Ísland í dag: barn deyr í sjúkrabíl af botnlangabólgu eftir að hafa verið sent tvisvar heim af spítala

 

kross

 

Þetta er sorgleg saga.  Ekkert er verra en að missa barn.

Áhugavert væri að vita á hvaða forsendum barnið var sent heim tvisvar sinnum, til þess eins að deyja á leið til spítalans í þriðja sinn.

  • Er virkilega svona erfitt að greina botnlangabólgu? 
  • Af hverju var barnið sent heim ef það var kvalið?
  • Er þetta dæmi um hnignandi heilbrigðiskerfi á Íslandi, þrátt fyrir auknar tekjur ríkisins?
  • Er einhverju í umhverfinu eða starfsháttum um að kenna, eða var þetta einfaldlega óumflýjanlegt og óviðráðanlegt við þessar aðstæður?

 

Um greiningu á botnlangabólgu af doktor.is:

Einkennin geta verið margvísleg en yfirleitt er ferillinn nokkuð hefðbundinn.

  • Byrjar yfirleitt með kviðverk í eða ofan við nafla.
  • Á nokkrum klukkustundum flytur verkurinn sig niður og til hægri í kviðarholinu. Hann magnast upp og er sérstaklega slæmur við hreyfingu.
  • Margir finna fyrir ógleði og kasta jafnvel upp. Sumir fá niðurgang.
  • Líkamshitinn er yfirleitt í kringum 38° gráður en þriðji hver einstaklingur er hitalaus.
Ungabörn og eldra fólk hafa mjög oft óhefðbundin einkenni sem geta tafið fyrir greiningu sjúkdómsins og það getur leitt til slæmra fylgikvilla.

 

Í síðustu málsgrein er talað um mögulega slæma fylgikvilla. Nú veit ég hvað það þýðir.

Ég ásaka engan, enda þekki ég ekki til málsins og veit að erfitt getur verið að greina botnlangabólgu, en mér finnst samt furðulegt að barnið hafi ekki verið undir eftirliti á sjúkrahúsinu í stað þess að láta það fara heim.

Öll mín samúð fer til aðstandanda barnsins.


mbl.is Ungt barn lést í sjúkrabíl í þriðju ferð til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugaðu að hvergi kemur fram að barnið hafi í þessi tvö skipti verið sent heim frá Landspítalanum.

athugasemd (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá þér 'athugasemd'. Ég leiðrétti þetta í fyrirsögn.

Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæll

Þetta er hörmuleg sjúkrasaga. Og dapurlegt að svona gerist hjá okkur.

Almennt er greining botnlangabólgu ekki flókin en til eru undantekningar þar á. Ætli þetta tilfelli hafi verið svoleiðis?

Engin læknir sem grunar botnlangabólgu sendir barn heim sérstaklega ef hann telur barnið bráðveikt?

Heilbrigðisstarfsfólk - sem  er líka fólk - tekur ýmsar ákvarðanir sem eru oftast til hins betra en stundum fara hlutirnir á versta veg þrátt fyrir góðan ásetning.

 Með kveðju,

Ragnar Ingvarsson

Ragnar Freyr Ingvarsson, 2.8.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

eftir bráðveikt átti að vera upphrópunarmerki - ekki spurningamerki!

Ragnar Freyr Ingvarsson, 2.8.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Bráð botnlangabólga er eitt erfiðasta og flóknasta vandamál, sem læknar eiga við að glíma. Þetta kann að hljóma undarlega í eyrum leikmanna ekki síst þar sem meðferðin er oftast nær tæknilega auðveld. Vandamálið verður mun erfiðara bæði hvað varðar greiningu og meðferð þegar um er að ræða sprunginn botnlanga, sem er í raun allt annar sjúkdómur. Einkenni geta nefnilega minnkað mjög mikið fyrst eftir að botnlanginn spryngur og þannig vilt fyrir um greininguna. Það er einnig mjög erfið ákvörðun hvort skera eigi upp eða ekki því stundum eru einkennin hjá börnum vegna bólginna eitla í kviðarholinu, sem otast er meinaust en ekki vegna botnlangabólgu. Þetta er alls ekki svo einfalt.

Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 12:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dóttir mín ein fékk mjög slæmt botnlangakast þegar hún var 13 ára, það tók nokkra daga að greina rétt, þetta er voða skrítið, svo var hún skorin og allt bjargaðist, en hún var mikið veik. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband