Leikari úr 40 Year Old Virgin handtekinn fyrir grun um morðtilraun á fyrrum kærustu sinni

 

Shelley Malil í 40 Year Old Virgin

 

Hinn 43 ára gamli Shelley Malil var handtekinn á lestarstöð í San Diego, grunaður um að hafa stungið fyrrverandi kærustu sína rúmlega 20 sinnum í andlitið með eggvopni. Hann var á leið til lögfræðings síns þegar hann var handtekinn af lögreglu.

Nágrannar heyrðu konuna öskra, glas brotna, og lögreglumennirnir sem komu á staðinn fundu hana með djúpa skurði á andlitinu, og fluttu hana á gjörgæslu, þar sem hún liggur enn.

Ekki er vitað hvers vegna Malil er grunaður um ódæðið, en hann er fæddur og uppalinn á Indlandi. Hann hefur verið farsæll aukaleikari í frægum sjónvarpsþáttum eins og The West Wing og Scrubs, en er frægastur fyrir að leika gamla sorakjaftinn Haziz í 40 Year Old Virgin.

 

Shelley Malil
 
 

 

Ekki veit ég um sekt hans eða sakleysi, en þegar ég heyri svona fréttir furða ég mig á hversu grimmar manneskjur geta verið. Mér finnst nógu óskiljanlegt að vilja taka líf annarrar manneskju, en að stinga viðkomandi oftar en 20 sinnum í andlitið... Hvað getur valdið þessu?

Það fyrsta sem manni dettur í hug er að árásarmaðurinn hljóti að hafa verið geðveikur eða uppdópaður, og þá rifjast upp mál eins og þegar Roman Polanski var á sínum tíma grunaður um að hafa myrt konu sína og ófætt barn, en síðar kom í ljós að fjöldamorðinginn Charles Manson hafði verið að verki, og með það í huga hlýtur maður að spyrja hvort að grunurinn sé rökstuddur.

 

Myndir: 
 

Úr The 40 Year Old Virgin: Indophile.net

Shelley Malil: Collin Theatre Center

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiiii

Ómar Ingi, 12.8.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Brattur

... þetta er eitt af því ljóta sem mannskepnan gerir og er algjörlega óskiljanlegt... einhvers konar geðveiki, sturlun... eða dóp... í gangi held ég að hljóti að vera.

Brattur, 12.8.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Viðbjóður og ekkert annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er hugsanlega ein af sönnunum þess að við þurfum ekki að heyra um hið ljóta til þess að þekkja hið fagra.

Hrannar Baldursson, 12.8.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband