Ef þú fengir einn milljarð króna í gjöf, án skuldbindinga, í hvað færi peningurinn?

 


 

Möguleikar sem mér dettur í hug:

1. Skipta í evrur

2. Kaupa jeppaflota

3. Borga skuldir

4. Kaupa íbúð í miðborg Moskvu

5. Gefa Bush

6. Gefa Jóni Ásgeiri

7. Gefa bankamönnum vegna lægri launa þeirra

8. Gefa til góðgerðarstarfsemi

9. Brenna peninginn á haug og spyrja: "Why so serious?"

10. Styrkja vini og ættingja

11. Finna leiðir til að ávaxta hann enn frekar, því maður fær aldrei nóg.

12.  Kaupa allt sem hugurinn og líkaminn girnast.

13. Fara út í sjoppu með svartan ruslapoka og biðja um bland í poka, fullan.

14. Hætta að hugsa um peninga og endurhugsa eigið líf.

15. Detta í það.

16. Lifa lífinu eins og ég geri dags daglega og láta ekki peninga breyta því.

 

Hvað um þig, hvað myndir þú gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

3. Borga skuldir

10. Styrkja vini og ættingja

14. Hætta að hugsa um peninga og endurhugsa eigið líf. 

Er ég nokkuð sjálfmiðuð?

Sigrún Jónsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Ómar Ingi

Allavega ekki gera ekki neitt

Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Borga skuldir og flytja úr landi.  Það er ekki búandi lengur í þessu bananalýðveldi   Svo myndi ég hætta að vinna, setjast við skriftir og ferðast um heiminn.  Eini vandinn væri að finna örugga leið til að ávaxta peningana, því sem stendur er engin örugg ávöxtunarleið til a.m.k. ekki í hinum vestræna heimi.

Marinó G. Njálsson, 1.10.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kaupa eitt stykki sólríka eyðieyju og stofna eigið hagkerfi þar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.10.2008 kl. 00:18

5 Smámynd: Alvy Singer

Taka helminginn, borga skuldir, kaupa €vrur og eiga þær til mörgu áranna en taka 9. á restina, ,,Brenna peninginn á haug og spyrja: "Why so serious?""

Alvy Singer, 2.10.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Einar G. Harðarson

Ég þyrfti tvo til að eiga einn eftir þegar ég væri búin að taka við honum.

Einar G. Harðarson, 2.10.2008 kl. 01:42

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kaupa hótel í thailandi og koma heim til íslands í júní júlí ár hvert til fiskveiða.. 

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 02:32

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Frábær svör! Takk!

Hrannar Baldursson, 2.10.2008 kl. 07:27

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég myndi byrja á að borga allar skudir, sem eru sem betur fer ekkert ofboðslega miklar. Væru svona 980 milljónir eftir og skuldlaust hús.

Svo myndi ég kaupa mér snoturt hús á Íslandi til að hafa þegar ég kæmi heim.

Svo myndi ég koma heim og setja svona 100 milljónir í framleiðslu á kvikmyndinni sem ég var að skrifa svo að hún systir þín geti sýnt hvað í henni býr.

Svo myndi ég... sjálfsagt fara yfir um, verða spilakassafíkill og tapa öllu.

Villi Asgeirsson, 2.10.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband