Ed Wood er meistari kvikmyndaformsins í samanburði við Uwe Boll, sem virðist fá snilldarleikara hvað eftir annað til að gera sig að algjörum fíflum fyrir framan myndavélina og láta áhorfendum leiðast meira en hægt er að hugsa sér. Þú verður að sjá þessar hörmungar til að trúa þeim. Nóg að horfa á eina mynd eftir hann í tíu mínútur, þá ertu búinn að sjá þær allar. Hann kemst einhvern veginn upp með þetta með því að nota titla úr vinsælum tölvuleikjum og virðist vera með fólk á launum til að gefa kvikmyndum sínum háar einkunnir á kvikmyndasíðum Netsins.
"Góðir" leikarar sem fallið hafa í Uwe Boll gildruna:
Ray Liotta
J.K. Simmons
Jason Statham
John Rhys-Davies
Ron Perlman
Burt Reynolds
Michael Madsen
Meat Loaf
Billy Zane
Michelle Rodriguez
Ben Kingsley
Christian Slater
Stephen Dorff
Jurgen Prochnow
Sýnishorn úr In The Name of the King: A Dungeon Siege Tale, einni af nýjustu afurðum Uwe Boll, og nokkrar umsagnir um hana:
I would like to think that Uwe Boll is not a mentally-challenged individual. However, the incompetence of his movies speaks otherwise.(Brian Orndorf, eFilmCritic.com)
Sort of like watching Lord of the Rings through a smudged television screen. (Josh Larsen, Sun Publications)
Is this movie so god-awful bad that it's hilariously good? Can't be bothered deciding. Figure that's an answer in itself. (Rick Groe, Globe and Mail)
Myndir sem Uwe Boll hefur leikstýrt:
# Zombie Massacre (2010) (in production)
# Sabotage 1943 (2009) (in production)
# Stoic (2009) (post-production)
# Far Cry (2008) (post-production)
# Tunnel Rats (2008)
... aka 1968 Tunnel Rats (USA: new title)
# BloodRayne II: Deliverance (2007) (V)
... aka Bloodrayne 2: Deliverance (Germany: DVD title)
# Postal (2007)
... aka Postal: Der Film (Germany)
... aka Postal: The Movie (USA: alternative transliteration)
# Seed (2007)
# In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale (2007)
... aka Schwerter des Königs - Dungeon Siege (Germany)
# BloodRayne (2005)
# Alone in the Dark (2005)
# House of the Dead (2003)
... aka House of the dead: Le jeu ne fait que commencer (Canada: French title)
# Heart of America (2003)
... aka Home Room (Australia)
# Blackwoods (2002)
# Sanctimony (2000) (TV)
# Erste Semester, Das (1997)
... aka The First Semester (International: English title)
# Amoklauf (1994)
# Barschel - Mord in Genf? (1993)
# German Fried Movie (1991) (V)
Netverjar settu saman undirskriftarlista með þeirri kröfu að Uwe Boll hætti að búa til kvikmyndir upp úr góðum tölvuleikjum og eyðileggja þannig nafn þeirra. Svona svaraði hann:
Myndir:
Ben Kingsley úr Bloodrayne: MySpace
Jason Statham úr The Name of the King: Collider.com
Svo lélegar að þær eru góðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Verri vegna þess að Ed Wood var heill en Uwe er ekki í lagi .
Ómar Ingi, 4.9.2008 kl. 21:29
O, ég játa að ég hef lúmskt gaman af Uwe Boll þó myndirnar hans séu slæmar. Hann hefur húmor fyrir þessu eins og sést á box-áskoruninni sem hann sendi gagnrýnendum mynda sinna. En leikstjóralega og klippingalega séð er hann frekar slappur, nema að það má sjá oft þokkalegt visual og tökur í myndum hans. Hann minnir mig þó ekki á Ed Wood, heldur meir á Z-leikstjórann Albert Pyum þar sem menn lenda þegar þeir eru komnir á botninn og leiðin er upp á við. Báðir með mjög epíska sögur og uppfullir af trú á að þeir séu að gera góða hluti, en munurinn felst aðallega í budgetinu.
Held þó að Uwe sé frábær sölumaður og hann er nú nátengdur íslenskri kvikmyndagerð, hann var nefnilega einn af framleiðiendum Fíaskó.
AK-72, 4.9.2008 kl. 23:33
hef bara séð eina af myndunum hans og var hún mjög hræðileg þannig að takk fyrir að gera lista yfir myndir sem ég á ekki að sjá:D
Freyja, 5.9.2008 kl. 10:37
Ég held svei mér þá að petition svarið hans sé það besta sem að hann hefur sent frá sér.
Annars er ég eins og AK-72, hef lúmskt gaman af Uwe Boll. Myndirnar hans eru fyrirtak á lélegramyndakvöld.
Neddi, 5.9.2008 kl. 18:55
Ég ætla nú að bæta aðeins við með hann Uwe einu sem ég gleymdi að segja.
Ég er spenntur fyrir Postal. Hún þykir nefnilega víst góð miðað við review sem ég sá og að hún væri svona eins og South Park í húmornum, engum hlíft. Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá byrjunaratriðið og það var, tja, bara mjög fyndið.
AK-72, 5.9.2008 kl. 19:26
Ansi harkaleg ummæli þarna Hef aldrei séð neitt eftir þennan sjálfkrýnda snilling. Það er hinsvegar ansi gaman að vita að hann hefur lagt í púkk til að greiða mér laun, þar sem ég var útlitshönnuður á Fiaskó.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2008 kl. 21:07
En Uwe Boll er snillingur. Hann er ekki snillingur að búa til bíómyndir, það er eitt sem er víst, en hann er snillingur að græða á myndunum sínum.
Já það sem er skemmtilegt við myndirnar hans að hann græðir helling af peningum á þessum myndum. Spáið í þessu, hann framleiðir flest allar myndirnar sínar, hann sjálfur réttir seðlana fram og hann fær þá til baka margfallt. Hann vinnur sjálfstætt við eitthvað sem honum finnst skemmtilegt.
Ég hef aldrei séð neina bíómynd eftir hann og dettur það ekki einu sinni í hug. En ég dáist að þessum manni sem tekst að skapa sér auðævi sjálflur. Ég mæli með því að lesa viðtöl eftir hann þar sem hann er að tala um fjármögnun bíómyndanna hans og hvernig hann fær svona fræga leikara til að leika í myndunum hans. Það er tóm snilld.
Síðan selur hann, alveg ótrúlegt, þrátt fyrir alla þessa neikvæðu gagnrýni, Hrannar er ekki sá eini sem hefur komið með þessar yfirlýsingar. Og þú, Hrannar, ert búinn að sjá myndirnar hans. Það er þú sem lætur þennan mann græða pening og halda áfram að búa til kvikmyndir.
Það er alveg satt sem hann segir þarna.. hann er snillingur.
Jens Ívar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:08
Uwe Boll myndir eru of lélegar til að hægt sé að hafa gaman af því hvað þær eru lélegar. En vissulega kann maðurinn að græða pening, en það gerir hann nú varla að snillingi. Ég myndi viðurkenna manninn sem snilling ef hann gæti sett saman myndir sem gaman væri að horfa á. Þá myndi hann virkilega græða.
Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 09:14
En það er nokkuð augljóst að hann hefur ekki hæfileikann til þess að gera góðar myndir. Hann hefur enga hæfileika til að gera bíómyndir. Það er nefnilega snilldin hans, hann vinnur við eitthvað sem hann hefur gaman af án þess að hann hafi hæfileika og hann hefur gott út úr krafsinu. Hitt er bara græðgi.
Ég játa að mér myndi ekki detta í huga að horfa á mynd eftir hann. Og ætla ekki að reyna það nokkurn tímann.
En ég giska á að það komi mynd sem heitir UWE BOLL, óskarsverlaunamynd með Johnny Depp (framtíðarinnar) eftir svona 30 ár :)
Jens Ívar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.