Hvort ertu með höfuðið í skýjunum eða fæturnar á jörðinni?

 

 

Til eru tvenns konar manneskjur í heiminum. Þær eiga í stöðugum átökum hvor við hina. Önnur vill frið þegar hin vill stríð. Önnur vill gefa þegar hin vill eignast. Önnur skapar tækifæri en hin tekur þau.

HINN LJÚFI HUGUR HINN HARÐI HUGUR
Lærir af hugsun
(Reglusöm og löghlýðin manneskja)
Lærir af reynslu
(Reglur eru til að brjóta þær, og lög má brjóta komist ekki upp um mann)
Hugsun
(Ég get hugsað um sama fyrirbæri frá 1000 sjónarhornum)
Hrifning
(Ég vil þetta og ég vil hitt, og helst aðeins meira en allir hinir)
Hugsjónir
(við þurfum að byggja okkur betri heim)
Efnishyggja
(Ég vil eignast flottari bíl, hús og meiri pening en allir hinir)
Bjartsýni
(En hvað þetta er flottur kleinuhringur!)
Bölsýni
(Það er gat á helvítis bollunni!)
Trú
(Ég vil byggja samskipti mín við aðrar manneskjur á trausti)

Trúleysi
(Fólk er fífl, það er engum treystandi nema manni sjálfum)

Frjáls vilji
(Ég get ákveðið hvernig ég lifi lífinu og það hefur áhrif á gildi lífsins)
Örlög
(Það er sama hvað maður gerir, ég enda hvort eð er í gröfinni eins og allir hinir)
Einhyggja
(Það er ágætt að leita einingar í þessum heimi)
Fjölhyggja
(Heimurinn er og verður alltaf sundraður)
Fer troðnar slóðir
(Fyrst þetta virkaði fyrir pabba, virkar það líka fyrir mig)

Fer ótroðnar slóðir
(Þó að pabbi hafi fylgt í fótspor föður síns, þarf ég ekki að gera það sama)

Þessar pælingar eru upprunnar frá heimspekingnum William James, en afar frjálslega skreyttar af undirrituðum. Ég veit að það er ekki hægt að skipta manneskjum svona í flokka - en maður getur lært eitthvað á því að pæla í svona hlutum.

  • Er eitthvað til í þessu?
  • Hvorum hópnum tilheyrir þú?
  • Hvorum hópnum vilt þú tilheyra? 


Mynd: AllPosters.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

I think therefore i Think

Ómar Ingi, 21.10.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sitt lítið af hvoru í hverjum og einum..  efast um að einhver manneskja sé algerlega í öðrum hvorum flokknum.. 

Óskar Þorkelsson, 21.10.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki spurning í hvorum hugarheiminum manni líður betur.  En eins og með fleiri á maður til að rása á milli.

Magnús Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 08:22

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er nú tannig ad vid göngum aldrey tann beina og  breida veg ad eilífu..tad nú líka bara gott og skemmtilegra ad rása svolítid..Er tad ekki?

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Væri fróðlegt að vita hvar Íslendingar sem þjóð væru staddir í svona hugleiðingu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sitt lítið í hvorum hóp. En þú?

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 12:05

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er klátlega í hópnum með ljúfa hugann...

Enda er ég ekki rík, það er að segja af peningum...

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 16:53

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er nógu gömul til þess að alhæfa ekki á þennan hátt.  Það er svart og það er hvítt, en það gleymist í þessari uppstillingu að allir þeir sem eru mannlegir á annað borð eru á gráa svæðinu. 

Er þetta skema unnið af sálfræðingum innan NYPD eða LAPD eða hvað-þeir-heita-nú til þess að sigta út raðglæpona?

Kolbrún Hilmars, 22.10.2008 kl. 19:06

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rut: sjálfur er ég þarna einhvers staðar á gráa svæðinu, en oftar í vinstri dálkinum.

Kolbrún: Þetta er unnið af bandaríska sálfræðingnum og heimspekingnum William James, sem hefur reyndar haft mikil áhrif á hugsunarhátt Bandaríkjanna, þannig að þín athugasemd er alls ekki galin.

Hrannar Baldursson, 22.10.2008 kl. 20:01

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það var held ég Voltaire sem sagði eitthvað á þá leið að við værum aðeins tannhjól í stórri vél en hugur okkar starfaði eins og við værum frjáls vegna þess að þessi frelsiskennd væri eitt af tannhjólunum í vélinni.

Mér varð hugsað til þess því að ég samsama mig betur við dálkinn til vinstri en sá til hægri sýnir frekar það sem ég geri í raun. Það passar sennilega við orð hennar Kolbrúnar hér að ofan að auðvitað erum við öll á gráa svæðinu, enda mannleg.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:58

11 identicon

Þetta er bara hluti af sannleiknum. Manneskjan er allt of flókin til að hægt sé að segja að hún sé bara annað hvort eða. Að meitla manneskjuna niður í binari hugsanahátt er henni heldur ekki til framdráttar. Síðasta slæma dæmið um það er "annaðhvort ertu með mér eða á móti mér."

Elsta dæmið í þessum skilningi er svo kristin trú, þar er fólk annaðhvort illt eða gott. Þarfir manneskjunar eru mun flóknarien svo að hægt sé að skilgreina grunn þeirra með tveim hugtökum.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband