Eigum við að fórna lífeyrissparnaði síðustu áratuga til að bjarga bönkunum?

 

 

 

Einkareknir bankar riða til falls. Kreppa er í sjónmáli. Þeir vilja fá pening til að bjarga sér á þessum gjalddaga í dag. 

Góðu fréttirnar eru að lífeyri þjóðarinnar er borgið í erlendri mynt. Vondu fréttirnar eru þær að þessu síðasta hálmstrái hins venjulega launamanns er ógnað, þar sem stjórnendur og stjórnmálamenn vilja skipta einhverju af þessum sjóði yfir í krónur á tíma þegar enginn kaupir krónur, til að redda bönkunum út úr krísu sem þeir bjuggu til sjálfir með alltof miklum tengslum og hreinni græðgi.

Ég treysti ekki stjórnmálamönnum Íslands í dag til að vera réttlátir gagnvart lífeyrissjóðum.

Þeir hafa:

  1. Veitt uppreist æru manni sem var dæmdur fyrir brot í opinberu embætti, til að hann geti komist aftur á þing.
  2. Veitt einstaklingum dómaraembætti með afar vafasömum hætti.
  3. Veitt laun fyrir opinber störf á meðan viðkomandi er erlendis í námi.
  4. Sjálfur fjármálaráðherra er eigandi í bankastofnun og sér ekkert athugavert við það.

Ég treysti heldur ekki stjórnendum í bönkum sem:

  1. Eru ráðnir til starfa fyrir mörg hundruð milljóna í eingreiðslu, sem er náttúrulega meiri peningur en nokkur hefur þörf fyrir og hærri en ævitekjur flestra Íslendinga.
  2. Eru á mánaðarlaunum sem jafnast á við eða eru hærri en árslaun verkamanna.
  3. Eru á árangurstengdum launum þegar árangurinn getur snúist um að hafa sem mest fé að lánþegum og koma í eigin vasa.
  4. Eiga inni starfslokasamning sama hversu vel eða illa þeir stjórna.

Hins vegar treysti ég á að fólkið í landinu reyni að rífa sig upp. Það sem getur bjargað okkur núna er öflugt siðferðisþrek. Það er nokkuð sem við getum lært af forfeðrum okkar og við teljum kannski úrelt fræði, en menning okkar geymir hins vegar mun dýpri fjársjóði en nokkuð gull og glingur hefur upp á að bjóða - sanna reisn við hvaða aðstæður sem er, sama þó að aðstæðurnar séu þær að laun standi í stað á meðan vöruverð hækkar um helming, sama þó að erlend lán hækki um helming og verðtryggð lán um fimmtung eða fjórðung. Við verðum að standa saman.

Það sem þarf að heyrast:

  • Samstaða gegn spillingu.
  • Samstaða með fólkinu í landinu.
  • Lausn undan vaxtafangelsi vegna heimiliskaupa.
  • Ríkidæmi er ekki virðingarvert í sjálfu sér.
  • Búum til betri heim.
  • Við erum undir, en leikurinn er ekki búinn.

Mynd: Town of Beloit

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

NEI 

Óskar Þorkelsson, 5.10.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hefði líklega átt að tengja þessa færslu í þessa frétt:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/05/lysa_studningi_vid_vinnu_vegna_efnahagsvanda/

Hrannar Baldursson, 5.10.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

því miður held ég að hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna megi finna hugsunarhátt sem svipar til stjórnmálamanna og stjórnenda banka.  Reynslan hefur því miður sýnt það.  Væntanlega standa  laun stjórnenda lífeyrissjóða og samfélagssvitund mun nær ráðamönnum.

Magnús Sigurðsson, 5.10.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir. Auðvitað skal standa dyggan vörð um lífeyrissjóði landsmanna. Það hafa nú stjórnendur þeirra ekki gætt í hverri og einni fjárfestingu sem þeir hafa gert. Þá fara fréttir af ótrúlegu bruðli þeirra einnig með sendinefndum sem fara um allar trissur í hópum á þeirra vegum í fjárfestingarhugleiðingum erlendis. Mér segja fróðir menn að slíkar sendinefndir séu ekki að gera meira gagn en ef þeir sætu við tölvuskjáinn í vinnunni sinni í Reykjavík og pöntuðu sömu hlutina með smelli á músina, sem og að skoða ítarupplýsingar hagfræðinga og greiningadeilda um hinar sömu fjárfestingar. Nei þeir verða að "væna & dæna" í útlöndum eins og aðrir burgeisar og eyða stórfé í það í leiðinni. Nei ég held að fjármunum lífeyrissjóða sé síst verr borgið í íslenskum ríkisbréfum heldur en í áhættusömum bréfum í útlöndum, sér í lagi ef það tekst að koma þeim fjármunum hingað heim án þess að verðfella eignina í leiðinni.

Við skulum ekki gleyma því að ef það tekst án verðfellingar þá eru sjóðirnir að koma sjóðfélögum sínum vel með því að styrkja stoðir efnahagslífsins hér öllum til hagsbóta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.10.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir útskíringuna Arró.  En heldurðu að konan hefði kannski frekar ráðið við afborgunina hefði hún verið á ofurlaunum?  Ég bið þig að afsaka þreytta umræðu.

Magnús Sigurðsson, 5.10.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Arró þú svarar ekki spurningunni um konuna.  En vissulega þurfa flestir að hafa aðgang að lánsfé, eins og þú bendir á er fólk ekki alltaf öruggt með launin sín þó að það hafi unnið fyrir þeim.

Magnús Sigurðsson, 5.10.2008 kl. 23:27

7 identicon

Ef maður getur ekki greitt skuldir sínar, þá er maður gjaldþrota. Það þarf ekki Seðlabanka til að útskýra það. Hvort hægt sé að afsaka eða útskýra gjaldþrot er svo annað mál. Ef gjaldþrot verður vegna óviðráðanlegra orsaka, þá er það samt gjaldþrot.

 Ef ríkissjóður vill bjarga fyrirtæki frá gjaldþroti, þá verður í fyrsta lagi að vera til fyrir því (sem er ekki í tilfelli bankanna) og í öðru lagi rík ástæða (sem er heldur ekki í þessu tilfelli).

Hér er verið að búa til próblem úr engu. Best er að bankarnir fari á hausinn og stofnaðir verði nýjar á rústum þeirra og lífið mun batna á Íslandi.

Þórður S (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:35

8 identicon

Hvernig stendur á því að banki eins og Glitnir geti verið gjaldþrota í ljósi þess að eftir að bankinn var stofnaður hefur hann aldrei skilað tapi?! Aldrei! Þetta kemur spánskt fyrir sjónir og ætti að brjóta gegn öllum rekstrarlögmálum fyrirtækja... Er ástæðan íslenska krónan? Hlýtur eiginlega að vera. Það að Glitnir var að stefna í þrot á ekki skemmri tíma hlýtur að vera vísbending um annað hvort tvennt: 1. Svik og bókhaldsbrellur voru notaðar til að falsa uppgjör Glitnis eða 2. Það er ekki til gjaldeyrir í íslenska ríkinu og krónan er orðin verðlaus. Það eru ekki lengra en 2 mánuðir síðan að uppgjör fyrir annan ársfjórðung bankans lágu fyrir og þá kom í ljós hagnaður uppá marga milljarða. Voru þessar tölur falsaðar? Hvar eru þessir milljarðar núna? En sé seinni liðurinn hins vegar réttur erum við í dj´pum skít og þá verður fróðlegt að sjá hvað gerist á morgun...

Eitt sem vakti athygli mína í síðustu viku var að Landsbankinn seldi Straum erlendar eigur sínar og sagt var að það hefði gerst á sléttu fyrir Landsbankann. Nú eru sömu eigendur að báðum þessum bönkum og í fyrstu hefði verið eðlilegt að ætla að Landsbankinn væri að selja eignir til að losa um evrur vegna gjaldeyrisskorts. En ef maður skoðar málið útfrá eignatenglsum stjórnenda, getur þá verið að Landsbankinn sé að fara á hliðina á morgun og eigendurnir verið að bjarga því sem bjarga verður fyrir sjálfa sig? Ef eignirnar voru seldar á sléttu má alveg segja að þær hafi allavega ekki verið byrði á bankanum... Og hví að selja þær (nákvæmlega á þessum tímapunkti)?

Langar samt segja eitt að lokum. Verði lífeyrissjóðirnir notaðir til að "bjarga" íslensku efnahagslífi gef ég hagkerfinu 6 mánaða líftíma. Þetta er ekki eins og aðeins eins og að skora eitt sjálfsmark heldur nokkur og sækja sjálf á eigið mark samkvæmt mjög skipulögðu leikplani...

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:37

10 identicon

Sæll Hrannar.

Það er á tæru hjá mér.               NEI.

Ég hef sjálfur bloggað mikið um þennan gjörning fyrir 3 vikum eða svo og svo enn lengra aftur í tímann.þó svo að ég sé kominn á efri ár,og sé öryrki þá veit ég manna best að þessa peninga má ALDREI láta í ÁHÆTTUVELTU!ALDREI. þetta eru öryggispeningar ykkar sem yngri eru.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 05:49

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek heilshugar undir færslu Hrannars. Fyrsta skrefið er að taka á þeirri spillingu sem gegnumsýrir fjármálakerfið. Hún er krabbameinið sem heltekur sjúklinginn, sem er þjóðarlíkaminn.

Afskaplega litlar líkur eru á því að þeir sem skipa ríkisstjórnina geri eitthvað í því máli. Þegar þeir tala um að allir verði að standa saman merkir það að allir eigi að kokgleypa delluna í þeim og sitja og standa eins og þeim sýnist.

Það þýðir að allir eigi að samþykkja eignarupptöku ríkisins á Glitni og þar með ábyrgð fyrir skuldum sem eru margfaldar á við árlega þjóðarframleiðslu.

Það þýðir að við eigum að samþykkja möglunarlaust að afkomu okkar í ellinni verði stútað til að bjarga sukkurunum í bankakerfinu til að þeir geti haldið áfram að sukka.

Ef þetta er ekki nóg til að henda þessari ríkisstjórn í ruslafötuna er ekkert nóg til þess.

Theódór Norðkvist, 6.10.2008 kl. 11:50

12 Smámynd: Ómar Ingi

Eigum við ekki frekar að krossfesta glæpamennina sem fórnuðu bönkunum í eigið fyllerí og píndu þjóð með ofurvöxtum og gjöldum og settu svo þjóðina á hausinn á meðan þeir urðu ríkir og flúðu land sumir hverjir með töskur fullar fjár og hvítu dufti ?.

Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 20:43

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: krossfesting er kannski einum of, en þeir eiga ekki að komast upp með þetta án refsingar.

Hrannar Baldursson, 9.10.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband