru þrælar bankans ævilangt.
Er það ekki bara sanngjarnt, m.v. vandræðin sem þeir komu okkur í?
Er eitthvað að þessari röksemdafærslu (annað en að bankamennirnir myndu aldrei setja sjálfa sig í ævilangt skuldafangelsi þó þeir hiki ekki við að gera það við aðra)?
Einar Jón, 4.11.2008 kl. 05:27
Ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég nota séreignalífeyrissparnaðinn minn í að borga niður skuldir. Það eru nokkur rök sem mæla á móti því.
Í fyrsta lagi er tap lífeyrissjóða á hruni bankanna ekki ávísun á frekara tap í framtíðinni. Þó að maður sé staddur í miðri kreppu og efnahagslegu fárvirði verður maður að passa að taka ekki örvæntingarfullar ákvarðanir sem gera ástandið og tapið meira en ella.
Í öðru lagi er verðbólga há en það eru vextir líka. Stór hluti af eignum lífeyrrissjóðanna er verðtryggður þannig að eign þeirra hækkar jafnts á við verðbólunga eins og lánina. 1 milljón af láni og ein milljón af sparnaði hækka því jafn mikið ef þau eru verðtryggð og ávöxtun sparnaðarins er jöfn vöxtum lánsins. Það væri nær að athuga í hvernig ávöxtun (hlutabréf, skuldabréf, verðtryggt, óverðtryggt o.s.frv.) hlutinn er hjá lífeyrissjóðnum og breyta því þá í þann farveg sem æskilegastur er.
Að lokum er séreignalífeyrissparnaður óaðfararhæfur. Það er, það er ekki hægt að gera lögtak í honum ef eigandi hans verður gjaldþrota. Það hafa margir orðið gjaldþrota s.s. vegna atvinnumissi, hækkun skulda, veikinda og fleira. Í þeim tilvikum getur fólk misst húsið sitt og allar aðrar eigur sínar en það er aldrei hægt að ganga að séreignarsparnaðinum.
Ég myndi því hugsa mig tvisvar um hvort skynsamlegt væri að nota lífeyrissparnaðinn til að greiða niður skuldir og strika því út lífeyrinn minn og í raun líftryggingu því þessi sjóður erfist við fráfall. Ég hvet alla til að afla sér upplýsinga um sinn séreignarsparnað og hvað fellst í honum.
Steinn Hafliðason, 4.11.2008 kl. 10:41
Ég verð að fá minn séreignasparnað borgaðan núna ! erlenda bílalánið mitt sem var í upphafi 1900þús og greiðslubyrðin á mán var 45þús er núna komin í 85þús og lánið komið í 3 milljónir ! ég er ekki að meika þetta lengur !
Sævar Einarsson, 4.11.2008 kl. 10:54
Ég er hlynntur þessu. Þó reglur og lög segi að það megi ekki greiða þetta út er bara neyðarástand í þjóðfélaginu sem kemur ekki upp nema einu sinni á öld.
Steinn segir:
Stór hluti af eignum lífeyrrissjóðanna er verðtryggður þannig að eign þeirra hækkar [til] jafns á við verðbólunga eins og lánin.
Eins og Þóra bendir á er það sama fólkið sem greiðir í lífeyrissjóðina og tekur lán. Ávöxtun lífeyrissjóðanna er þannig fengin með okurvöxtum á ungt fólk og aðra sem greiða í lífeyrissjóði.
Mér finnst sjálfsagt að gera þetta því lífeyrissjóðirnir hafa breyst í svikamyllur síðustu ár, sem spila í spilavítum hlutabréfamarkaðanna og eru búnir að tapa stórum hluta af því fé sem þeir tóku að sér að ávaxta fyrir okkur. Það er því ekki til mikils mælst þó þeir komi eitthvað til móts við þetta sama fólk.
Theódór Norðkvist, 4.11.2008 kl. 11:34
Ekki svo galið
Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:36
Ég myndi gjarnan vilja fá að innleysa viðbótarlífeyrissparnaðinn minn sem er í vörslu Landsbankans og fá að greiða niður skuldir með honum. Verst að það er ekki hægt því búið er að loka fyrir allar hreyfingar á sjóðnum, tímabundið að sögn en samt er ekki tilgreint hversu lengi eða hvað muni yfir höfuð verða um inneignir sjóðsfélaga. Ef það er glatað fé, þá verð ég að sjálfsögðu að krefjast þess að fá skuldir felldar niður á móti sem því nemur, annað er varla sanngjarnt...
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 15:08
Ef þið eruð að tala um viðbótarlífeyrissparnað sem gera ráð fyrir mótframlagi vinnuveitenda þá gilda lög um þann sparnað sem bankarnir geta ekki breytt, þú verður að tala við ríkisskattstjóra eða ráðherra ef þu villt tala við þá. Svo þyrftir þú að borga skatt af vibbanum þínum þegar þú tekur hann út þannig að það er betra að láta hann ávaxtast í nokkur ár í viðbót svo þetta séu nú nokkrar krónur þegar maður loks ætlar að nota þetta.
Svo á lífeyrissparnaður að vera öryggisnet í ellinni þegar maður er ekki jafn fær um að afla sér tekna og maður er þegar maður er ungur Þetta er jú einusinni kallað LÍFEYRISsparnaður. Efast líka að vinnuveitendur væru tilbúnir að leggja 2% ofan á sparnaðinn bara til að fólk geti borgað niður neysluskuldir eða of stór húsnæðislán.
Aftur á móti hefði verið sniðugt að spara fyrir utan viðbótarlífeyri, svona varasparnað eða neyðarsjóð. Það hafa fæsti íslendingar gert, reyndar erum við latastir vestrænna þjóða að spara peningana okkar. Þetta þurfa ekki að vera nemra nokkrir þúsundkallar á mánuði sem þú setur í mismunandi sparnaðarleiðir, svona til að minnka áhættu og tryggja stöðugu ávöxtun.
BJöggi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:56
Ég verð að segja að mér fannst gaman að lesa vangaveltur Einars Jóns hér að ofan. Mér finnst vangaveltur hans eiga fullan rétt á sér þó ég geri mér fulla grein fyrir að það sem hann stingur upp á myndi aldrei standast lög. En stenst það eitthvað frekar lög að íslenskur almenningur situr uppi með himinháar skuldir, er í rauninni í „skuldafangelsi“, vegna þess að stjórnvöld gáfu stjórnendum banka leyfi/svigrúm til að leggja þjóðarbúið undir í mjög vafasömu fjárhættuspili.
Þess vegna finnst mér röksemdarfærslur Einars Jóns fullrar athygli verðar. Ég sé ekkert réttlæti í því að íslenska þjóðin taki út dóminn fyrir þá sem bera raunverulega ábyrgð. Síst af öllu þegar það kemur í ljós að skuldir sumra þeirra hafa m.a.s. verið „þurrkaðar út“! Ég trúi því líka svona tæplega að skuld þeirra hafi verið fullkomlega afskrifuð. Er heildarsummu þeirra ekki bara velt út í vextina og innheimtar með aukinni vaxtabyrði á hinn almenna viðskiptavin bankans?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:54
Það eru ekki til nein vandamál, það eru aðeins til lausnir!
Þetta sagði leigutaki minn, verktaki sem leigði af mér íbúðina en var ekki búinn að ganga frá leigunni. Að sjálf sögðu fann hann lausnina og allir urðu sáttir, eftir ársleigu. Ekki veit ég hvernig gengur hjá Verktakafyrirtækinu mínu í dag, en ég hugsa líka til þeirra í þessum þrengingum. Þeir voru m.a með tug Pólverja í vinnu. Sennilega eru þeir allir farnir heim.
Annars er sennilega allt sem gjört er, mannanna verk. Getum við ekki fundið einhverjar lausnir fyrir okkur skuldarana.
Ég er með tvær greinar úr Fréttablaðinu fyrir framan mig, annars vegar skrifar Skrifar Sölvi Björn: Afnám verðtryggingarinnar er eitt þessara ráða og þess þarf að grípa strax. Það þarf hugrakka stjórnmálamenn til að höggva á rígbundna hnúta. En bregðist stjórnvöld ekki við er það eitt víst að allsherjarupplausn verður í landinu.
Gunnar Tómasson hagfræðingur segir: Það er skammgóður vermir fyrir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem er nú er væntanlegt er á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignarverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenskra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrisjóði....
Lítilsigldir tímar (góðærið) skapaði lítilsiglda stjórnmálamenn. Hinir ungu þingmenn í dag eru auðvitað eldklárir, en þeir eru bara klónaðir kerfiskarlar. Ég er m.a að hugsa um nokkra þingmenn sjálfstæðisflokksins. Þeir eru eitthvað svo ömurlegir. Eina sem þeir hafa áhuga á í hruni Íslands er hvort við fáum ekki örugglega að kaupa vín eða bjór í matvörubúðum. Og svo auðvitað að slá skjaldborg um Seðlabankastjórann. (Annars er ég orðinn bullandi meðvirkur. Finnst alveg skelfilegt að horfa upp á þann ágæta mann enda sinn góða feril á botninum. Mesti stjórnmálamaður Íslandssögunnar skilur Ísland eftir í rjúkandi rúst. Og ég bara finn til með honum)
Eina manneskjan á þingi og stjórnarráðinu sem ég treysti núna er flugfreyjan Jóhanna Sig. Flestir aðrir eru bara í hagsmunargæslu... Held ég.
Annars eru þetta góðar hugmyndir hjá þér. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað. Fjöldagjaldþrot mun ekki gagnast neinum. Það munu allir tapa...
Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.11.2008 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.