Hverjar eru bestu James Bond myndirnar? (Listi með stjörnugjöf yfir allar Bond kvikmyndir sem komið hafa út frá 1962)
2.8.2008 | 15:21
Um daginn bað bloggvinur minn og fyrrum erkifjandi úr skákheiminum Snorri G. Bergsson mig um að búa til lista yfir allar Bond myndirnar og gefa þeim einkunn.
Einkunnirnar eru allar eftir minni. Þær gætu breyst ef ég horfi á hverja og eina þeirra aftur og rýni þær vandlega, þannig að allar þessar einkunnir eru með fyrirvara.
Bestu Bond myndirnar að mínu mati eru Goldfinger (1964 - Sean Connery) og Casino Royale (2006 - Daniel Craig). Í humátt á eftir þeim koma From Russia with Love (1963 - Sean Connery), On Her Majesty's Secret Service (1969 - George Lazenby) og Goldeney (1995 - Pierce Brosnan).
Sú allra lélegasta er án vafa Casino Royale (1967) þar sem 6 ólíkir leikarar léku James Bond, og meðal þeirra Ursula Andres (fyrsta Bondstúlkan), Peter Sellers, David Niven og Woody Allen.
Lélegasta alvöru James Bond myndin finnst mér vera You Only Live Twice (1967), en það skín í gegn hvað Sean Connery leiðist í aðalhlutverkinu. Annars lék hann í hinni ágætu Never Say Never Again (1983) sem var reyndar ekki gerð með samþykki framleiðenda seríunnar.
Allar Roger Moore myndirnar eru vel gerðar. Það er létt yfir þeim og húmorinn ágætur, hasaratriðin skemmtileg, en þær vantar alla dýpt. Samt eru þær ómissandi.
Daniel Craig hefur blásið glænýju og fersku lífi í þennan klassíska kvikmyndakarakter, og ég bíð spenntur eftir næstu mynd, sem er væntanleg í nóvember á þessu ári: Quantum of Solace, með Daniel Craig í aðalhlutverki.
Bondmynd | Ár | Einkunn Don Hrannars | Aðalleikari | |
1 | Dr. No | 1962 | *** | Sean Connery |
2 | From Russia with Love | 1963 | ***1/2 | Sean Connery |
3 | Goldfinger | 1964 | **** | Sean Connery |
4 | Thunderball | 1965 | *** | Sean Connery |
5 | You Only Live Twice | 1967 | *1/2 | Sean Connery |
6 | On Her Majesty's Secret Service | 1969 | ***1/2 | George Lazenby |
7 | Diamonds Are Forever | 1971 | **1/2 | Sean Connery |
8 | Live and Let Die | 1973 | *** | Roger Moore |
9 | The Man with the Golden Gun | 1974 | *** | Roger Moore |
10 | The Spy Who Loved Me | 1977 | *** | Roger Moore |
11 | Moonraker | 1979 | *** | Roger Moore |
12 | For Your Eyes Only | 1981 | *** | Roger Moore |
13 | Octopussy | 1983 | *** | Roger Moore |
14 | A View to a Kill | 1985 | *** | Roger Moore |
15 | The Living Daylights | 1987 | *** | Timothy Dalton |
16 | Licence to Kill | 1989 | *** | Timothy Dalton |
17 | GoldenEye | 1995 | ***1/2 | Pierce Brosnan |
18 | Tomorrow Never Dies | 1997 | *** | Pierce Brosnan |
19 | The World Is Not Enough | 1999 | **1/2 | Pierce Brosnan |
20 | Die Another Day | 2002 | *** | Pierce Brosnan |
21 | Casino Royale | 2006 | **** | Daniel Craig |
! | Never Say Never Again | 1983 | *** | Sean Connery |
! | Casino Royale | 1967 | * | Peter Sellers/Woody Allen/Ursula Andress/David Niven/Terence Cooper/Daliah Lavi |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Bond er snillingur og ég hef alltaf hrifist mest af Connery, ég man ekki eftir leiðinlegt Bond mynd. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 15:30
http://hvala.blog.is/blog/hvala/entry/605537/
Svarið komið!
Greinilega sammála um sumt, en ósammála um annað; eins og í svo mörgu öðru!
Snorri Bergz, 2.8.2008 kl. 15:47
Casino Royale og Never Say Never Again eru ekki gildar Bond myndir enda ekki gerðar af Broccoli fjölskyldunni.
Annars finnst mér Goldfinger , Casino Royale 2006 og Thunderball bestar
En sú langversta er On Her Majesty Secret Service , þegar Gorge Lazanby sem er með verstu leikurum sem leikið hafa horfir í myndavélina og segir That Never Happend to The Other Fellow ( átti að vera fyndið en var jafn ömurlegt og myndin í heildina) enda fékk myndin afburða lélega aðsókn og dóma og lazenby ekki vinnu eftir það að neinu viti.
En misjafn er smekkur manna
Solace lofar aftur á móti góðu og ekki kæmi mér á óvart að hún yrði sú besta.
Ómar Ingi, 2.8.2008 kl. 16:04
Ég er ánægður með að sjá að Dalton fær 3 og 3.
Vanmetinn Bond, en með ákveðinn sjarma.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 2.8.2008 kl. 16:09
Ásdís: Eina lélega alvöru Bond myndin er You Only Live Twice - mér finnst það bara en sumum finnst hún góð.
Snorri: Við virðumst bara vera ósammála um hver er versta Bond myndin. Fyrir utan það erum við náttúrulega á svipaðri línu, ja, fyrir utan kannski Dr. No.
Ómar: Ég tók einmitt fram í greininni að CR og SNA eru ekki formlegar Bond myndir. Lastu ekki greinina? George Lazenby er ágætur Bond, fyrir utan hvað hann reynir að herma eftir töktum Connery. Fyrir það féll myndin um hálfa. Hefði Connery leikið í þessari hefði verið klassík á ferðinni, þar sem að þetta er besta Bond handritið að mínu mati.
Kristinn: Já, Dalton var ágætur. Þeir hafa allir verið fínir, hafa bara kosta og galla eins og annað fók.
Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 17:01
algjörlega sammála Kristni um Daltoninn, hann er rosalega vanmetinn en með mikinn sjarma. Jafnvel að þær myndir báðar ættu að fá ***1/2. Annars nokk sammála, já nema með On Her Majesty's Secret Service. Það er skítamynd :)
Þorsteinn (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 20:46
Búinn að rýna Dr. No á ensku hérna.
Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 21:19
The spy who loved me hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Aðallega vegna hins risavaxna og ódrepandi illmennis, Skolta (Jaws.) Örugglega fyndnasta illmenni Bondmyndanna.
Theódór Norðkvist, 2.8.2008 kl. 22:00
PS: Hafði alltaf meira gaman að Moore en Connery. Meir léttleiki og galsi í þeim fyrri. Timothy Dalton var afskaplega leiðinlegur sem njósnari hennar hátignar, en Pierce Brosnan fannst mér mjög fínn sem James Bond.
Theódór Norðkvist, 2.8.2008 kl. 22:04
Einkunnagjöfin er fáraleg hjá þér.Nær að hafa það á skalanum 1 til 10,ekki flestar með 2 - 3 *.En by the way flottasta bond lagið er live and let die, enda bítla tenging.
ringo (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:14
Theódór: Ég man bara ekki nógu vel eftir The Spy Who Loved Me, lofa að kíkja á hana á næstu dögum.
Ringo: ég er reyndar sammála þér að einkunnagjöfin er fáránleg hjá mér. Þess vegna er ég einmitt að færa mig yfir í 0-10 eins og má sjá á gagnrýnisíðunni minni Seen This Movie. Live and Let Die er gott lag. Sammála því, og Bítlarnir líka flottastir, en það voru hins vegar Wings með Paul McCartney sem flutti þetta lag.
Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 09:59
Hér má í fylgiskjalinu sjá stjörnur sem ég hef gefið Bond myndunum strax eftir að hafa séð þær. En það þarf kannski að leita soldið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 11:00
Donna Dóni
Þú tókst bara fram að NSNA er ekki ger með leyfi framleiðanda ekki satt ?
En já las grenilega of hratt hehe
Farðu svo á Dark Knight aftur og dæmdu hana aftur , bara svona fyrir sjálfan þig , þetta fer að verða pínlegt.
Ómar Ingi, 3.8.2008 kl. 14:21
Sigurður Þór: sniðugt hjá þér!
Ómar: Ég fer ekki aftur á Dark Knight, bíð bara eftir Director's Cut, því ég veit að fullt af bútum voru klipptir út sem hefðu mátt sitja inni. Kíktu bara á sýnishornin úr myndinni og berðu saman við það sem þú sérð í bíó. Þar eru bútar sem hvergi sáust í myndinni.
Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 14:41
Er ekki sammála þér með Casíno Royale (1967). Held líka upp á "ekki Bondmyndina, "Never say never again" (1983). Var líka ánægður með George Lazenby í "On Her Majesty's Secret Service" (1969) og Fyrstu myndina með Sean, "Dr No". Annars er ég Roger Moore maður. Fór á nokkra Bond-myndir með Ólafi Hraunberg og hinum skákstrákunum. Á næstum alla Bondarana á DVD & VCD. Nema: Die another day (2002). Hef ekki séð hana alla. Var hún ekki sú lélegasta?
Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.8.2008 kl. 01:29
Það eru náttúrulega allir með sínar skoðanir á Bond, en Die Another Day er ágætis Bond mynd. Ég hafði gaman af henni.
Hrannar Baldursson, 4.8.2008 kl. 10:01
Ég ætla að draga aðeins í land með Casino Royale (1967). Setti hana í tækið í gær. Held mest upp á þær myndir sem ég fór á í bíó á sínum tíma auk
Verð þó að viðurkenna að ég hef ekki horft á allar myndirnar með Connery. Þótt ég eigi þær allar. Gerist oft þegar maður eignast hlutina...
Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.8.2008 kl. 10:54
Já, Gunnar Freyr, upphaflega Casino Royal með Peter Sellers og Woody Allen er virkilega vond mynd. Gott hjá þér að skipta um skoðun.
Sjálfur var ég að horfa á You Only Live Twice, of finnst hún mun betri núna en síðast þegar ég horfði á hana, þá var ég staddur í Mexíkó og einfaldlega þoldi ekki myndina. Það hefur stundum áhrif á dómana hvernig maður er stemmdur.
Hrannar Baldursson, 4.8.2008 kl. 21:04
Til að byrja með vil ég segja að þið hafið öll rangt fyrir ykkur. Ég er búinn að horfa á hverja Bond mynd svo oft í gegnum ævina að mín skoðun hlýtur að vera hin eina rétta. Ertu að lesa þetta ennþá? Nú jæja, ég geng þá út frá því að þú sért sammála mér um þetta.
Roger Moore var Bond þegar ég var strákur og þegar Dalton tók við af honum þá var ég ekkert sérstaklega tilbúinn að gefa honum séns (þrátt fyrir að Moore væri nánast með með göngugrind í A View to a Kill). Það var ekki fyrr en Licence to Kill kom út að ég tók Dalton í sátt en það var ekki nóg því hann fékk ekki fleiri tækifæri vegna slakrar aðsóknar. Þá hafði ég einnig gert mér grein fyrir að Connery væri hinn eini sanni Bond og að Moore væri aðeins góður leikari í samanburði við George Lazenby. Pierce Brosnan var alveg ásættanlegur Bond en var óheppinn að fá ekki tækifæri til að leika í Bond mynd sem tæki sig alvarlega eins og Casino Royale.
Bestu Bond myndirnar eru Goldfinger og Casino Royale en þær verstu eru Moonraker og Die Another Day.
Bestu Connery myndirnar eru From Russia With Love og Goldfinger en ég get varla tiltekið Connery myndir sem mér finnst lélegar sökum yfirþyrmandi nostalgíu.
Bestu Moore myndirnar eru The Spy Who Loved Me og For Your Eyes Only en þær verstu Moonraker og A View to a Kill. Ástfanginn Jaws? Krumpaður Bond + Grace Jones? I rest my case.
Besta og versta Lazenby myndin er án efa On Her Majesty's Secret Service. Það kemur heldur ekki á óvart að hann hafi bara fengið að gera eina mynd því Jessica Simpson gæti verið meira sannfærandi sem Bond. Ljósasti punkturinn við myndina er hiklaust kvikmyndatónlistin en myndin státar af bestu tónlistinni í allri seríunni.
Besta Dalton myndin er The Living Daylights en Licence to Kill er ekkert mikið síðri. Þær eru báðar fínar.
Besta Brosnan myndin er Goldeneye. Leikstjórinn Martin Campell (sem gerði síðar Casino Royale) kann greinilega að gera Bond myndir. Afgangurinn af Brosnan myndunum er bara rusl og Die Another Day er sorglega léleg. Ég hafði eiginlega gefist upp á Bond myndum.....
en þá kom Casino Royale. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut með Quantum of Solace.
Róbert Arnar Úlfarsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 01:56
Fín athugasemd hjá þér Róbert, en ég er hræddur um að við séum aðeins meira sammála en þig langar til að viðurkenna. Takk fyrir innlitið.
Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.