Hvar finnast tækifærin í fjármálakreppunni?

 

 

Á síðustu árum hafa bankarnir sogað til sín margt af besta vinnuafli landsins. Nú þegar bankarnir eru fallnir hlýtur þetta fólk að velta framhaldinu alvarlega fyrir sér. Sumir vilja kannski flýja af landi brott enda með góð viðskiptatengsl í öðrum löndum og eiga ekki í miklum vandræðum með að fá góð störf. Aðrir vilja sjálfsagt halda sig á heimaslóðum.

Það má ekki gleyma því að fyrir ofurþenslu bankanna, þá var pláss fyrir allt þetta fólk á Íslandi í störfum sem hentaði þeim. Stærðfræðingar voru yfirleitt sáttir við að grafa djúpt í leyndardóma stærðfræðinnar - frekar en leyndardóma vísitölunnar, eðlisfræðingar höfðu ekkert á móti því að stunda rannsóknir á eðli heimsins - frekar en eðli áhættunnar, kennarar höfðu ekkert á móti því að kenna - frekar en að stýra færslum í einhverju kerfi. Þetta fólk er loksins frjálst á nýjan leik.

Ef það hefur áhuga, bíður þeirra gífurlega mikið af tækifærum á Íslandi. Öll sú þekking sem orðið hefur til í bankaheiminum er ekki að engu orðin eins og peningurinn, þekkingin er ennþá til staðar og hún er mun traustari grundvöllur en hlutabréf og sjóðir. Fyriræki og stofnanir vantar svona fólk. Þetta fólk hefur bara ekki verið til viðtals á meðan það var djúpt sokkið í bankaheiminn.

Það má bjóða þau velkomin heim.

Kannski þýðir þetta að stressið í þjóðfélaginu taki að hjaðna, að foreldrar finni tíma til að sinna börnum sínum, og fjölskyldan verði aftur að undirstöðu íslenskt þjóðfélags.

Er eitthvað að því?

 

E.S. Hlustið á þetta viðtal sem var á Rás 2 í morgun:

Morgunútvarp Rásar 2

Hjálmar Gíslason bjartsýnismaður

 

Mynd: Algiz

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er frábær pistill,og stóri sannleikur þarna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.10.2008 kl. 22:15

2 identicon

Mér er spurn hvaða þekkingu menn eru að tala um, ég sá sjálfur '98 hvaða glæfraleikur var að fara í gang og var ekki boðið að vera með.

Dettur mér í hug göngin sem menn voru að pæla í og ég heirði af, frá meginlandinu og yfir í eyjar. Voru þetta ekki sérfræðingar og spekingar miklir sem vóru að segja að þetta væri bara gott mál. Var ekki í það látið skína, að þetta var vel gerlegt og meira að segja áætlun höfð uppi. Mér er spurn, hvar ætluðu menn að leggja göngin? Eftir jarðsprungunni miklu sem skilur álfurnar? ætluðu þeir kanski að byggja gufubað í gosgöngunum?

Hagkerfi banka að mig best minnir, byggist á gullforða sem þeir eiga að hafa sem tryggingu.  Peningar sem gefnir eru út, eru trygging fyrir inneign í þessu forðabúi bankanna. Inneignir einstaklinga, eru tryggðar af ríkinu svo að einstaklingar og félög fá alltaf inneignir sínar. Bandaríkjamenn afnámu gullkerfið, en notuðu i staðin framleiðslugetu þjóðarinnar.  Þetta gátu þeir, því að þeir standa fyrir ansi stórum hluta af náttúruauðlindum veraldar. Önnur ríki, eins og evrópu bandalags þjóðirnar brugðu við blöndu af þessum kerfum ... en trygging ríkisins fyrir inneignum, hefur aldrei verið afnumin svo að ég viti til.

Og þetta þekkingarbull, minnir mig á Benedikt Johannesson, doktor í Stærðfræði, sem eins og allir aðrir Íslendingar er með mynst 180 í greindarvíssitölu.  Sagði okkur nemendunum á sínum tíma, að lausn á öðru veldis formúlu væri ekki hægt að leiða út, og hefði verið fundin út með tilraunum ...

Menn hafa kanski á þessum tíma orðið gáfaðri en Einstein og lært að leiða þetta út? Mér er bara spurn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband