Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ég vil sýna forseta Íslands og íslensku þjóðinni stuðning. Hvað um þig?
16.10.2008 | 22:16
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti vinnustað minn í dag ásamt forsetafrúnni og óskaði eftir að starfsmenn í fyrirtæki sem stendur svo vel og er ennþá í sókn þrátt fyrir fjármálakreppu á Íslandi, styðji við bakið á samlöndum sínum með öllum þeim ráðum sem okkur kemur til hugar.
Ég er staðráðinn í að taka þessari áskorun forsetans af fullri alvöru og gera mitt besta til að koma baráttuhug þeim og bjartsýni sem við í Marel búum yfir á þessum erfiðu tímum.
Það er satt að við sem búum á Íslandi þurfum að standa saman. Við þurfum að standa saman gegn ógnum sem að okkur steðja og koma í veg fyrir að okkar eigin veikleikar verði okkur að tjóni.
Við verðum að þekkja það sem er gott og verðskuldað, og berjast fyrir því að hver einasta sála á þessu landi fái að njóta sín og hljóti verðskulduð tækifæri.
Miklar breytingar eins og átt hafa sér stað í þjóðfélaginu með hruni bankanna má túlka sem hörmungar, en þær má líka túlka sem tækifæri til að gera góða hluti.
Ég hef ekki sagt mörgum frá því, en fyrir nokkrum árum gjöreyðilagði fellibylur fyrirtæki sem við eiginkona mín höfðum stofnað í Mexíkó. Þegar fellibylnum hafði slotað bankaði nágranni minn upp á og rétti mér sveðju. Það var ekkert sjálfsagðara en að verja öllum þeim degi langt fram á kvöld í að höggva trén sem lágu yfir göturnar. Slík samstaða er eitthvað sem við þurfum í dag.
Ég hvet alla sem geta að segja frá hvernig þeim hefur tekist að sigrast á erfiðleikum, sögur sem segja okkur af hverju við erum öll mikilvæg, af hverju þú ert heima þegar þú ert á Íslandi, af hverju þú berst áfram þó að á móti blási.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 778034
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þegar þú hefur velts um með hundum þá ertu undirlagður af flóm. Það þýðir ekkert að sykurhúða það. Ekki fer ég að kóa með einhverjum flóagemlingum.
Baldur Fjölnisson, 17.10.2008 kl. 00:43
Ég mæli með aðferð Hr. Geirs, hver hugsi um sig. !!!!!
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 17.10.2008 kl. 01:05
Ég sýni Íslensku þjóðini stuðning í verki en ekki orðum og sá stuðningur væri lítils virði ef ég berði mér á brjóst og segði hver hann væri.
En Ólafi Ragnari andliti útrasarina og ráðanda ríkistjórn íslands sé ég enga þörf fyrir að sýna stuðning enda væri það ekki að sýna þjóðini stuðning þar sem þessir menn ásamt seðlabankastjóra eru orsök og bera ábyrgð á því sem gerðist og er að gerast þó þeir gangist ekki við því og klóri í bakkann.
Johann Trast Palmason, 17.10.2008 kl. 01:34
"Við verðum að þekkja það sem er gott og verðskuldað, og berjast fyrir því að hver einasta sála á þessu landi fái að njóta sín og hljóti verðskulduð tækifæri." Nákvæmlega það samfélag sem ég vil búa í en er samt sammála Baldri hér að ofan.
Halla Rut , 17.10.2008 kl. 01:58
Ég veit að menn eru reiðir, og það er ég sömuleiðis, gagnvart þeim sem komið hafa þjóðinni á nöfina. En til hvers að velta sér upp úr reiðinni og láta hana blinda sig gagnvart bjartari framtíð og trufla mann frá því að lifa eigin lífi vel? Ekki veltur okkar eigin hamingja á gjörðum annarra, er það?
Hrannar Baldursson, 17.10.2008 kl. 07:35
Þá Ólafur sigraði í kosningum, neytti ég réttar míns sem þegn Íslands.
Ég fór á fund þáverandi forseta og bar upp við hana, ósk, sem er heimil að ævafornum sið. Bað hana að fá að vera í Þingi við hana jafn lengi og hún væri á dögum og Ólafur gengdi embætti og ég fái því að líta á hana sem minn forseta.
Hún varð við þessari bón minni.
Því er ég stoltur af forseta MÍNUM.
Miðbæjaríhaldið
formlegur að vanda.
Bjarni Kjartansson, 17.10.2008 kl. 10:04
Við eigum eftir að þurfa að standa saman í endurreisnarstarfinu, en það starf er ekki hafið og hefst ekki meðan núverandi ráðamenn setja þá sem tóku þátt í að hanna hrunið í að verja rústirnar.
Magnús Sigurðsson, 17.10.2008 kl. 11:26
Góð tillaga, en fyrst verðum við að gera hreint eftir veisluhöldunum.
Svo verðum við að gera við.
Loftum út og mætum á Austurvelli á morgun laugardag kl. 15.
Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 11:31
Nei kallinn. Nýtt fólk nýja aðferðafræði. Þá er ég til í slaginn...Allt byggist þetta á trausti.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:57
Ég vil sýna hinum almenna borgara stuðning....hinir hafa alltaf komist af án mín og gera það sjálfsagt áfram.
Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:53
Já greyið kallinn er að fá vondann skell hérna. Hann reyndi nú bara að auka tækifæri íslendinga í útlöndum. Fyrirtæki notuðu tækifærin einfaldlega illa og ekki er hægt að sakast við Ólaf í þeim efnum.
Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 14:28
Ég hef aldrei litið á Ólaf sem forseta minn og yfirstandandi atburðir breyta engu um mitt álit.
Púkinn, 17.10.2008 kl. 14:51
Þessi fróma ósk þín virðist lenda í misrrjósamri jörð. En að sálfsögðu tek ég undir þín orð og sýni forseta mínum, fósturjörð og þjóðinni minni fullan stuðning. Bæði í orði og verki.
Ólafur Ragnar var mikill stuðningsmaður útrásarinnar. Hann hélt starfi Vigdísar Finnbogadóttur áfram að greiða fyrir og koma á viðskiptum milli Íslands og annarra landa. Hann var bjartsýnn. Nákvæmlega eins og íslensk stjórnvöld. En hann á engag þátt í þeirri lagasetningu sem gerði gullkálfunum mögulegt að leika sér óhindrað og veðsetja þjóðarbúið upp fyrir eyru. Hann skrifaði náttúrulega undir lögin. Kannski hefði hann betur látið það ógert. Að því leyti er hann samábyrgur Davíð og Halldóri.
En það er alveg sama hvernig menn reyna klína ábyrgðinni hver á annan. Endanleg ábyrgð er hjá löggjafarvaldinu, framkvæmdavaldinu og Seðlabankanum. Því miður.
Dunni, 17.10.2008 kl. 15:47
Heimsækir forsetinn eingöngu vinnustaði sem gengur vel? Ætli hann sé búinn að heimsækja bankana og stappa stálinu í þá starfsmenn sem þar eru eftir? Ég bara spyr.
Gudny (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:10
Ég sé nákvæmlega ekkert athugavert við útrás íslenskra fyrirtækja sem hafa raunverulegar vörur að selja og gefa viðskiptavinum sínum tæki til að bæta sinn rekstur töluvert. Það athugaverða er hins vegar þegar fólk eyðir um efni fram án þess að gefa alvöru verðmæti til baka.
Forsetinn hefur mikinn áhuga á að sameina þjóðina á þessari stundu, hvetja fólk áfram, opna möguleika fyrir þá sem þurfa á möguleikum að halda. Hvernig hægt er að sjá það sem eitthvað annað en lofsvert framtak er ofar mínum skilningi.
Hrannar Baldursson, 17.10.2008 kl. 20:04
Óli Grís ætti að koma sér heim... segja sig frá embættinu eða lenda á jörðinni aftur því hann er ekki í veruleika sem við hin þekkjum. Enda er hann með dísins sína sér við hlið sem bara vill einkaþotur og fínerí...
Helvítis hræsni... Hvað er hann að reyna stappa í okkur stálið, búinn að veltast um eins og rónverskur geldingur í partýi?
Hvítur á leik, 17.10.2008 kl. 21:10
Ég tek í aðalatriðum undir orð Jóhanns Pálmasonar. Ólafur Ragnar lítur út fyrir að hafa verið handbendi stjórnvalda og ætla að halda því áfram. Ég get þess vegna ekki sýnt honum stuðning. Mér finnst hann bara alls ekki eiga það inni hjá mér eða þjóðinni yfir höfuð!
Svo hvet ég alla til að sýna íslensku þjóðinni stuðning og mæta á Austurvöll á morgun (18. okt) og mótmæla.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:19
Fyrirgefðu en nei, þessi maður hefur staðið og stendur enn þá fyir allt önnur sjónarmið en eiga samleið með mér og mínum. Því miður.
Þórdís Guðmundsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:46
Ég mun gera allt er í mínu valdi stendur til að hjálpa til og ég tel mig vera byrjaða. En það væri bara allt í lagi mín vegna ef Óli væri bara heima. Ég get bara ekki stutt hann. Hann fór frá þjóðinni til auðmannanna. Hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin. Það var svo til þess að þessir menn eignuðust fjölmiðla sem bökkuðu eigendur sína upp.
Kannski breytist þessi skoðun mín fljótlega. En akkúrat núna þá bið ég Ólaf bara að vera heima.
Hafrún (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 00:25
Hvítur á leik...............
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:19
100% sammála Hrannar
Sigurður Þorsteinsson, 20.10.2008 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.