Mamma Mia! (2008) ***1/2

 

Mamma Mia! er afar vel heppnuđ söngvamynd fyrir ţá sem hafa gaman af léttu gríni, vel gerđum farsa í forngrískum stíl og ABBA tónlist. Ég er opinn fyrir ţessu öllu og skemmti mér ţví konunglega í bíó.

Sumir gagnrýnendur hafa hakkađ Mamma Mia! í sig fyrir ađ hafa frekar asnalegt plott og vera alltof full af gleđi, og fyrir ađ persónur byrji bara allt í einu ađ syngja upp úr ţurru. En ţannig eru söngleikir.

 

 

Mamma Mia! minnir mikiđ á Grease (1978) annan söngleik međ afar ţunnum söguţrćđi en skemmtilegri tónlist frá Bee Gees og eftirminnilegum söngatriđum. Hún minnir líka svolítiđ á Across theUniverse (2007) međ tónlist Bítlanna en sú mynd hafđi ţó frá ađeins fleiru ađ segja. Hún vakti líka upp góđar minningar um Stuđmannamyndina Međ allt á hreinu (1982)

Meryl Streep leikur ađalhlutverkiđ og kemur enn einu sinni á óvart, en hún syngur sín lög á frábćran hátt.  Pierce Brosnan syngur líka ágćtlega en er svolítiđ skondinn í framan á međan hann syngur, hann rembist svo hrykalega. Julie Walters og Christine Baranski eru mjög fyndnar, og ţeir Stellan Skarsgaard og Colin Firth traustir í sínum hlutverkum. Amanda Seyfried er álíka heillandi í Mamma Mia! og Olviia Newton-John var í Grease.

Sagan er frekar einföld en međ djúpa undirtóna sem passa fullkomlega viđ tónlistina og sönginn. Sophie (Amanda Seyfried) ćtlar ađ giftast Sky (Dominic Cooper), en ţau búa á afskekktri grískri eyju ásamt móđur hennar, hóteleigandanum Donnu (Meryl Streep). Sophie veit ekki hver fađir hennar er, en hefur komist yfir dagbók móđur sinnar og tekist ađ komast yfir ţrjú nöfn fyrir hennar hugsanlega föđur, ţađ eru Bill Anderson (Stellan Skarsgaard), Sam Carmichael (Pierce Brosnan) og Harry Bright (Colin Firth), en hún bíđur ţeim öllum í brúđkaupiđ og reiknar međ ađ hún muni átta sig strax á hver fađir hennar er.

 

 

Málin flćkjast ţegar hún áttar sig á ađ hún getur ekki greint hver ţeirra er hinn eini sanni. 

Stórskemmtileg skemmtun sem enginn má missa af í bíó, nema viđkomandi hafi einhvers konar óţol gagnvart léttri skemmtun og ABBA tónlist.

 

Ég hef einnig gagnrýnt Mamma Mia! á Seen This Movie en ţar geturđu smellt á stjörnugjöf viđ hverja fćrslu til ađ koma ţinni einkunn til skila.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég skellihló líka á ţessari mynd í bíó ţótt hún vćri ađ mörgu leyti órökrétt - og stóđ mig svo ađ ţví hálft um hálft ađ biđjast afsökunar á ađ hafa ţótt gaman. Undarlegur andskoti.

Berglind Steinsdóttir, 17.8.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Ómar Ingi

Bara eitt alveg svakalega vont ţađ er söngur Brosnans

Ég gat bara ekki hlegiđ

Ómar Ingi, 17.8.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Berglind: Ţetta er nefnilega merkilega vel uppbyggđ og gerđ kvikmynd, og alls ekki vćmin eins og sumir gagnrýnendur hafa sagt. Hún er bara full af gleđi.

Ómar: Brosnan hljómađi ágćtlega en leit herfilega út á međan hann söng.

Hrannar Baldursson, 17.8.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Anna Ţóra Jónsdóttir

Ég fór međ 11 hrssum "konum" á öllum aldri (13 - 75 ára) og viđ skemmtum okkur feykivel. Gott ef mađur brast ekki nokkrum sinnum í söng međ söngvurum myndarinnar og ţađ var einnig mikiđ hlegiđ og klappađ. Ţetta er algjör feelgood-mynd og fólk á alls ekki ađ horfa á hana međ raunsći í huga......007 var hallćrislega krúttlegur og kallađi fram viđeigandi kjánahroll ---en so what? Frábćr skemmtum og nauđsynleg mynd fyrir alla sem finnst gaman ađ hafa gaman.

Anna Ţóra Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hlakka til ađ sjá myndina

Sigrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:27

6 Smámynd: Ransu

Er ekki ABBA ađdáandi (eiginlega rosalega langt frá ţví) og hef látiđ myndina eiga sig, hingađ til.

En hey, í kvikmynd Rene Claires, Le Million (1931) hófu leikarar ađ syngja upp úr ţurru.  Og ţađ ţótti surrealískt meistaraverk.

Ransu, 17.8.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Einar Jón

Er ekki ađ koma tími á nćstu mynd í "20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum"?

Eđa ćtlarđu ađ draga ţann lista fram ađ áramótum?

Einar Jón, 18.8.2008 kl. 03:29

8 identicon

Ţađ var ekki BeeGees sem ađ sömdu tónlistina fyrir Grease á sínum tíma. Held ađ ţú ert ađ rugla saman Travolta myndum í ţetta skiptiđ.

Bee Gees sömdu tónlista fyrir Saturday Night Fever ţar sem Travolta fór á kostum, ţeir Gibb brćđur voru ekki ađallspírunar í Grease. Hins vegar samdi Barry Gibb eitt lag fyrir kvikmyndauppfćrsluna á Grease og náđi ţađ lag miklum vinsćldum, er ekki viss hvađa lag ţađ er.

Atli (IP-tala skráđ) 19.8.2008 kl. 09:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband