Myndband af hlaupinu sjálfu (ekki enn verið fjarlægt af vefnum): Heimsmeistari í 100m og 200m spretthlaupi hneykslar heimsbyggðina þegar hann fagnar sigri með fokkmerki í beinni útsendingu


OB-CC612_bolt_8_20080820142406

Ég vil taka það skýrt fram að í þeim myndböndum sem eru sýnd á þessari síðu sést ekki þegar Bolt gefur hið umdeilda fokkmerki, en einu merkin um það birtast í texta fréttarinnar, og umtali frá ólíkum fréttastofum um meinta finguruppréttingu.

Hegðun hins kaldhæðna Usain Bolt sem er þekktur fyrir að grínast með fréttamenn á svipuðum nótum og Silvía Nótt, hefur verið mikið í umfjöllun, en áður en hann kom í mark byrjaði hann að fagna og hægði á sér og eftir að hafa brunað á heimsmetshraða yfir 100 m línu hljóp hann í hring með fána Jamaíka án þess að klappa andstæðingum sínum á bakið og gaf svo sjónvarpsmyndavél fokkmerki með löngutöng (nokkuð sem ég hef ekki séð sjálfur þar sem ég finn hvergi myndbönd um hlaupið). Bolt á líka 22 ára afmæli í dag.

 

ub446

 

Þetta blessaða fokkmerki getur nú þýtt ýmislegt. 

Var Bolt að sýna heiminum vanvirðingu eða var hann einfaldlega að segja:

"Djöfull hleyp ég andskoti hratt, þið getið aldrei náð mér helvítin ykkar?"

eða 

"Farið öll til helvítis. Ég get þetta einn án hjálpar. Þið eruð ekkert. Ég er allt."

eða

"Djöfull er þetta gaman! Ég ætla sko að detta í það á eftir."

 eða 

"Úff! Erfitt hlaup maður."

eða 

"Þið náið mér aldrei, ligga ligga lá."

eða

"Nú kemst ég loksins á séns."

eða 

"Látið mig vera."

eða 

"Ég má haga mér eins og mér sýnist. Ég hef hlaupið hraðar en nokkur manneskja á jarðríki hefur áður gert og mun hugsanlega nokkurn tíma gera. Ég er konungur heimsins. Jú-hú!"

eða einfaldlega það sem hann sagði:

"Ég er númer eitt!"

r284170_1209537

Hvernig er hægt að tala um að einhver ákveðin hegðun sé viðeigandi fyrir mann sem hefur alla sína ævi barist fyrir því að vera svolítið öðruvísi.

Megi hann njóta sigursins sama hvernig hann hagar sér eftir á.

Eitt merki getur þýtt svo margt.

Hegðun getur verið misskilin sem hroki vegna hleypidóma.

 

Til hamingju með sigurinn ThunderBolt! Og til hamingju með 22 ára afmælið!

 

  • Er hegðun Bolt hneykslanleg eða óíþróttamannsleg?
  • Ætti að ávíta hann fyrir þetta?
  • Eða er þetta allt í lagi?

 

Hvað finnst þér? 

 

 

Sjálfum er mér slétt sama, þar sem að Bolt virðist bara vera svolítið kjánalegur, en finnst líka að allir eigi rétt á að vera svolitlir kjánar og skrýtnir, ef það er það sem þeir vilja. Það gefur lífinu meiri lit og fólkinu tjáningarfrelsi.

Yfirleitt finnur maður svona merkisatburði strax á Youtube, en það virðist vera búið að þurrka út öll myndbönd sem sýna þetta hlaup.

 

Samt tókst mér að finna myndbandið með 200 m sigri hans, á frönsku:



og myndbandið sem sýnir 100 m hlaupið.


mbl.is Óánægðir með hegðun Bolt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þessi maður þarf væntanlega að pissa í glas næstu mánuði, hann er af einhverjum öðrum stofni en við hin.

Þórður Helgi Þórðarson, 22.8.2008 kl. 09:56

2 identicon

ég er kannski vitlaus... en ég sá aldrei fokkmerkið

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég sá ekki þetta fokkmerki

Steinn Hafliðason, 22.8.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Úr fréttinni: "Þegar hann kom að sjónvarpsvél fór hann með andlitið að henni, lifti löngutöng og hrópaði: Ég er númer 1, ég er númer 1."

Hrannar Baldursson, 22.8.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband