Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hverjir eru sökudólgarnir? Ert það kannski þú?
12.10.2008 | 09:13
Margir hafa þegar verið stimplaðir (hengdir af fjölmiðlum án dóms og laga): Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn, Jón Ásgeir, Björgúlfsfeðgar, Darling og Brown, Árni Matt, Pétur Blöndal, og þannig heldur runan endalaust áfram.
Ég hef heyrt að ekki sé rétt að leita uppi sökudólgana vegna hruns fjármálaundursins, og velti fyrir mér hvers vegna ekki. Á meðan hinir raunverulegu sökudólgar hafa ekki verið dregnir til saka, verða áberandi embættismenn og heiðarlegt fólk stimpluð sem sökudólgar, á meðan hinir seku fá góðan tíma til að fela slóðina og koma sér undan.
Væri ekki skynsamlegt að hafa upp á raunverulegum sökudólgum til þess að hlífa þeim saklausu? Og þá meina ég fólk sem sannarlega hefur verið að selja sjálfu sér eignir til þess eins að blása upp verð þeirra, fólk sem hefur leikið sér að íslenska hagkerfinu til að láta ársfjórðungsútkomu líta vel út á kostnað gengis og verðbólgu? Fólk sem hefur haft alvarleg áhrif á heildina til eigin hagnaðar?
Ef ekki er rétti tíminn til að hafa uppi á sökudólgunum núna, hvenær er þá rétti tíminn til þess?
- Þegar þjófur hefur farið um er best að hafa sem fyrst upp á honum til að hann steli ekki meiru eða komi sér ekki undan.
- Þegar brennuvargur hefur brennt nokkur hús þarf að stöðva hann. Ef honum hefur tekist að brenna heila borg, þarf þá ekki að refsa honum?
Getur samt verið að sökudólgurinn sé ekki persóna, heldur hugmyndafræði? Að við höfum lifað í útópíu og hún einfaldlega ekki gengið upp frekar en aðrar útópíur, þrátt fyrir að okkur hafi virkilega langað til að hún væri sönn? Er sökudólgurinn þá við sjálf fyrir skort á gagnrýnni hugsun og viðeigandi aðgerðum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 777735
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Jú það var eins og í Þriðja ríkinu,þetta var fólkinu að kenna, hinir báru enga ábyrgð.
Meiri vitleysan.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:32
Hrannar, jú, það eru sökudólgar og þeir eiga ekki að sleppa. Þótt nú séu einhverjir í að reyna að slökkva elda er ekki þar með sagt að annað fólk geti ekki snarað brennuvargana. Þetta er spurning um vilja.
Berglind Steinsdóttir, 12.10.2008 kl. 10:17
Iss, þetta er allt Íbúðarlánasjóði að kenna og of miklum reglum um bankana. Það segja frjálshyggjupjakkarnir á andriki.is alla vega.
Neddi, 12.10.2008 kl. 10:22
pálmi haralds.. hannes smára td.. það ætti að frysta eigur þeirra á meðan verið er að kanna hvernig fjármunum þeirra er tilkomið..
Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 10:24
... það er kannski erfitt að benda á sökudólg í Stóra Kreppumálinu... en Vilhjálmur Bjarnason segir að það séu 28 einstaklingar... útrásar gengið sem fór svona með okkur... og hluti af þeim hafa verið nefndir í þinni færslu og í athugasemdum hér að ofan... svo er næsti sökudólgur "Eftirlitið" sem brást, þrátt fyrir allskonar aðvaranir... en kannski er undirrót vandans einkavæðing bankanna???
Brattur, 12.10.2008 kl. 11:09
Cola klíkan og ansi margir tengdir henni það mætti byrja á því að frysta eigur þeirra.
Ómar Ingi, 12.10.2008 kl. 11:41
Getur einhver hér upplýst mig um hvað Ómar á við með Cola klíkunni?
Anna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:20
Það á auðvitað að sækja menn til saka hvort sem það er sem persónur eða hugmyndafræði eða persónur með hugmyndafræði. Það á ekki að fara í Pollýönnuleika og leyfa svo kannski þessu sama fólki að leika sama leikinn. Það á að frysta eigur þessa fólk og það á að taka skellinn, því miður er það ólíklegt að slíkt gerist á þessu landi. Þetta er Ísland og hér er ekki hefð fyrir því að hvítflibbar séu sóttir til saka.
Rut Sumarliðadóttir, 12.10.2008 kl. 13:24
Hrannar
Hvernig er það má nokkuð kenna Sjálfstæðisflokknum þínum um þetta eða undanförnum ríksstjórnum, ha? Eða er það bara stranglega bannað og enginn ábyrgur, og/eða hvað eiga allir dans eftir eyrum sjálfstæðisflokksins?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:50
Ég er blásaklaus.
Magnús Sigurðsson, 12.10.2008 kl. 14:18
Vissulega verður að draga menn til ábyrgðar fyrir að hafa valdið jafn miklum skaða og orðinn er. Málið er bara hvernig á að fara að því án þess að lenda á nornaveiðum til þess eins að sefja reiði þjóðarinnar. Spurningin er hverjir eru í raun ábyrgir. Þeir fyrstu sem koma upp í hugann eru að sjálfsögðu fjárglæframennirnir, þeir sem óðu hérna uppi án nokkurs eftirlits og byggðu upp fjármálaheim sem aldrei áður hefur sést á Íslandi. En áttu jafnframt þátt í að skapa eitt mesta góðæri Íslandssögunnar. Þá létum við vera að dæma þá heldur sátum að sumblinu með þeim. Og það gerðu stjórnmálamennirnir líka. Man ekki eftir að Geir eða Ingibjörg eða Björgvin eða Árni hafi eitthvað verið að agnúast út í fjárglæframennina heldur þvert á móti. Gaman að lesa tilvitnun í Fréttablaðinu í morgun þar sem dregin eru fram orð varaformanns Samfylkingarinnar. Þar lofsyngur hann þessa menn og telur þá með metnaði sínum vera framtíð íslensku þjóðarinnar! Held hann ætti að þegja í dag... Hvar var eftirlit ríkisvaldsins fyrir sex mánuðum síðan? 9 mánuðum síðan? 24 mánuðum síðan? Hvar var fólkið sem kosið var á Alþingi og í ríkisstjórn þegar það átti að vera tryggja eftirlit með fjárglæframönnunum? Margir þeirra sem brugðust þessari skyldu sinni eru nú að gala hæst um aftöku fjárglæframannanna! Er fólk búið að gleyma hvernig forseti lýðveldisins lofsöng íslenska útrás og ferðaðist um allan heim til að liðka fyrir viðskiptasamningum fyrir fjárglæframennina? Hvaða ábyrgð ber forsetinn ef hann tók jafn beinan þátt í útrásinni og hann gerði? Hvað á að gera við þá sem tóku þátt í að auka erlendar skuldir heimilanna með því að taka erlend neyslulán, hvort sem var til íbúðakaupa eða bílakaupa? Gerðu lántakendur sér grein fyrir sveiflum á gengi krónunnar? Sögulegar sveiflur hennar hefði verið hægt að kynna sér á einu línuriti. Almenningur á sinn þátt í að kynda undir þenslu bankanna með neyslu sinni. Ef hann hefði hagað sér á ábyrgan hátt og séð hvaða kviksyndi erlend lán eru vegna sveiflna, hefðu bankarnir ekki getað boðið þau vegna þess að eftirspurnin hefði ekki verið nein. Hér þarf ekki að taka fram öll innlend neyslulánin sem voru fjármögnuð á fylleríinu...
Er alls ekki að segja að ekki eigi að draga menn til ábyrgðar. Veit bara ekki alveg hvar á að byrja! Kannski á Seðlabankanum þar sem menn reyndu eftir veikum mætti að spyrna fótum gegn ofþenslu og ábyrgðalausri útrás?
Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:37
ég veit nú ekki hvad er rétt en skodid http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en tetta lýsir í tad minnsta einum möguleika
kvedja
Pétur Hlíðar Magnússon, 12.10.2008 kl. 17:37
Það er allavegana lágmark að þeir sem voru sofandi fyrir því sem óhjákvæmilega gerðist séu víðsfjarri í ákvörðunum um framhaldið, þegar menn gerast sekir um svona afdrifaríkan sofandahátt og vanhæfni á umsvifalaust að hleypa nýju fólki að, það er til nóg af hæfu fólki til að reyna að laga það sem hægt er...og nokkuð ljóst að Davíð býr ekki yfir þeirri fersku hugsun sem nú er þörf á. Einnig VERÐUR það að vera fólk sem er ekki með hagsmunatengls við stórbokka og arðræningja fortíðarinnar, það er alger lágmarkskrafa!
En auðvitað er þetta ekki Davíð að kenna í stóru myndinni þó að hann hafi verið dottandi gamalmenni í starfi sem hann réð ekki við, orsökin liggur djúpt í hinu kapítalíska kerfi, það virkar ekki nema að hrun verði með reglulegu millibili þar sem stærstu hákarlarnir geta sópað til sín fyrirtækjum og eigum millistéttanna á spottprís, þegar því ferli er lokið hefst uppbyggingin(auðvitað stjórnað af sömu hákörlum).
Hér má sjá hvernig þetta dásamaða kerfi er í hnotskurn, brauðmolakenningin er vonandi dáin í eitt skipti fyrir öll vona ég þó að sé últra bjartsýni að ætla það, elítan finnur nýjar leiðir til að arðræna almenning áfram eins og undafarnar aldir, þegar herlögum verður skellt á einhverntíman í þessum mánuði eða byrjun næsta í Bandaríkjunum og millistéttin gerir uppreisn(sem verður barin niður af mikilli hörku) hafa "svínin" frítt spil og blekkingarleikurinn getur byrjað upp á nýtt.
Georg P Sveinbjörnsson, 12.10.2008 kl. 17:52
Goð margra frjálshyggjupostula, Adam Smith orðaði þetta svona í bók sinni "Auðlegð Þjóðanna" :
"Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeðfelda regla valdhafa mankyns (the masters of mankind)." Bók I, kafli IX. og "Hver sem ímyndar sér að valdhafar (masters) koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróður um heiminn og um umræðuefnið." Bók I, kafli VIII
Georg P Sveinbjörnsson, 12.10.2008 kl. 18:17
Davíð Oddsson var formaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.
Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.
Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandií þeirri áhættu sem sem fylgdi bankastarfseminni.
Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:56
Ekki benda á mig
Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 21:56
Þeir sem bjóða lausnirnar eru sekir, það er þumalfingursreglan hér er það ekki?
Það er stærra samhengi í þessu Hrannar.
Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð. Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar.
Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fááð lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.
Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.
Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund
Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF. Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.
Googlið reynslu Afríku og Suðurameríkuþjóða af IMF. Auðug lönd í raun, sem lepja dauðann úr skel. Mannfyrirlitningin alger og mannslíf einskis virði.
Þetta má ekki ske!
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.