Þrjú hjól undir bílnum - og áfram skröltir m(G)eir

 


 

Ísland er jeppi með þrjá farþega og einn bílstjóra. Það springur á einu dekki, en bílstjórinn er svolítið þrjóskur rétt eins og í gömlu lagi Ómars Ragnarssonar, og svo springur á því næsta en bílstjórinn heldur samt áfram og þriðja dekkið springur, en áfram höktir hann þó.

Jeppinn lenti úti í á. 

Farþegarnir þrír þurfa að gera upp við sig hvort þeir ætli að drífa sig út úr bílnum og upp á þurrt land eða leggja bílstjórann í einelti fyrir að koma þeim í þetta klandur. Bílstjórinn situr sem fastast og spólar úti í ánni á meðan hann svarar fyrir sig að kominn sé tími til að gera eitthvað í málunum.

Hvað á fólkið að gera?

Á það að sitja sem fastast og mótmæla, eða gera eitthvað í málunum?

Aðgerðaráætlun 1: Mótmæla. Mótmæla. Mótmæla. Vonast til að bílstjórinn skipti um skoðun.

Aðgerðaráætlun 2: Drífa sig út úr jeppanum, koma sér upp á þurrt land og bjarga bílstjóranum sem enn þrjóskast við í jeppanum, eða skilja hann eftir úti í miðju fljóti.

Ég er löngu kominn út úr jeppanum og upp á þurrt land. Satt best að segja er ég að leita eftir hjálp til að koma bílstjóranum í skjól. 

Hvað um þig?

Hvar ert þú?

 

Mynd: Wikipedia.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Komin út úr jeppanum en sé ekki að hægt verði að bjarga bilstjóranum/Annars mjög góð samlíking!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er farinn að vonast eftir öðrum bílstjóra  og ekki sakaði ef að hann ætti varadekk.   En þetta er svipað og annar ölvunarakstur það verður að hjálpa bílstjóranum úr flakinu með því að ná honum undan stýri.

Magnús Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kominn úr jeppanum og gaf skít í bílstjórann og í framhaldinu mun jeppinn hverfa í árflaumnum.. svo maður þarf eflaust að finna nýjan jeppa og bílstjóra til að skrölta með. 

Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fór ekki í þessa ferð en fylgdist með álengdar. Hvernig væri að láta þá sem sprengdu dekkin borga fyrir þau?

Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ussss Hvað skal byrja ....

Ómar Ingi, 18.10.2008 kl. 13:20

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér var alldrei boðið í ferðina og efast um að ég hefði þegið farið þó svo hefði verið, ferðaáætlunin var of fyrirhyggjulaus fyrir minn smekk og varaði ég við því þegar hópurinn lagði syngjandi af stað að bólstjórinn væri vel við skál og með eldrautt brennivínsnef, benti á að vitlaust væri að skilja varadekkið eftir til að hafa meira pláss fyrir bjór í bílnum, að bíllinn væri almennt illa búinn til ferðalaga. Síðan horfði ég á eftir farartækinu rása af stað, allir æðislega hressir um borð enda byrjað að sturta í sig áður en lagt var af stað í feigðarflanið og bílstjórinn hressastur allra og hélt uppi fjörinu með landsþekktri hnyttni sinni sem naut sín best þegar hann var búinn að fá sér aðeins í tána. Þessi ferð var dæmd til að enda illa.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.10.2008 kl. 13:47

7 Smámynd: Einar Jón

Ég bý erlendis, en mestallt dótið mitt er að fara undir vatn í bílnum.

Mér finnst skrýtið að lesa þessa færslu eftir að hafa lesið færsluna um að það ætti ekki að leggja Davíð í einelti. Það má segja að hann hafi verið fararstjóri í ferðinni (eftir rúman áratug sem bílstjóri), og þó hann hafi kannski varað við leiðinni, dekkjaþrýstingi og fleiru, þá gerði hann ekki neitt af viti - var semsagt ekki stafi sínu vaxinn.

Og af hverju á ekki að reka menn sem eru ekki starfi sínu vaxnir?

Ég vil ekki að Davíð sé kennt um allt sem illa fór, en hann virðist engan veginn valda starfi sínu og ætti fara frá til að hleypa hæfari mönnum að - þeim hluta mótmælanna er ég fullkomlega sammála.

Einar Jón, 21.10.2008 kl. 06:24

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einar: bílstjórinn getur verið hver sem er, ég bætti einfaldlega (G) við meir vegna þess að það hljómar betur, hugsaði mig vel um, og ákvað að þetta væri ekki - en samt á mörkunum - að vera beint að ákveðinni manneskju.

Enginn er fullkominn

Hrannar Baldursson, 21.10.2008 kl. 08:34

9 Smámynd: Einar Jón

Enginn er fullkominn - Ekki einu sinni Davíð
Hvað er þá að því að gera ráð fyrir að menn sem hafa annað hvort menntun eða reynslu sem nýtist við utanvegaakstur eins og Seðlabankinn þarf að eiga við núna séu betri kostir en núverandi stjórn?

Einar Jón, 22.10.2008 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband