Hvernig stendur á því að þegar heimsmarkaðsverð á olíu lækkar, krónan styrkist og hlutabréf erlendis hækka, berast engar fréttar af lækkandi bensínverði á Íslandi?

Getum við sett þetta í samhengi, vinsamlegast?

Mbl: 29.7.2008, kl. 16:24: Gengi krónunnar styrktist um 3,64%

Gengisvísitala krónunnar opnaði í 166,40 stigum og lauk daginn í 160,35 stigum. Gengi evru var 124,86 krónur, gengi bandaríkja dals 80,19 krónur og gengi punds 158,73 krónur í lok dags.


Mbl: 29.7.2008, kl. 21:11: Miklar hækkanir (hlutabréfa) vestanhafs

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu allar í dag. Meðal ástæðna fyrir hækkununum má nefna að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði töluvert auk þess sem stálrisinn US Steel skilaði uppgjöri sem var vel yfir væntingum.

Dow Jones-iðnaðarvísitalan hækkaði um 2,39% í dag, samsetta Nasdaq-vísitalan um 2,45% og S&P 500-vísitalan hækkaði um 2,34%.

Gengi bréfa deCODE lækkaði um 4,97% og er skráð 1,53  dalir.



Mbl: 29.7.2008, kl. 21:18: Olíuverð heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar enn og hefur það að sögn Bloomberg ekki verið lægra í 12 vikur en nú. Dægurverð á fati af hráolíu á markaði í New York kostar nú 122,19 dali sem er 2,04% lækkun frá því í gær. Framvirkur samningur á sama markaði kostar 121,69 dali, 2,44% lækkun.

Gengi Bandaríkjadals hefur styrkst gagnvart öðrum miðlum og sjást merki þess á olíuverðinu en auk þess hefur eftirspurn eftir olíu dregist saman í Bandaríkjunum, einmitt vegna hins háa verðs. Olíuverð er mjög næmt fyrir framboði og eftirspurn í Bandaríkjunum.

Dægurverð á fati af hráolíu af Brent-svæðinu í Norðursjó kostar 121,95 dali og lækkaði það um 2,47%.

 

Klukkan er orðin 22:39, og ekki hafa enn borist fréttir af lækkandi bensínverði hérna heima. Hvaða olíufélag verður í broddi fylkingar?

Útskýringar óskast.

 

 

Mynd:  1 Sky

 


mbl.is Olíuverð heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að hugsa um oliuverðið í gær og sá að orkan var með líterinn af bensíni á 170 kr. Sýnist að olíufélöginn mættu fara að lækka verðið hér heima í samræmi við olíuverð ytra.

Bjössi

Bjössi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sendum olíufélögunum tilkynningu um hverja einustu frétt af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu og styrkingu krónunnar.

Látum þau ekki í friði. Tölvupóstföngin eru:

n1@n1.is, olis@olis.is,skeljungur@skeljungur.is og atlantsolia@atlantsolia.is, ef menn vilja bæta þeim við.

Theódór Norðkvist, 30.7.2008 kl. 11:39

3 identicon

Ég held að ég geti útskýrt þetta, kæri Hrannar. Við verðum að skoða allt heila draslið í alþjóðlegu samhengi. þetta er alveg sérstakur dans sem heitir eitt skref til vinstri, sjö skref til hægri: allt er á niður leið, en um leið og kerfið ræskir sig og tölurnar líta pínulítið betur út þá mála fjölmiðlarnir himinin bleikann. þetta er mjög nauðsinlegt því að það er nauðsinlegt fyrir hagkerfið að við höldum áfram að eyða: við verðum að halda fylleríinu gangandi til að fresta þýnkunni. Bensín er ekki að lækka, krónan er ekki að styrkjast, þetta er bara smá pása til að ná mæðunni. Að sjálfsögðu nota bæði bankar og olíufélögin þessi smávægilegu "búst". þessi fyrirtæki eru ekki fyrir þig, þau eru útaf þér

siggi oli (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það verður áhugavert að fylgjast með verðinu á olíu hrapa rétt fyrir kosningarnar í USA, sem munu tryggja McCain forsetastólinn. (Er þetta kannski paranója?)

Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband