5. vinsælasta á leigunum í síðustu viku: Semi-Pro (2008) **1/2

Semi-Pro er furðulega skemmtileg íþróttagamanmynd, þrátt fyrir sífellt leiðinlegri Will Ferrell í aðalhlutverki.

Jackie Moon (Will Ferrell) varð auðugur fyrir að koma laginu "Love Me Sexy" efst á vinsældarlista. Fyrir peninginn keypti hann sér körfuboltalið, þar sem hver einasti meðlimur tekur Jackie sér til fyrirmyndar að því leyti að þeir eru að tapa sér í sjálfsdýrkun og eigingirni. 

Þegar ákveðið er að sameina áhugamannadeild körfuboltans og NBA, sem þýðir að efstu fjögur lið áhugamannadeildarinnar kemst í NBA, ákveður Ferrell að ráða atvinnumanninn Monix (Woody Harrelson) til að koma lífi í liðið. Reyndar skipti hann á Monix og þvottavél, þannig að trú manna á Monix er ekki mikil. En Monix er ekki allur þar sem hann er séður, þó að hann sé frekar blautur og gamall fyrir íþróttina. Hann tekur þetta sem alvöru áskorun og ætlar að koma liðinu í NBA, þrátt fyrir lítinn skilning Jackie Moon á körfubolta, (en góðan á skemmtiatriðum). 

Þegar Monix tekur að sér þjálfun liðsins stórbatnar árangur þeirra strax. Þeir hvíla ekki lengur í botnsætinu, og eygja fjórða sætið. Hvort þeim takist að ná fjórða sætinu er svo alls ekki aðalatriðið. Það má hafa gaman af þessu, en ekki búast við miklu.

Kíktu á fulla gagnrýni mína á Semi-Pro hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband