Í dag ætla ég að þakka fyrir mig og gefa lesanda BÍÓMIÐA í tilefni 100.000 gestsins á bloggsíðuna

99784

 

Frá 01.03.07 til 05.08.08 hafa 99.784 gestir heimsótt þessa bloggsíðu og langar mig þegar gestur númer 100.000 hefur heimsótt síðuna bjóða einum af gestum mínum sem gerir athugasemd við þessa færslu bíómiða. Það þarf ekki að vera nema kvittun eða skopkall.

Ég mun nota tilviljunarkennda aðferð (teningakast) til að velja viðkomandi aðila þriðjudagskvöldið 5. ágúst 2008 úr athugasemdum þeim sem borist hafa fyrir kl. 22:00.

Þetta má vera hvaða mynd í íslensku kvikmyndahúsi sem viðkomandi óskar sér í þessari eða næstu viku, í því kvikmyndahúsi og á þá sýningu sem hann óskar sér.

Svo það fari ekki á milli mála: um er að ræða aðeins einn gest og eina sýningu.

Þetta er mín leið til að halda upp á daginn og þakka fyrir mig.

 

 

Kl. 7:34 vantar ekki nema 135 gesti til að klára dæmið:

 

 

Nú vantar bara 66 til að ná 100.000 gestinum! Wizard

 

Kl. 9:05 eru gestirnir 99.946. Vantar bara 54! Gaman að svona niðurtalningu. 

  

 

Enn magnast spennan:

Kl. 9:26 er komnir 99.972 gestir. Það vantar því aðeins 28 gesti.

99972.jpg

 

Kl. 9:33 eru gestirnir orðnir 99.989. Vantar 11...

99989.jpg

 

Kl. 9:39 vantar aðeins 4

99996.jpg

 

Kl. 9:40 vantar 1 !!!

99999.jpg

 

Kl. 9:41 skutust gestir upp í 100.005 ! Wizard Wizard Whistling

Nú þurfa bara allir þessir gestir að skrá sig í athugasemdir til að eiga möguleika á bíómiða. 

100005_02.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...til 08.08.08 ? Ég er ringluð.

ErlaHlyns (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 02:08

2 identicon

Kvitt 

Ísabella (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 02:20

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flott framtak. best ég skrái mig í pottinn

Brjánn Guðjónsson, 5.8.2008 kl. 02:50

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Erla: Ég fór aðeins framúr mér með dagsetningu. Auðvitað á þetta að vera í dag, 5.8.2008. Leiðrétti það!

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 07:31

5 identicon

Ekkert smá margir sem komu milli 7:34-7:57... Komið uppí 167.000 xD

Skrái mig í pottinn líka :)

Agnar Ísaksson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 07:57

6 identicon

Kvitt :)

Sólveig Eiríks (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 08:21

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Agnar: 167.000? Þú ert væntanlega að rugla saman gestum og flettingum. :)

Sólveig: Móttekið!

Brynja: Þetta er ekkert takmark í sjálfu sér, bara svona gleðipunktur.

Ísabella: Móttekið!

Nú er bara að vona að sem fæstir skrái athugasemdir, því færri sem skrá sig, því meiri eru líkurnar fyrir þá sem eru á listanum.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 08:53

8 identicon

Þó svo ég sé ekki staddur á landinu til að taka við miðanum ef ég fæ hann þá vill ég bara hrósa þér fyrir þessa síðu. Ein af mínum uppáhalds og alltaf gaman að sjá hvað þú hefur að segja

oddur (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 08:58

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir það Oddur Ingi. Ef þú hefur samband við mig næst þegar þú kemur á klakann, býð ég þér í bíó hvort sem þú verður dreginn eða ekki.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 09:04

10 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég er með!!!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:10

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kristín: Tjékk!

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 09:12

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

100.000 gesturinn hefur heimsótt síðuna. Nú get ég farið að blogga aftur.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 09:47

13 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Verður maður ekki að vera með.

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 5.8.2008 kl. 09:48

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ryan og Hlini, velkomnir í hópinn.

Ég mun draga úr athugasemdum kl. 22:00 í kvöld, þegar skráningu lýkur og birta úrslitin fyrir miðnætti.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 09:55

15 identicon

tek þig á orðinu

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:23

16 identicon

Hrannar: Ég skil þig. Var sjálf að gera boðsmiða fyrir partý sem verður 9. ágúst en ég skrifaði 08.08.08. Þetta er svona líka fín tala.

ErlaHlyns (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:38

17 identicon

Til hamingju með þennan árangur

P

Palli (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:56

18 identicon

til hamingju 

kvitt

Linda Dagmar (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:00

19 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Gott framtak hjá þér. Ef ég verð dregin, þá ætla ég að velja myndina Sex and the city (búin að sjá hana einu sinni) og gefa þér miðann  

Fleiri karlmenn ættu nefnilega að sjá þessa mynd því þeir sem ég veit að hafa séð hana höfðu gaman af henni 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.8.2008 kl. 11:04

20 Smámynd: Hrannar Baldursson

Palli og Linda, takk.

Jóhanna: rétt til getið að ég hef ekki farið á Sex and the City myndina í bíó, en það er aðallega vegna þess að ég hef ekki séð einn einasta þátt úr seríunni. Semsagt ef ég hagræði úrslitum gæti ég grætt bíómiða á Sex and the City. Freistandi.

Að öllu gamni slepptu lofa ég vera heiðarlegur í drættinum.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 11:14

21 identicon

Freista gæfunnar hér með... :)

Jón Ari Helgason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:17

22 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég skal vera með, alltaf gaman að fara í bíó

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:21

23 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta líst mér vel á Hrannar

Ómar Ingi, 5.8.2008 kl. 11:22

24 identicon

Flott hjá þér. Til hamingju með fjöldann. Ég verð með.Líst vel á Sex and the city!

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:42

25 identicon

Frábært framtak í tilefni atburðarins, til hamingju með áfangann

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:52

26 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er ekki á landinu ennþá, svo ég þarf ekkert að fara í pottinn. Vildi bara óska þér til hamingju með áfangann og góða bloggsíðu. Og auðvitað að eiga frábæra systur.

Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 11:53

27 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 12:02

28 Smámynd: Hrannar Baldursson

Villi: ég legg bara inn á PayPal reikninginn hjá þér ef þú vinnur. Ertu ekki annars í Kanada?

Gaman hvað margir eru að taka þátt.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 12:09

29 identicon

Til hamingju þú hefur unnið ? 100.000 gestir það er greinilegt að það eru margir sem eru að skoða þarna úti.

Eigið öll góðan dag

hafdís júlía (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:08

30 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er í Hollandi. Mikið minna skemmtilegt en Kanada. Annars verð ég á landinu eftir rúma viku...

Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 13:30

31 identicon

Ekkert smá flott, greinilegt að margir fylgjast með pælingunum þínum:) Þér dettur ýmislegt sniðugt í hug!

Elín (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 14:10

32 identicon

Með, en með því skilyrði að ég fái að bjóða þér með

Orri (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 14:33

33 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kemst ekki í bíó vegna heilsunnar, en óska þeim sem vinnur góðrar bíóferðar. Margar myndir sem gaman væri að sjá.  Ég er að nálgast 500.000 og stefni á að ná því ca.fyrir næstu mánmót. sjáum til hvað ég er dugleg að blogga úr rúminu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 15:33

34 Smámynd: Pétur Fannberg Víglundsson

Gott framtak.

I'll try my luck.

Pétur Fannberg Víglundsson, 5.8.2008 kl. 15:41

35 identicon

Skemmtilegt

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 16:08

36 identicon

sancho verður með ....

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 16:25

37 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ásdís: ef þú vinnur sendi ég þér DVD heim af leigunni, með heimsendingarþjónustu.

Sancho: Við förum hvort eð er í bíó við fyrsta tækifæri, eins og venja er.

Pétur: Good luck!

Orri: Samþykkt.

Elín: Svona er það þegar barnið lifir enn innra með manni. Það hættir aldrei að láta sér detta eitthvað í hug.

Villi: ef þú ert á landinu eftir rúma viku, lætirðu mig bara vita nákvæma dagsetningu, þ.e.a.s. ef þú vinnur.

Hafdís: Þetta er náttúrulega stórsigur , svona persónulega. Að minnsta kosti gaman svona í sumarfríinu.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 16:31

38 identicon

Heyrðu, þú mátt bara setja miðann á borðið á móti ávaxtaskálinni... 

Colega (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 17:42

39 Smámynd: kop

Ég sé enga möguleika á að komast með þér í bíó, svo ég þarf ekki í pottinn.

kop, 5.8.2008 kl. 19:06

40 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...kem ég of seint i þennan pott

Takk annars fyrir góð skrif. Ég er alltof löt að kvitta inná þær síður sem ég les reglulega á blogginu. Þín síða er ein þeirra.

Marta B Helgadóttir, 5.8.2008 kl. 19:34

41 Smámynd: Hrannar Baldursson

Colega... hmmm... hljómar eins og kollegi með tóma ávaxtaskál.

Einar, það er alltaf gaman í bíó.

Vörður: skemmtileg síðasta bloggfærslan þín. Þú þarft ekki að fara með mér í bíó ef þú vinnur.

Marta: Þú ert ekki of sein. Pottinum verður ekki lokað fyrr en kl. 22:00 að íslenskum tíma. Og þakka þér...

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 19:45

42 identicon

Hrannar, það var nákvæmlega það sem mér datt í hug að skrifa... hvað það væri gaman þegar fólk leyfði barninu innra með sér að vera til og hafa skemmtileg áhrif... en skrifaði það ekki ef þú tækir því kannski ekki sem hrósi;) En auðvitað er það hið mesta hrós og það er gaman að sjá að þú ert alltaf jafn indæll:)

 Jæja, nú er ég með tvöfalda möguleika á því að vinna bíóferð! Reyndar er ég ekki á leiðinni í bæinn svo ég er ekkert að fara í bíó:/ Hef reyndar ekki farið í bíó í nokkuð mörg ár (fyrir utan örfáar barnamyndir með dætrum mínum og býsnaðist þá yfir því hvað það væri nú orðið dýrt að fara í bíó!). Meira en tvöfalt dýrara en þegar ég var ung;) Eins og það er nú stutt síðan!

Elín (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 19:55

43 Smámynd: Hrannar Baldursson

Elín, ég man nú ekki betur en að þú hafir nú nokkrum sinnum reddað okkur vinum þínum í bíó, þarna í eldgamladaga, enda varstu með góð sambönd í íslenska kvikmyndaheiminum þá.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 20:19

44 identicon

Já nákvæmlega:))) Þá einmitt fyllti ég bíóskammtinn minn fyrir næstu 20 árin! Þarna í eldgamladaga;) Those were the days my friend...

Elín (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:25

45 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábær hugmynd

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 20:59

46 identicon

Þú átt kollgátuna - er annars svo fjarri ávaxtaskálinni að ég veit ekki hvort hún er tóm!  (Ég borða a.m.k. ekki úr henni þessa vikuna.) 

Colega (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:37

47 identicon

Góð hugmynd, slatti af athugasemdum við þennan þráð :p

Trausti Eiríksson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 23:05

48 Smámynd: Hrannar Baldursson

33 þátttakendur skráðu sig á athugasemdalistann (fyrir utan sjálfan mig).

Reglan er einföld, sá sem fær hæstu samanlögðu töluna eftir tvöfalt teningakast með sex teningum vinnur. Verði tveir bloggvinir efstir og jafnir fer fram önnur umferð, þar til úrslit ráðast í bráðabana.

1. umferð

ErlaHlyns: 12

Ísabella: 14

Brjánn Guðjónsson: 25

Agnar Ísaksson: 17

Sólveig Eiríks: 22

Brynja Dögg: 22

Oddur Ingi: 18

Kristín Björg Þorsteinsdóttir: 18

Ryan Giggs: 18

Hlini Melsteð Jóngeirsson: 21

Palli: 23

Linda Dagmar: 17

Jóhanna Fríða Dalkvist: 19

Jón Ari Helgason: 28

Róslín Alma Valdemarsdóttir: 18

Ómar Friðleifsson: 27

Kristín Sævarsdóttir: 25

Kristbjörn H.: 26

Villi Ásgeirsson: 18

Kristján Kristjánsson: 22

Ísak R Jóhannsson: 22

Hafdís Júlía: 27

Elín: 20

Orri: 23

Ásdís Sig.: 28

Pétur Fannberg Víglundsson: 21

Guðrún B.: 24

Hafliði Ingason: 18

Colega: 23

Einar Einarsson: 20

Vörður Landamær: 17

Marta B Helgadóttir: 21

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir: 26 

Efst og jöfn eftir fyrri umferð eru Ásdís Sig. og Jón Ari Helgason með 28 stig hvort. 

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 23:05

49 Smámynd: Hrannar Baldursson

1. umferð

ErlaHlyns: 12 + 24= 36

Ísabella: 14 + 26 = 40

Brjánn Guðjónsson: 25 + 25 = 50

Agnar Ísaksson: 17 + 23 = 40

Sólveig Eiríks: 22 +28 = 50

Brynja Dögg: 22 + 19 = 41

Oddur Ingi: 18 + 26 = 44

Kristín Björg Þorsteinsdóttir: 18 + 25 = 43

Ryan Giggs: 18 + 22 = 40

Hlini Melsteð Jóngeirsson: 21 + 12 = 33

Palli: 23 + 15 = 38

Linda Dagmar: 17 + 17 = 34

Jóhanna Fríða Dalkvist: 19 + 29 = 48

Jón Ari Helgason: 28 + 19 = 47

Róslín Alma Valdemarsdóttir: 18 +16 = 34

Ómar Friðleifsson: 27 + 26 = 53

Kristín Sævarsdóttir: 25 + 19 = 44

Kristbjörn H.: 26 + 27 = 53

Villi Ásgeirsson: 18 + 22 = 40

Kristján Kristjánsson: 22 + 20 = 42

Ísak R Jóhannsson: 22 + 14 = 36

Hafdís Júlía: 27 + 16 = 43

Elín: 20 + 24 = 44

Orri: 23 + 16 =  39

Ásdís Sig.: 28 + 21 = 49

Pétur Fannberg Víglundsson: 21 + 19 = 40

Guðrún B.: 24 + 26 = 50

Hafliði Ingason: 18 + 17 = 35

Colega: 23 + 24 = 47

Einar Einarsson: 20 + 22 = 42

Vörður Landamær: 17 + 19 = 38

Marta B Helgadóttir: 21 + 28 = 49

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir: 26 + 24 = 50

Eftir tvöfalda umferð eru Ómar Friðleifsson og Kristbjörn H. eftstir og jafnir með 53 stig. Þeir taka því úrslitarimmu, tvöfalda umferð. Ef þeir skilja jafnir eftir það verður bráðabani. 

Svakaspenna hérna!

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 23:21

50 Smámynd: Hrannar Baldursson

Úrslitaviðureign, fyrri umferð:

Ómar Friðleifsson: 30

Kristbjörn H:  19

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 23:22

51 Smámynd: Hrannar Baldursson

Úrslitaviðureign, seinni umferð:

Ómar Friðleifsson: 30 + 27 = 57

Kristbjörn H:  19 + 23 = 42

Ómar Friðleifsson fékk fáránlega háar tölur í öllum köstum. Ég botna ekkert í þessu. Ómar, láttu mig vinsamlegast vita á hvaða mynd þig langar að fara og hvenær. Þú getur sent mér skilaboð sem bloggvinur eða birt það í athugasemd hérna fyrir neðan.

Ég vil þakka öllum þátttökuna, og hef hugsað mér að gera eitthvað í svipuðum dúr síðar meir, einfaldlega af því að mér finnst þetta gaman.

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 23:28

52 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þessu má ekki gleyma: Til hamingju með sigurinn Ómar!

Hrannar Baldursson, 5.8.2008 kl. 23:33

53 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þar sem að Ómar hafnaði vinningnum, enda er hann starfsmaður Sambíóana og fær því frítt í bíó, fær Kristbjörn vinninginn, enda jafnhár Ómari eftir teningakastið. Til að nálgast miðann Kristbjörn, og ákveða sýningu, sendu mér tölvupóst á heimspeki hjá gmail.com.

Hrannar Baldursson, 6.8.2008 kl. 07:49

54 identicon

Það fór sem fór,svo langaði mig ekkert í bíó heldur(einn spældur)Flott síða.

Númi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:50

55 Smámynd: Hrannar Baldursson

Númi og Einar: svona er þetta. Sorry. Ég geri eitthvað sambærilegt seinna. Það var gaman að þessu.

Hrannar Baldursson, 6.8.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband