20 heilræði fyrir bloggara í léttum dúr

 

 

 

Spurning hvort að betra væri að kalla þetta heilræði eða hálfræði?

 

1. Allar setningar eiga að geta staðið á eigin fótum. Eins og þessi.

2. Ýkjur eru dauði.

3. HÞHSS: Hættu þessum helv skammstöfunum.

4. Endaðu hverja málsgrein á einhverju jákvæðu. Nema núna.

5. Ekki þykjast vera gáfaðri en lesandinn hvort sem að þú ert það eða ekki.

6. Veldu orð þín með gát.

7. Forðastu óþarfa dæmi. Til dæmis eins og þetta.

8. Ekki nota kommur, til að, skilja sundur, texta.

9. Líkingar eru jafn gagnlegar og brotin vatnsglös.

10. Einhver sagði einhvern tímann að tilvitnanir ættu að vera nákvæmar.

11. Slangur sökkar.

12. EKKI SKRIFA Í HÁSTÖFUM NEMA ÞÚ VILJIR ÆRA EINHVERN Í REIÐIÖSKRI.

13. Aldrei nota undirstrikanir.

14. Blandaðar myndhverfingar geta flengt óbarinn biskup.

15. Aldrei gefa upp heimildarmenn nema þú sért tilbúin(n) til að láta heimildarmenn þína gefa þig upp á bátinn.

16. Vandaðu málfarið obboðslega.

17. Greinileg merki um leti eru að klára ekki setningar, lista, og svo framvegis.

18. Lítið er meira. Þessi listi ætti því eiginlega bara að vera upp í eitt.

19. Margir riðövundar sðtafþetja viðlauþt.

20. Polli páfagaukur sagði: "Ekki koma fram við lesendur þína eins og þau séu börn."

 

Innblástur kemur úr greininni How to Write for the Web af howtowritefortheweb.blogspot.com, sem inniheldur 100 heilræði um hvernig skrifa skal fyrir vefinn.

 

Mynd: Texas Startup Blog


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

BORING

Góður

Ómar Ingi, 13.8.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ji, ef maður færi eftir öllu þessu myndi maður varla skrifa neitt, nema kannski eitt og eitt merlað örljóð.

Ég stend á eigin fótum,

sagði setningin

og beygði sig

í  1.persónu eintölu í lýsingarhætti þátíðar.

 Ætíð.

Anna Þóra Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nr. 21:  Ekki blogga

Kolbrún Hilmars, 13.8.2008 kl. 23:46

4 identicon

Skemmtileg lesning - haf þökk fyrir. (ekkert sagt um þankastrik?)

Oddný Sturludóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband