Hvað er réttlátt að gera við bílstjóra sem hætta lífi barna undir áhrifum eiturlyfja?

 

 

Ungur maður leggur líf barna og unglinga í hættu á skólalóð með því að taka handbremsubeygjur og spóla á planinu á afar kraftmiklu ökutæki. Ég fletti aðeins upp á þeim refsingum sem gripið er til víða um heim þegar um sams konar brot er að ræða. Hérna er listi af refsingum, án áherslu á þunga þeirra. Notaðu þennnan lista til að mynda þér skoðun á hvaða refsingu einstaklingur undir áhrifum vímuefna sem hættir eigin lífi og annarra með ofsaaksktri ætti skilið: 

  • Fangelsi
  • Háar fjársektir
  • Tímabundin svipting ökuleyfis
  • Svipting ökuleyfis til lífstíðar
  • Ökutæki gert upptækt af Ríkinu
  • Númeraplötur klipptar umsvifalaust undan bílnum
  • Ströng endurmenntun
  • Þyngri refsing eftir fjölda lífa sem stefnt var í hættu

 

Sjálfum þætti mér viðeigandi að gera bifreiðina upptæka, sekta viðkomandi með hárri fjársekt, svipta viðkomandi ökuréttindum í eitt ár, og dæma í eins árs skilorðsbundið fangelsi þar sem viðkomandi þarf að sæta strangri endurmenntun í heilt ár. 

Það væri áhugavert að heyra þína skoðun.

 


mbl.is Hald lagt á sportbílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gera bílinn upptækan, svipta viðkomanda ökuleyfi og láta hann taka ökukennslu og ökupróf upp á nýtt.

Úrsúla Jünemann, 25.8.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ómar Ingi

Hvað finnst þér Don ?

Ómar Ingi, 25.8.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Ómar Ingi

Æ Sá Ekki að þú hafðir bætt við skoðun þinni

Annars er ég þér sammála

Ómar Ingi, 25.8.2008 kl. 20:56

4 identicon

Hann er grunaður um aksur undir áhrifum líka. Sé tað svo er rétt að gera bílinn upptækan,svipta hann í ár og sekta vel líka.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:57

5 identicon

Svipta manninn ökuréttindum til lífstíðar og gera bílinn upptækan. Spurning um að gefa kannski einn sjens til að bæta sig.

Kveðja 8 ára nemandi Austurbæjarskóla.

Sigríður (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í raun hefur þetta afskaplega lítið með ökuréttindin að gera. Þetta hefur líka lítið með akstur ungra manna að gera. Í bund og grund eins og sagt er hér í Danmörku þá er vandamálið fíkniefnin. Fíkniefni eru seld við og á lóðum grunnskóla á Íslandi og þannig hefur það lengi verið. Fíkniefnum er líka dreift ókeypis til krakka á skemmtunum sem tengjast skólastarfi. Þetta hef ég eftir mínum drengjum sem þó sögðu ekki frá fyrr en löngu eftir veru í þessum skólum. Og hvað á að gera til þess að ráða bót á sölu og dreifingu efnanna? Er það ekki aðalmálið hér?

Birgir Þór Bragason, 25.8.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Gulli litli

Kjöldraga óþokkann

Gulli litli, 25.8.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Að mestu sammála þinni lausn og vil bæta því við að hluti af endurmenntun fari fram innan um fórnarlömb bílslysa, s.s. Grensásdeild.

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í fyrsta lagi þarf að skoða það að allar forsendur sem menn gáfu sér við að ákveða bílprófsaldur á sínum tíma, eru brostnar. Ég vil sjá aldurinn hækkaðan í 20 ár, kennslu- og æfingaakstur með takmörkuðum réttindum frá 17 ára aldri, og takmörk sett á vélarstærð og/eða hestaflafjölda.

Refsingar fyrir vítaverðan akstur yrðu svo samkvæmt því.

Það er ekki hægt að breyta forsendum umferðarlaga og refsinga fyrir brot á þeim, nema að endurskoða fyrst á hvaða forsendum fólk fær, og heldur akstursréttindum. Hins vegar eru hugmyndir um að refsa í gegnum upptöku ökutækja og í gegnum veskið góðar, hlutfall af árstekjum ( jafnvel áætlaðum tekjum ) yrði forsenda sekta, finnst mér.

Endurmenntun á Grensás er brilliant.

Fyrir ökumenn undir lögaldri ( 17 ára sem sagt ) sem brjóta af sér, ættu forráðamenn að vera ábyrgir að öllu leyti.......þú spurðir, þetta er mín skoðun. FRIÐUR.

Haraldur Davíðsson, 25.8.2008 kl. 23:58

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefði þetta verið sonur minn hefði ég tekið af honum bílinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 01:02

11 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Taka af honum réttinn til að keyra, í langan tíma. Banna honum að eiga ökutæki, þann tíma.

Viðar Freyr Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 03:21

12 identicon

Svipta viðkomandi ökuleyfi í áratug, fangelsa í fjögur ár, gera dópbílinn upptækann og svo þurfa foreldrar viðkomandi ógæfumanna að endurskoða uppeldisaðferðir sínar rækilega.

Stefán (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:40

13 identicon

Taka bílinn, taka bílprófa ævilangt, háar fjársektir, skylda manninn í meðferð, láta hann vinna á endurhæfingarstöð fyrir fórnarlömb bílslysa í einhvern tíma.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:55

14 identicon

Ævilöng svipting ökuréttinda auk sekt er varðar 10 árum launa verkamanns.

Það ætti að duga til að menn skilji alvöruna.

p.s (Ég má víst ekki segja að kúla í hausinn á þessum mönnum sé eina rétta lausnin, en hvað á að gera við menn sem hafa það að starfi að eyðileggja líf annarra með fíkniefnum?) 

Björn (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:09

15 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

sammála dottor E.athugaði hvernig löginn eru á Ítalíu,og þar er fángelsi til 6 mánaða og ökuskírteinið missir hann í minsta 1 ár.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 16:52

16 identicon

Blessunarlega slasaðist engin í þessum háskaleik, en verknaðurinn er náttúrulega vítavert glæpsamlegt athæfi. Tel að það sé nú sjálfgefið að ökutækið verði gert upptækt og drengurinn fái það ekki aftur í hendurnar. Hef heyrt að drengurinn hafi verið undir áhrifum og refsing við slíku er skýr og ber að framfylgja samkvæmt lögum, það er ekkert flókið. Hins vegar varðandi uppátækið sjálft finnst mér tvennt ætti að koma til: 1. Dæma ætti manninn í samfélagsþjónustu, jafnvel láta hann sinna störfum í Austurbæjarskóla:) 2. Láta hann ganga í alla bekki Austurbæjarskóla í fylgd lögreglunnar og biðja nemendur afsökunar á framferði sínu.

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:54

17 Smámynd: Bumba

Kjöldraga hann uppúr Hálslóni eða Kárahnjúkarlaug eða hvað sem það heitir. Og svipta hann ökuleyfi ævilangt og birta nafn hans öðrum til varnaðar. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.8.2008 kl. 18:26

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir góð svör.

Það kemur mér svolítið á óvart hvað við virðumst öll vera samtaka í skoðunum.

Hrannar Baldursson, 26.8.2008 kl. 20:25

19 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Úps --nornaveiðar í gangi? Sendum kauða í meðferd- aftur í bílpróf- sektum hann fyrir háskalegan akstur en lífstíðar ökusvipting og að gera bílinn upptækan  -er of mikil refsing.  Á hann ekki að eiga sér neina von í lífinu framar???  Hve margir á landinu hafa stefnt öðrum í voða með háskalegum akstri og jafnvel með áfengi yfir leyfilegum mörkum í blóðinu- á að gera þeirra bíla upptæka og svifta þá æru og möguleika um verða ökumenn í framtíðinni??  Oft verður góður hestur úr göldnum fola- leyfum ungu fólki sem misstígur sig að eiga möguleika á að bæta fyrir missgjörðir sínar. Dæmum af réttlæti og raunsæi!! 

Birna Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:37

20 identicon

Birna þú veist hvað ævilangt táknar þegar menn missa bílpróf?

DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:27

21 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Nei, en veit þó að það er meira en fimm ár, en sennilega minna en  15 ár.  14 ár?  Veit vel að í dómum er ævin ekki löng!  Eitt ár próflaus, er hjá þeim sem upplifa það, heil eilífð!  þeir sem keyra fullir eru alveg undir sama hattinum og dópistar- hættulegir umhverfinu. En flestir fá nú að halda bílnum sínum!! 

Birna Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 09:57

22 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er ekkert meiri glæfraakstur en gengur og gerist hér á landi og þeir sem mest eru tilbúnir að resa bílstjóranum skulu hugsa til þess hvort þeir séu syndlausir af hættulegum akstri áður en farið er að grýta. Refsingar hafa afar lítinn fælingarmátt á fólk undir áhrifum vímuefna og því verður að rökstyðja refsingu út frá endurhæfingu meðborgarans. Þannig væri kannski ekki úr vegi að svipta þeim sem keyrir undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna ökuréttindum og leyfa viðkomandi að taka þau aftur. Að krefjast þess að fólk sitji á skólabekk er vísasta leiðin til að tryggja það að alkar fá ekki leyfin sín aftur fyrr en þeir eru komnir aftur á beinu brautina og það væri ýmsum góð lexía að fara aftur í ökuskóla.

Þeir sem tala fyrir brotnámi ökutækis verða að horfa til að ökutæki eru ekki alltaf í eigi þess sem ekur þeim. Það væri hinsvegar hægt að hugsa sér að bílar sem ekki væru í eigu fólks með gild bílpróf fengju ekki skyldutryggingu eða skoðun.

Hvað fjársektir varðar að þá hafa þær mjög mismikil áhrif eftir tekjum. Er t.d. eðlilegt að forstjórar geti keyrt glæfralega vegna þess að þeir ráði svo vel við að borga sektirnar? Það mætti kannskihugsa sér að fjásektir væru hlutfall af tekjum eða í formi varanlegrar aukningar tekjuskatts, svo hátekjufólk geti ekki bara borgað sig frá ofsaakstri. 

Sjálfur tel ég að dómskerfi landsins sé betur til þess falið heldur en ég að velja hversu alvarlegt brot þessa einstaka ökumanns er, en ég tel af og frá að það sé eðlilegt að refsa honum á einhvern hátt öðruvísi en gengur og gerist fyrir svipuð brot. 

Að lokum vil ég benda á að einhver ætti etv. að vera ábyrgð þeirra sem  sitja í bíl sem er ekið glæfrarlega. Sjaldan veldur einn þegar tveir standa í ofsaakstri. Veit þó ekki hvernig ætti að framfylgja slíkri ábyrgð.

Héðinn Björnsson, 27.8.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband