The Beatles: Across the Universe (2007) ***1/2

Across the Universe er stórskemmtilegur söngleikur, sem minnir annars vegar á Dancer in the Dark (2000) hennar Bjarkar Guðmundsdóttur, og hins vegar á hippasöngleikinn Hair (1979). Öll lögin eru eftir Bítlana og eru skemmtilega flutt af aðalleikurunum, auk ágætra gesta eins og til dæmis Bono sem tekur "I am the Walrus".

Atburðirnir sem sögupersónur lenda í eru byggðar á atburðum og ástandi í Liverpool og New York frá um það bil 1966-1970. 

Jude (Jim Sturgess) er ungur maður frá Liverpool sem þráir það eitt að hitta föður sinn, en hann var bandarískur hermóður sem barnaði móður hans og fór svo til Bandaríkjanna og stofnaði sitt eigið heimili. Á ferð sinni til Bandaríkjanna eignast Jude traustan vin í Max (Joe Anderson) og kynnist systur hans Lucy (Evan Rachel Wood), en þar felst ástin á bakvið söngvana.

Ég mæli eindregið með þessari mynd, sérstaklega ef þú hefur gaman af Bítlatónlist. Það eru svolítið skrítin atriði inn á milli sem virðast ekki vera í samhengi við annað sem er að gerast, en þegar maður hugsar út í það, þá hefði ekki mátt sleppa þessum atriðum.

Ég elska þessa mynd!

Dýpri gagnrýni birtist á Seen This Movie innan sólarhrings.

 

Leikstjóri: Julie Taymor

Einkunn: 9

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir þessar upplýsingar.  Reyndar er ég ekki áhugasamur um söngleiki.  En þetta hljómar áhugavert. 

Jens Guð, 27.7.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er stórskemmtileg mynd. Ég get varla beðið eftir að horfa á hana og hlusta aftur. Gaman að fá sjálfan Guð í heimsókn. Þú ert alltaf velkominn.

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég hef ekki séð þessa mynd - en mig dauðlangar til þess. Er óforbetranlegt Bítlafan.

Var hún sýnd hér í bíó? Hún virðist altjént hafa farið fram hjá mér.

Kannski spurning um að athuga hvort hún sé til á DVD.

Anna Þóra Jónsdóttir, 30.7.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þessi mynd var sýnd í bíó á Íslandi, já, og hún er til á næstu leigu.

Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband