Kvikmyndaviska: hvað getur einn maður gert gegn heimskreppu?

Fyrst, ástandið eins og það var 1929 í Bandaríkjunum, frá Britannica:

 

Hugarfar sem hvetur til spillingar og hvítflibbaglæpa, úr Glengarry Glen Ross:

 

Næst, hugmyndir John Steinbeck um hvernig best er að berjast gegn svona krísu. Hafa Íslendingar einhverja þjóðarsál í dag annars? Getur verið að hún eigi við vanda að glíma í dag, að við hugsum ekki nógu vel hvert um annað, að öll athyglin fari í að eignast, og alltof lítil í að deila og gefa? Úr Grapes of Wrath.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Glenngary glen ross

Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 11:31

2 identicon

Sæll Hrannar. Útlitið er vægast sagt dökkt þessa dagana og síðasta vika verið ein sú viðburðarríkasta í manna minnum. Það er sama hvar drepið er niður í fjölmiðlum, alls staðar finnast áhugaverðar fréttir. Langaði til að velja 10 atriði af "handahófi" sem vöktu athygli mína:

1. Erlendir bankar loka fyrir viðskipti með íslenskar krónur. Þetta þýðir að erlendis eru menn skíthræddir við að versla með íslenskar krónur og treysta sér ekki til að versla með gjaldmiðilinn. En þetta þýðir líka annað og enn alvarlegri hlut; ekki er hægt að fara með íslenskar krónur í bankana og taka út gjaldeyri. Fyrir vikið ætti krónan að falla enn frekar í verði.

2. Bandarískir bankar draga úr lánum. Það þýðir að það sé enn erfiðara en ella að komast yfir dollara sem er svo bráðnauðsynlegur íslenska fjármálalífinu á þessari stundu. Það gerist því beggja vegna Atlantshafsins að lokað er fyrir gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur.

3. Erlendur gjaldeyrir er búinn í bönkunum. Ekki er lengur hægt að innleysa gjaldeyri úr bönkum með að fá seðla. Hvert fór allur gjaldeyrinn? Jú bankarnir sjálfir eru að safna að sér öllum erlendum gjaldeyri til að geta staðið undir næstu afborgunum og endurfjármögnun næstu mánuði. Hvort þeir geti endurfjármagnað sig er svo annað mál. Gerir fólk sér grein fyrir hve alvarlegt sé þegar lokað er fyrir gjaldeyrisverslun eins og sparisjóðirnir gerðu tímabundið á föstudag? Þó svo að við eigum til nægilega margar krónur þá skiptir það voðalitlu máli ef við getum ekki skipt þeim í erlendan gjaldeyri þannig að heildsalar og innflytjendur geti greitt erlenda reikninga.

4. Þjóðnýting Glitnis er mun alvarlegra mál en menn halda þegar málið er skoðað úfrá því sjónarhorni að þar fóru 40% af gjaldeyrissjóði Seðlabankans á einu bretti. Það er útilokað að Seðlabanakinn geti staðið af sér annan bankaskell þar sem gjaldeyrinn er á þrotum, að öllu óbreyttu.

5. Heyrst hefur að leitað hefur verið eftir láni frá norskum yfirvöldum um 500 milljarða króna lán í evrum. Þetta er sambærileg upphæð og samið var um við norræna seðlabanaka fyrir nokkrum misserum. Norskir hagfræðingar hafa hins vegar bent á að slík lánveiting sé úlfur í sauðagæru fyrir íslenskt efnahagslíf og muni aðeins lengja í hengingarólinni tímabundið og gera ástandið mun mun verra en annars. Meðan við höfum ekki frjálsan aðgang að erlendu fjármagni sé staðan þannig að við eigum eftir að klára lánið en getum með engu móti staðið undir að greiða lánið til baka. Auk þess er útilokað að fá annað sambærilegt lán og þegar þetta þrýtur. Þar fyrir utan er útlit fyrir að með slíkri lántöku værum við mun lengur en aðrar þjóðir að vinna okkur úr kreppunni. En hvers krefjast Norðmenn til baka? Er verið að fórna fiskveiðisamningum og -réttindum til að bjarga íslenska efnahagslífinu tímabundið? Ef Norðmenn lána okkur svo við getum bjargað okkur tímabundið er samningastaða þeirra gíðarlega sterk. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða fréttir berast á mánudaginn, því þá ætti samninganefndin að vera komin frá Noregi...

6. Landsbankinn seldi Straumi banka erlendar eignir í vikunni. Það kom fram í máli bankastjórans að kaupin hafi komið út á sléttu fyrir Landsbankann, þ.e. bankinn hafi hvorki grætt né tapað á eigninni. En hver gerir svoleiðis? Jú þeir sem þurfa nauðsynlega á fjármagni að halda því kaupin fóru öll fram í evrum! Hér má þó benda á að til eru nægilega margar krónur til að borga erlendar skuldir, sérstaklega ef gengið væri eðlilega skráð. Málið er bara að koma þeim í erlenda fjárfestingu og skuldbindingar...

7. Greiðslubyrði heimilanna er orðin óyfirstíganleg í mörgum tilvikum og þar blasir ekkert við nema gjaldþrot. Mörg heimili voru plötuð til að taka lán í erlendri mynt þegar gengið var hvað sterkast. Hér var um hreina glæpastarfsemi að ræða hjá bönkunum. Þeir seldu fólki lán með þannig varning að fólk hafði enga hugmynd eða þekkingu til að gera sér grein fyrir hvað það var að skuldbinda sig til. Til að taka erlent lán verður maður að gera sér grein fyrir gríðarlegum daglegum, mánaðarlegum og árlegum sveiflum íslensku krónunnar og þegar saga hennar er skoðuð má sjá að ef ekki sé um fjársterkan einstakling að ræða þá sé algjört glapræði að taka lán í erlendri mynt. Til að bjarga heimilunum úr þessum aðstæðum þarf ríkið að frysta skuldir heimilanna við Íbúðalánasjóð í þrjú ár eða fastbinda gengið. Sé gengið hins vegar fastbundið veldur það öðrum vanda sem felst í að bankarnir þurfa sjálfir að gera upp sín lán við erlendar stofnanir. Þeir fá hins vegar greitt í íslenskum krónum en þurfa að kaupa gjaldeyrinn. Hvort þeir fái hann á þeim kjörum sem íslenska ríkið setji skal ósagt látið...

8. 300 milljarðar að falla í krónubréfum næstu mánuði. Til að láta menn erlendis halda í krónurnar sínar þarf Seðlabankinn að hækka vexti í allavega 20% á örskömmum tíma. Slíkt mundi ganga frá atvinnulífinu dauðu. Ákveði menn að selja bréfin sín er frjálst fall krónunnar það mikið að brotnar í mél þegar botninum verður náð. Krónubréfin eru sennilega ýktasta mynd þeirrar græðgisvæðingar sem einkenndu góðærið sem nú var að enda. Menn voru að versla með þann hlut sem á eftir að valda hvað mestri eyðileggingu í efnahagslífinu á mjög kæruleysislegan og óábyrgan hátt. Skellurinn verður margfaldur miðað við gróðann...

9. Verðbólgan fer óhjákvæmilega af stað þar sem byrgjar og heildsalar geta með engu móti staðið undir himinháu verðlagi (vegna íslensku krónunnar) og selt vörur undir kostnaðarverði. Þeir eru því tilneyddir að hækka vöruverð meira en nokkru sinni fyrr. Það þýðir að húsnæðiseigendur og aðrir sem eiga verðtryggð lán munu sjá höfuðstólinn rjúka upp úr öllu valdi. Vei þeim sem eru með blönduð húsnæðislán...

10. Landlæknisembættið sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem beðið var um að tala varlega í kreppunni. Var þetta forvörn af hálfu embættisins? Nei því miður og það er í raun engin ástæða til að ætla að svo hafi verið, embættið hefur enga reynslu af viðbrögðum við jafn alvarlegri kreppu og nú er að skella á. Aftur á móti hefur heyrst að mikið hefur fjölgað á listum yfir þá sem óska sér innlagnar á spítala og heilsuhæli vegna ástandsins.

Það þarf að fara aftur til ársins 1931 til að finna jafn alvarlegt ástand og nú blasir við. Þá gerðist það sama, gjalderyinn í landinu þvarr. Þá voru settar á gjaldeyris- og innflutningshömlur sem síðar áttu eftir að vera viðloðandi efnahagslífið meira og minna næstu 40 árin. Það sem var þó mun alvarlegra en hefur ekki komið nægilega skýrt í ljós var að hefði ekki komið til stríðsreksturs Hitlers hefði íslenska ríkið orðið gjaldþrota. Það kaldhæðnislega er að til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot var einmitt mynduð þjóðstjórn... sams konar stjórn og lagt er til að mynduð verði nú...

En hvað er til ráða? Ætli það sé ekki helst að finna einhvern sem er tilbúinn að taka á sig allt tapið... hehe. Samt svolítið athyglisvert að ráðamenn hafi verið á kynningarfundum hjá Evrópusambandinu fyrir örfáum dögum

Þú afsakar þessa langloku mína...

En síðan var það annað sem mig langar spyrja þig um Hrannar, hvort ekki sé hægt að fá hjá þér svona Lunarpage síðu, svo þú fáir nú nokkra dollara hehehe

Kristbjörn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband