Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hver er áhættan fyrir þjóðina og ábyrgð okkar há í milljörðum fari Glitnir á hausinn?
30.9.2008 | 21:19
Fari Glitnir á hausinn, tekur fyrirtækið þá íslenska Ríkið og þjóðina með sér í fallinu, nú þegar við höfum yfirtekið og gengist í ábyrgð við 75% allra skulda fyrirtækisins, hvað svo sem þær eru háar?
Ef rétt er að Glitnir hafi verið við það að fara á hausinn, fyrirtæki sem hefur haft yfir gífurlegu fjármagni að ráða og sýnt hefur hagnað upp á marga milljarða síðustu ársfjórðunga, getur þá ekki vel verið að þessir 84 milljarðar sem þjóðin er að leggja til fyrir bankann gufi upp eins og allir hinir milljarðarnir sem hafa verið að gufa upp fyrir augum Glitnismanna?
Án þess að ég sé nokkuð að spá að það gerist, er ég knúinn til að spyrja hvað muni gerast ef Glitnir fer á hausinn í þessari stöðu. Tapar þjóðin einfaldlega þessum 84 milljörðum eða verður hún einnig skuldbundin til að greiða alla þá tugi eða hundruði milljarða sem Glitnir hugsanlega skuldar til viðbótar?
Þýða þessi kaup að héðan í frá sé þjóðin ábyrg fyrir öllum viðskiptum Glitnis?
Ég bara verð að spyrja. Mér finnst þetta knýjandi spurningar og hef ekki nógu miklar upplýsingar til að svara þessu sjálfur.
Moody's lækkar einkunn Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 777976
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 207
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ef Glittnir fer á hausinn ?..
Ég er ansi hræddur um það að það myndi gerast dóminóröðun gjaldþrota langt inn í samfélagið. Afleiðingarnar yrðu skelfilegar. Atvinnuleysi yrði gríðarlega mikið og þá fengum við fyrst smjörþefin á því hvað alvöru kreppa sé.
Þú spurðir ég svaraði ...
Ég er annars ekki með það mikið vit af hagfræði til að getað dæmt um það frá a-ö
Brynjar Jóhannsson, 30.9.2008 kl. 21:42
Sælir, ég veit að Glitnir hefði farið á hausinn ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í. Það er liðin tíð. Ég er að spyrja um framtíðina. Hvað ef Glitnir fer samt á hausinn, eftir þjóðnýtinguna?
Hrannar Baldursson, 30.9.2008 kl. 22:53
Nú er ég enginn snillingur í þessum málum en mér skildist á þessum kaupum ríkissjóðs að þeir væru ekki að gangast í ábyrgð fyrir Glitni. Þar af leiðandi fer ríkið ekkert á hausinn þó svo að Glitnir fari á hausinn. Þessar 600 m Evra myndu tapast en ríkið myndi engu að síður ekki verða gjaldþrota.
Nú spyr ég eins og Hrannar, er þetta rétt?
Margeir Örn Óskarsson, 30.9.2008 kl. 23:33
Með öðrum orðum ...
Ef glittnir fer á hausinn..
Þá er best að eyða síðustu krónum sínum flugmaða fyrir annari leiðinni til Kanarí og koma aldrei aftur til baka.
Brynjar Jóhannsson, 30.9.2008 kl. 23:57
Þetta er hluti af grein Börsen sem fjallar um yfirtöku á Glitni.
"Man kunne have håbet, at statens overtagelse ville have givet tilliden tilbage. Men det, der sker, er, at statens størrelse i forhold til bankerne viser, at den ikke vil kunne redde bankerne, hvis det går galt. Folk bliver nu nervøse for, om selve den islandske stat går fallit. Så markedet opfatter dette her, som at staten forsøger at redde noget, den ikke kan, og det er en dårlig nyhed."
Det er dog ikke sandsynligt, at den islandske stat går under.
"Det ville overraske mig, hvis Island gik konkurs, men der er en reel bekymring for, at hvis Glitnir har så store problemer, så kan de andre banker også have dem. Og med statens størrelse er det ikke sikkert, at den kan redde dem," siger Tobias Thygesen og afslutter:
Bara við þessa yfirtöku tapaðist þriðjungur af gjaldeyrisforða seðlabankans og ekkert lán að fá á næstunni. Þetta gæti þítt að næst þegar seðlabankinn sækist eftir láni vegna allra þeirra krónubréfa sem þarf að borga á næstunni að Alþjóðabankinn yfirtæki Ríkið og stjórnaði hér öllum aðgerðum svipað og gert var við Glitnir því ekki væru nægar tryggingar fyrir hendi.
Ísland er því miður að tapa sjálfstæði sýnu með hjálp áhættu fjárfesta.
Jón V Viðarsson, 1.10.2008 kl. 00:16
Á ekki Ríkið 75% í Bnkanum núna ? Ja... eg skildi það þannig samkv. frétum. Ríkið mun "með því verða eigandi að 75% hlut í Glitni, að því er segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands" sagði í frétt.
Þessvegna hljóta þeir að eiga 75% af skuldum. Eg veit ekki... hlýtur bara að vera.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2008 kl. 00:22
Hefur það gerst áður í sögunni að þjóð tapi sjálfstæði sínu á þennan hátt?
Hvernig gengur það fyrir sig? Verður send hingað alþjóðleg nefnd af fólki til að taka við stjórn landsins? Ég er ekki að grínast.
Mér sýnist Davíð hafa skrifað nýjan kafla í Íslandssögunni með verkum sínum í seðlabankanum.
"Hér hvílir niðurlæging Íslands, bitbein þess og fótakefli".
Kári Harðarson, 1.10.2008 kl. 11:40
Þetta er mjög góð spurning Hrannar. ekki það að ég hafi svar við henni en hún vekur mann til umhugsunar. Verða að stela þessu frá Kára því ég er svo sammála honum. Bláa krumlan er svo ótrúlega sterk að maður spyr sig hvað eiginlega fari fram í Sjálfstæðisflokknum. Eru þetta tómir bjöllusauðir sem láta teyma sig eins og rollur í rétt? Algerlega blindir á forystusauðinn? Glæsileg eftirmæli eða þannig.
"Hér hvílir niðurlæging Íslands, bitbein þess og fótakefli". Heyr, heyr.
Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:28
Ef Seðlabankinn hefði veitt Glitni lán hefði Seðlabankinn haft veð á móti fjármununum. Seðlabankinn leggur hlutafé inn í Glitni í staðin og hefur engar eignir á móti fjárfestingu sinni.
Það að fólk skuli trúa þeirri vitleysu að hlutafé geti verið öruggara en lánsfé segir mikið um menntakerfið. Lán hafa forgang á hlutafé við gjaldþrot.
Hvernig má það vera að fyrst bankinn var á leið í gjaldþrot, að það hafi verið sniðugara að kaupa hlutafé í honum frekar en að lána inn á móti (því sem síðar hefur komið í ljós) voru örugg veð?
Hefði Seðlabankinn lánað í bankann hefði Glitnir fengið peningana inn eftir sem áður. Þannig að aðkoma ríkisins hefur engin áhrif á hvort Glitnir fari á hausinn eða ekki. Ef Seðlabankinn hefði lánað en ekki keypt hlut, og Glitnir farið á hausinn, þá hefði þjóðin tapað þessum 84 milljörðum (en líklegast ekki að öllu leyti því það hefði verið veð fyrir láninu, og veðið eru lán sem einstaklingar og fyrirtæki eru að borga til Glitnis núna). Ef Glitnir fer á hausinn núna þá mun Seðlabankinn pottþétt tapa öllum 84 milljörðunum OG fá ekki krónu til baka, því engin eru veðin.
Og fyrst Glitnir rambaði svona á barmi gjaldþrots, af hverju hefur ríkið þá grætt hátt í 200 milljarða á 36 tímum á þessar fjárfestingu í gjaldþrota fyrirtæki? Er Seðlabankinn í þeim bissness (dúndrandi bissness eins og Pétur Blöndal kallar það) að þjóðnýta fyrirtæki, segja þau gjaldþrota, og selja svo með myndarlegum hagnaði? Eða er Seðlabankinn banki bankanna og bakhjarl fjármálakerfisins?
Undir öllum kringumstæðum ætti hið opinbera fyrst að lána fjármálafyrirtæki og sem allra síðasta úrræði koma inn með hlutafé, sem er áhættumesta fjárframlagið. Af hverju kaupir fólk það með húð og hári að Glitnir hafi verið á barmi gjaldþrots um helgina, en nú sé hann stöndugur banki með gott eignasafn og svo framvegis? Annað hvort hlýtur að vera satt, en ekki hvort tveggja.
Ef bankinn var á barmi gjaldþrots um helgina er hann það enn, og þá hafa skattgreiðendur tapað 84 milljörðum króna. Öllu Símapeningunum og 50% að auki. Ef bankinn er ekki á barmi gjaldþrots í dag, þá var hann það heldur ekki um helgina, og þá hefur Seðlabankinn gerst sekur um eignarnám. Take your pick.
Hvorki eigendur eða lánardrottnar Glitnis, núverandi, fyrrverandi, eða komandi, bera ábyrgð á skuldbindingum bankans umfram þá fjármuni sem þegar hafa verið lagðir inn í fyrirtækið. Fari bankinn á hausinn verða eignir hans seldar og ágóðinn notaður til að greiða til baka lánardrottnum hans (og starfsfólki laun sé því að skipta) og svo fá hluthafar restina (sem gerist aldrei í gjaldþroti). Hrökkvi söluandvirði eigna ekki fyrir skuldum er afgangur þeirra afskrifaður því hluthafar (eigendur bankans) bera ekki meiri ábyrgð en sem nemur inngreiddu hlutafé sínu. Og þeir sem lánuðu bankanum tapa öllum sínum fjármunum utan þeirrar endurgreiðslu sem þeir fá við sölu veðanna. S.s. Seðlabanki hefði verið í mun sterkari stöðu gagnvart skattgreiðendum með því að lána Glitni frekar en að kaupa hlut í bankanum. Af hverju sú leið var valin verða forsvarsmenn hins opinbera að svara.
Einar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:34
Mér sýnist sem að það sé gjörsamlega búið að umpóla þessari þjóð með þeirri nýfrjálshyggju sem tröllriðið hefur hér öllu í hálfan annan áratug. Það er það eina sem menn hugsa um er LÁN og hvar er hægt að fá meiri LÁN. Fyrir þennan tíma var hugsað um að Framleiða og Framkeiða til útflutnings- gjaldeyrissköpunar... síðan var því eytt sem inn kom... ekki meiru.
Nú verða þessir framleiðslutímar að koma til aftur á ný... að lifa á því sem við öflum. Það verður erfitt fyrir marga að umpóla sínum nýfrjálshyggju hugsunarhætti...
Þetta er svona sem mín reynsla segir mér.
Sævar Helgason, 1.10.2008 kl. 16:11
Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 18:09
Rétt hjá Sævari Helgasyni.
Núna þarf að framleiða raunveruleg verðmæti til að þjóðin lifi af hremmingar þær sem útrásarvíkingarnir hafa leitt okkur í með græðgi sinni.Góð byrjun væri að auka við þorsk kvótann .
Jon Mag (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:02
Ég er 100% sammála Einari í því sem hann segir. Það var versti leikurinn í stöðunni að þjóðnýta bankann, ef það var álit Seðlabankans að staða Glitnis væri svona slæm. Nema það sé ætlun Seðlabankans að selja hann eins og skot aftur í pörtum.
Annars var ég að skoða hanaslag Agnesar og Sigurðar G. í Íslandi í dag. Ég er hræddur um að einhverjar villur hafi læðst inn í ofurfréttaskýringu Agnesar sem birtist í Morgunblaðinu á morgun. Hún a.m.k. roðnaði og blikknaði þegar Sigurður bar til baka margt af slúðrinu sem hún hélt fram. Það var eins og hún hefði ekki áttað sig á því að hann hafi verið á staðnum. Og síðan fannst mér kostulegt, þegar hún var að upplýsa lögfræðing Stoða um það hvað Stoðir skulda mikið. Hún hagaði sér eins og versti "besserwisser". Mér finnst það alltaf furðulegt þegar annar aðilinn í slagnum reynir að yfirgnæfa það sem hinn segir með hávaða.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.