Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hefur þig dreymt einhverja skemmtilega drauma?
12.8.2008 | 22:20
Draumar geta verið ansi skemmtileg fyrirbæri, hvað svo sem þeir eru og þýða, og hvort sem þeir þýða eitthvað eða ekki. Þegar ég var unglingur dreymdi mig einu sinni sem oftar draum sem sat fastur eftir í minninu.
Ég var á hlaupum undan einhverju gífurlega stóru ferlíki og heyrði dynja mikið og jörðina hrista þegar það nálgaðist mig. Þegar ég leit um öxl sá ég íbúðarblokk stökkvandi á eftir mér, sem útskýrði lætin. Ég var búinn að hlaupa nokkuð lengi og heyra þónokkur hopp þegar ég tók eftir að í belti mínu hékk sverð.
Ég ákvað að gera eitthvað í málunum, og þegar ég heyrði næsta DÚNK, dró ég upp sverðið og stökk inn um aðaldyr byggingarinnar, og beint inn í lyftu þar sem ég hjó á stjórnstöðina. Lyftan þaut upp og í gegnum þakið á byggingunni. Byggingin skjögraði og féll svo á hliðina, steindauð.
Þetta var áður en ég kynntist heimspeki og hafði lesið stórmerkilegar kenningar um að hægt væri að stjórna sjálfum sér í draumum, ef maður bara æfði sig í að vera meðvitaður.
- Hefur þig einhvern tíma dreymt svona skemmtilega drauma?
- Getur þú líka stjórnað þér í þínum draumum?
Mynd: Urban Adventurer
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Varstu ekki bara að hugsa þetta andvaka uppí rúmi
Ómar Ingi, 12.8.2008 kl. 22:41
... mig dreymir mikið... hef vaknað hlægjandi af því mig var að dreyma svo skemmtilegt... í þeim draumi sagði ég við manneskju... ég er svo saddur, ég er alveg að springa... og hún svaraði; bíddu aðeins, ég ætla að fyrst að færa mig frá þér... og ég sprakk úr hlátri í rúminu...
... einnig hef ég í draumi "ákveðið" að vakna því ljón var í þann veginn að fara að éta mig... en það versta sem mig hefur dreymt er að vera að synda, ekki í vatni heldur á parketi...
Brattur, 12.8.2008 kl. 23:23
Þegar ég var krakki, bjó Bjarni Sæmundsson, sem ég sé að er bloggvinur þinn, í næsta húsi við mig. Hann sagði mér einn morguninn að hann hefði dreymt eftirfarandi draum;
"Hann var staddur í verslun og var að stela. Úða í sig sælgæti og taka allt sem hann langaði í. Við krakkarnir sögðum við hann í draumnum að það væri ljótt að stela. Þá sagði Bjarni; Iss, þetta er allt í lagi, mig er bara að dreyma" !
Anna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:27
Ég ætla að reyna að túlka þennan aksjonhetjudraum þinn.
Að hlaupa frá einhverju í draumi er tákn um vandamál sem þú ert að reyna að flýja. Ef hætta virðist stafa frá þeim sem eltir þig ertu alls ekki að horfast í augu við ótta þinn. annars tákna hús í draumi yfirleitt þitt eigið sjálf. Heil blokk sýnir ákaflega margbrotinn persónuleika sem hefur ekki hugmynd um nema hluta af þeim hæfileikum, löngunum og þrám sem búa með honum. Sverðið táknar metnað þinn, keppnisanda, ákveðni og viljastyrk. Þú hefur valdsmannslega eiginleika og skerð þig frá fjöldanum. Það að þú skulir leggja til atlögu við egóið þitt bendir til þess að þú sért í sálrænni naflaskoðun og munir þegar upp er staðið standa uppi sem "sigurvegari".
Mig dreymir alveg rosalega mikið og reyni yfirleitt að "ráða" draumana, ef ég mögulega get. Sumt í draumum manns eru hugsanir/tilfinningar úr undirmeðvitundinni sem eru að reyna brjótast fram með myndrænum hætti....en stundum botnar maður ekkert í því sem er að gerast. Hef t.d. tekið eftir því að ef mig dreymir vinkonur mínar sterkt þá tilkynna þær mér mjög fljótlega að þær séu óléttar......
Anna Þóra Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:37
bara að kíkja á www.draumur.is
Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:43
Mig dreymir alveg fyrir heila smáþjóð og finnst gaman að reyna að ráða mína drauma. Ég get framfært drauma á milli þess sem ég vakna og það er voða næs. Draumar tákna mjög oft daglegt amstur en oft á tíðum dreymir mig fyrir daglátum sem þýðir að mig dreymir ákveðna mannesku sem annaðhvort hringir í mig næsta dag eða ég fær fréttir af viðkomandi. Draumar eru skemmtilegir. GN og dreymi þig vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 00:16
Mig hefur dreymt nokkrum sinnum að húsið mitt væri umflotið sjó, ég bý á Seltjarnarnesi og frekar ofarlega. Ég hef þurft bát til þess að komast til Reykjavíkur, í annað skipti þurfti ég að vera uppi á þaki til þess að drukkna ekki. Þetta eru skrýtnir og óhugnalegir draumar. Svo er ég ennþá að bíða eftir meiri jarðskjálftum vegna draumfara í vor
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 02:26
Anna Þóra er greinilega búin að lesa sér mikið til um drauma. Ég var með svipaðar pælingar í gangi varðandi ráðningu draumsins en óþarfi að endurráða drauminn úr því sem komið er.
Ég er mikil áhugamanneskja um drauma, draumaráðningar og sjálfsstjórnun í gegnum drauma. Það sem ég hef afrekað á því sviði er nú kannski ekkert crazy, má þar helst nefna undirbúning fyrir próf og fyrirskipanir til undirmeðvitundarinnar um að muna svörin við öllum spurningum sem myndu koma á prófinu (virkaði fínt), einnig að hitta fyrir fólk í draumi og það færði mér einhverjar fréttir sem síðan voru staðfestar í raunveruleikanum nokkru síðar, oftast fréttir af barni eða giftingu, aldrei neitt krassandi eins og lottótölurnar næsta laugardag eða eitthvað
Mama G, 13.8.2008 kl. 10:07
Þetta er nú með áhugaverðari draumum sem ég hef lesið. Systur mína dreymdi reyndar einu sinni að hún væri elt af mannýgu nauti gegnum verslun Pennans í Hallarmúla. Hún var í rauðri peysu og ákvað að fara úr henni ef það mætti verða til þess að nautið hætti að elta hana. Vissulega hætti nautið en þegar það kom til hennar og bað hana að fara í peysuna aftur reif hún sig í flíkina æsilegu og eltingaleikurinn hófst á ný. Veit ekki hversu mikla stjórn á sjálfri sér hún sýndi þarna.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:16
Hérna kemur einn skemmtilegur draumur.
Bróður minn dreymdi að það var geit að elta hann. Hún náði honum og stangaði hann.
.
Þegar hann vaknaði um morguninn var hann með stóra kúlu á hausnum.
Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:21
Draumar eru skemmtilegt fyrirbæri! Hef dreymt að ég fljúgi yfir jörðinni og man sérstaklega eftir hvernig svædid í Asíu og Indlandi leit út. Einnig dreymt fyrir atburdum sem áttu eftir ad gerast t.d fædingum og dauðsföllum. Hef haft áhuga á draumum síðan ég( 8-10 ára)uppgötvaði að það sem mig dreymdi kom fram nokkrum dögum seinna.
Birna Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:50
Dreymdi í nótt gálga, dinglandi í honum voru tveir af ógeðfelldari stríðsglæpamönnum sögunnar, þeir George W. Bush og Dick Cheney. Allstaðar í kring dansaði ungt fólk og fagnaði maklegum endalokum þeirra og fleyri þekktra glæpamanna eins og Rumsfeld og Rowe sem dingluðu í öðrum gálga ekki langt frá, fleyri gálgar voru enn fjær en ég sá ekki hverjir voru hangandi í þeim.
Fyrirboði eða óskhyggja?
Georg P Sveinbjörnsson, 13.8.2008 kl. 16:01
Georg:
Þú hefur ekki viljað hengja þessa öfgaskoðanir þínar í næsta gálga?
Alþjóðasamfélagið skilgreinir ekki þessa menn sem stríðsglæpamenn, en þú veist þetta víst allt betur, ekki satt?
Voru það stríðsglæpir að losa Afghani við Talíbana öfga geðsjúklingana?
Það var víst rét hjá þeim sem sagði að það væri nóg af skrítnu fólki á blogginu.
Einar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:58
Ómar: hver er munurinn á vöku og draumi?
Brattur: að synda í parketi finnst mér frekar mögnuð mynd
Anna E: Ætli þjófar hugsi það sama á meðan þeir stela: 'mig er hvort eð er bara að dreyma', en þeir hafa bara rangt fyrir sér? Eða rétt? Datt bróðir þinn framúr?
Anna Þóra: You blow my mind!
Ásdís: Hvernig ætli standi á því að fólk hefur sterka tilfinningu hvert fyrir öðru og geta hringst á oft á sama augnabliki? Getur verið að við séum næm fyrir vitund, sál eða huga annarra á meðan við sofum?
Jóna Kolbrún: Það er kannski eins gott að sjórinn sem þig dreymir sé ekki úr parketi, eins og vatnið sem Bratt dreymir. Spurning hvort að þú sért að reyna að segja sjálfri þér eitthvað með þessum draumum?
Mama G: Spurning hvort að þú hafir einfaldlega orðið næmari fyrir umhverfi þínu þar sem þú sýndir því virkan áhuga?
Steingerður: Hún gerði þó eitthvað í málinu? Af hverju finnst mér ég kannast við þessa sögu?
Birna: Áhugaverð sú trú að við getum séð framtíðina gegnum drauma. Ég hef velt fyrir mér hvort að það sé mögulegt og komið að þeirri niðurstöðu án nokkurra sönnunargagna, að eina leiðin til að þetta væri mögulegt er ef til er einhvers konar efni í huganum sem er léttara en ljósið, og getur því ferðast til framtíðar og aftur heim.
Georg:
Einar:
Hrannar Baldursson, 14.8.2008 kl. 17:23
Bróðir minn datt ekki framúr í svefni..... hann rak hausinn illa í vegg þegar hann var að hlaupa undan geitinni.
Anna Einarsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:59
Þegar ég skoða það sem ég skrifaði (draumurinn var svona) sé ég að óskhyggja er fljótfærnislega valið orð þarna og vanhugsað.
Ég óska þeim olíu glæpabræðrum margs, að þeir verði dregnir fyrir dómara og flett ofan af þeim í eitt skifti fyrir öll, ég vil engann hengja eða sjá hanga, ekki einu sinni Saddam Hussein eða Hitler og álíka kóna, myndi reyna að afstýra slíkri villimennsku ef ég mögulega gæti, ég vil sjá þá á bak við lás og slá og vona að málsóknir gegn þeim sem eru í undibúningi dugi til að réttlætinu verði fullnægt og þeim stungið í grjótið æfilangt.
Allir sem þekkja mig, mín skrif og hugsjónir vita að ég er grjótharður andstæðingur dauðarefsinga, ég vil ekki fara Saddam Hússein og Ceausescu leiðina lágkúrulegu og niðurlægjandi fyrir alla.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.8.2008 kl. 02:17
Mig dreymdi að ég væri að reykja Viceroy löngu eftir að ég hætti að reykja.
Gulli litli, 16.8.2008 kl. 02:00
Ja hérna, nú sé líka að mér hefur yfirsést að þetta áttu að vera skemmtilegir draumar!, hefði nú sagt frá einhverjum gæfulegri, vona að ég hafi ekki eyðilagt þráðinn þinn með óþægilegum draumi sem á sennilega lítið erindi við aðra...flumbrugangurinn stundum
Georg P Sveinbjörnsson, 16.8.2008 kl. 05:41
Anna E: Þetta skýrir kannski drauminn?
Georg: Ég gerði ekki ráð fyrir öðru en að þarna hafi verið smá fljótfærni í gangi og sé ekki hvernig þínar athugasemdir hefðu getað eyðilagt þráðinn.
Gulli: Fyrst þegar ég las yfir athugasemd þína skoppaði ég óvart yfir 'að reykja', þannig að ég hélt þig hefði dreymt að þú værir Viceroy. Svolítið skemmtileg mynd.
Hrannar Baldursson, 16.8.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.