Er efnahagskreppan kosningaútspil Bush og McCain?

 

 

Sú kenning barst í tal fyrir nokkrum mánuðum að forvitnilegt væri að sjá sveiflur í efnahagslífinu rétt fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Mig grunaði að repúblikanaflokkurinn ætti eitthvað svakalegt útspil, annað hvort í tengslum við olíuverð eða húsnæðismarkaðinn. Mig óraði samt aldrei fyrir að staðan yrði eins og hún er í dag.

Nú er sú staða komin upp að heimskreppa blasir við. Ef repúblikönum tekst að koma í veg fyrir hana, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, eru þá ekki góðar líkur á að þeir taki kosningarnar?

Ég er einfaldlega að pæla í hvort að hugsanlegt sé að einn af sökudólgunum á bakvið fall allra íslensku bankanna geti verið kosningabrella í vestri. Allt leikur á reiðiskjálfi, en svo mun eldsneytisverð lækka gífurlega, hlutabréf rjúka upp, og þeim Bush og McCain þakkað fyrir vegna þeirra 700.000.000.000 dollara sem dælt var inn í kerfið og ná að treysta hagkerfið ytra rétt fyrir kosningarnar í nóvember.

Langsótt samsæriskenning?


mbl.is Mesta dagshækkun Dow Jones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bush hefur ekkert með efnahagskreppuna að gera og hann var alltrei heilin á bak við innrásina í Írak og er alls ekkert valdamestimaðurinn í heimi.Það eru risarnir 1000 milljarðarmæringarnir sém að ollu heimskreppu og olíufélögin og vopnaframleiðleiðendur sém að er heilin á bakvið innrárina í Írak og þeir stjórna Bush.

U (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Ómar Ingi

Mér skilst að þetta sé Davíð að kenna , allvega segir Jóna Ásgeir það

Ómar Ingi, 13.10.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í þessu samhengi eru engar vangaveltur of langsóttar. Ef þú færir einu feti lengra ofan í ormholuna, þá sérðu máske glitta í djöflana. Þjóðhöfðingjar eru ekkert annað en leppar hér. Nytsamir einfeldningar eða gráðugir fáráðar.

Ég bjóst alltaf við einhverjum smelli fyrir kosningar, ef Obama yrði ógnandi. Annars er sama hvor forsetinn kemst að. Það er ráðgjafaliðið og búrókrasían, sem tekur af skarið með allt. Globalistarnir.

Það er allavega nokkuð öruggt að þessi dýfa er handstýrð og með vilja gerð og slær nokkrar flugur í einu höggi. Víst er að auður heimsins kemst á helmingi færri hendur eftir þetta.

Við eigum málsvara globalistanna hér og erum meira að segja með einn sem aðalráðgjafa inni í seðlabankanum núna. ´Davíð og Björn Bjarna og viðrinið Hannes Hólmsteinn eru þar í hópi. Ég veit að BB var fulltrúi hjá Bildenbergum ásamt Geir Hallgrímsyni 77. Þarf að kanna hvort hann hefur ekki verið þar viðloðandi síðan.  Er að glugga í þetta. Bildenberg hópurinn á svo hættulega marga og stóra fulltrúa í IMF, sem segir svolítið um það apparat.

Nú geta menn raunar hætt að fussa yfir samsæriskenningum. Mér finnst þetta allt vera á yfirborðinu núna og lítið hægt að gera. Af hverju þessum sósíópötum er svona mikið í mun að leggja undir sig heiminn, þá spyr maður: Og hvað svo? Hvað er unnið með því annað en kúgun og þjáning fyrir 99% jarðarbúa? Er ekki nóg komið?

Fylgstu með hvort ekki verður farið að tala um efnahagsbandalag Norður Ameríkuþjóða bráðlega. Nort American Union, með AMERO, sem gjaldmiðil. Það hefur verið á teikniborðinu lengi og hefur Ron Paul ljóstrað ýmsu upp um það.

Andstaða sjálfstæðismanna við Evrópubandalagið er ekki efnisleg, heldur ætla þeir væntanlega að klína okkur inn í NAU. Ég er raunar algerlega á moti þessum fasísku bandalögum og legg til að efnahagstengsl norðurlanda verði styrkt og tekinn upp sameiginlegur gjaldmiðill, ef nokkur smuga er. Það er ljóst að fyrr en síðar verður ekki utan þessara bandalaga staðið. Það á að skipta heiminum upp í þrjár eindir, sem er einmitt markmið Trilateral committy og CFR, sem einvörðungu eru hugarfóstur og gæluverkefni David Rockefeller og globalistanna hans.

Menn ættu að kynna sér þetta. Þetta er eins og versti reyfari, en er þó skelfilega sannur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Jón H B

Ég styð kenninguna um Davíð .... sammála Hrannar ?  Hann og Bush eru nú nánast perluvinir.

Jón H B, 14.10.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Samkvæmt mínum upplýsingum er kreppan afleiðing af hugmyndum frá Jimmy Carter sem Clinton stjórnin hrinti í framkvæmd.

Bush & Co eiga svo skilið spark fyrir að hafa ekki stoppað það af.

Hrun bankakerfisins á Íslandi skrifast hinsvegar á Davíð - jafnvel þó hann hafi haft 100% rétt fyrir sér um Glitni, þá hefði Glitnir samt verið eini bankinn sem fór á hliðina ef hann hefði bara neitað þeim um lán í þögn, án þess að kalla til fundar og tilkynna heiminum að allt landið væri á leið til andskotans.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2008 kl. 15:17

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Tek undir orð Jóns Steinars, hann kemst afar nærri kjarna málsins og ég hvet fólk til að skoða þau mál betur, North American Union og Amero er búið að vera lengi í pípunum þótt lágt hafi farið, til þess að geta komið með þá "lausn" fagnandi er alvarleg kreppa mikilvæg og fólkið mun kaupa lausnina fagnandi...ganga beint  inn í gin ljónsins.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.10.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband